Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 17 Teymi // Borgartúni 30 // 105 Reykjavík // 550 2500 // www.teymi.is Grunntækni // Gagnagrunnar // Viðfangamiðlarar // Þróunartól Viðskiptagreind // Samhæft árangursmat // Vöruhús gagna // Gagnanám // OLAP // TBE Þjónusta // Rekstur gagnagrunna // Úttektir // Samþætting // Öryggismál // Ráðgjöf // Sérsmíði Þessi útkoma er betri en flestir gætu búist við. Markmið okkar er einfaldlega að auka arðsemi viðskiptavina okkar. Oracle lausnir Teymis eru lykill að hagræði, betra upplýsingaflæði, markvissari ákvarðanatöku og þar með betri útkomu. 2+2=7 A B X / S ÍA 9 02 12 05 ÞÓR Valtýsson tryggði sér meist- aratitil Skákfélags Akureyrar sl. sunnudag með sigri á núverandi meistara, Halldóri B. Halldórssyni, í hörkuskák. Halldór hafði heldur betra tafl framan af en Þór varðist fimlega og beið eftir mistökum Hall- dórs og nýtti sér þau þegar þau komu. Þór hefur því 5½ vinning að loknum 6 skákum og hefur tryggt sér titilinn þrátt fyrir að einni skák sé enn ólokið. Í öðru sæti er Vestmannaeyingur- inn góðkunni Björn Ívar Karlsson með 4½ vinning eftir sigur á Svein- birni Sigurðssyni í flókinni skák. Í 3.–4. sæti eru svo þeir Halldór og Sigurður Eiríksson með 4 vinninga. Lokaumferðin fer svo fram í kvöld. Félagið vill að lokum minna á að Hausthraðskákmót félagsins fer fram nk. sunnudag kl. 14. Þór haust- meistari Akureyrarkirkja Þegar tilhlökkun á meðgöngu breyttist í sorg; er yf- irskrift fyrirlesturs sem Inga Dagný Eydal hjúkrunarfræðingur mun flytja í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju í kvöld kl. 20. Í máli sínu mun hún fjalla um þær til- finningar sem bærast innra með móður og föður þegar kona missir fóstur eða fæðir andvana barn. Í bók sinni Sorg í ljósi lífs og dauða segir sr. Bragi Skúlason sjúkra- húsprestur m.a. „Missir á meðgöngu felur (þess vegna) í sér að harla lítil við- urkenning fæst á því að þarna hafi verið um líf að ræða, sem ástæða sé til að syrgja.“ Þær mæður sem missa fóstur fá enda allt of oft að heyra viðhorf eins og: „Þetta var nú ekki barn. Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur. Þetta hefur engin áhrif á samband ykkar hjóna.“ En svo einfalt er það ekki. Missir fósturs er fyrir marga foreldra það sama tilfinningalega og missir barns.“ Því vill Samhygð á Ak- ureyri hvetja öll þau sem hafa orðið fyrir þessari reynslu að koma og hlusta á Ingu Dagnýju. Kaffi og samtal eftir inngangser- indið. Allir hjartanlega velkomnir. Í DAG SIGURÐUR H. Hjartarson, bifreiða- stjóri á Akureyri, sigraði í SMS leik BT og hlaut að launum heimilistölvu frá Fujitsu Siemens. Sigurður var að leita sér að að nýrri tölvu og fór inn á heimasíðu BT, þar sem han sá auglýsinguna um SMS leikinn og ákvað að senda eitt skeyti. SMS leik- ur BT gengur út það að farsímanot- endur senda SMS skilaboð og fá svar um leið hvort þeir hafi unnið til verðlauna eða ekki. Tíunda hvert SMS inniheldur vinning og auk heimilistölvunnar má nefna heima- bíókerfi með innbyggðum DVD spil- ara frá Panasonic, Xbox leikjavél, DVD myndir ásamt bíómiða, tölvu- leiki ásamt bíómiða, tónlistardiska og reiðinnar býsn af Sprite. Sigurður tók við heimilistölvunni í verslun BT á Akureyri en við sama tækifæri tóku fulltrúar Kvenfélags- ins Hlífar á Akureyri við 150 þúsund króna gjöf frá BT og SmartSMS. Kvenfélagið safnar fé til líknarmála og styrkir barnadeild FSA, segir í fréttatilkynningu frá BT.Sigurveg- arinn í SMS leiknum fékk tölvuna afhenta í húsnæði BT á Akureyri og við sama tækifæri tóku konur í Kvenfélaginu Hlíf við fjárstyrknum. F.v. Engilbert Hafsteinsson frá SmartSMS, Guðjón Elmar Guð- jónsson frá BT, Sigurður Hjartarson vinningshafi, Sigurður BT mús Mar- inósson, Þórunn Sigurbjörnsdóttir, Margrét Baldursdóttir formaður Kvenfélagsins Hlífar, Rósa And- ersen og Kristjana N. Jónsdóttir. SMS-leikur BT Sigurveg- arinn á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Á FUNDI félagsmálaráðs nýlega var lagt fram yfirlit um fjárhags- aðstoð í september sl. Þar kom fram að veittir voru 78 styrkir að upphæð rúmar 3,6 milljónir króna og 8 lán að upphæð um 670 þús- und krónur. Alls 12 umsóknum var synjað. Jakob Björnsson, formaður fé- lagsmálaráðs, sagði að því miður væri aukin eftirspurn eftir fjár- hagsaðstoð í bænum. Hann sagði að seint í sumar hefðu sviðsstjóra félagssviðs og deildarstjóra fjöl- skyldudeildar verið falið að fara yfir þessi mál og greina þau en að sú úttekt lægi ekki fyrr. Þó væri ljóst að þörf eftir fjárhagsaðstoð væri alltaf að aukast. Jakob sagði að þetta ástand einskorðaðist ekki einvörðungu við Akureyri, heldur væri þróunin svipuð í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á suð- vesturhorninu. Aukin eftirspurn eftir fjárhagsaðstoð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.