Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                        !       !     "#   $% & $ '$ ( #$ %   % &' (( %  ) %  (  *  )    +  #$        %     , %   ! %  , -    #  %  *     )  )   + . /  * 0 #$ %  1 +  2 3( 0  ) / 4$&(  UMHVERFIS- og heilbrigðis- stofa Reykjavíkur hefur lagt hald á og fargað 130 kílóum af óheil- brigðisskoðuðu kjöti sem fannst í mötuneyti Olíufélagsins Esso að Gelgjutanga. Fyrirtækið á yfir höfði sér að verða áminnt vegna atviksins. Í bréfi heilbrigðisfulltrúa til fyrirtækisins kemur fram að kjöt- ið hafi fundist við eftirlit 15. októ- ber síðastliðinn eftir ábendingu um að verið væri að flytja heima- slátrað kjöt í mötuneytið. Við skoðunina fundust engir stimplar á kjötinu né merkimiðar frá slát- urhúsi. Forráðamaður mötuneyt- isins, sem var að úrbeina kjötið þegar komið var á staðinn, gat ekki framvísað vörureikningi, greiðslukvittun eða öðrum gögn- um er sannað gætu uppruna þess og í framhaldi af því var kallað á lögreglu til skýrslutöku og hald lagt á kjötið. Var því síðan fargað sama dag. Afar óvenjulegt Í bréfinu kemur enn fremur fram að það sé mat Umhverfis- og heilbrigðisstofu að lög og reglur um meðferð og dreifingu matvæla hafi verið brotin í þessu tilfelli og hyggst stofnunin veita fyrirtæk- inu áminningu fyrir brotin. Að sögn Rögnvaldar Ingólfs- sonar, deildarstjóra matvælaeftir- lits Umhverfis- og heilbrigðis- stofu, var kjötið, afskurður og bein sem fundust, samtals um 130 kíló. Hann segir afar óvenjulegt að finna svona vöru á framleiðslu- stað. Aðspurður hvort það hafi verið öruggt að nota hafi átt kjötið í mötuneytinu segir Rögnvaldur það forráðamanna mötuneytisins að svara fyrir það. „Okkar reglur segja til um að ef slíkt finnst á framleiðslu- eða dreifingarstað verði að líta svo á að það sé til dreifingar þaðan. Það er einfald- lega í lögum.“ Forstöðumaður mötuneytisins segir að hann hafi verið að vinna kjötið fyrir vandamenn og það hafi ekki verið ætlað til neyslu í mötuneytinu enda aðgreint frá því. Hann hafi ekki vitað hvaðan kjötið hafi komið en hafi notfært sér vinnuaðstöðuna. Hald lagt á óheilbrigðis- skoðað kjöt í mötuneyti Esso Sund GUÐRÚN Birna Gísladóttir var bara sex ára þegar hún lærði að drekka kaffi. Það var heimilisfólk á dvalarheimilinu Grund sem kenndi henni þá iðju og oftar en ekki laum- aði það einhverju góðgæti að henni í leiðinni. Í dag, 52 árum síðar, er þessi litla hnáta orðin forstjóri þessa sama heimilis og síðastliðinn þriðjudag hélt hún upp á 80 ára af- mæli Grundar í góðum hópi gesta. Það var reyndar afi Guðrúnar, séra Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, sem var einn af aðalhvatamönnum þess að heimilinu var komið á lagg- irnar á sínum tíma. Upphaf heim- ilisins má rekja til þess að Jón Jóns- son beykir í Reykjavík hét því sumarið 1922 að gefa 1.500 krónur í stofnsjóð elliheimilis og safna meiru ef það yrði stofnað sama haust. Skömmu síðar birtist grein eftir Sigurbjörn í Morgunblaðinu með yfirskriftinni: „Við byrjum í haust.“ Þar með var boltinn kominn af stað og við þetta var staðið; 29. október árið 1922 var sjálfseign- arstofnunin Grund vígð með pompi og prakt, tveimur dögum eftir að fyrstu heimilismennirnir fluttu þangað inn. Örlögin höguðu því svo til að árið 1934 tók faðir Guðrúnar og sonur Sigurbjörns, Gísli, við forstöðu á Grund eftir fráfall Haraldar Sig- urðssonar ráðsmanns og segir Guð- rún að upphaflega hafi hann ein- ungis ætlað að sjá um rekstur heimilisins þar til stjórn þess fyndi annan til verksins. „En hann var þar í 60 ár. Þá var það ég sem tók við og ég er búin að vera forstjóri í átta ár.“ Forréttindi að alast upp meðal gamla fólksins Guðrún er þannig fædd og uppal- in á Grund og spurð að því hvernig það hafi verið að vera lítil stelpa á elliheimili segir hún. „Það voru for- réttindi held ég. Maður var inni hjá heimilisfólkinu og þekkti marga og var svo sem fljótur að finna út hvar manni var boðið gott. Og þetta fólk kenndi mér að drekka kaffi sex ára og að prjóna. Það var svo þolinmótt gamla fólkið, það lék við mann og las fyrir mann og kenndi manni bænir og svona. Það var bara ynd- islegt.“ Hún segist þannig eiginlega hafa átt ósköpin öll af öfum og ömmum í heimilisfólkinu. Gamlir naglar réttir og notaðir á ný Hún segir að vissulega sé Grund sjálfseignarstofnun og því eigi hana enginn í sjálfu sér en það breyti engu um að hún hugsi um hana sem heimili sitt. „Afi minn Sigurbjörn gifti mig hér á Grund og heim- ilisfólkið var þá í kirkjunni og börn- in mín voru skírð hér og barnabörn- in.“ Það kemur líka í ljós að fleiri í fjölskyldunni hafa tekið ríkan þátt í rekstrinum. Þannig hafa tvær syst- ur Guðrúnar starfað á Grund, sonur hennar er framkvæmdastjóri Áss í Hveragerði sem Grund stofnsetti árið 1952, eiginmaður hennar er framkvæmdastjóri Grundar og systurdóttir hennar er hjúkr- unarframkvæmdastjóri. „Þau voru alin upp eins og ég með annan fótinn inni á heimilinu og hafa unnið hér frá unga aldri. Það var náttúrlega byrjað snemma að vinna, bæði í garðinum og inni og ég hef svosem unnið öll störf sem hægt var að vinna hér.“ Eitt af því sem Guðrún og önnur börn í hverfinu gerðu til að vinna sér inn aur var að safna saman nöglum, sem féllu til við bygginga- framkvæmdir við dvalarheimilið. Gísli faðir hennar keypti síðan þessa notuðu nagla af krökkunum og þeir voru réttir og notaðir upp á nýtt enda var markmiðið alltaf að „gera mikið fyrir lítið“, eins og hann orðaði það sjálfur. Þannig segir Guðrún að mikil nýtni hafi verið viðhöfð á Grund. „Við erum til dæmis með borð- stofustóla sem við fengum 1930 frá Vestur-Íslendingum sem fengu að gista hérna á Alþingishátíðinni.“ Það hefur líka oft verið hart í búi á Grund á árum áður. „Mér er svo- lítið minnisstætt sem krakka að það var oft rafmagnslaust í gamla daga en einu sinni þegar pabbi var að koma heim þá sá hann að það var allt slökkt á Grund en ljós í öllum húsum í kring. Þá var búið að loka fyrir rafmagnið af því að það voru ekki til peningar til að borga reikn- inginn. Þá ákvað hann að það skyldi alltaf loga ljós á Grund þótt ekki væri ljós annars staðar og lét koma upp vararafstöð við heimilið. Það fannst okkur krökkunum ægilega fúlt af því það var svo gaman að hafa kerti þegar rafmagnið fór en nú logaði ljós öllum stundum.“ Aðspurð segir Guðrún miklar breytingar hafa orðið á dval- arheimilinu í gegn um tíðina og í dag sé fólk heldur meira lasburða þegar það kemur inn á heimilið en áður. Sömuleiðis hefur klæðaburð- urinn breyst töluvert. „Ég man eftir því að einu sinni áttu allar konurnar íslenskan búning þannig að á hátíð- isdögum voru þær allar klæddar upp í peysufötum og voru svo fínar. Meira að segja á virkum dögum voru þær margar með skotthúfuna þótt þær væru bara í morgunkjól eins og það hét í gamla daga.“ Skilyrði að halda upp á brúð- kaupsafmæli foreldranna Þá hafi kröfur um húsnæði breyst mikið sem hafi leitt til þess að heim- ilisfólki hefur fækkað talsvert frá því í kring um 1970 þegar liðlega 380 manns voru á Grund. Í dag eru þeir hins vegar aðeins í kring um 240 þótt reiknuð séu með húsakynni sem bæst hafa við síðan. Þar á með- al er ný hjúkrunardeild sem tekin var í notkun á afmælinu nú á þriðju- dag. „Hún er fyrir 15 manns en við- bótin verður ekki nema fyrir fimm af því að við gerum tíu herbergi í eldra húsnæðinu að einbýlum. Það er þróunin. En þessi deild breytir miklu hjá okkur og það eru allir mjög glaðir með að vera búnir að fá hana, bæði starfsfólkið og heim- ilisfólk.“ Á afmælinu á þriðjudag voru boðsgestir kvaddir til hátíðarhald- anna en í dag er komið að heim- ilisfólkinu sjálfu að halda upp á tímamótin á svokölluðu foreldra- kaffi. Guðrún segir þá nafngift hafa vakið undrun margra. „Þannig var að þegar verið var að byggja Grund þá kom hingað maður, Sveinn Jónsson í Völundi, og bauðst til að gefa 1.500 krónur í byggingasjóðinn frá honum og systkinum sínum en það fylgdi skil- yrði gjöfinni. Það var að Grund myndi halda upp á brúðkaups- afmæli foreldra þeirra, Jóns Helga- sonar og Guðrúnar Sveinsdóttur frá Leirum undir Eyjafjöllum, á hverju ári. Þau giftu sig 26. októ- ber, hvaða ár veit ég ekki, en við er- um búin að halda upp á brúðkaups- afmæli þessara hjóna síðan. Þess vegna heitir þetta foreldra- kaffi af því að við erum alltaf að minnast foreldra Sveins. Og af því að brúðkaupsdagurinn er svona ná- lægt afmælinu þá höfum við haldið hann og afmælið hátíðlegt einhvern tímann í kringum þessa daga. Svo er líka skemmtileg tilviljun að pabbi minn var fæddur sama dag og heimilið var vígt, 29. október, þann- ig að hann hefði orðið 95 ára á þriðjudag hefði hann lifað.“ Starfsfólkið fær líka sína hátíð í dag því í kvöld verður afmæliskaffi fyrir það. „Það er alveg ómetanlegt að hafa svona jákvætt og gott starfsfólk sem hefur staðið með manni í gegnum allar breytingar sem orðið hafa undanfarin ár,“ seg- ir Guðrún að lokum. Elsta dvalarheimili landsins hélt upp á 80 ára afmæli sitt síðastliðinn þriðjudag „Það skyldi alltaf loga ljós á Grund“ Gísli Sigurbjörnsson, fyrrverandi forstjóri Grundar, hafði það sem mark- mið að „gera mikið fyrir lítið“ og hér borgar hann börnum úr hverfinu fyr- ir nagla sem þau tíndu á byggingarsvæðum við Grund. Naglarnir voru síð- an réttir og notaðir á ný við næstu byggingar. Morgunblaðið/Þorkell Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Guðrún Birna Gísladóttir, for- stjóri Grundar, klipptu á borða að nýrri 15 rúma hjúkrunarálmu sem var tekin í notkun á afmælinu síðastliðinn þriðjudag. Vesturbær al annars var nóg að gera hjá starfsmönnum Hjólbarðaverk- stæðis Grafarvogs í gær og var ekki annað að sjá en að hröð handtök væru viðhöfð við dekkja- skiptin. MIKIL ös er á dekkjaverkstæðum í höfuðborginni þessa dagana enda mörgum orðið hált á kulda- bola sem kominn er á kreik. Með- Morgunblaðið/Kristinn Grafarvogur Hröð handtök í hálkunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.