Morgunblaðið - 17.10.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 17.10.2002, Síða 37
Bakteríudrepandi efni fundust í jurtunum sem rannsakaðar voru. Kúmarínefnin sem voru einangruð úr þessum jurtum virkuðu best á bakteríur sem ráðast á plöntur. Styðja þessar niðurstöður þá til- gátu að þessi efnavopn jurtanna séu til sjálfsvarnar. Í Finnlandi þykja jurtir sem innihalda þessi efni einn- ig mjög áhugaverðar sem fæðubót- arefni vegna bakteríudrepandi og bólgueyðandi virkni þeirra. Rannsóknir á íslenskum lækn- ingajurtum sýna að þessar jurtir hafa mörg líffræðilega virk efni, sum eru bólgueyðandi eða bakter- íudrepandi, önnur hindra veirusýk- ingu í ræktuðum frumum og enn önnur geta hindrað fjölgun á krabbameinsfrumum í ræktun og hindrað vöxt á krabbameinsæxlum í músum. Efnið imperatorin, sem örvar fyrrnefndan stýrðan frumu- dauða, er einnig í íslenskum lækn- ingajurtum. Sífellt fleiri vísindagreinar hafa verið birtar á síðustu árum um rannsóknir á þessu sviði og sýna þær aukinn áhuga á náttúruefnum og hvernig þau virka. Niðurstöður rannsókna á Íslandi staðfesta líffræðilega virkni fjöl- margra jurta og styrkja jafnframt þá reynsluþekkingu á lækninga- jurtum sem er hluti af menningar- arfi þjóðarinnar. Áhrif þessara jurta eða jurtaafurða á menn hafa hins vegar ekki verið rannsökuð enn með hefðbundnum klínískum rannsóknum. Hið sama á við um flestar tegundir grænmetis og ávaxta. Reynslan hefur aftur á móti kennt mönnum það sem mestu máli skiptir en það er hvaða jurtir hafa reynst hollar og heilsubætandi. Höfundur er prófessor emeritus. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 37 DRAUMSÝN lénsherra allra alda hefir ávallt verið að gína yfir sem mestu og helzt öllu. Tilgangur þeirra var augljós, enda helgaði hann meðalið. Og sagan endurtekur sig sífellt. Íslenzku lénsherrarnir í sjávarút- vegi hafa ekkert legið á sinni draumsýn, sem er sama eðlis og allra annarra frá örófi: Að ná um alla aðalauðlind þjóðarinnar og deila þar og drottna sem fæstir. Spámannlega vaxnir menn í þeirra röðum sögðu það fyrir margt löngu að gildandi kerfi í stjórn fiskveiða á Íslandi myndi fá 5–7 fyrirtækjum í landinu alla sjávarauðlindina í hendur. Þeir ætla að reynast sannspáir nema líkur eru á að fyrirtækin verði aðeins þrjú eins og sakir standa. Á sínum tíma var lögfest ákveðið hámark á aflahlutdeild fiskiskipa í eigu sömu eða skyldra aðila. Leigupenni Ágústs Einarssonar, Samfylkingarforingja og stór- kvótamanns, á DV kallar það spennitreyju, sem vonlegt er. Með því móti yrðu fyrirtækin a.m.k. 12 í landinu og stjórn fisk- veiða alltof laus í reipunum. Og hagræðingin, sem þegar hefir lengt skuldahala útgerðarinnar upp fyrir tvö hundruð þúsund milljónir, færi meira og minna forgörðum. En ekki er öll nótt úti enn. Sann- gjarnar kröfur lénsherranna hafa ævinlega náð fram að ganga. Fyrir því mun þessu lágkúrulega þaki verða lyft, eða rifið alveg af, sem líklegast er, svo hagræðingin blessist. Formaður sjávarútvegsnefndar alþingis, Einar Bolvíkingur, mun kannski fá því frestað fram yfir kosningar, en að þeim loknum mun hann renna breytingunni niður eins og öllu öðru, sem fyrir hann hefir verið sett í sjávarútvegsmál- um frá upphafi þingsetu. Þá verður nú gaman að lifa í landinu. Og ósköp frjálst eins og hjá Rósu heitinni í Sumarhúsum, enda var Bjartur tillitssamur mað- ur. Það er víst ekki mikil hætta á að hinir Þrír Stóru útgerðarmenn framtíðar í landinu gleymi smæl- ingjum landsbyggðar og hagsmun- um þeirra. Hjá þeim mun umburð- arlyndi og umhyggja ríkja ekki síður en hjá Pétri Þríhrossi og Jó- hanni Bogesen. En til þess að svo megi verða þarf að losa þá úr spennitreyjunni strax og undireins. Þá mun líka um leið landslýðurinn losna af sjálfu sér úr spennitreyju átthagafjötr- anna, því þeir þurfa að sækja þang- að sem hinir Þrír Stóru vilja vera til að hafa í sig og á. Athugandi væri fyrir Hina Stóru að stofna fljótlega sjóð, sem verja mætti til viðhalds húsa á lands- byggðinni svo þar mætti viðhaldast blómleg sumarhúsabyggð eins og dæmi eru um á Hesteyri og Skála- vík ytri. Eða – sem heppilegra væri að láta Lífeyrissjóð sjómanna standa undir svo óvæntum útgjöld- um eins og stjórnvöld hafa jafnan gert. Nauðsynina ber mest að meta. Undir því er allt, að hinir ríku og sterku geti notið sín og fái hagrætt óheftir. Menn lesa um það hjá Steinbeck í Þrúgur reiðinnar að það kom sér líka bezt fyrir bank- ana í Bandaríkjunum í sinni tíð. Kemur þá allt í einn stað niður, þegar Sannir Íslendingar í fylking- arbrjósti lýðræðisflokkanna hafa eignast þau fyrirtæki eins og nú er unnið að hörðum höndum, en við ónógan skilning manna er sízt skyldi úr sjálfri Einkavæðingar- nefnd. Burt með spennitreyjurnar úr ís- lenzku þjóðlífi! Spennitreyjan Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er alþingismaður og for- maður Frjálslynda flokksins. „Undir því er allt, að hinir ríku og sterku geti notið sín og fái hagrætt óheftir.“ Alltaf á þriðjudögum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 90 18 10 /2 00 2 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 Sn jóbre t t i Sk í› i Bre t taskór Sk í›askór Sk í›as ta f i r pú›ur fia› er í útsölunni hjá okkur Mikill afsláttur af völdum vetrarúlpum og skí›abuxum. Snjóbretti, verð frá 6.990 kr. Brettaskór, verð frá 3.990 kr. Skíðastafir, verð frá 990 kr. Gönguskíðaskór, verð frá 1.990 kr. Gönguskíði, verð frá 1.490 kr. Skí›askór frá 3.990 Skí›i frá 3.990 Sk í› aú ts al a 17 . - 2 6. o kt ób er Ko m du s tr ax Opi› í Glæsibæ mán. - föst. kl. 10-18 • lau. kl. 10-16 20-70% afsláttur af skí›avörum í Glæsibæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.