Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 43
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 43 w w w. i n t e r c o i f f u r e . i s Brósi, Caracter, Carmen, Cleo, Dúddi, Elegans, Hár- og snyrting, Hárný, Hársaga, Höfuðlausnir, Jói og félagar, Medulla, Möggurnar, Salon Veh, Perma. Kaupauki! 6 hlutir í tösku! Ef þú kaupir tvo hluti eða fleiri frá Clinique er þessi gjöf þín.* w w w .c lin iq ue .c om 100% ilmefnalaust Tilboðið gildir í LYFJU Lágmúla, LYFJU Laugavegi, LYFJU Smáratorgi, LYFJU Smáralind, LYFJU Garðatorgi, LYFJU Setbergi, LYFJU Spöngin.  Naturally Gentle Eye Makeup Remover, 30 ml  Dramatically Different Moisturizing Lotion, 15 ml  Anti-Gravity Firming Lift Cream, 7 ml  High Impact Eye Shadow, litur South Beach  Moisture Surge Lipstick SPF 15, litur Fizzy  Aromatics Elixir Perfume spray, 4 ml  Snyrtitaska fyrir förðunarvörur G Ó Ð GJÖF Árvekni um brjóstakrabbamein Verðgildi gjafarinnar er 6.400 krónur. * Meðan birgðir endast. www.lyfja.is GJAFAKVÓTINN í sjávarútvegi er mesta óréttlæti síðari tíma. Sam- eign þjóðarinnar og helsta auðlind var færð fáeinum til brasks. Heilu byggðarlögin hrundu með skelfileg- um afleiðingum. Framtíð byggða fer eftir því hvenær útgerðarmönnum þóknast að selja kvótann í burtu og þar með lífsbjörgina. Afleiðingar og óréttlæti gjafakvótakerfisins koma vel fram í meistaraverki Baltasars Kormáks, Hafinu, sem slær aðsókn- armet bíóhúsanna þessa dagana. Þar er dregin upp skýr mynd af því hve rammt óréttlæti felst í þessu kerfi. Réttlæti í sjávarútvegi Það er eitt af mikilvægustu verk- efnum nýrrar vinstristjórnar undir forystu Samfylkingarinnar að fyrna gjafakvótann og koma á réttlæti við nýtingu auðlinda. Allar takmarkaðar auðlindir í sameign þjóðarinnar á að nýta á grundvelli jafnræðis og þá gildir einu hvort um er að ræða fiski- stofna, orkulindir, fjarskiptarásir, eða heimildir framtíðarinnar til að losa gróðurhúsalofttegundir. Megin- reglan á að vera sú að láta mark- aðinn sjá um að dreifa heimildum til að nýta auðlindirnar. Það tryggir bæði jafnræði og að íslenska þjóðin fái greitt sanngjarnt gjald fyrir af- notin, eftir því sem viðkomandi at- vinnugrein þolir. Með fyrningu veiðiheimilda kom- um við á réttlæti í sjávarútvegi. Fyrningarleiðin tryggir ekki aðeins að allir standi jafnfætis gagnvart réttinum til að nýta miðin, heldur líka að þeir sem fá að nýta auðlindina greiða fyrir það sanngjarnt gjald. Frá því að frjálst framsal veiðiheim- ilda var leyft hefur há innbyrðis gjaldtaka átt sér stað innan grein- arinnar. Fokdýrt hefur verið að kaupa sig inn í greinina eða leigja heimildir af þeim sem „eiga“ veiði- heimildirnar nú. Mikið eðlilegra er að hóflegt leigugjald sé greitt til réttra eigenda auðlindarinnar held- ur en það sem nú tíðkast. Burt með gjafakvótann Eftir Björgvin G. Sigurðsson „Framtíð byggða fer eftir því hve- nær útgerð- armönnum þóknast að selja kvót- ann í burtu og þar með lífsbjörgina.“ Höfundur er varaþingmaður Sam- fylkingarinnar í Suðurkjördæmi. MIKIÐ hefur áunnist í slysa- vörnum á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Árlega láta rúmlega 50 manns líf- ið í slysum á Íslandi, hundruð slas- ast mikið og um 6. hvert manns- barn slasast. Slysin kosta okkur að auki um 30–35 milljarða og er þá ótalin angist og depurð ástvina. Öllum þykir nóg um þar sem flest alvarlegri slys má fyrirbyggja. Umferðarslysin eru mjög fyrirferð- armikil og þar hefur árangurinn verið einna lakastur. Það heyrir til undantekninga að umferðarslys eigi sér stað vegna þess að farartækið bilar. Slysin verða vegna mann- legra mistaka. Við ofmetum eigið ágæti og vanmetum aðstæður. Bíl- beltin eru ekki alltaf spennt þótt allir viti að þau fækka mikið öllum tegundum slysa ef eitthvað fer úr- skeiðis. Við keyrum of hratt og stundum með skerta athygli. Áfengi tengist banaslysum á Íslandi í fjórðungi tilvika en í svokölluðum einbílaslysum þar sem um er að ræða útafakstur og bílveltur kemur áfengi við sögu í yfir helmingi til- vika. Okkur er gjarnt að hugsa sem svo: „Það kemur ekkert fyrir.“ Líf- ið er alltof dýrmætt og yndislegt til að sóa því vegna flýtis og kæruleys- is. Með því að byrgja brunninn og taka upp meðvitað uppeldi um slys og forvarnir má fækka mikið öllum tegundum slysa. Á 6. landsþingi slysavarnaráðs um slysavarnir, sem ber heitið Byrgjum brunninn, verð- ur fjallað um slys frá mörgum sjón- arhornum og hvernig við getum, með sameiginlegu átaki, unnið stór- sigra. Byrgjum brunninn og fækkum slysum Eftir Brynjólf Mogensen „Lífið er allt- of dýrmætt og yndislegt til að sóa því vegna flýtis og kæruleysis.“ Höfundur er sviðsstjóri slysa- og bráðasviðs Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.