Morgunblaðið - 03.10.2002, Qupperneq 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 27
HJÓLSÖG 5704R
0 = 190 mm, 1200 W
TILBOÐSVERÐ
16.000.00
OPINBER bandarísk rannsóknar-
nefnd spáir því að undir lok þessa
áratugar kunni alnæmistilfelli í fimm
fjölmennustu ríkjum heims, þ.á m.
Indlandi og Kína, að vera orðin
margfalt fleiri en þau eru nú í Afríku
sunnanverðri, og heildarútbreiðslan
í heiminum mun meiri en verstu spár
hafa hingað til gert ráð fyrir.
Það er Bandaríska rannsóknar-
ráðið (National Intelligence Council)
sem leggur fram þessa spá, sem
hljóðar upp á að 2010 verði á bilinu
fimmtíu til sjötíu og fimm milljónir
manna HIV-smitaðir í Indlandi,
Kína, Eþíópíu, Nígeríu og Rússlandi.
HIV er veiran sem veldur alnæmi.
Nú eru alls 42 milljónir manna í
heiminum smitaðar af veirunni, sam-
kvæmt áætlun UNAIDS, samstarfs-
verkefnis Sameinuðu þjóðanna og
Alþjóðabankans, er telur að tilfellin
verði orðin um 60 milljónir í heim-
inum 2010. Samkvæmt framreikn-
ingum í skýrslu Bandaríska rann-
sóknarráðsins er áætlun UNAIDS
alltof lág, og líklegra að tilfellin í
heiminum öllum verði á bilinu 80 til
110 milljónir 2010.
Í fyrrnefndum fimm ríkjum búa
um 40% af öllum íbúum jarðarkringl-
unnar. Í þessum ríkjum er alnæm-
isfaraldurinn rétt að byrja eða hefur
ekki náð hámarki. Reynsla þessara
ríkja, og viðbrögð stjórnvalda í þeim,
ráða mestu um næsta stig faraldurs-
ins, að því er flestir sérfræðingar
telja.
Spá stóraukinni
útbreiðslu alnæmis
Washington. The Washington Post.
Tilfellin í heim-
inum gætu orðið
80 til 110 millj-
ónir eftir átta ár
LÖGREGLA víðsvegar um
Evrópu hefur handtekið um
áttatíu manns er taldir eru hafa
átt aðild að skipulögðu smygli á
ólöglegum innflytjendum, flest-
um frá Austur-Evrópu til Vest-
ur-Evrópu, að því er greint var
frá í gær. Evrópska alþjóðalög-
reglan, Europol, stjórnaði
handtökunum, en lögregla í
Rússlandi, Hvíta-Rússlandi,
Póllandi, Spáni, Portúgal, Úkr-
aínu, Þýskalandi, Frakklandi
og Austurríki tók þátt í þeim.
Rannsókn á starfsemi smygl-
hringsins hafði staðið í um það
bil eitt ár og náði til fjölda úkra-
ínskra ferðaskrifstofa sem áttu
samstarf við hótel og ferða-
skrifstofur annars staðar í Evr-
ópu, að því er sagði í yfirlýsingu
frá Europol. Ítölsk yfirvöld
telja að rússnesk og ítölsk
glæpasamtök hafi staðið að
baki smyglinu, en margir ólög-
legu flóttamannanna hafi verið
neyddir út í vændi og þrældóm.
Áttatíu
hand-
teknir í
Evrópu
Róm. AP.