Morgunblaðið - 17.10.2002, Side 52

Morgunblaðið - 17.10.2002, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                   !   "#" $ & '  (   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FIMMTUDAGINN 10. okt. var ég viðstaddur dagskrá á vegum Geð- hjálpar og fleiri í Ráðhúsi Reykja- víkurborgar. Þema samkom- unnar var börn og einelti. Hún hófst á því að ýmsir há- skólamenntaðir einstaklingar héldu fyrirlestra um þemað. Lauk henni síðan með pallborðsumræð- um. Milli atriða var leikin tónlist og veit ég ekki til að flytjendurnir tengist umfjöllunar- efninu neitt sérstaklega. Ég hef þörf fyrir að gera athuga- semdir við fyrirkomulag samkom- unnar. Allir fyrirlesararnir voru há- skólagengnir. Varðandi þá sem sátu við pallborðið við lok samkomunnar var aðeins einn einstaklingur sem ég veit ekki hvort hefur háskólagráðu. Þessi er Sigursteinn Másson. Með þessu fyrirkomulagi er verið að senda geðsjúkum og öðrum skilaboð. Skilaboð um að það þurfi háskóla- titla til að vera fær um að fjalla um efni tengd forvörnum og meðferð geðsjúkdóma. Sú afstaða að fólk geti ekki búið yfir sannri þekkingu án þess að hafa háskólamenntun er heldur einfeldn- ingsleg. Jafnvel sannri þekkingu á mörgum sviðum. Það voru nefndir ýmsir einstak- lingar við setningu athafnarinnar og ég klappaði ekki fyrir neinum þeirra þegar þeir voru nefndir vegna þess ég vissi ekki til þess að neinn þeirra hefði gert neitt umtalsvert fyrir for- varnir gegn geðsjúkdómum. Ég sé heldur enga ástæðu til þess að heiðra fólk neitt sérstaklega fyrir að sinna launuðu starfi. Ég veit hins vegar núna að ég hafði ástæðu til að klappa fyrir ein- um einstaklingi þegar hann var nefndur. Þessi einstaklingur er Stef- án Karl Stefánsson leikari. Þetta veit ég vegna þess að um hans starf var fjallað í ritstjórnargrein í Morgun- blaðinu 11. okt. Hans starf er unnið í sjálfboðaliðavinnu. Ég klappa ekki fyrir einum né neinum í kurteisisskyni. Mitt lófatak er merki um velþóknun af minni hálfu. Ég seg víst ekki „lof sé þér“ bara til að sýna að ég viti hver al- menn viðhorf fólks um mannasiði eru. HILMAR HARÐARSON, félagi í Klúbbnum Geysi. Samkoma í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins Frá Hilmari Harðarsyni: Hilmar Harðarson ÍSRAELAR hafa gerst útverðir Bandaríkjanna í austri. Þeir þurfa á slíkum að halda. Olían þeirra er í veði og þeir þurfa nauðsynlega að hafa stuðning og málpípur sínar á staðn- um sem gæta hagsmuna þeirra – án þess að Bandaríkin hafi opinberlega slíka á mála hjá sér. Ísraelar hafa alltaf verið tilbúnir að taka þessa stöðu að sér, enda fengið ríkulega greitt. Fáir vita sjálfsagt hve miklum fjármunum Bandaríkin hafa dælt í Ísrael í gegnum árin en Ísraelar hafa löngum verið tilbúnir að selja sál sína fyrir aura. Enda hafa þeir nú nóg af skriðdrekum, byssum og slíkum tól- um og ekki síst peninga til að halda uppi áróðri sínum gegn Palestínu. Þeir ráðast á Palestínu af slíkri heift að manni fyrirgefst að halda að mark- miðið sé að útrýma þessari þjóð end- anlega. Hvers vegna? Ísraelar segjast vera Guðs útvalda þjóð og það gefi þeim leyfi til að gera það sem þeim sýnist. En það er alls ekki rétt. Blessun og loforðum Guðs fylgdu reglur og skyldur, en því hafa Ísraelar alla tíð verið furðu fljótir að gleyma og óhlýðnast honum aftur og aftur. Guð hefur fyrirgefið, en gerir hann það endalaust eða fer botninum að vera náð (4. Mósebók, 30:2). Mun hann fljótlega gefast upp og veita annarri þjóð, sér þóknanlegri náð og blessun sína? Það var slæmt útspil hjá Omega sjónvarpsstöðinni að fá til liðs við sig í andpalestínskum áróðri sínum Ólaf Jóhannsson, hann er svo greinilega vilhallur að ekki er takandi mark á þeim upplogna og ranga málstað sem hann heldur fram og mætti vel skammast sín fyrir ef hann kynni það. Ef Omega vill kalla sig alvörusjón- varpsstöð, munu þeir fá menn með misjöfn og ólík sjónarmið, til að fræða fólk af einhverju viti um hvað þetta stríð gengur út á. En auðvitað er auð- veldara að fá bara 2–3 já-menn sem sitja og éta upp hver eftir öðrum það sem þeim er sagt að segja. Þetta fyr- irkomulag er á valdi sjónvarpsstjór- ans sem mætti hafa í huga að ábyrgð hans að halla ekki réttu máli er mikil. Auðvelda leiðin er ekki alltaf rétta leiðin, en er ekki svolítið hugrekki eftirsóknarvert? Ísraelar verða nú að takast á við það að hafa alið upp kynslóðir af Pal- estínumönnum sem hafa það eitt tak- mark í lífinu að koma fram hefndum á Ísraelum, fyrir þjóð sína. Þeir hafa hatur í hjarta og þó að það sé ef til vill aldrei rétt er hægt að skilja þeirra hlið – það hefur verið farið hræðilega með þessa þjóð og þetta ættu kannski Ísraelsmenn að skilja öðrum betur. Svo lengi sem Ísraelar halda áfram ofsóknum sínum og svo lengi sem þið Omega-menn haldið áfram að taka þeirra hlið einungis, svo lengi sem þið haldið uppi ykkar ofstækisfulla, óskiljanlega áróðri gegn Palestínu, svo gjörsamlega gengur fram af mörgum. Væri gott að þið hefðuð í hug að það er ekki bara fylgst með ykkur hérna niðri, heldur líka þarna uppi. GUÐRÚN Á. RUNÓLFSDÓTTIR, Mánabraut 19, Kópavogi. Palestína – Ísrael – Omega Frá Guðrúnu Á. Runólfsdóttur:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.