Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 27 HJÓLSÖG 5704R 0 = 190 mm, 1200 W TILBOÐSVERÐ 16.000.00 OPINBER bandarísk rannsóknar- nefnd spáir því að undir lok þessa áratugar kunni alnæmistilfelli í fimm fjölmennustu ríkjum heims, þ.á m. Indlandi og Kína, að vera orðin margfalt fleiri en þau eru nú í Afríku sunnanverðri, og heildarútbreiðslan í heiminum mun meiri en verstu spár hafa hingað til gert ráð fyrir. Það er Bandaríska rannsóknar- ráðið (National Intelligence Council) sem leggur fram þessa spá, sem hljóðar upp á að 2010 verði á bilinu fimmtíu til sjötíu og fimm milljónir manna HIV-smitaðir í Indlandi, Kína, Eþíópíu, Nígeríu og Rússlandi. HIV er veiran sem veldur alnæmi. Nú eru alls 42 milljónir manna í heiminum smitaðar af veirunni, sam- kvæmt áætlun UNAIDS, samstarfs- verkefnis Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans, er telur að tilfellin verði orðin um 60 milljónir í heim- inum 2010. Samkvæmt framreikn- ingum í skýrslu Bandaríska rann- sóknarráðsins er áætlun UNAIDS alltof lág, og líklegra að tilfellin í heiminum öllum verði á bilinu 80 til 110 milljónir 2010. Í fyrrnefndum fimm ríkjum búa um 40% af öllum íbúum jarðarkringl- unnar. Í þessum ríkjum er alnæm- isfaraldurinn rétt að byrja eða hefur ekki náð hámarki. Reynsla þessara ríkja, og viðbrögð stjórnvalda í þeim, ráða mestu um næsta stig faraldurs- ins, að því er flestir sérfræðingar telja. Spá stóraukinni útbreiðslu alnæmis Washington. The Washington Post. Tilfellin í heim- inum gætu orðið 80 til 110 millj- ónir eftir átta ár LÖGREGLA víðsvegar um Evrópu hefur handtekið um áttatíu manns er taldir eru hafa átt aðild að skipulögðu smygli á ólöglegum innflytjendum, flest- um frá Austur-Evrópu til Vest- ur-Evrópu, að því er greint var frá í gær. Evrópska alþjóðalög- reglan, Europol, stjórnaði handtökunum, en lögregla í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Póllandi, Spáni, Portúgal, Úkr- aínu, Þýskalandi, Frakklandi og Austurríki tók þátt í þeim. Rannsókn á starfsemi smygl- hringsins hafði staðið í um það bil eitt ár og náði til fjölda úkra- ínskra ferðaskrifstofa sem áttu samstarf við hótel og ferða- skrifstofur annars staðar í Evr- ópu, að því er sagði í yfirlýsingu frá Europol. Ítölsk yfirvöld telja að rússnesk og ítölsk glæpasamtök hafi staðið að baki smyglinu, en margir ólög- legu flóttamannanna hafi verið neyddir út í vændi og þrældóm. Áttatíu hand- teknir í Evrópu Róm. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.