Morgunblaðið - 17.10.2002, Side 55

Morgunblaðið - 17.10.2002, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2002 55 DAGBÓK Sængurgjafir í miklu úrvali Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Ungbarnaútigallar nýkomnir fyrir krakka frá 0-12 ára Mikið úrval af sparifötum fyrir stelpur og stráka Laugavegi 54, sími 552 5201 Glæsilegir síðkjólar Stærðir 38-46 Ný sending Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlan 4-12, sími 533 1322. 20% afsláttur í DUKA Kringlukast Nýkomið Kjólar, pils, blússur og buxur frá Merrytime Verslun fyrir konur, Mjódd og Laugavegi sími 557 3380 Úlputilboð Úrval af úlpum á krakka 15% afsláttur STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert eftirsóttur sögumað- ur og átt auðvelt með að orða hugsanir þínar og klæða meiningar annarra í skaplegan búning. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vertu á tánum gagnvart þeim tækifærum sem þér kunna að opnast. Leitaðu á önnur mið því það er fullt af öðrum fiskum í sjónum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú fyllist ánægju yfir þeirri ást sem umvefur þig dags daglega. Velgengni í við- skiptum hefur einnig góð áhrif. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það reynir svolítið á þig er menn keppast um athygli þína. Ef þú leggur þig fram er ekki langt í að þú náir takmarki þínu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það þarf að hlúa að góðum tilfinningum svo þær blómstri. Þótt hlutirnir líti vel út, þá er nauðsynlegt að skyggnast undir yfirborðið og sjá eðlið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ef þú vilt ekki staðna og sitja eftir, verður þú að vera opinn fyrir þeim möguleik- um sem bjóðast til endur- menntunar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ef þú bara opnar augun sérðu fegurðina allt í kring- um þig. Reyndu að yfirvinna þessa tilfinningu, eða hug- leiddu að skipta um um- hverfi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að verja sem mest- um tíma með börnum og líttu um leið til barnsins í sjálfum þér. Þú átt að taka sjálfstæða ákvörðun. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu að hafa hemil á til- finningum þínum þótt það kunni að kosta þig nokkur átök. Þetta er þolinmæðis- verk. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sýndu aðgát í fjármálum þínum. Að öðrum kosti dregst þú bara aftur úr og missir svo af lestinni á end- anum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Stattu á rétti þínum þegar að honum er sótt. Hafðu gát á öllu, því þannig kemstu hjá áföllunum. Þú þarft að sinna mikilvægari málum núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur ekkert upp úr því að viðurkenna ekki valdsvið yfirmanna þinna. Gleymdu þó ekki að líta inn á við og biðja um handleiðslu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Láttu athugasemdir annarra sem vind um eyru þjóta. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 17. október, er áttræð Halldóra Jóna Jónsdóttir, Ánahlíð 8, Borgarnesi. Halldóra tekur á móti gestum laugardaginn 19. október í samkomusaln- um á efstu hæð Borgar- brautar 65a, Borgarnesi (blokk á bak við dvalarheim- ili aldraðra) frá kl. 15. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 17. október, er fimmtug frú Þorbjörg Kristín Jónsdótt- ir, Árbraut 10, Blönduósi. Þorbjörg er að heiman á af- mælisdaginn. LÁTUM sagnir liggja á milli hluta að öðru leyti en því að vestur hóf leikinn með hindrun í laufi. NS tóku svo við og létu ekki staðar numið fyrr en í sex tíglum. Taktu þér sæti í suður og reyndu að spila slemmuna til vinnings: Norður ♠ K976 ♥ 762 ♦ Á10862 ♣9 Suður ♠ ÁG3 ♥ ÁD ♦ KDG95 ♣K75 Útspil vesturs er lauf- drottning. Austur tekur slaginn með ás og skiptir yfir í smátt hjarta. Fyrsta spurning: Viltu svína? Jafnvel þótt hjartasvín- ingin heppnist þarf samt sem áður að svína spaða- gosa, svo það er freistandi að stinga upp ás og treysta á að spaðinn gefi fjóra slagi. Þú gerir það. Af- trompar svo mótherjana, tekur laufkóng og trompar lauf. Í ljós kemur að vest- ur hefur byrjað með sjölit í laufi og engan tígul. Hann á því sex spil í hálit- unum. Nú er komið að spaðan- um. Þú spilar litlu úr borði og svínar gosanum. Hann heldur. Þú tekur spaðaás- inn og nú kemur drottn- ingin frá austri. Það er nefnilega það. Annaðhvort hefur hann byrjað með Dx eða er að grugga vatnið með D10x. Einhverjar hugmyndir? Ekkert kostar að klára trompin. Í það síðasta henda báðir mótherjar hjarta. Vestur lét hjartan- íu í ásinn og henti svo gos- anum. Þú spilar spaða og vestur fylgir smátt. Svína eða toppa? Norður ♠ K976 ♥ 762 ♦ Á10862 ♣9 Vestur Austur ♠ 10852 ♠ D4 ♥ G9 ♥ K108543 ♦ – ♦ 743 ♣DG108642 ♣Á3 Suður ♠ ÁG3 ♥ ÁD ♦ KDG95 ♣K75 Þetta er andstyggilegt spil. Allar svíningar ganga, en samt er fullkom- lega rökrétt að tapa slemmunni. Eftir að hafa hafnað hjartasvíningunni í upphafi er freistandi að slá því föstu að vestur sé með kónginn, en þá er spaðinn 3-3. Þegar upp er staðið er þetta hreinn og klár hitt- ingur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Hlutavelta Þessar hressu stelpur á Drangsnesi héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 2.570 kr. Þær heita Sandra Dögg, Valgerður, Helga Rún og Agnes Sif. LJÓÐABROT AUSTURFARARVÍSUR Hugstóra bið eg heyra, hressfær jöfur – þessar þoldi eg vos – hve vísur – verðung – um för gerðag. Sendr var eg upp af öndrum austr – svaf eg fátt í hausti – til Svíþjóðar – síðan – svanvangs í för langa. Kátr var eg oft, þá er úti örðugt veðr á fjörðum vísa segl í vosi vindblásið skóf Strinda. Hestr óð kafs að kostum. Kilir hristu men Lista, út þar er eisa létum undan skeiðr að sundi. – – – Sighvatur Þórðarson 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0-0 7. e4 Rc6 8. Be2 Bg4 9. Be3 Bxf3 10. gxf3 e5 11. d5 Rd4 12. 0-0-0 Rh5 13. Kb1 c6 14. dxc6 bxc6 15. Ra4 Dh4 16. Rc5 Rf4 17. Bxf4 Dxf4 18. h4 h5 19. Hxd4 exd4 20. Rd3 Df6 21. Bd1 Hae8 22. a3 Kh7 23. Dc5 He7 24. Hh3 Hb8 25. Ba4 Hb6 26. Bc2 De6 27. Rf4 Staðan kom upp í Meistara- flokki Mjólkur- skákmótsins sem lauk í gær. Luke Mcshane (2.547) hafði svart gegn Braga Þorfinns- syni (2.357). 27. ...Hxb2+! 28. Kxb2 d3+ 29. Kc1 Bh6! 30. Bxd3 Bxf4+ og hvítur gafst upp enda hrókur að fara í hafið. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.