Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 59
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5 c6 6. e3 Be7 7. Bd3 Rbd7 8. Rge2 Rh5 9. Bxe7 Dxe7 10. Dc2 g6 11. 0-0-0 Rdf6 12. h3 Rg7 13. g4 h5 14. g5 Rh7 15. h4 Bf5 16. Kb1 Bxd3 17. Dxd3 0-0 18. f3 Hfd8 19. e4 dxe4 20. fxe4 Rf8 21. Hhe1 Rfe6 22. De3 Hd7 23. Hd2 Had8 24. Hed1 Rc7 25. Df2 De6 26. Rf4 Dc4 27. d5 cxd5 28. Dxa7 d4 29. Rcd5 Ha8 30. Hxd4 Hxa7 31. Hxc4 Rge8 Staðan kom upp í Evrópu- keppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Halki- SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. diki í Grikklandi. Hannes Hlífar Stefánsson (2.588) hafði hvítt gegn Per Ove Egeli (2.312). 32. Hxc7! Hxc7 32. ... Rxc7 gekk ekki upp vegna 33. Rf6+. 33. Rxc7 Rxc7 34. Hd8+ Kg7 35. Hd7 Ra6 36. Re6+ og svartur gafst upp enda kem- ur hann engum vörnum við eftir 36. ... Kg8 37. Hd8+ Kh7 38. Rf8+ Kg7 39. Rd7. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 59 DAGBÓK Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207 www.ljosmynd.is Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Passamyndatökur alla virka daga. Erum byrjaðir að taka niður pantanir á fermingar- myndatökum í vor. Pantaðu tímanlega Full búð af nýjum vörum Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Vinsælu ullarungbarnafötin komin. fyrir krakka frá 0-12 ára Buxur, pils, peysur, skyrtur, útigallar, úlpur Dragtir stök pils og buxur frá koko Skólavörðustíg 14. Sími 551 2509. Opið laugardag kl. 11-17 Er gamli sófinn orðinn þreyttur? Ýmsar gerðir af sérsaumuðum glæsilegum yfirbreiðslum. Ódýr lausn Ódýr lausn Sími 568 7135/ 692 8022 - www.islandia.is/vigdishSTJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert smekkvís og gætir þess vel hvað þú býður sjálfum þér andlega og líkamlega. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að læra að sætta þig við vald þeirra sem yfir þig eru settir. Gerðu áætlun og láttu óttann við hið óþekkta ekki ná tökum á þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gættu þess að dragast ekki inn í deilur annarra. Láttu vera að ergja þig á því, þú færð að heyra það sem þú þarft að vita. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það gengur ekki að ætla sér að halda áfram með alla enda lausa. Mundu að ekk- ert er dýrmætara í heimi hér en heilsan. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er engin önnur leið til í lífinu en að halda áfram. Þér finnst eitthvað mikil- vægt vera í húfi en þú ert í raun að gera úlfalda úr mý- flugu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það gengur ekki að drottna einn yfir öllu þegar um samstarf við aðra er að ræða. Nú er rétti tíminn til að hrinda því í verk sem þú hefur lengi beðið með. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það á eftir að koma þér á óvart hversu margir geta hugsað sér að fylgja þér að málum. Varastu samt að ganga of langt svo ekki komi til eftirmála. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt þér finnist þú hafa alla hluti á hreinu ertu samt ekki viss um hvaða skref þú átt að stíga næst. Láttu það ekki slá þig út af laginu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú skapast stund til þess að taka til hendinni heima fyrir. Gættu þess bara að halda utan um þína nánustu eins og þeir gera um þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er engin ástæða til þess að fela allar sínar tilfinn- ingar. Vertu bara einlæg- (ur). Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú græðir ekkert á því að taka að þér verkefni sem þú veist að þú ræður ekki við. Leggðu áherslu á að fara í stutt ferðalag til að dreifa huganum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fjölskyldan er hornsteinn- inn hvort heldur er í gleði eða sorg. Ef þú sýnir henni virðingu máttu vænta virð- ingar hennar á móti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er til lítils að láta ein- hver minniháttar mál pirra sig og eyðileggja daginn. Nokkur orð frá góðum vini geta gefið þér meira heldur en einhver skartklæði. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 3. október, er fimmtug Anna Ragna Alexandersdóttir, Álfheimum 31, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á morgun, föstu- dag, kl. 20 í Glaðheimum, Álalind 3, Kópavogi. Morgunblaðið/Þorkell Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 9.229 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru Birkir Helgason, Petra Rut Rúnarsdóttir, Emilía Ásta Giess, Telma Rún Rúnarsdóttir og Jónína Kristbjörg Björnsdóttir. Morgunblaðið/Arnaldur Þessir duglegu drengir héldu tombólu og söfnuðu 2.500 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Finnbogi Óm- arsson og Ómar Svan Ómarsson. LJÓÐABROT VORSÓL Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? – Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd? – – – Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu, vorsól, inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. Í vetur gat ég sagt með sanni: Svart er yfir þessu ranni. Sérhvert gleðibros í banni, blasir næturauðnin við. – Drottinn, þá er döprum manni dýrsta gjöfin sólskinið. – – – Stefán Sigurðsson SVEIT Guðmundar Her- mannssonar varð bikar- meistari á sunnudaginn með því leggja að velli Pál Valdimarsson og félaga í sveit Orkuveitu Reykavík- ur. Úrslitaleikurinn er 64 spil, sem skipt er í fjórar 16 spila lotur. Staðan var nokkurn veginn jöfn eftir fyrstu lotuna, en aðra lot- una unnu Guðmundarmenn með 50 stigum gegn 9 og náðu þar með undirtökun- um í leiknum. Lokastaða varð 161–95. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ 109753 ♥ Á6 ♦ G8 ♣Á1075 Vestur Austur ♠ D642 ♠ KG8 ♥ 952 ♥ D1087 ♦ Á963 ♦ D10752 ♣98 ♣6 Suður ♠ Á ♥ KG43 ♦ K4 ♣KDG432 Slemmuspil voru fremur fátíð í úrslitaleiknum, en hér er þó eitt úr síðustu lotu. Sex lauf er gullfalleg- ur samningur í NS. Sagn- hafi á þrjá möguleika til vinnings: Hann getur reynt að trompa spaðann frían, trompa niður hjartadrottn- ingu eða spila tígli að kóngnum. Hjartadrottning- in fellur ekki og tígulásinn er í vestur, en spaðinn er hins vegar 4-3, svo slemm- an vinnst. Ásmundur Pálsson og Guðm. P. Arnarson voru með spil NS í opna salnum gegn Bjarna Einarssyni og Sigurbirni Haraldssyni: Vestur Norður Austur Suður Bjarni Ásmundur Sigurbj. Guðm. -- Pass Pass 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu Pass 5 lauf Pass Pass Pass Í lokaða salnum tóku Hermann Lárusson og Ar- on Njáll Þorfinnsson fastar á spilum NS. Mótherjar þeirra voru Helgi Jóhanns- son og Björn Eysteinsson: Vestur Norður Austur Suður Helgi Hermann Björn Aron -- Pass Pass 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 3 tíglar* Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 6 lauf Allir pass Aron trompaði niður spaðann og fékk tólf slagi. Spilið gaf Orkuveitunni 13 stig, en sveit Guðmundar vann þó lotuna 53-29. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Hlutavelta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.