Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.10.2002, Blaðsíða 40
PRÓFKJÖR 40 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GJAFAKVÓTAKERFIÐ í sjáv- arútvegi er einhver mesta þjóð- félagsmeinsemd sem um getur. Ranglæti og forréttindi eru ofin inn í kerfið sem lagt hefur margar sjáv- arbyggðir í rúst og skilið aðrar eftir í sárum, kvótalitlar eftir að „eig- endum“ veiðiheimildanna þóknaðist að selja þær í burtu. Eitt símtal og kvótinn seldur. Brauðið er farið frá fólkinu, eignir verðlitlar og atvinna engin. Dæmin blasa við hringinn í kringum landið, hvort sem litið er til Suðurnesja eða Vestfjarða, svo dæmi séu tekin. Skemmdarverk stjórnmálamanna Gjafakvótakerfið sem ríkisstjórn- arflokkarnir þvinguðu upp á þjóðina er einhver ömurlegasti vitnisburður um þau skemmdarverk sem stjórn- málamenn geta unnið á samfélag- inu. Gangi þeir erinda fámennis- valdsins en ekki almannahagsmuna. Sameiginleg auðlind þjóðarinnar var færð fáeinum til yfirráða. Fyrir vikið er nýliðun í greininni útilokuð, byggðaröskunin af þess völdum hrikaleg og verksmiðjuskip skrapa hafsbotninn umhverfis landið til ómetanlegs skaða. Hörmulegar af- leiðingar gjafakvótakerfisins verða seint metnar til fulls og mun vara í íslensku samfélagi um langa hríð. Það er eitt af forgangsatriðum stjórnmálanna eftir kosningar að koma á réttlæti í sjávarútvegi. Það á að fyrna gjafakvótann á ákveðnu tímabili og taka fyrir afnotin sann- gjarnt gjald sem yrði miklu lægra en það sem greitt er innbyrðis í greininni nú. Til að koma á réttlæti í auðlindanýtingu þarf að koma fá- keppnisflokkunum frá völdum. Varðstöðu Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokksins um gjafakvótann og það ramma óréttlæti sem honum fylgir verður ekki hnekkt nema þeir verði kosnir burt úr stjórnarráðinu. Nú er lag. Réttlæti í sjávarútvegi Eftir Björgvin G. Sigurðsson „Fyrir vikið er nýliðun í greininni úti- lokuð, byggðarösk- unin af þess völdum hrikaleg og verksmiðju- skip skrapa hafsbotn- inn umhverfis landið til ómetanlegs skaða.“ Höfundur er þátttakandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. TIL tryggingar heilbrigðu lýð- ræði og réttlátu samfélagi kveður stjórnarskrá hins unga íslenska lýð- veldis skýrt á um þrískiptingu valds- ins í landinu. Löggjafarvald ís- lenskra alþingismanna á þannig að vera skýrt aðskilið frá framkvæmda- valdi íslenskra ráðherra og dóms- vald þeirra sem með slíka ábyrgð fara skal jafnframt rækilega að- greint frá valdi alþingismanna og ráðherra. Þessu ákvæði stjórnar- skrárinnar er ætlað að vera sú trausta undirstaða sem gjörvallt samfélag okkar hvílir á. En hvað blasir við? Tökum dæmi af 4. þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, frú Sólveigu Pétursdóttur. Þessum mæta lögfræðingi hefur verið falið löggjafarvald með kjöri til Alþingis. Með ráðherradómi hefur frú Sól- veigu jafnframt verið falið fram- kvæmdavald . Og sem dómsmálaráð- herra sem velur og skipar hæstaréttardómara er hún jafn- framt æðsti maður dómsmála á Ís- landi. Í þessum orðum felst engin skoð- un á því hvernig frú Sólveig Péturs- dóttir, alþingismaður, ráðherra og æðsti maður dómsmála á Íslandi hef- ur farið með fjölþætt vald sitt. Hins vegar er verið að benda á augljóst brot á íslensku stjórnarskránni. Þessi brotalöm kallar annaðhvort á stjórnarskrárbreytingu sem heimila mundi þá stjórnsýslu sem nú er við- höfð eða að öðrum kosti verði að- skilnaður löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds loks gerður að veruleika. Það er þegnum landsins heldur daufleg hvatning til löghlýðni að horfa upp á eitt helsta grundvallar- ákvæði stjórnarskrárinnar hunsað og þverbrotið, og það af sjálfum valdhöfunum. Með alla þræði á einni hendi Eftir Jakob Frímann Magnússon „Öll hljótum við að vilja losna undan oki grasser- andi sam- særiskenninga og spill- ingar.“ FJÖLSKYLDAN er hornsteinn í íslensku samfélagi. Það er bláköld staðreynd. Hvort sem fjölskyldan er skilgreind sem sambúðarfólk, einstætt foreldri, foreldrar með börn eða stórfjölskyldan er hún sú heild sem sem við byggjum á. Ekk- ert kemur í stað ástríks uppeldis eða þeirrar umhyggju sem fjöl- skyldan getur veitt þegar erfiðleik- ar eða veikindi steðja að. Í ná- grannalöndum okkar þar sem jafnaðarmenn hafa lengst af verið við stjórnvölinn hefur áhersla verið lögð á að umhverfi fjölskyldunnar taki mið af veigamiklu hlutverki hennar. En ekki hér. Stuðningur við námsmenn er minni. Leigu- markaður vanþróaðri. Húsnæðis- kaup erfiðari. Matur dýrari. Barna- bætur lægri. Veikindadagar vegna sjúkra barna örfáir. Skortur á hjúkrunarrýmum og úrræðum fyrir aldraða. Langir biðlistar fatlaðra eftir búsetu. Fjölskyldunni er ætlað að vera sams konar eining og í bændafjöl- skyldunni fyrrum. Að þegar veru- lega bjátar á leysi hún verkefnin að meira eða minna leyti innan veggja sinna. Skortur á þjónustu reynist æ fleiri fjölskyldum ofviða. Hamingjuárin Hugljúft er þegar geislandi æskufólk staðfestir hjúskaparheit sitt við altarið eða heldur ungbarni í örmum sér. Allra óskir eru að unga parinu muni farnast vel. En oft fara erfið ár og þrotlaus vinna í hönd. Langur vinnudagur og tak- markað fjölskyldulíf tærir viljann til að takast á við amstur hvers- dagsleikans. Samskiptaleysi og álag verður oft undanfari upplausnar. Það er óásættanlegt að okkur skuli Er fjölskyldan hornsteinn? Eftir Rannveigu Guðmundsdóttur „Þar kemur fram um- hugsunar- verð lýsing á velferð- arsamfélaginu okkar sem sýnir að íslenska fjölskyldan er horn- reka.“ Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. ÍSLENSKT samfélag framtíð- arinnar mun byggja á atvinnugrein- um sem krefjast hás menntunarstigs og þekkingar í hæsta gæðaflokki. Þess vegna er nauðsynlegt að á Alþingi sitji fólk sem er kunnugt fleiri hliðum íslensks at- vinnulífs en sjávar- útvegi og landbúnaði. Vægi þeirra greina í afkomu þjóðarinnar fer óðum dvínandi. Alþingi verður hins vegar ókleift að móta þetta samfélag framtíðarinnar nema þar sitji einstaklingar með skarpa innsýn í þekkingariðnaðinn. Ásgeir Friðgeirsson hefur starfað í þekkingariðnaði undanfarin ár og hefur glögga innsýn í ólíkar greinar upplýsingatækninnar. Hann er einn- ig sannarlega í hópi þeirra frum- kvöðla hér á landi sem mótuðu miðlun upplýsinga á Netinu. Þessi ágæti vinur minn hefur nú gefið kost á sér í forvali Samfylking- arinnar í suðvesturkjördæminu. Ás- geir yrði íslenskum þekkingariðnaði afdráttarlaus og öflugur liðsmaður á Alþingi. En öllum má sömuleiðis ljóst vera að Samfylkingunni skortir mjög þungavigtarfólk þegar kemur að mót- un framsækins samfélags og atvinnu- lífs. Það er mín trú að Ásgeir Frið- geirsson yrði Samfylkingunni notadrjúgur í þessum efnum. Ekki veitir af. Talsmann ís- lensks þekking- ariðnaðar á þing Stefán Hrafn Hagalín, blaðamaður og ráðgjafi, skrifar: UMRÆÐAN Í TILEFNI greinar Steins Loga Björnssonar, markaðsstjóra Flug- leiða, í Morgunblaðinu 15.9. sl. þar sem hann rekur ástæður þess að ekki hafi takist að fjölga ferða- mönnum frá Þýskalandi, þá tel ég rétt að eftirfarandi komi fram. Ekki bara Flugleiðir Steinn Logi útskýrir stöðnun í Þýskalandi á eftirfarandi hátt: „Þar sem Flugleiðir eru nú með innan við 50% markaðshlutdeild á þýska markaðnum á sumrin var ákveðið að skera verulega niður fjárfestingar við markaðssetningu á Íslandi í Þýskalandi. Þessa stöðn- un má því rekja til eigingjarnra ástæðna enda fjárfestir enginn í erlendum mörkuðum ef Flugleiðir gera það ekki. Það er bara stað- reynd.“ Þessi fullyrðing að ekkert annað flugfélag markaðssetji Ísland nema Flugleiðir er ekki rétt. Sannleik- urinn er sá að flugfélagið LTU auglýsir Ísland fyrir 20 til 25 millj. króna á hverju ári og gerir það ná- kvæmlega eins og Flugleiðir og önnur flugfélög, þ.e. þeir auglýsa í dagblöðum, tímaritum, útvarpi, sjónvarpi og með beinni markaðs- setningu til ferðaskrifstofa. LTU sýnir 10 mín. þátt um Íslandi um borð í vélum sínum um allan heim sem er auglýsing sem nær til meira en 1 milljónar ferðamanna árlega. Þeir hafa einnig kostað sjónvarps- þátt um Ísland sem sýndur var í Þýskalandi og hafa sent hingað blaðamenn og hópa ferðaskrif- stofufólks auk þess að kynna flug sitt til Íslands á fjölda ferðakaup- stefna víða um heim. Dreifing LTU nær til 10.000 söluskrifstofa, sem er langtum meiri dreifing en hjá Flugleiðum. Flugfélagið Aero- Lloyd hefur jafnframt lagt umtals- verða fjármuni í markaðssetningu á Íslandi á þýskum markaði. Eigingirni Flugleiða Er ekki eigingirni af Flugleiðum að reyna ekki að fá fleiri Þjóðverja til landsins á sumrin og skera veru- lega niður fjármuni til markaðs- setningar í Þýskalandi vegna þess að markaðshlutdeild þeirra er ekki nema 50% á sama tíma og Steinn Logi segir: „Frá sjónarhóli ís- lenskrar ferðaþjónustu er þýski markaðurinn sérstaklega mikil- vægur á sumrin vegna þess að hann dreifist um allt land, enda eru margir ferðaþjónustuaðilar úti á landi sem treysta mjög mikið á Þjóðverjana.“ Flugvélar Flugleiða frá Frank- furt eru fullbókaðar og oft verður að beina farþegum t.d. í gegnum Kaupmannahöfn. Er ekki hagur Flugleiða að gera enn betur á Þýskalandsmarkaði með meira framboði og halda úti viðlíka mark- aðssókn og verið hefur? Sam- kvæmt ársskýrslu Flugleiða 2001 skilaði sumarið hagnaði upp á 3 milljarða króna og tapið yfir vetr- armánuðina var 4 milljarðar. Þrátt fyrir samkeppni yfir sumarmánuð- ina, þá var afkoma góð vegna þess að vélarnar voru fullar, ekki síst frá Þýskalandi. Rekstrarvanda Flugleiða árið 2001 var því ekki hægt að rekja til mikillar sam- keppni, heldur þeirrar stefnu að fljúga á lágum verðum yfir hafið enda seldi félagið flugmiða til USA oftast nær ódýrar en til Íslands í sömu vél. Skortur á flugsætum Það hefur verið stöðnun í Þýska- landi vegna skorts á flugsætum á sumrin. Það var einnig skaði þegar Flugleiðir hættu flugi til Lúxem- borgar því mikið af þýskum ferða- mönnum fóru þar um. Því miður voru LTU og Aero-Lloyd ekki nógu fljótir að auka framboð til Ís- lands þó að sú staða sé gjörbreytt í dag. Flugleiðir hafa nú líka breytt stefnu sinni og leggja meiri áherslu á að flytja farþega til landsins í stað þess fljúga þeim yfir hafið. Það má því búast við fjölgun ferða- manna frá Þýskalandi á næsta ári með auknu framboði, líka hjá Flug- leiðum. Þessi stöðnun sem Flug- leiðir hafa valdið er því væntanlega á enda og er það vel fyrir íslenska ferðaþjónustu. Aukið framboð á næsta ári LTU hóf flug til Íslands 1995 með eitt flug á viku, en í sumar flaug LTU 62 sinnum til Íslands, allt að 5 flug á viku frá júní til sept- ember. Flugverð LTU til Íslands er lágt, sem stuðlar síðan að meiri eyðslu ferðamanna á áfangastað. Félagið er vinsælasta flugfélag Þýskalands fyrir frí- og skemmti- ferðir, en margir Þjóðverjar fljúga eingöngu með þýskum flugfélögum – þess vegna nær markaðssetning LTU til mun stærri markhóps en hjá Flugleiðum. LTU farþegar eru verðmætir ferðamenn sem dreifast um allt land og nota öll stig ferðaþjónustu. Félagið mun enn lengja flugtíma- bilið næsta ár og Aero-Lloyd gerir enn betur og mun fljúga frá 1. maí til 25. september frá Berlín. Það er fagnaðarefni fyrir ferðaþjónustu- aðila á Íslandi. Þýskaland – mikil- vægasti markað- urinn vanræktur? Eftir Anton Antonsson Höfundur er forstjóri Terra Nova-Sólar. Er ekki eig- ingirni af Flugleiðum að skera niður fjár- muni til markaðs- setningar í Þýskalandi vegna þess að mark- aðshlutdeild þeirra er ekki nema 50% á sumrin? ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.