Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 26. sept.- 3. okt. „YKKAR ÆFING - ALLRA ÖRYGGI“ Ráðstefna um öryggismál sjófarenda er í dag! Ráðstefnan er í Rúgbrauðsgerðinni að Borgartúni 6, kl. 09:00-17:00. Aðgangur er ókeypis sannfæra öll ESB-ríkin um nauðsyn þess að samræma skattlagninguna. Hingað til hefur málið strandað á því, að með samræmingunni myndi verð á hverri léttvínsflösku á Ítalíu hækka um einar átta kr. ísl. og þýska ölið myndi líka hækka aðeins. Nær til Noregs og Íslands Bolkestein ætlar að gera nýja at- lögu að þessu um áramótin og heldur því fram, að gjörólíkar álögur á áfengi gangi ekki upp á hinum innra mark- aði. Segir hann, að framkvæmda- stjórnin komist ekki hjá að taka á því. Ákvæði um frjálsan flutning vöru og þjónustu geri það óhjákvæmilegt. Samræmd gjöld á áfengi munu STEFNT er að því innan Evrópu- sambandsins að samræma gjöld og tolla á áfengi á öllu Evrópska efna- hagssvæðinu. Það er því ljóst, að væntanleg samræming mun ná til Noregs og Íslands og getur haft í för með sér verulega breytingu á verð- lagningu þessarar vöru frá því, sem nú er. Hefur norskur Evrópusér- fræðingur ráðlagt stjórnvöldum í Noregi að fara að búa sig undir þetta að því er fram kemur í Aftenposten. Hugsast getur, að eftir nokkur ár heyri ofurtollar á áfengi í Noregi sög- unni til, það er að segja ef Frits Bolkestein, sem fer með málefni innra markaðarins og skattlagningu í framkvæmdastjórn ESB, tekst að snerta Norðmenn þótt skattar og gjöld eigi í raun að standa utan samn- ingsins um EES, Evrópska efnahags- svæðið. Andstaða ESB og ESA, Eft- irlitsstofnunar EFTA, við reglur um launatengd gjöld í Noregi sýnir, að í raun eru þessi mál hluti af EES- samningnum. Donato Raponi, sem fer sérstaklega með álögur á áfengi í skattanefnd framkvæmdastjórnar- innar, fullyrðir enda, að Norðmenn og Íslendingar muni ekki komast hjá því að vera með. Segir hann í viðtali við Aftenposten, að náist samkomu- lag um samræminguna, muni hún ná til alls innra markaðarins. Áhugi Bolkesteins á samræming- unni stafar meðal annars af þeim vanda, sem er skipulögð glæpastarf- semi og mikið smygl á áfengi milli Evrópulanda. Bretar hafa til dæmis mikinn viðbúnað vegna þess í öllum Ermarsundshöfnunum og hafa raun- ar oft verið sakaðir um ólögmætan yf- irgang við venjulega borgara, sem snúa heim með áfengi og tóbak til eig- in neyslu. Hefur Bolkestein hótað að draga bresku stjórnina fyrir dóm af þeim sökum. Samkvæmt ESB- reglum má hver einstaklingur taka með sér 90 lítra af léttvíni, 100 lítra af öli og 800 vindlinga á heimleið frá öðru ESB-ríki. Norðmenn búi sig undir breytinguna Paal Frisvold, fyrrverandi formað- ur norsku ESB-nefndarinnar í Bruss- el, segir, að það sé aðeins tímaspurs- mál hvenær þessi fyrirhugaða samræming á álögunum nái til Nor- egs. Það sé því best fyrir norsk stjórnvöld að fara að búa sig undir þetta strax enda finnist ekki eitt ein- asta dæmi um það í átta ár, að Norð- mönnum hafi tekist að koma sér hjá þeim reglugerðum, sem ESB hefur samþykkt. Frisvold bendir líka á, að jafnvel þótt Norðmenn þráuðust við, myndi samræmingin ná til Svíþjóðar og leiða til þess, að verðmunurinn á áfengi þar og í Noregi ykist enn. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Noreg. Unnið að samræmingu skatta á áfengi á innra markaði Evrópusambandsins Gæti gjörbreytt verðlagn- ingu í Noregi og á Íslandi FYRRVERANDI yfirfjármála- stjóri bandaríska orkusölufyrir- tækisins Enron, Andrew S. Fast- ow, gaf sig fram við bandarísku alríkislögregluna (FBI) í Houston í gær. Hann var síðar um daginn ákærður fyrir skjalafals, peninga- þvætti og aðild að samsæri um að ýkja hagnað Enron og sanka að sér fé á kostnað fyrirtækisins. Varða ákærurnar stofnun sam- eignarfyrirtækja sem Fastow er talinn hafa verið potturinn og pannan í og voru notuð til að fela raunverulega fjárhagsstöðu Enron og villa um fyrir fjárfestum og op- inberum eftirlitsmönnum. Fastow er hæst setti stjórnar- maðurinn í Enron sem gefið hefur sig fram við yfirvöld. Hann kom í höfuðstöðvar FBI í Houston ásamt lögfræðingi sínum, John Keker, í gærmorgun. Fastow er sagður hafa gegnt lykilhlutverki við að fela um eins milljarðs dollara skuld Enron, en gjaldþrot þess í lok síðasta árs varð m.a. til þess að fjöldi starfsmanna og fyrrverandi starfsmanna glataði öllum lífeyri sínum er var bundinn í hlutabréf- um í fyrirtækinu. Fastow sjálfur, og aðrir yfirmenn í fyrirtækinu, högnuðust aftur á móti um tugi milljóna dollara. Kann að vitna gegn æðstu yfirmönnum Enron Í ágúst játaði Michael Kopper, fyrrverandi aðstoðarmaður Fast- ows, sig sekan um peningaþvætti og aðild að samsæri um fölsun. Kopper bar fyrir dómi í Houston að Fastow hafi útvegað lán til fjár- festinga, tekið við þóknun undir borðið og gengið frá samningum sem komu sameignarfyrirtækjun- um vel, fremur en Enron. Vænt- anlegar ákærur gegn Fastow vekja spurningar um hvort hann muni gera samninga við saksókn- ara um mildun refsingar gegn því að bera vitni gegn æðstu yfir- mönnum Enron, Jeffrey Skilling og Kenneth Lay. Nokkrar bandarískar þingnefnd- ir, dómsmálaráðuneytið og banda- ríska verðbréfaeftirlitið (SEC) hafa rannsakað meint misferli yf- irmanna Enron og fyrirtækisins Arthur Andersen, endurskoðenda Enron, en í júní var endur- skoðendafyrirtækið dæmt fyrir að hindra framgang réttvísinnar með því að eyða skjölum varðandi Enr- on. Fyrr á árinu neytti Fastow stjórnarskrárbundins réttar síns til að neita að svara spurningum rannsóknarþingnefndar, en hefur í gegnum talsmann sinn fullyrt að yfirmenn sínir hjá Enron, þ. á m. Skilling og Lay, og endurskoð- endurnir, hafi vitað allt um stofn- un og rekstur sameignarfyrirtækj- anna. Dómsmálaráðuneytið fór í gær ekki grafgötur með fyrirætlanir sínar. „Það er alveg klárt hvað við ætlum að gera. Við ætlum að setja vondu kallana í fangelsi og taka af þeim peningana þeirra,“ sagði Garry Thompson, aðstoðardóms- málaráðherra Bandaríkjanna, er hann gerði grein fyrir ákærunum á hendur Fastow. Fyrrverandi yfirmaður í Enron gefur sig fram við FBI Ákærður fyrir peninga- þvætti Houston. AP. AP Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, komu með Fastow (t.h.) í handjárnum til dómshússins í Houston í gær. HINN ellefu ára gamli Jakob von Metzler, erfingi eins elzta einka- banka Þýzkalands sem var rænt og fannst látinn í tjörn í fyrradag, var sennilegast annaðhvort kyrktur eða honum drekkt af manninum sem rændi honum, eftir því sem sak- sóknarar í Frankfurt greindu frá í gær. Lögreglan hefur handtekið 27 ára gamlan laganema grunaðan um að hafa framið verknaðinn. Er hann sagður heita Magnus Gaefgen og hafa verið hjálparkennari drengsins sem rænt var sl. föstudag, á síðasta skóladeginum fyrir haustfrí. Leiða rannsakendur glæpsins að því líkum að Jakob litli hafi verið myrtur annaðhvort strax á föstudag eða á laugardag, þ.e. að minnsta kosti sólarhring áður en mannræn- inginn sótti eina milljón evra sem hann fór fram á í lausnargjald fyrir piltinn. Lögregla fann allt lausnar- féð við ítarlega húsleit í íbúð hins grunaða í Frankfurt, eftir því sem Rainer Schilling saksóknari greindi frá. Bráðabirgðaniðurstöður krufn- ingar benda til að drengurinn hafi annaðhvort verið kæfður eða bund- inn og hent þannig í vatn. Dreng- urinn hafði verið klæddur úr öllum fötum nema nærbuxunum og fannst vafinn inn í bláa plastpoka. Hann var marinn á hálsi. Lokaniðurstaða krufningar mun liggja fyrir á föstu- dag, að sögn Schillings. Gaefgen hafði veitt drengnum stuðningskennslu eftir skóla, að því er fullyrt er í þýzkum fjölmiðlum. Laganeminn hafði vingazt við hina 16 ára gömlu systur og 17 ára bróð- ur hins myrta. Er talið ljóst að Gaefgen hafi getað numið Jakob litla á brott með góðu. Gaefgen, sem á von á ákæru fyrir morð og mann- rán, á yfir höfði sér lífstíðardóm ef hann verður fundinn sekur. Hann hefur ekki játað á sig verknaðinn, en það var hann sem sagði lögreglu við yfirheyrslu á þriðjudag hvar lík drengsins væri að finna. Mannrán ekki upp- runaleg áætlun? Fulltrúar rannsakenda vildu ekki tjá sig um hugsanlegt tilefni verkn- aðarins. Þó hefur fréttavefur þýzka vikuritsins Der Spiegel það eftir Rudolf Egg, yfirmanni afbrota- fræðamiðstöðvarinnar Kriminolog- ische Zentralstelle í Wiesbaden, að sér þyki hugsanlegt að fyrir þeim sem brotið framdi hafi ekki vakað að fremja mannrán og fara fram á lausnarfé, heldur hafi kynferðisleg- ar hvatir legið að baki. Hann hafi síðan myrt drenginn þegar hann streittist á móti, í því skyni að breiða yfir tilraunina til kynferðis- glæps. „Þá væri hér ekki um að ræða mannræningja sem varð að morð- ingja, heldur morðingja sem varð að mannræningja,“ sagði Egg. Með þessari kenningu mæli að sá sem brotið framdi hafi þurft að taka morð með í reikninginn frá upphafi, þar sem fórnarlambið þekkti hann og hefði þar með getað komið upp um hann. Þar að auki hafi hinn grunaði, stuðningskennari Jakobs, ekki verið sérstaklega fjár þurfi. „Eitthvað hefur komið yfir hann,“ segir Egg. Að Gaefgen ætti 16 ára gamla kærustu hefði ekkert að segja. Mörg dæmi væru um afbrota- menn með „kynferðislegar hliðar- hneigðir í átt til barna“. Morðið á bankastjórasyni í Frankfurt Stuðningskennari drengsins grunað- ur um ódæðið Frankfurt. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.