Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla dagaSími 588 1200 MIKLIR vatnavextir hafa verið í Kerlingadalsá, sem er rétt austan Víkur í Mýrdal, vegna óhemjumik- illar úrkomu síðastliðna sólar- hringa. Heldur var þó farið að rofa til í gærkvöldi. Þessar kindur var verið að reka á tryggari stað en nær sést í girðinguna við hringveg- inn. Á öðrum litlum hólma í miðri ánni urðu aftur á móti hátt í fimm- tíu ær innlyksa og reyndist ekki hægt að ná þeim þaðan í gær. Kerl- ingadalsá rennur öll í vestur og hef- ur flætt yfir tugi hektara af grónu landi og skemmt það. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Kerlinga- dalsá brýt- ur land DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær að bjartara væri núna framund- an í efnahagsmálum en ríkisstjórnin hefði þorað að vona. Hann sagði að við hefðum áfram góð tækifæri til að vera í röð fremstu þjóða heims, bæði hvað tekjur og velferð varðaði. Þau tækifæri ætluðum við að nýta okkur. „Í efnahagsmálum eru stórtíðindi að gerast. Tíðindi sem fáir sáu fyrir, þar með taldir þeir, sem áttu að hafa mesta þekkingu og bestu aðstæður til að rýna inn í efnahagslega fram- tíð landsins. Lítum á nokkur dæmi og þau ekki gömul. Fyrir 18 mán- uðum spáði Þjóðhagsstofnun að við- skiptahalli ársins 2001 yrði 72,2 milljarðar króna, en hann varð meira en helmingi minni. Fyrir réttu ári spáði sama stofnun að hallinn yrði 46 milljarðar króna á árinu 2002 en nú er útlit fyrir að hann verði enginn!“ Þá sagði Davíð að það hefði tekist að tryggja frið á vinnumarkaði þvert á framangreindar spár. „Verðbólgan er komin í takt við meðaltal sam- anburðarþjóðanna. Það verður ekki samdráttur í þjóðarframleiðslunni á þessu ári eins og spáð var og nú er gert ráð fyrir allgóðum hagvexti á næsta ári og eru þá virkjanafram- kvæmdir ekki reiknaðar inn í dæm- ið. Og hinn óviðráðanlegi viðskipta- halli verður enginn á þessu ári og hinu næsta, sem þýðir, þegar tekið er tillit til erlendrar verðbólgu, að viðskiptajöfnuðurinn er í raun já- kvæður. Þýðingarmikið er einnig að þjóðhagslegur sparnaður fer nú vax- andi á nýjan leik. Allir þessir þættir munu tryggja að kaupmáttur í land- inu mun aukast um 2% á næsta ári og verður það níunda árið í röð sem kaupmáttur þjóðarinnar vex. Það eru engin dæmi um slíkt áður í ís- lenskri þjóðarsögu,“ sagði Davíð. Davíð lýsti stuðningi við aðgerðir gegn Írak. „Alþjóðasamfélagið má því ekki sitja hjá meðan stjórnin í Írak stendur sannanlega fyrir fram- leiðslu gereyðingarvopna. Hún hef- ur sigað hersveitum sínum á ná- grannaríki, herjað miskunnarlaust á eigin borgara og hún heldur áfram að ógna alþjóðlegum friði og öryggi. Það verður að afvopna Íraksstjórn og koma í veg fyrir að hún eignist kjarnorkuvopn og ræða verður á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hvernig það verður best gert. Sam- einuðu þjóðunum ber að taka á mál- inu því það eru einmitt ályktanir þeirra sem Íraksstjórn virðir að vettugi. Eins og utanríkisráðherra Íslands hefur bent á er trúverðug- leiki Sameinuðu þjóðanna í húfi. Takist öryggisráðinu ekki að fást við svo hættulega ógn sem þá er stafar frá Íraksstjórn og brölti hennar má ekki útiloka að farnar verði aðrar leiðir.“ Stefnuræða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi Kaupmáttur þjóðarinnar vex níunda árið í röð  Framlög/34  Stjórnarandstaðan/2 KORNSKURÐUR gengur erfiðlega á Suður- og Vesturlandi vegna vætu- tíðar. Að sögn Árna Snæbjörnsson- ar, hlunninda- og jarðræktarráðu- nautar, ætti kornskurður að vera um garð genginn en sökum votviðris hefur hann dregist á nokkrum stöð- um. Uppskera á Suðurlandi virðist í meðallagi, þrátt fyrir að þreskjun hafi dregist vegna mikilla rigninga, að sögn Kristján Bjarndals Jónsson- ar, héraðsráðunautar á Suðurlandi. Akrar voru grænir lengi frameftir, þ.e. kornið óþroskað, vegna sólar- leysis og þurftu því lengri tíma. „Sums staðar er stutt á veg komið að þreskja vegna vætu,“ sagði Krist- ján í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það getur verið varasamt að geyma miklu lengur að ná korninu upp. Það hrynur meira og meira af öxunum og verður því stöðugt minni uppskera.“ Kornskurður er að sögn Kristjáns langt kominn undir Eyjafjöllum, en víða annars staðar, t.d. í innsveitum Árnessýslu og í Landeyjum, er mik- ill skurður enn eftir. Kristján segir að í fyrra hafi líka gengið illa að skera kornið á Suður- landi sökum vætu. Þó hafi tíðin ekki verið jafn vot og nú. Stöðugt fleiri bætast í hóp þeirra sem stunda korn- rækt á Suðurlandi að sögn Kristjáns og því erfitt að hafa nákvæma yf- irsýn yfir uppskeru og kornskurð. Vætutíð seinkar kornskurði EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur gert samkomulag við hóp hluthafa í Har- aldi Böðvarssyni hf. um kaup á eign- arhlutum þeirra. Eimskipafélagið átti fyrir 28,1% hlut í HB en eftir kaupin verður eignarhlutur félagsins 62,3% og myndast því skylda til yfirtökutil- boðs til annarra hluthafa. Þeim munu bjóðast sömu kjör og hópnum sem samið hefur verið við, en ætlunin er að skipta á bréfum í Eimskipafélaginu á genginu 5,4 fyrir bréf í HB á genginu 6,6 að fengnu samþykki hluthafafund- ar Eimskipafélagsins. „Það er mat okkar að með þessum samningi verði framtíð starfsfólks, hluthafa og Akranesbæjar best tryggð,“ segir Haraldur Sturlaugs- son, framkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar hf., en rekja má sögu fyrirtækisins aftur til ársins 1906. Haraldur segir að forsvarsmenn fé- lagsins hafi lengi velt fyrir sér hvert skyldi stefna. Ákvörðunin nú sé alfar- ið þeirra. Útgerðarfélag Akureyringa og Skagstrendingur eru nú dótturfélög Eimskipafélagsins eftir kaup þess á hlutabréfum þeirra í vor og sumar. Þessi félög mynda sjávarútvegsstoð Eimskipafélagsins og nú bætist HB við þá stoð. Samanlagt hafa félögin þrjú yfir að ráða um 41.500 þorsk- ígildistonna kvóta eða um 11,4% af út- hlutuðum heildarkvóta landsins en kvótaþak er 12% lögum samkvæmt. Félögin reka starfsemi á átta stöðum á landinu og gera út fjórtán skip, þar af sex frystiskip og fimm ísfisktogara. Ætla má að hjá félögunum þremur starfi um eitt þúsund manns og að velta þeirra á yfirstandandi kvótaári verði um 15 milljarðar króna. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskipafélagsins, segir að beinn að- dragandi að kaupum Eimskipafélags- ins á hlutum í HB nú sé nokkrir dag- ar. Viðræðurnar hafi farið í gang að frumkvæði stjórnenda HB og beinar samningaviðræður hafi aðeins tekið einn dag. Menn hafi hins vegar í lang- an tíma skoðað hagræðingarmögu- leika í sjávarútvegi. Eftir kaup Eim- skipafélagsins á auknum hlut í Útgerðarfélagi Akureyringa og Skagstrendingi hafi verið kominn grunnur sem áhugavert hafi verið að byggja á. Eftir þau kaup í vor hafi verið skýrt frá því að fengur væri að því fyrir Eimskipafélagið að tengjast fyrirtækjum sem væru á öðrum svið- um en ÚA og Skagstrendingur og þá helst í uppsjávarfiski. „Haraldur Böðvarsson hf. smellpassar inn í þá kvótasamsetningu sem fyrir var,“ segir Ingimundur. Ingimundur segist mjög sáttur við þá niðurstöðu sem náðst hafi og að hann sé sannfærður um að hún verði til hagsbóta fyrir þessi þrjú sjávarút- vegsfyrirtæki og Eimskipafélagið í heild sinni, starfsmenn og eigendur þessara fyrirtækja, sem og byggðar- lögin sem þau starfa í. Eimskip komið að efri mörkum kvótaeignar Framtíð starfsfólks, hluthafa og Akranesbæjar best tryggð með þessum samningi segir Haraldur Sturlaugsson eftir söluna á HB Morgunblaðið/Sigurður Elvar Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar, ræddi við starfsmenn á vélaverkstæði um miðjan dag í gær og var greinileg kátína með gang mála hjá körlunum á „Sleggjunni“.  Kaupin á HB/C16 Í NÝRRI skýrslu fjármála- ráðuneytisins um ástand og horfur í þjóðarbúskapnum kemur fram að horfur eru á að búferlaflutningar innanlands bæti einungis um 500 manns við íbúafjölda höfuðborgar- svæðisins á þessu ári. Þetta er minni tilflutningur frá landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins en sést hefur í áratug. Þegar flutningarnir voru hvað mestir, á árunum 1994–1998, fluttu um 1.800 manns árlega af landsbyggð- inni á höfuðborgarsvæðið. Í skýrslunni kemur fram að árið 2001 hafi rúmlega 2.500 er- lendir ríkisborgarar sest að á Íslandi. Dregur úr flutningum af lands- byggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.