Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðavika í Kópavogi Ekki einblínt á vandamálin DAGANA 18.–24.október fer framAlþjóðavika í Kópavogi með viðamikilli og fjölbreyttri dagskrá. Er þetta fyrsta uppákoma sinnar tegundar í þessu næststærsta bæjarfélagi á Íslandi og er verndari hennar myndlistamaður- inn Baltasar Samper sem búið hefur í Kópavogi um langt árabil. Verkefnis- stjóri er hins vegar Björk Håkansson sem svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Hver voru tildrögin að þessari alþjóðlegu viku? „Þau voru, að Kópa- vogsbær réðst í stefnu- mótun um málefni útlend- inga í bæjarfélaginu. Haustið 2001 var komin út skýrsla og samstarfshópur var síðan myndaður til að skoða hana nánar. Átti hópurinn að fara með málið lengra, finna hugmyndir að skynsamlegu og skemmtilegu framhaldi. Lagt var til að viku- dagskrá yrði haldin þar sem fjöl- þjóðablærinn á bæjarfélaginu nyti sín. Þá var ég ráðinn til að stýra verkefninu, það er hugsað sem fimm mánaða verkefni en þar af eru liðnir fjórir mánuðir.“ – Þannig að þú hefur mátt hafa hraðar hendur? „Það hefur verið nóg að gera, en fyrst á dagskrá var að athuga hvernig best væri að virkja stofn- anir, hópa og einstaklinga. Það var misjafnlega aðgengilegt af ýmsum ástæðum, en var þó fljótt að vinda upp á sig og þegar ég fann hversu góð viðbrögð þessar hugmyndir fengu þá varð verk- efnið æ skemmtilegra.“ – Hvers vegna fer Kópavogur út í svona uppákomu? „Kópavogur er næststærsta bæjarfélag landsins og menn vita að þar búa fjölmargir af ýmsum þjóðernum. Raunveruleikinn átti þó eftir að koma okkur á óvart, því samkvæmt upplýsingum, sem fengust hjá Hagstofu Íslands fyr- ir hálfu ári, voru þá um 1.000 íbú- ar Kópavogs af erlendum upp- runa frá 57 þjóðlöndum. Fólk frá jafnólíkum og fjarlægum löndum og Afganistan, Argentínu, Bosn- íu, Brasilíu, Búlgaríu, Chile, Ekvador, Ísrael, Írak, Sambíu og þannig mætti lengi telja.“ – En hver er tilgangurinn með svona viku? „Að minnka bilið á milli Íslend- inga og útlendinga sem hér búa. Að auka umræðu þannig að sam- búðin sé sem eðlilegust fyrir alla aðila. Á bak við þessa viku er miklu meira en að benda einfald- lega á tilvist innflytjenda. Það á ekki, eins og í margri umræðunni, að einblína á svokölluð vandamál innflytjenda þó að á málþingi í vikunni komi slík málefni einnig til umræðu. Miklu fremur á að leiða saman það góða sem hlotist getur af samkrulli margra þjóð- erna. Það er svo margt sem gleymist í sam- bandi við sambúð ólíkra kynstofna og þjóðerna. Það kennir mönnum betri umgengni við náungann, að doka við, hlusta og meta. Verðmæt þekking sem við Íslendingar, vegna fámennis, höf- um e.t.v. ekki notið. Að búa í ná- býli á þennan hátt veldur því að menn þurfa að setja sig í stell- ingar og spekúlera í sínu nánasta umhverfi og það er þroskandi. Þá er einnig rétt að bæta hér við að vikan er ekki sniðin einvörðungu út frá hlið innflytjenda. Til dæmis hefur fjöldi Íslendinga á öllum aldri verið innflytjendur í öðrum löndum, sest þar á skólabekk og samlagast öðrum þjóðum. Við snúum hugmyndunum því við, tökum á málunum frá þeirri hlið, t.d. í leik- og grunnskólaverkefn- um.“ – Hvað geturðu sagt okkur um dagskrána? „Þátttakendur eru frá 30 lönd- um, fólk vinnur í þessu af krafti og gefur vinnu sína upp til hópa. Menn geta séð dagskrána á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is, og raunar fengu allir Kópavogsbúar dag- skrána senda í pósti. En dagskrá- in er fyrir alla Íslendinga þó svo að sumir hlutar hennar séu lok- aðir. Það er þemavinna sem fer fram í leikskólum, grunnskólum, félagsmiðstöðvum og tónlistar- skóla. Það sem verður opið almenn- ingi er t.d. Heimsþorpið sem verður opið í Vetrargarði Smára- lindar milli klukkan 11 og 18 á laugardaginn. Þar verða fjölþjóð- legar menningarkynningar, fræðsla, uppákomur og skemmt- un af margvíslegum toga, söngur, dans o.fl. Á sunnudaginn klukkan 13 til 17 er bókasafnið með tónlistar- uppákomur og frá mánudegi til fimmtudags í næstu viku eru bókasafnið, Náttúrufræðistofa og tónlistarskólinn með kynningar á heimsbókmenntum og heimstón- list, kvikmyndir frá ýmsum löndum í sal bókasafnsins. Af ýmsum öðrum skemmtilegum uppá- komum vildi ég nefna málþing miðvikudaginn 23. októ- ber í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs. Yfirskriftin er „Hvað er málið“ og er sú yfirskrift skoð- uð frá ýmsum hliðum, t.d. eru er- indi þar sem taka á erfiðleikum mállauss innflytjanda, táknmáli rímnaskálds, tungumáli elskenda, tónlist sem tungumáli, muninum á hinum ýmsu óskyldu tungum o.fl.“ Björk Håkansson  Björk Håkansson er Reykvík- ingur af sænsku bergi brotin. Hún lauk BA-prófi í fjölmiðla- fræðum frá Háskólanum í Ála- borg í Danmörku og MA-námi í milliríkjasamskiptum frá West- minster-háskólanum í Lundún- um. Hefur dvalið lengst af er- lendis um árabil og starfaði síðast við fjárfestingadeild Ís- landsbanka í Lundúnum þar til hún kom heim til Íslands í júlí og var fyrir fjórum mánuðum ráðin verkefnisstjóri Kópavogsbæjar við Alþjóðaviku í Kópavogi. Þátttakendur eru frá 30 löndum Þá er nú Alþingi komið á kaf́ í samkeppnina á matvörumarkaðinum. UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í nýju áliti komist að þeirri nið- urstöðu að dómsmálaráðuneytinu og Fangelsismálastofnun hafi verið óheimilt að synja fanga að afplána 77 daga vararefsingu fésektar með samfélagsþjónustu. Fangelsismála- stofnun hafði heimilað manninum að afplána refsinguna með sam- félagsþónustu en sú heimild var afturkölluð er hann var tvisvar handtekinn fyrir ölvun á almanna- færi á jafnmörgum dögum. Maðurinn kvartaði til umboðs- manns í mars sl. vegna úrskurðar dómsmálaráðuneytisins frá því í maí árið 2001 þar sem staðfest var sú ákvörðun Fangelsismálastofn- unar að afturkalla ákvörðun stofn- unarinnar um að veita manninum kost á því að gegna samfélagsþjón- ustu. Þá var í úrskurði ráðuneyt- isins einnig staðfest sú ákvörðun Fangelsismálastofnunar að gera manninum að hefja þá þegar af- plánun vararefsingar í Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg, en þetta var í apríl 2001. Er það niðurstaða umboðsmanns að úrskurður ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við lög. Þá hafi Fangelsismálastofnun ekki haft lagaheimild til að gera mann- inum að hefja afplánun vararefs- ingar tafarlaust að lokinni hand- töku fyrir ölvun á almannafæri. Slík háttsemi geti ein og sér ekki talist refsiverð ef vafi leiki á því að hinn ölvaði hafi valdið óspektum, hættu eða hneyksli með hátterni sínu. Að mati umboðsmanns gáfu skýrslur lögreglunnar ekki nægt tilefni til þess fyrir Fangelsismála- stofnun að afturkalla ákvörðun sína. Skylt var að taka kröfuna til meðferðar Umboðsmaður telur að ráðu- neytinu hafi verið skylt að taka kröfu lögmanns mannsins, um að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Fangelsismálastofnunar, til efnis- legrar meðferðar eins fljótt og því varð við komið. Beinir umboðsmað- ur Alþingis því til ráðuneytisins að það taki mál mannsins til endur- skoðunar í samræmi við sjónarmið í álitinu, komi fram beiðni þess frá honum, og leiti þá leiða til að rétta hlut hans. Niðurstaða Umboðsmanns Alþingis Fangi mátti gegna samfélagsþjónustu Tvisvar handtekinn fyrir ölvun á almannafæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.