Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDIRRITAÐUR hefur síðustu viku verið að fylgjast með bólusetningar- umræðunni og missti andlitið í morg- un! Á síðum Morgunblaðsins blasti við grein sem útskýrði á mjög ljósan hátt ýmis hugtök og hugmyndir sem koma við í líffræðinni. Undirritaður gerði sér þó ekki grein fyrir tilgangi þess- arar fræðslu fyrr en lengra dró, þ.e. að greinarhöfundur var að upplýsa les- endur um hjarðónæmi í þeim tilgangi að fá fólk til umhugsunar. Í fullkomn- um heimi umrædds greinarhöfundar myndu 80% samfélagsins bólusetja sig og þar með koma upp hjarðónæmi (þ.e. að hin 20% myndu njóta vernd- unar vegna þess að veiran, sem veldur heilabólgu C, ætti svo erfitt með að finna sér hýsil). Í raunheiminum myndi það ALDREI ganga upp. Heilahimnubólga C er mjög lúmskur sjúkdómur og getur dregið fólk til dauða ... margir gera sér ekki grein fyrir því. Fólk hefur áhyggjur af minniháttar vandamálum, s.s. þeim aukaverkunum sem um var rætt hinn 29. október, og hin raunverulega ógn týnist í glundroðanum. Það MUNU ekki 20% sleppa bólusetningu, það munu FLESTIR sleppa bólusetning- unni! Jói bólusetur son sinn ekki, vegna þess að hann telur að öll önnur börn í bekknum muni verða bólusett; af hverju ættu ekki allir foreldrar að hugsa á þessum nótum? Undirritaður hefur því miður ekki háskólamenntað starfsheiti til sönnun- ar máls síns heldur almenna skyn- semi. Undirritaður vill frekar bólu- setja sig og taka aukaverkununum heldur en að láta lífið. Hann vill heldur lifa en deyja. Foreldrar, hugsið um framtíð barna ykkar! JAKOB TÓMAS BULLERJAHN, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ísland – land kæruleysisins Frá Jakobi Tómasi Bullerjahn: Í GREIN er Orri Vigfússon skrifar í Morgunblaðið 28. október sl. undir heitinu Laxar og raforkuver sé ég ekki betur en hann vilji hverfa aftur til for- tíðar hvað varðar Elliðaár. Sumt í þessari grein hans er alveg rétt, á fyrri hluta aldarinnar sem leið var miklu meiri fiskgengd í laxveiðiám á Íslandi, til dæmis gátu menn er stunduðu heyskap á bökkum Stóru- Laxár í Hreppum veitt sér til matar með heykvíslum úr næstu hyljum, í dag veiðast þar á ári hverju örfáir lax- ar, ekki er þar um að kenna raforku- framleiðslu í Elliðaám. Mitt álit er að vegna raforkuversins og vatnsmiðlunar í Elliðavatni sé lax í ánni, því ef ekki væri vatnsmiðlun í Ell- iðavatni myndu árnar nánast þorrna upp í þurrkatíð því margt hefur breyst í tímans rás, má þar nefna stórlega aukinn gróður í Heiðmörk sem bindur mjög mikið vatn, eins er neysluvatn Reykjavíkur og nágrennis tekið úr Heiðmerkursvæðinu sem eru um 600 lítrar á sekúndu en hluti af þessu vatni mundi skila sér í Elliðaár. Ég veit ekki hvort Orri hefur kynnt sér rekstur raf- stöðvarinnar við Elliðaár en hún er ekki í rekstri yfir laxveiðitímabilið, þ.e.a.s. hún er ekki keyrð á tímabilinu frá 1. maí til 1. október ár hvert. Einnig er ég viss um að ef stíflan við Elliðavatn hyrfi og vatnsborð lækkaði til muna yrðu þeir mörgu er stunda sil- ungsveiði í vatninu ekki mjög hrifnir en þeir eru margfalt fleiri en þeir fáu er notið fá veiða í Elliðaám. Mér er spurn, er ekki mál að linni og Orkuveita Reykjavíkur hætti að niðurgreiða lax- veiðileyfi fyrir fáa útvalda, en í gegnum tíðina hefur Rafmagnsveita Reykjavík- ur og nú Orkuveita Reykjavíkur sett tugi milljóna í niðurgreiðslur vegna ánna. Væri ekki rétt að setja ána í hendur Íþrótta- og tómstundaráðs og leyfa æsku og gamalmennum borgarinnar að njóta þess að draga fisk í soðið. Höfundur er íbúi á bökkum Elliðaáa. KRISTINN GÍSLASON, Keilufelli 3, 111 Reykjavík. Þráhyggja laxveiðimanna Frá Kristni Gíslasyni: LEGGJUM niður þessa bardaga- hneigð sem ríkt hefur um aldir, tök- um í þess stað upp skynsemishneigð. Hún byggist á þeim sannleika að það sem er gott fyrir aðra er gott fyrir mig. Samkeppni leiðir aðeins til öf- undar og illdeilna. Alltaf eru margar leiðir til að finna bestu lausn á hverju máli. Það á meðal annars við til að finna rétt verðmat á vöru og þjónustu, og þá launum. Jafnvel knattspyrnu- leiki ætti að semja um fyrir bardag- ann eftir vitrænu mati á flokkunum. Leggja niður bardagann sem veldur meiri og minni skaða á leikmönnum. Stjórn landsins verður leidd af ein- um flokki sem kosinn verður með þjóðaratkvæðum. Flokkurinn velur svo ríkisstjórn sem hún metur eftir menntun og hæfileikum. Ísland getur þá orðið fyrirmynd allra jarðarbúa. Líklega kemur fljót- lega ein stjórn á allri fjölmiðlun jarð- arinnar og síðan á allri stjórnun sem hefur að leiðarljósi fegurð, heiðar- leika og samskilning. Barátta um völd verður úr sögunni. Valdið verður ekki annað en vit og skilningur. Fram- leiðsla vopna verður úr sögunni Höfuð verkefni mannkynsins verð- ur að útrýma aðal fjanda þess sem eyðir dómgreind manna og æsir til ill- inda og spillir heilsu, en það er áfengi og eiturlyf. KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON, frá Húsafelli. Einn flokkur, ein þjóð Frá Kristleifi Þorsteinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.