Morgunblaðið - 17.10.2002, Side 28

Morgunblaðið - 17.10.2002, Side 28
TÓMAS Ingi Olrich mennta- málaráðherra opnar sýningu á veg- um Listasafns Íslands í Tretyakov- listasafninu í Moskvu næstkomandi þriðjudag, 22. október. Sýningin heitir Andspænis náttúrunni – ís- lensk myndlist á 20. öld og má þar sjá 65 verk eftir 21 listamann, frum- kvöðla í myndlistarsögu þjóð- arinnar. Að sögn Ólafs Kvaran, for- stöðumanns Listasafns Íslands, er hér um viðamikið sýningarverkefni að ræða sem vonandi mun bera hróður íslenskrar myndlist víða, enda er Tretyakov-safnið eitt stærsta listasafn Rússlands. „Tret- yakov-safnið í Moskvu er þjóð- arlistasafn Rússlands og hefur sterka stöðu innan hins alþjóðlega listheims. Sýning Listasafns Íslands í Moskvu er liður í samkomulagi safnanna um sýningaskipti en í vor var haldin hér stór sýning á rúss- neskri aldamótalist frá Tretyakov- safninu. Samvinna af þessu tagi er veigamikill þáttur í þeirri al- þjóðavæðingu sem Listasafn Íslands hefur staðið að á undanförnum ár- um, og felst í því að auka samskipti og samvinnu við erlend söfn og menningarstofnanir,“ segir Ólafur. Sýningin Andspænis náttúrunni – íslensk myndlist á 20. öld spannar myndlistarmenn allt frá upphafi ný- liðinnar aldar fram til samtímans. Listamenn sem eiga verk á sýning- unni eru: Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes S. Kjarval, Júlíana Sveins- dóttir, Gunnlaugur Scheving, Jó- hann Briem, Jón Engilberts, Svavar Guðnason, Nína Tryggvadóttir, Kristján Davíðsson, Ásgerður Búa- dóttir, Erró, Sigurður Guðmunds- son, Gunnar Örn Gunnarsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Guðrún Ein- arsdóttir, Georg Guðni Hauksson, Hrafnkell Sigurðsson, Sigurður Árni Sigurðsson og Ólafur Elíasson. „Yfirskrift sýningarinnar vísar til þess meginþema í íslenskri myndlist sem birtist í túlkun listamannanna á náttúrunni. Á sýningunni er leitast við að gefa yfirlit yfir það hvernig þessi umfjöllun þróast frá hinum rómantíska ídealisma aldamótanna til hins óhlutbundna myndmáls um miðja öldina. Í samtímanum spyrja menn síðan áleitinna spurninga um samband menningar og náttúru – og um skynjun áhorfandans á umhverfi sínu. Sýningin gefur mjög breitt og fjölbreytilegt yfirlit yfir þetta meg- inþema,“ segir Ólafur Kvaran en hann annast stjórn sýningarinnar. Í fræðsludagskrá Tretyakov- safnsins vegna íslensku myndlist- arsýningarinnar verður þar opnuð sérstök kynning og sýning helguð Halldóri Laxness. „Halldór Laxness er mjög þekktur í Rússlandi og er tengingin við Laxness ekki síður hugsuð sem leið til að beina sjónum fólks að sýningunni. Ennfremur verða sýndar í safninu nokkrar ís- lenskar kvikmyndir í samstarfi við Kvikmyndasjóð Íslands. Þannig verður eiginlega lítil Íslensk listahá- tíð í Moskvu þessa daga.“ Pharmaco, aðalstyrktaraðili Listasafns Íslands, hefur að sögn Ólafs lagt verkefninu mikilvægan fjárhagslegan stuðning. „Sendiráð Íslands í Moskvu hefur veitt marg- víslega aðstoð við framkvæmdina. Þá er sérstök ástæða til að nefna þá ánægjulegu samvinnu sem við höf- um átt við utanríkisráðuneytið í tengslum við þetta verkefni, og finnst mér það sýna hvernig utan- ríkisþjónustan og íslenskar menn- ingarstofnanir geta unnið að fram- gangi slíks menningarviðburðar. Þá ber að minna á að sýningar sem haldnar eru í Tretyakov-safninu í Moskvu vekja mikla athygli, og þá ekki síður á alþjóðavísu. Það er því ástæða til að fagna því að samvinna við safn af þessari stærðargráðu hafi tekist,“ segir Ólafur að lokum. Sýningu hefst sem fyrr segir 22. október næstkomandi og lýkur 1. desember. Íslensk list í Moskvu Júlíana Sveinsdóttir, Undir Skiphellum í Vestmannaeyjum, 1956. LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. 250 fm skrifstofur, 5 hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni, allt nýtt. nýtt parket, eldhús, gardínur, tölvulagnir og fl. Laust nú fljótlega. TIL LEIGU Tryggvagata - 101 Rvík Uppl. veitir Magnús Gunnarsson s. 588 4477 eða 822 8242. Kauptu eina flík, hún endist á við þrjár www.bergis.is Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is Nýr lífsstíll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.