Morgunblaðið - 17.10.2002, Side 44

Morgunblaðið - 17.10.2002, Side 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það er víst gangur lífsins, að sú veröld sem var, fær ekki að vera um kyrrt til eilíð- ar. Það gerir okkur enn meðvitaðri um það hversu dýrmæt augnablikin eru sem okkur eru gef- in, sérstaklega þegar minningarnar einar standa eftir um mann, sem átti sérstakan heiðurssess í huga og hjarta, allt frá bernskuárunum. Eiki frændi var föðurbróðir minn. Herdís amma átti hann í örstuttu seinna hjónabandi og varð strax orð- in ekkja aftur. Ævi hennar og lífs- barátta var ætíð hörð og erfið. Hún missta afa í sjóslysi frá stórum barnahópi norður í Fljótum þar sem þau bjuggu og dreifðust börnin á aðra bæi til frekara uppeldis. Ein- ungis tveir drengir komust til full- orðinsára. Herdís amma reyndi að halda saman fjölskyldunni með nýj- um manni, en missti hann áður en nýr drengur bættist í hópinn. Eiki frændi sá því aldrei föður sinn. Eiki var fyrstu æskuárin hjá móður sinni á Akureyri, en þegar hún féll frá, enn ung að árum, kom hann sem unglingur til foreldra minna á Siglu- firði og var hjá þeim og lærði prent- verk hjá föður mínum. Hann var því bæði föðurbróðir, bróðir og ákaflega traustur vinur og frændi. Það er svo margs að minnast, sem ekki er auðvitað hægt að gera grein fyrir í örstuttri minningargrein um EIRÍKUR J. B. EIRÍKSSON ✝ Eiríkur Jóhann-es Björgólfur Ei- ríksson var fæddur á Akureyri 27. ágúst 1924. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 8. okt. síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Digra- neskirkju 16. októ- ber. hjartfólginn frænda. Það var svo ljúft að geta rifist og verið inni- lega ósammála um póli- tíkina án þess að það breytti væntumþykju eða trausti. Við áttum okkar sérstaka stíl og ávarp, sem við notuð- um bara okkar í milli, sem orðið hafði til þeg- ar við brugðum á leik og tókum léttara hjal. Eiki var minn helsti ráðgjafi í alvörumálum æskuáranna, þegar ekki var hægt að tala við aðra. Hann sagði mér frá ærslum sínum og leikjum, sem frjóvguðu ímyndunaraflið, en einnig frá stór- skáldunum sem ég lærði að meta í gegn um hann. Aldrei gleymi ég hvernig Eiki bjó mig undir lokapróf- in í barnaskóla í fjarveru foreldra minna. Við lukum því sameiginlega með glæsibrag og hef ég sennilega ekki haft jafn góðan námsráðgjafa nokkurn tíma. Eika var margt til lista lagt. Hann var bæði bókmenntalega hneigður, grúskari í vélum, tólum og tækjum og hagleiks smiður. Seinni árin hafði hann komið sér upp listilega innrétt- uðu verkstæði, þar sem hann töfraði fram ótrúlegustu hluti. Það hafa því togast á mismunandi kraftar í huga hans. Hann hefði átt erfitt að gera upp við sig, hvort hann hefði átt að verða verkfræðingur eða bók- menntafræðingur, ef erfiðleikar og takmarkaðir möguleikar í æsku hefðu ekki komið til. Ég á eftir að sakna þess í næstu fjölskylduboðum að geta ekki tekið rispu um þjóðmálin við Eika frænda. Hann hafði lifandi áhuga á öllu sem fram fór og fór ekki dult með skoð- anir sínar á mönnum og málefnum og kom ávallt með einhvern þann flöt á umræðunni sem aðrir höfðu ekki áttað sig á. Við Bigga og Agga söknum Eika frænda. Við sendum okkar innileg- ustu saknaðarkveðjur til Rósu, Ei- ríks Páls og fjölskyldu hans. Megi frændi minn hvíla í friði. Jón Sæmundur Sigurjónsson. Leiðir mínar og Eiríks J.B. Ei- ríkssonar lágu seint saman. Fyrst vissi ég nafn hans þegar hann skrif- aði grein í fjölmiðlafári árið 1993. Aðeins einn vinstri maður gekk fram þáttunum til varnar, Eiríkur Eiríks- son. Ég spurðist fyrir hver þessi maður væri og fékk að heyra að hann væri gamall sósíalisti sem hefði um langa hríð starfað ásamt eðalk- ratanum Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum við að tilreiða lesefni til skemmtunar og fróðleiks fyrir fram- sóknarbændur í sveitum landsins. Eirík hitti ég fyrst í eigin persónu kosningavorið 1999. Eitthvað rædd- um við um sagnfræði en mest um ut- anríkismál. Eiríkur sagði að þótt all- ir töluðu um að kalda stríðinu væri lokið væri allur þorri áhugamanna um stjórnmál, jafnt til hægri og til vinstri, fastur í hugarfjötrum þess. Sjálfur vildi hann ekki vera það, nýir tímar krefðust nýrra hugsana. Sem dæmi skal nefnt að Eiríkur var eng- inn aðdáandi herstöðvarinnar í Keflavík en samt lofaði hann her- stöðvasamninginn fyrir margt. Hann dáði þá íslensku stjórnmála- menn, einkum Bjarna Benediktsson, sem höfðu tryggt íslenska sérhags- muni í samningnum á erfiðum tím- um. Snemma á þessu ári kom í hlut Ei- ríks J.B. Eiríkssonar að fyrstur taka á móti ómálefnalegum árásum á Halldór Laxness í greininni „Komið til varnar skáldi mínu“ eins og frá- bær grein hans í Morgunblaðinu hét. Þvílík áhrif hafði þessi grein! Menn hreinlega vöknuðu úr dróma við ár- frýjunarorð Eiríks. Genginn er hug- rakkur, sjálfstæður og vitur maður, gamall að árum en síungur í anda. Gísli Gunnarsson. ✝ Þóra Eiríksdótt-ir fæddist á Syðri-Sýrlæk í Vill- ingaholtshreppi Ár- nessýslu 19. febrúar 1923. Hún lést á Landsspítalanum við Hringbraut 5. október síðastliðinn. Foreldrar Þóru voru þau Þorkelína Sig- rún Þorkelsdóttir húsmóðir, f. 22. október 1891, d. 7. ágúst 1982, og Ei- ríkur Magnússon, bóndi og trésmiður, f. 29. ágúst 1883, d. 20. desember 1957. Systkini Þóru eru í aldurs- röð: Jóhanna, fyrrum verslunar- kona í Reykjavík, f. 1915, d. 1998, Magnús, fyrrum bóndi og af- Þóra og Jón eignuðust eina dótt- ur, Kristínu hjúkrunarfræðing, f. í Reykjavík 17. nóvember 1948. Eiginmaður hennar er Gylfi Guð- jónsson arkitekt, f. 27. ágúst 1947. Börn Kristínar og Gylfa eru Jón Torfi, lífefnafræðingur og lækna- nemi, f. 17. mars 1973, og Hjalti, verkfræðinemi, f. 12. apríl 1979. Þóra og Jón bjuggu lengst af í Eskihlíð 22 Reykjavík, en síðustu 10 árin, eftir að Jón lést, bjó Þóra á Sléttuvegi 11 Reykjavík. Sem gift kona stundaði Þóra ýmis störf. Meðal annars var hún að- stoðarkona í Húsmæðrakennara- skólanum sem þá var undir stjórn Helgu Sigurðardóttur. Um árabil vann hún í versluninni Faldi í Austurveri sem Jóhanna og Krist- ján, systkini hennar, starfræktu. Síðustu fjögur starfsárin helgaði Þóra síðan heilbrigðisþjónustunni þar sem hún vann á Landspítalan- um við Hringbraut. Útför Þóru verður gerð frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. greiðslumaður hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi, f. 1916, Sigrún, húsmóðir í Reykjavík, Gíslína Guðrún, húsmóðir í Kaupmannahöfn, og Kristján, fyrrum framkvæmdastjóri í Reykjavík. Þóra Ei- ríksdóttir giftist 29. maí 1948 Jóni Jónas- syni, járnsmið frá Vogum í Mývatns- sveit, f. 24. október 1917, d. 30. ágúst 1990. Foreldrar Jóns voru hjónin í Vogum, þau Guð- finna Stefánsdóttir, f. 5. nóvem- ber 1896, d. 8. janúar 1977, og Jónas Hallgrímsson, f. 3. desem- ber 1877, d. 5. desember 1945. Í dag fer fram frá Háteigskirkju útför tengdamóður minnar, Þóru Ei- ríksdóttur. Hún var á áttugasta ald- ursári þegar hún lést 5. október síð- astliðinn eftir stutta en erfiða sjúkrahúslegu. Leiðir mínar og heiðurshjónun- anna Þóru og Jóns í Eskihlíð 22 lágu saman árið 1969. Um það leyti hafði ég kynnst einkadóttur þeirra, Krist- ínu, sem síðar varð eigikona mín. Það var mikið lán að fá að eiga þessi hjón að samferðafólki á lífsins leið. Þóra og Jón voru einkar samhent og lífsglöð og alltaf var gott að koma á notalegt heimili þeirra. Á Syðri-Sýrlæk í Villingaholts- hreppi og í Arabæ í Gaulverjabæj- arhreppi liggja rætur Þóru Eiríks- dóttur og þessum sveitum bast hún órjúfanlegum tilfinningaböndum. Í uppvextinum átti hún við gott atlæti foreldra sinna að búa, þeirra Þorkel- ínu Sigrúnar Þorkelsdóttur og Ei- ríks Magnússonar í stórum systkina- hópi. Hún bjó að því alla ævi, minntist þess oft og ræktaði tengslin við æskustöðvarnar, fjölskyldu sína og annað samferðafólk. Nægjusemi, jákvæðni og lífsgleði, svo og óvenju- mikill áhugi á náttúrunni og landinu voru henni í blóð borin. Oft og einatt sagði hún okkur hjónunum og sonum okkar tveimur frá árunum í Flóanum og samvistum sínum við fólk og fén- að. Reyndar var hlutskipti tengda- móður minnar í lífinu ekki auðvelt. Á fyrsta ári fékk hún lömunarveikina en líkamlegar afleiðingar hennar fylgdu henni alla tíð síðan og höfðu óhjákvæmileg áhrif á framtíð henn- ar, vonir og þrár. Á lífsleiðinni átti Þóra oft við heilsufarslegt andstreymi að stríða og þurfti að leggja mikið á sig til þess að halda sér gangandi. Hún hafði alla tíð mikla trú á lífinu og gerði sér far um að lifa því lifandi. Hugur hennar, dugnaður og jákvætt hugarfar bar hana hálfa leið í þeim efnum. Hún naut hverrar stundar til hins ítrasta og var þakklát fyrir hvern þann dag sem hún fékk að lifa. Þóra var að eig- in sögn sífellt að upplifa eftirminni- legustu stundirnar, skemmtilegasta daginn, ánægjulegasta ferðalagið og bestu máltíðina. Hún var hamingju- söm manneskja sem bar hag fjöl- skyldu sinnar og vina mjög fyrir brjósti og hugsaði fyrst og fremst um að láta gott af sér leiða. Við hjón- in og synir okkar tveir fórum ekki varhluta af þeim eiginleikum enda var ætíð náið samband á milli okkar allra. Eftir að eiginmaður hennar, Jón Jónasson, lést 1990 urðu tengsl- in við Þóru enn nánari. Hún var með okkur í nánast öllu, daglegu amstri hversdagsins, tómstundum, á hátíð- arstundum og ferðalögum. Ekkert var sjálfsagðara en Þóra tæki þátt enda dugleg að berjast áfram og hafði auk þess til að bera einstaklega góða nærveru. Þóra Eiríksdóttir var óvenju- mörgum kostum prýdd og því er mikill sjónarsviptir að þessari dugl- miklu konu. Hún var mikill náttúruunnandi, hafði unun af ferðalögum, jafnt inn- anlands sem utan. Því áhugamáli deildi hún með eiginmanni sínum, Jóni Jónassyni. Meðan hans naut við voru nánast allar helgar sumarsins útivistarhelgar, einkum við ár og vötn þar sem veiðiskapur var stund- aður af mikilli innlifun. Þar áttum við saman margar ógleymanlegar stundir sem ekki voru síst mikilvæg- ar litlu dóttursonunum, Jóni Torfa og Hjalta. Þeim voru ferðirnar miklu meira en veiðiferðir. Þær voru upp- eldis-, fræðslu- og ævintýraferðir fyrir unga menn þar sem umræðu- efnin voru óþrjótandi, heitt að drekka og mikið nesti meðferðis. Á síðari árum fór Þóra til Kan- aríeyja á veturna og naut loftslags og landslags á suðlægum slóðum til hins ítrasta. Síðastliðinn vetur fór hún í slíkt ferðalag með tveimur bræðrum sínum á níræðisaldri og búið var að panta aðra ferð um áramótin næstu þegar kallið kom í ferðina löngu. Allt fram til hins síðasta skráði Þóra sig í ferðir sem í boði voru fyrir aldraða hér í Reykjavík. Það var gaman að ferðast með henni um landið. Hún var svo vel lesin, þakklát og fróðleiksfús og naut slíkra stunda út í æsar. Þótt skólaganga Þóru Eiríksdóttir hafi hvorki verið löng né ströng var hún menntuð kona. Hún byggði á ís- lenskri alþýðumenningu á fyrri hluta síðustu aldar þar sem fólki var kennt kristilegt hugarfar, trú á landið og fólkið og virðing fyrir náttúrunni. Hún var unnandi góðra bóka, las alla tíð mikið, hafði ríka frásagnargáfu og minni hennar var ótrúlegt. Hún endursagði okkur í fjölskyldunni oft á tíðum heilu kaflana sem hún hafði lesið og við gátum alltaf flett upp í Þóru þegar við, sem yngri erum, mundum ekki eitthvað frá liðnum ár- um og áratugum. Hin síðari ár þegar sjónin dapraðist naut Þóra frábærr- ar þjónustu Blindrabókasafnsins og hlustaði á hljóðsnældur af ýmsu tagi tímunum saman. Þóru var margt til lista lagt. Hún var um skeið aðstoðarkona Helgu Sigurðardóttur húsmæðrakennara enda mikilhæf matreiðslukona. Hún var mjög handlagin og smekkvís og starfaði á saumastofum um árabil bæði í Reykjavík og á Álafossi í Mos- fellsbæ. Þóra var mikil félagsvera, hafði gaman af fólki og gaf sér einatt tíma til þess að ræða málin í einlægni eða bara spjalla. Meðal annars þess vegna naut hún vel síðustu tíu áranna á Sléttuvegi 11. Þar kynntist hún mörgu góðu fólki, lét gott af sér leiða eins og endranær og tók virkan þátt í því fal- lega samfélagi. Hún ræktaði samskipti við fólkið sitt, hvort sem það voru systkini, gamlir vinir eða fólkið hans Jóns heitins norður í Mývatnssveit. Hún var virkur og ósérhlífinn félagi í Kvenfélagi Háteigskirkju og studdi safnaðarstarfið þar á ýmsa lund og dró ekki af sér ef á þurfti að halda. Það var ætíð gestkvæmt hjá Jóni og Þóru í Eskihlíð 22 og síðar hjá Þóru á Sléttuvegi 11 enda skynjuðu fleiri en nánasta samferðafólk að þangað var gott að koma, þar sem ávallt tók á móti manni hlýtt viðmót, gott hjartalag og fallegt bros. Og ekki spilltu veitingarnar sem aldrei sviku. Það er ekki langt síðan Þóra sagði mér það hafa verið sinn draum að verða hjúkrunarkona. Af því varð ekki, m. a. vegna líkamlegs lasleika sem hlaust af lömunarveikinni sem lagðist á hana í bernsku.. Hún sá hins vegar þann draum rætast í dótt- ur sinni, Kristínu, sem starfar sem hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Á þessu ári dró hægt og sígandi af þessari dugmiklu konu. Sjónin dapr- aðist, en lagaðist síðan í framhaldi af augasteinaaðgerð. Upp úr því fór hjartað að bila á nýjan leik enda langt um liðið síðan hún gekkst undir mikla hjartaaðgerð 1988. Að því kom að sjúkrahúsdvöl var óumflýjanleg. Hennar nánustu gerðu sér grein fyrir því að hverju stefndi og ekki síður hún sem var af- arnæm og dreymdi gjarnan fyrir daglátum. Að leiðarlokum vil ég þakka Þóru, tengdamóður minni, fyrir allt það sem hún var mér og mínum og þá sérstaklega dóttursonunum tveimur. Af því munum við ætíð búa enda Þóra um svo margt til fyrirmyndar. Því er missir okkar mikill og henn- ar sárt saknað í lítilli fjölskyldu. Megi góður guð leiða okkur áfram og styrkja í mikilli sorg. Þegar við kveðjum Þóru Eiríks- dóttur minnumst við jafnframt eig- inmanns hennar Jóns Jónassonar sem lést 1990 og biðjum góðan guð að blessa minningu þeirra. Gylfi Guðjónsson. Það er skrýtið til þess að hugsa að maður komi ekki aftur til ömmu á Sléttuveginn.Það var ekki annað hægt en að líða vel með ömmu og var hún okkur fyrirmynd á margan hátt. Amma kunni listina að vera já- kvæð. Hjá henni var maður umvaf- inn hlýju og alltaf sýndi hún okkar viðfangsefnum mikinn áhuga. Amma var mjög trúrækin og það var óneit- anlega þægileg tilhugsun að vita til þess að hún var oft að biðja fyrir okkur. Við eigum henni örugglega meira að þakka í þeim efnum en við gerum okkur að fullu grein fyrir. Hvergi fékk maður betri mat en hjá ömmu. Pönnukökur og kaffi fylgdu gjarnan í kjölfarið. Auðvitað átti maður fyrir löngu að vera búinn að fá hjá henni pönnukökuuppskrift- ina, en einhvern veginn heldur mað- ur í einfeldni sinni að maður fái bara pönnukökur hjá ömmu sinni alla ævi. Amma hræddist ekki dauðann, enda sátt við Guð og menn. Samt hafði hún sannarlega lífsviljann, eins og sannaðist síðasta daginn sem hún lifði. Þá var hún tilbúin að gangast undir mjög áhættusama 7 klukku- stunda aðgerð í því skyni að fá að lifa í nokkur ár til viðbótar. Amma, það er sárt að hafa þig ekki lengur hjá okkur, en við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna. Jón Torfi og Hjalti. Þóru Eiríksdóttur mun ég ávallt minnast með mikilli hlýju og djúpu þakklæti. Hún var elskuleg móðir Kristínar vinkonu minnar og á heimili fjöl- skyldunnar var ég tíður gestur á unglingsárunum. Þar kom að Þóra reyndist mér einnig sem besta móðir. Hún fóstraði son minn nýfæddan um tíma svo ég gæti sinnt námi mínu áfram. Ég hafði þá nýlega misst mína eigin móður og aðstæður voru þannig að ekki margir gátu tekið að sér svo stórt verkefni sem barnapössun var. Þarna sýndi Þóra sannarlega í verki þá góðvild og hlýju sem hún alltaf hafði sýnt mér. Betri dagmömmu gat ég vart hugsað mér og ég man að brosið hennar fallega varð jafnvel enn breiðara og fallegra þá daga sem hún tók á móti litla bláa burðarrúm- inu. Blessuð sé minning sómakonunn- ar Þóru Eiríksdóttur. Kristínu og fjölskyldu votta ég mína dýpstu sam- úð. Guðrún Alfreðsdóttir. ÞÓRA EIRÍKSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.