Morgunblaðið - 17.10.2002, Page 33

Morgunblaðið - 17.10.2002, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 33 alning þar ð ástand u nefndir í mjög gott, r. „Útfrá m við lagt um. Allar að stofn rkur þótt g úttekt á nu 1989. i eins vel a þess að og kemur mrin. En irðist al- m vexti nnsóknar- mæla með ypireyður, frá árinu náð sér á gunni árið á daginn verið frið- é í örum stöður úr ðfesta að . Það var núfubakn- að bendir tofninn sé sem hann a.“ pplýsing- ndaveiðar 86 til 1989 bylt þekk- ofnunum. banninu á li áfram, ng manna il þess að kveðið að og átti að la frekari þetta vís- 86 til 1989 r og mik- m fengust Hvalveiði- ráðsins hefur hins vegar verið fram- lengt, eins og menn þekkja, en við höfum haldið áfram að telja hvali á um það bil fimm ára fresti.“ Gísli segir að með talningu fáist mat á fjölda dýra, þ.e. stofnstærð- inni en með vísindaveiðum fáist á hinn bóginn sýnataka en út frá henni megi ráða í alls kyns líffræði- lega þætti, eins og aldur, vöxt og kynþroska o.fl. Það hafi þó sýnt sig að þessir þættir séu breytilegir yfir tíma þannig að áhugavert sé að kanna þetta aftur. Fæðuvistfræðin mikilvæg vegna fjölstofnalíkana Gísli segir að mjög mikilvægur þáttur í vísindaveiðum sé fæðuvist- fræðin, þ.e. skoðun á magainnihaldi hvala. „Það hefur verið lögð aukin áhersla á þetta hjá okkur og raunar víða um heim, þ.e. með svokölluðum fjölstofnarannsóknum. Út frá taln- ingum og líkamsstærð er tiltölulega einfalt að meta hversu mikið hval- irnir þurfa sér til viðurværis en stóra gatið í þekkingunni er að við vitum ekki hvernig þetta skiptist niður á tegundir.“ Gísli segir ljóst að miðað við fjölda hvala og magn þess sem þeir éta skipti þessar upplýsingar miklu máli. „Stofnstærð hrefnu gefur það t.d. til kynna að hún sé mikilvægur þáttur í vistkerfinu á grunnsævinu við landið en við höfum hins vegar mjög takmörkuð gögn um á hverju hún lifir. Þetta eru ekki gögn sem við getum yfirfært frá Norðmönn- um, magasýni eru háð stað og tíma.“ Þá bendir Gísli á að erfðafræðin skipti miklu máli í sambandi við nýt- ingu stofna og verndun þeirra. Margir stofnar séu af hverri hvala- tegund í Atlantshafi og þegar verið sé að meta ástand stofna sé þetta oft einn stærsti óvissuþátturinn, þ.e. hvar mörkin liggi á milli einstakra stofna. Þörf sé á miklu meiri rann- sóknum á þessu sviði. „Er íslensk hrefna og norsk hrefna sami stofn og á að stjórna veiðum eins og um einn eða tvo stofna sé að ræða?“ Aðspurður segir Gísli að sérfræð- ingar á Hafrannsóknarstofnun kjósi að tjá sig ekki beint um hvalveiði- málin sem slík. „En þetta sem ég hef nú rakið eru vissulega þættir sem við höfum bent á og þá ekki hvað síst fæðuvistfræðin. Tilraunir okkar til þess að taka tillit til hvala í vinnu okkar í tengslum við fjölstofnalíkön hafa strandað á ónógum upplýsing- um og vísindaveiðar myndu visulega bæta þar úr. Ákvörðun um veiðar er hins vegar eingöngu stjórnvalda.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg völdsólinni í gær. ð sjá í nna iði- ðum. nemi ar af g því vaða NÝ skoðanakönnun sýnirað 39% kjósenda á Ír-landi hyggjast greiðaatkvæði með samþykkt Nice-sáttmála Evrópusambandsins (ESB) en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um sáttmálann á laugar- dag. Aðeins 22% eru staðráðin í að segja nei. Fréttaskýrendur segja þó of snemmt fyrir þá, sem barist hafa fyrir samþykkt sáttmálans, að fagna sigri en m.a. er bent á í því sambandi að 31% kveðst enn ekki hafa gert upp hug sinn, auk þess sem 7% hyggjast alls ekki ómaka sig með því að mæta á kjörstað nk. laugardag. Írar efndu á sínum tíma einir þjóða til atkvæðagreiðslu um Nice- sáttmálann en hann er nýjasta upp- færslan á stofnsáttmála ESB og kveður m.a. á um breytingar á stofnunum og ákvarðanatöku Evr- ópusambandsins sem nauðsynlegar eru vegna stækkunar ESB. Var það gert vegna ákvæða í sáttmál- anum sem þóttu ganga nokkuð gegn hlutleysisstefnu þeirri sem Írar hafa fylgt í hernaðar- og varn- armálum allt frá því að þeir fengu sjálfstæði. Atkvæðagreiðslan var haldin í júní 2001 og er óhætt að segja að það hafi komið á óvart að írskir kjósendur – sem fram að þeirri stundu höfðu verið meðal dyggustu stuðningsmanna Evrópusamvinn- unnar – skyldu hafna sáttmálanum. Var því haldið fram að stjórnvöld á Írlandi hefðu gerst værukær – gengið að stuðningi kjósenda sem vísum og ekki hirt nægilega vel um að fá þá á kjörstað. Sannarlega er það staðreynd að 2⁄3 kjósenda sátu heima á kjördag og hafa menn gefið sér að þar hafi einkum verið um að ræða fólk, sem annars hefði greitt atkvæði með samþykkt sáttmálans. Niðurstaðan varð sú að 54% þeirra sem mættu á kjörstað greiddu atkvæði gegn honum. Þrýst á kjósendur Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, boðaði nýja þjóðarat- kvæðagreiðslu fyrir um mánuði, enda er honum ljóst, eins og öðr- um, að mikið liggur við. Fram- kvæmdastjórn ESB boðaði jú í síð- ustu viku að tíu Mið- og Austur- Evrópuþjóðum yrði boðin aðild að sambandinu undir lok þessa árs en ósennilegt er að stækkun ESB geti farið fram fyrr en öll núverandi að- ildarríki hafa fullgilt Nice-sáttmál- ann. Meðal ríkjanna sem vonast til að verða boðin aðild eru Tékkland, Pólland, Slóvakía og Ungverjaland. Forsetar landanna fjögurra sendu í fyrradag frá sér sameiginlega yf- irlýsingu til írskra kjósenda en þar var þess farið á leit að þeir taki opnum örmum þessu sögulega tækifæri til að frelsa íbúa landanna undan blóði drifinni fortíðinni. Báðu þeir Vaclav Havel, Aleks- ander Kwasniewski, Rudolf Schuster og Ferenc Madl írska kjósendur um að samþykkja sátt- málann eða eiga það á hættu ella að valda milljónum manna gífurlegum vonbrigðum. Vildu forsetarnir fjór- ir með þessu senda skýr skilaboð um að það væri eindreginn vilji þessara þjóða að ganga í ESB. Má skynja að forystumenn ríkjanna tíu, sem eiga von á því að verða boðin aðild, finnst það skjóta skökku við að Írar – sem hugsan- lega hafa hagnast mest allra þjóða á ESB-aðild – skuli ætla að meina öðrum um tækifæri til að gera slíkt hið sama. Og fleiri hafa lagt hönd á plóg- inn. Þannig varaði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, við afleiðingum þess í fyrra- dag að Írar höfnuðu sáttmálanum. „Ef Nice-sáttmálinn öðlast ekki fullgildingu þá horfum við fram á vanda sem við höfum aldrei áður þurft að mæta, og sem ekki er vitað hvernig yrði leystur. Það er ekki um neina áætlun B að ræða, það vil ég ítreka. En auðvitað er það Íra sjálfra að gera upp hug sinn,“ sagði Rasmussen þegar hann heimsótti Dublin, en Danir sitja sem stendur í forsæti ráðherraráðs ESB. Stóru stjórnmálaflokkarnir og hagsmunasamtök segja já Það vekur athygli hversu tvísýn kosningabaráttan nú virðist vera því ríkisstjórn Írlands hefur lagt sig mjög fram um að fá almenning á sitt band að þessu sinni. Þá ber að huga að því að stjórnarflokkarnir, Fianna Fáil og Framsæknir demó- kratar, unnu ágætan sigur í þing- kosningum í landinu í vor og í því ljósi hefði mátt halda að kjósendur væru sammála stjórnarstefnunni, sem m.a. gerir ráð fyrir samþykkt Nice. Þá er það og staðreynd að stjórnarflokkarnir eru ekki einir um að vilja fullgilda Nice-sáttmál- ann. Stærstu stjórnarandstöðu- flokkarnir, Fine Gael og Verka- mannaflokkurinn, deila nefnilega þeim áhuga með stjórninni. Enn- fremur hafa samtök atvinnurek- enda lagt sín lóð á vogarskálarnar, sem og Bændasamtökin írsku, Írska verslunarráðið og Verka- mannasambandið. Það eru einungis minni flokkar, eins og Græningjar og Sinn Féin, sem hafa beitt sér gegn samþykkt Nice-sáttmálans. Ýmis samtök hafa hins vegar verið stofnuð sérstak- lega um andstöðu við sáttmálann. Þau tengjast í fæstum tilfellum stórum hagsmunasamtökum úr þjóðlífinu. Reiknast mönnum til að þeir sem berjist fyrir samþykkt sáttmálans hafi næstum níu sinnum meira fjár- magn á milli handanna en andstæð- ingarnir. Segir frá því í The Irish Times að já-menn geri ráð fyrir að eyða rúmlega 1,5 milljónum evra í kosningabaráttuna en samanlögð tala andstæðinganna er aðeins rúmlega 170 þúsund evrur. Ahern segir ekki af sér Hitt spilar óneitanlega inn í að mörgum kjósendum finnst sem rík- isstjórnin hafi þegar svikið ýmis loforð sem hún gaf fyrir þingkosn- ingar í vor. Óttast menn að það verði til þess að mörgum finnist hér komið kærkomið tækifæri til að veita stjórnarflokkunum ráðningu. Enda Kenny, leiðtogi Fine Gael, sagði þó á þriðjudag að hann væri sannfærður um að kjósendur Fine Gael yrðu ekki svo skammsýnir. Nice-sáttmálinn væru Írum hag- stæður, önnur tækifæri myndu gef- ast til að taka í lurginn á stjórninni. Virðist það vera eitt af vand- kvæðunum hversu flókinn og margslunginn Nice-sáttmálinn er. Þannig var greint frá því í gær að könnun hefði leitt í ljós að aðeins 25% kjósenda teldu sig skilja efni hans. Sagði Tom Finlay, fram- kvæmdastjóri undirbúningsnefnd- ar vegna atkvæðagreiðslunnar, þessar niðurstöður mikið áhyggju- efni. Bertie Ahern forsætisráðherra var spurður að því á þriðjudag, er hann sótti blaðamannafund með Rasmussen, hvort hann myndi segja af sér embætti ef sáttmál- anum yrði hafnað öðru sinni. „Nei, það mun ég ekki. Ég vinn að því hörðum höndum að tryggja að við þurfum ekki einu sinni að leiða hugann að slíku.“ Má þó ljóst vera að hart verður sótt að Ahern, heima og heiman, ef honum tekst ekki að fá sáttmálann samþykktan að þessu sinni. Ekki hægt að standa í vegi stækkunar sambandsins Sem fyrr segir eiga margir Írar erfitt með að sætta sig við ákvæði í sáttmálanum sem þeir telja stríða gegn hlutleysisstefnu landsins. Ríkisstjórn landsins hefur að vísu reynt að fullvissa kjósendur um að yfirlýsing, sem gefin var út á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna í sumar, taki á því vandamáli, en þar var Ír- um send þau skilaboð að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af þessu atriði. En um hvað snýst þá kosninga- baráttan á Írlandi að þessu sinni? Þekktur pistlahöfundur The Irish Times, Vincent Browne, segir í ný- legri grein að það eina sem máli skiptir sé sú staðreynd að með því að segja nei leggi Írar stein í götu þeirra þjóða sem vilja ganga í sam- bandið. Þjóða sem vilji fá að njóta ávaxta ESB-aðildar, sömu ávaxta og Írar sjálfir hafa notið með betri árangri en flestir aðrir. Yfirlýsing- ar um að með samþykkt sáttmálans séu menn að tryggja áframhald- andi góðæri og trygga atvinnu á Ír- landi séu einungis yfirvarp. Að sama skapi segir Browne að eina álitlega röksemdin gegn sam- þykkt sé sú að ESB sé ólýðræð- islegt með eindæmum og að ekki sé tekið á því vandamáli með Nice- sáttmálanum. Hann gefur lítið fyrir hræðsluáróður um að Írar varpi hlutleysisstefnu sinni fyrir róða, samþykki þeir sáttmálann, eða að áhrif þeirra innan ESB verði minni en áður. Browne segist hafa greitt at- kvæði gegn samningnum í júní 2001 vegna þess að hann hafi talið fyrrgreind lýðræðisrök sterk, auk þess sem hann telji ráðamenn á Ír- landi hafa sýnt kjósendum hroka með því hvernig þeir stóðu að at- kvæðagreiðslunni þá. Nú muni hann hins vegar segja já vegna þess að umræðan, sem fram hefur farið um kosti og galla sáttmálans á undanförnum 16 mánuðum, hafi verið til bóta, auk þess sem ekki sé hægt að standa í vegi stækkunar sambandsins. Þriðjungur írskra kjósenda óákveðinn Írar ganga að kjör- borðinu nk. laugardag og greiða þá atkvæði öðru sinni um Nice- sáttmála Evrópusam- bandsins. Davíð Logi Sigurðsson rekur helstu tíðindi úr kosn- ingabaráttunni. Reuters Martin Cullen, ráðherra umhverfismála, eftir fund með fréttamönnum í Dublin í gær. Írska stjórnin leggur mikla áherslu á að fá Nice-sáttmálann samþykktan, en stækkun ESB kæmist í uppnám gangi það ekki eftir. Reuters Þessi auglýsingaspjöld andstæð- inga staðfestingar sáttmálans hafa vakið sterk viðbrögð. david@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.