Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 52
FRÉTTIR
52 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hafnarfjarðarbær
Auglýsing um afgreiðslu
bæjarstjórnar Hafnarfjarð-
ar á skipulagsáætlunum
Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br., er hér með
auglýst afgreiðsla bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
á eftirfarandi skipulagsáætlunum: Deiliskipu-
lag fyrir „Íbúðarhverfi í Hvömmum“ vegna
Smárahvamms 1, Hafnarfirði.
Deiliskipulagið var samþykkt á fundi bæjarráðs
Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar þann
4. júlí 2002, engar athugasemdir bárust.
Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins
verður birt í B- deild Stjórnartíðinda þann
10. október nk.
Deiliskipulag fyrir „Hauka- Iðnskólareit“
vegna Svöluhrauns 19, Hafnarfirði.
Deiliskipulagið var samþykkt á fundi bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar þann 20. ágúst 2002,
engar athugasemdir bárust.
Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins
verður birt í B-deild Stjórnartíðinda þann
10. október nk.
Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskipulagi
Hafnarfjarðar á Strandgötu 8—10, 3. hæð,
Hafnarfirði.
Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Menntamálaráðuneytið
Nýskipan vísinda- og
tæknimála á Íslandi
Kynningarfundur
Grand Hóteli, Hvammi,
í dag, fimmtudaginn 3. október, kl. 16—17
Forsætisráðuneytið, menntamálaráðuneytið
og iðnaðarráðuneytið halda sameiginlegan
kynningarfund á Grand Hóteli, Hvammi, í dag,
fimmtudaginn 3. október, kl. 16:00. Þar mun
forsætisráðuneytið kynna frumvarp til laga um
Vísinda- og tækniráð. Menntamálaráðuneytið
og iðnaðarráðuneytið kynna frumvörp til laga
um opinberan stuðning við vísindarannsóknir
og frumvarp til laga um opinberan stuðning
við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífs-
ins. Sérstaklega verður fjallað um endurskoðun
frumvarpanna á síðustu mánuðum.
Dagskrá:
Frumvarp til laga um Vísinda- og tækniráð.
Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri, forsætis-
ráðuneyti.
Ávarp: Tómas Ingi Olrich, menntamálaráð-
herra.
Frumvarp til laga um opinberan stuðning
við vísindarannsóknir. Hafliði P. Gíslason,
prófessor, Háskóla Íslands.
Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráð-
herra.
Frumvarp til laga um opinberan stuðning
við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnu-
lífsins. Sveinn Þorgrímsson, skrifstofustjóri,
iðnaðarráðuneyti.
Umræður og fyrirspurnir.
Fundarstjóri: Guðmundur Árnason, ráðuneytis-
stjóri, menntamálaráðuneyti.
Menntamálaráðuneytið,
1. október, 2002.
menntamalaraduneyti.is
NAUÐUNGARSALA
Nauðungarsala
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á
eignunum sjálfum sem hér segir:
M.b. Bylgja SK-6, skrnr. 1819, eftir kröfu sýslumannsins á Sauðár-
króki, verður háð á skrifstofu sýslumanns á Suðurgötu 1, fimmtudag-
inn 10. október 2002, kl. 10.00.
Skógargata 6B, Sauðárkróki, eftir kröfu Íbúðalánasjóðs, verður háð
á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. október 2002, kl. 10.30.
Sæmundargata 5G, Sauðárkróki, eftir kröfu Lífeyrissjóðs Norður-
lands, verður háð á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. október 2002,
kl. 11.00.
Víðigrund 8, 0301, Sauðárkróki, eftir kröfu Ríkisútvarpsins, verður
háð á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. október 2002, kl. 11.30.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
2. október 2002.
Ríkarður Másson.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu
Ánanaust 15, skrifstofuhúsnæði
Til leigu eru skrifstofur, 178 fm á 3. hæð,
í þessu fallega verslunarhúsi.
Innréttingar og sameign eins og best verður
á kosið.
Eldtraust skjalageymsla.
Óviðjafnanlegt útsýni yfir Faxaflóann.
Góð aðkoma og næg bílastæði.
Getur verið laust fljótlega.
Upplýsingar í síma 551 1570 á skrifstofutíma.
Bernhard Petersen hf.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 5 1831038 O*.
I.O.O.F. 11 1831038½ Kk.
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42 kl. 20.00.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Prédikun: Séra Jóna Hrönn
Bolladóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is
Í kvöld kl. 20.00: Lofgjörðar-
samkoma. Majórarnir Turid og
Knut Gamst stjórna.
Majórarnir Inger og Knut Ytter-
dal og foringjarnir á Íslandi og
Færeyjum taka þátt.
Allir hjartanlega velkomnir.
mbl.is
ATVINNA
SJÓBIRTINGSVEIÐIN er enn upp
og ofan austur í Skaftafellssýslum og
helst að menn séu að fá skotin í Vatna-
mótunum eins og fram hefur komið,
samkvæmt upplýsingum frá Ragnari
Johansen hjá veiði- og sumarhús-
aþjónustunni í Hörgslandi. Engu að
síður hafa aðrar ár átt sín augnablik,
t.d. veiddi einn og sami veiðimaðurinn
tvo um það bil 12 punda birtinga sama
daginn á Seglbúðasvæðinu í Grenlæk
fyrir skömmu.
„Það hefur verið einhver reytings-
veiði og það eru birtingar í mörgum
hyljum þarna. Þeir hafa hins vegar
tekið illa og mættu vera fleiri. Það
hafa þó komið skemmtileg skot, þann-
ig veiddi t.d. hann Júlíus, einn af leið-
sögumönnunum mínum úr Breiðdaln-
um, tvo um 12 punda birtinga á flugu.
Annar kom í Rennum og hinn úr
næsta hyl fyrir ofan. Hann sleppti
báðum fiskunum,“ sagði Þröstur
Elliðason, fulltrúi leigutaka árinnar, í
samtali við Morgunblaðið.
Göngur í hlaupinu?
Menn veltu fyrir sér á dögunum
hvað yrði af göngufiski á meðan
Skaftárhlaup stæði yfir og var nokk-
uð almennt álit að hlaupið hefði nei-
kvæð áhrif á göngur og veiði. Tvær
litlar uppákomur, í miðju Skaftár-
hlaupi, eru athyglisverðar.
Örn Hjálmarsson greindi t.d. frá
því að einn af 12 fiskum sem hann dró
í Vatnamótunum hefði verið bjartur
og nýgenginn 2–3 punda fiskur. Er
hann rotaði fiskinn hrukku upp úr
honum nokkur síli, lítið melt. Greini-
lega nýkominn úr sjó. Guðjón V.
Reynisson sem veiddi risabirting,
rúmlega 16 punda, í Geirlandsá á
sama tíma lenti auk þess í því í Ár-
mótunum í Geirlandsá að landa 5
punda laxi, sem var grálúsugur.
Þarna voru sumsé vísbendingar um
að fiskur væri að ganga af krafti þrátt
fyrir hlaup í Skaftá.
Tveir 12 punda
úr Grenlæk
Pétur K. Hlöðversson veiddi
þennan 18 punda, 100 cm langa
hæng í Tunguvaði í Eystri-
Rangá um síðustu helgi.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
JARÐHITAFÉLAG Íslands mun
halda málþing um leyfisveitingar,
lagaumhverfi, skipulagsmál og
mat á umhverfisáhrifum vegna
virkjunar jarðhita 16. október.
Málþingið verður á Grand hóteli
Reykjavík í salnum Gullteigi og
hefst kl. 13.
Kynnast fyrirhuguðum
breytingum
„Aðilar sem starfa við rann-
sóknir og virkjun jarðhita hafa
bent á að nokkuð vanti á að gild-
andi reglugerðir veiti nægilegar
leiðbeiningar. Óskað hefur verið
eftir gerð verklagsreglna sem
geri skýra grein fyrir framgangi
og verklagi við virkjun jarðhita.
Góð sátt hefur ríkt í þjóðfélaginu
um flest jarðhitamannvirki á
landinu enda ótvíræður hagur
fyrir umhverfið og mannfólkið að
nýta þessa vistvænu orkulind í
stað þess að brenna olíu eða kol-
um. Málþingið er haldið til að
sem flestir sem vinna að virkjun
og vinnslu jarðhita fái tækifæri
til að kynnast fyrirhuguðum
breytingum, koma með ábending-
ar og taka þátt í mótun hins nýja
lagaumhverfis,“ segir í fréttatil-
kynningu.
Dagskrá verður sem hér segir:
Lagaumhverfi vegna umhverfis-
mála við virkjun jarðhita: Þórður
Bogason hdl. Leyfisveitingaferli
frá fyrstu stigum rannsókna til
loka reksturs: Albert Albertsson,
Hitaveitu Suðurnesja, sjónarmið
fagráðuneytis orkumála: Þorgeir
Örlygsson, ráðuneytisstjóri, iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneyti.
Sjónarmið umhverfisráðuneytis,
hver er tilgangur laganna?: Ingi-
mar Sigurðsson, skrifstofustjóri.
Verklagsreglur: Hólmfríður
Sigurðardóttir/Þóroddur Þór-
oddsson, Skipulagsstofnun. Hlut-
verk Orkustofnunar: Þorkell
Helgason, orkumálastjóri.
Nánari upplýsingar eru á
heimasíðu Jarðhitafélagsins:
http://www.jardhitafelag.is.
Ræða mat á umhverfisáhrif-
um við virkjun jarðhita
JAFNRÉTTISSTOFA vinnur um
þessar mundir að tveimur norræn-
um rannsóknaverkefnum undir
norrænu velferðaráætluninni. Ann-
að verkefnið sem um ræðir nefnist;
„Konur kveðja, karlar eru um
kyrrt“, sem unnið er í samstarfi
við Byggðarannsóknastofnun Ís-
lands og háskóla/stofnanir í Norð-
ur-Skandinavíu, Grænlandi og
Færeyjum. Þar er sjónum beint að
þeirri staðreynd að fólksfækkun í
jaðarbyggðum á Norðurlöndum
hefur í för með sér breytingu á
kynjahlutföllum því konurnar
flytja frekar en karlarnir. Auk
þess eru konur líklegri en karlar
til að tileinka sér nýja þekkingu og
laga sig að breyttum aðstæðum og
flytja þannig á huglægan máta.
Hitt verkefnið sem unnið er að
nefnist; „Velferð, karlmennska og
félagslegt frumkvæði“ og er unnið
í samstarfi við kynjafræðinga á
hinum Norðurlöndunum, en auk
þess tengist verkefnið samevr-
ópskum rannsóknum. Hið flókna
samspil félagslegs frumkvæðis í at-
vinnulífinu og innan fjölskyldna
sem og tengsl þess við breytingar
á stöðu kynjanna og hugmyndir
um karlmennsku verða til skoð-
unar.
Jafnréttisstofa vinnur að tveimur norrænum verkefnum
Konur kveðja, karlar kyrrir