Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 á mánudögum! Sérrit um bækur fylgir Morgunblaðinu hvern miðvikudag fram að jólum. Allir nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Meðal efnis eru viðtöl við höfunda, fréttir og gagnrýni um nýjar bækur. Í ti le fn i ve tr ar ko m u v e it u m v ið 2 0 % a fs l. a f ö ll u m v ö r u m í d a g f im ., f ö s . o g l a n g a n l a u g a r d a g Ó t a l ö n n u r t il b o ð í g a n g i Ég og þú Laugavegi 67, sími 551 2211 AKHMED Zakajev, sem var hand- tekinn í Danmörku að beiðni rússn- eskra stjórnvalda, er hægri hönd Aslans Maskhadovs, forseta Tétsn- íu. Hann hefur verið talsmaður Maskhadovs frá því hann fór í út- legð vorið 2000 og í viðtali, sem birt var í gær, harmaði hann gíslatök- una í Moskvu. Akhmed Zakajev fæddist í Kas- akstan 1959 og lauk leiklistarnámi áður en hann hóf afskipti af stjórn- málum. Hann varð menningarmála- ráðherra Tétsníu árið 1994, áður en rússneskar hersveitir voru sendar þangað. Zakajev stjórnaði fremstu fylkingu tétsenskra hermanna í stríðinu árið 1995 og varð seinna fylkishershöfðingi og öryggisráð- gjafi tétsenskra yfirvalda. Zakajev bauð sig fram í forseta- kosningum í Tétsníu árið 1997 eftir að Rússar fluttu her sinn frá hér- aðinu. Hann lenti í þriðja sæti í kosningunum á eftir Maskhadov og stríðsherranum Shamíl Basajev. Maskhadov gerði Zakajev að að- stoðarforsætisráðherra og utanrík- isráðherra árið 1998. Eftir að rússn- eskar hersveitir voru sendar aftur inn í Tétsníu í september 1999 stjórnaði Zakajev tétsenskum sér- sveitum í stríðinu. Zakajev særðist í mars 2000 og fór frá Tétsníu af öryggisástæðum. Hann hefur verið „sérlegur fulltrúi“ Maskhadovs frá því að hann fór í út- legð en ekki er vitað um fastan dval- arstað hans, að sögn fréttavefjar danska útvarpsins. Zakajev hefur endrum og eins skotið upp kollinum til að gefa út yf- irlýsingar um ástandið í Tétsníu. Eftir hryðjuverkin í Bandaríkj- unum 11. september í fyrra var Vladímír Pútín Rússlandsforseti fljótur að lýsa baráttu Rússa í Tétsníu sem lið í stríðinu gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum en kvaðst samt ljá máls á viðræðum við Tétsena. Zakajev fór til Sher- emetjevo-flugvallar í Moskvu í nóvember í fyrra til að ræða við full- trúa Pútíns, Viktor Kazantsev. Fundur þeirra bar þó engan árang- ur, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Glæpir Rússa „réttlæta ekki árás á konur og börn“ Zakajev tók þátt í skipulagningu tétsensku ráðstefnunnar í Kaup- mannahöfn og var handtekinn eftir að henni lauk að beiðni Rússa sem segja hann viðriðinn gíslatökuna í Moskvu í vikunni sem leið. Zakajev harmaði þó gíslatökuna í viðtali, sem þýska blaðið taz birti í gær, og lýsti henni sem „örvænting- arfullri aðgerð ungra manna“. „Glæpir rússneskra hermanna í Tétsníu réttlæta ekki árás á konur og börn,“ sagði hann en bætti við að gíslatakan tengdist „á engan hátt hryðjuverkastarfsemi“. Rússnesku hermennirnir í Tétsníu væru aftur á móti „réttnefndir hryðjuverka- menn“. Zakajev ræddi við blaðamann taz skömmu áður en hann var handtek- inn í gærmorgun. Hann sagði að rússnesku sérsveitirnar hefðu ráð- ist of snemma inn í leikhúsið í Moskvu til að bjarga gíslunum því sendimaður rússneskra stjórnvalda hefði átt að ræða við fulltrúa Téts- ena daginn eftir. „Pútín hafði enn möguleika á að binda enda á stríðið í Tétsníu og bjarga gíslunum.“ Zakajev sagði ennfremur í sam- tali við fréttamann AFP á ráðstefn- unni að hann fordæmdi „hryðjuverk hvar sem þau eru framin“. „Við hvetjum Rússa til að taka þátt í póli- tískum viðræðum, sem er eina leiðin til að útkljá deiluna um Tétsníu. Hún verður aldrei leyst með valdi.“ Tétseninn Rúslan Khasbúlatov, fyrrverandi forseti rússneska þingsins, sagði að ekkert væri hæft í ásökun Rússa. „Zakajev er ekki hryðjuverkamaður. Ég tel ekki að hann hafi tekið þátt í hryðjuverk- um. Þetta er fáránlegt. Ég efast ekki um að hann verði leystur úr haldi.“ Aslambek Aslakhanov, fulltrúi Tétsníu í neðri deild rússneska þingsins, kvaðst efast um að Zakaj- ev væri viðriðinn gíslatökuna. „Zak- ajev virðist ekki vera mjög herskár í deilunni við Rússa. Hann talar eins og maður sem vill frið. Annaðhvort er hann mjög góður leikari eða hafður fyrir rangri sök.“ Akhmad Kadyrov, leiðtogi téts- ensku stjórnarinnar sem styður Rússa, fagnaði hins vegar handtök- unni. „Þeir hefðu átt að gera þetta fyrir löngu. Það ætti að handtaka alla þá sem tóku þátt í ráðstefnunni í Kaupmannahöfn og líka þá sem studdu þá.“ Danska sjónvarpið TV2 sagði að Rússar hefðu lagt fram beiðnina um handtöku Zakajevs á föstudag. Að sögn rússnesku fréttastofunnar ITAR-Tass var dönskum yfirvöld- um afhentur listi yfir meira en 70 þátttakendur í ráðstefnunni sem Rússar saka um að vera viðriðnir gíslatökuna. Hermt er að Rússar hafi þó ekki óskað eftir því að fleiri en Zakajev yrðu handteknir. Varðar dauðarefsingu Rússar hafa lengi reynt að hand- taka Zakajev. Rússneska fréttastof- an Interfax sagði að Rússar hefðu fyrr á árinu sent aðildarríkjum Int- erpol, alþjóðasambands sakamála- lögreglu, beiðni um handtöku Zak- ajevs fyrir meinta aðild að nokkrum hryðjuverkum frá 1996, meðal ann- ars árás í Dagestan, grannhéraði Tétsníu, árið 1999. Gefin voru út fyrirmæli um hand- töku Zakajevs í Rússlandi í septem- ber í fyrra. Að sögn ITAR-Tass ætla rússnesk yfirvöld að ákæra hann fyrir aðild að vopnaðri upp- reisn, skipulagningu skæruliðahópa og þátttöku í starfsemi þeirra, og banatilræði við löggæslumenn. Samkvæmt rússneskum lögum varðar síðastnefnda ákæruatriðið dauðarefsingu. „Mjög góður leikari eða hafður fyrir rangri sök“ Reuters Akhmed Zakajev (sitjandi fyrir miðju) ræðir við Ousman Ferzaouli, sendifulltrúa Tétsena í Danmörku (t.v.), og Rúslan Khasbúlatov, fyrrverandi forseta rússneska þingsins, á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn í fyrradag. Tétseninn sem var handtekinn í Danmörku hefur lengi verið eftirlýstur í Rússlandi ’ Akhmed Zakajevkvaðst harma gísla- tökuna í Moskvu og fordæmdi öll hryðjuverk. ‘ Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.