Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ S tóraukin þátttaka Ís- lendinga í friðargæslu- verkefnum á Balkan- skaga undanfarin misseri er ekki til- komin eingöngu vegna þess að ís- lensk stjórnvöld hafi skyndilega komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri og eðlilegt að utanrík- isstefna landsins mótaðist í ríkari mæli en áður af mannúðarsjón- armiðum. Ljóst er nefnilega að á vettvangi Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), svo dæmi sé tekið, hefur mjög verið þrýst á íslensk stjórnvöld að leggja mun meira til verk- efna sem unnin eru undir merkjum bandalagsins. Með þetta í huga ber að lesa fréttatilkynningu frá utanrík- isráðuneytinu, sem send var fjöl- miðlum fyrr í þessum mánuði, en þar var greint frá því að átta flug- umferðarstjórar væru komnir til Kosovo á vegum Íslensku frið- argæslunnar. Var þessum her manna ætlað að taka við flug- umferðarstjórn flugvallarins í Pristina en því starfi hefur ítalski flugherinn sinnt undanfarin miss- eri af hálfu KFOR-fjölþjóðahers- ins í Kosovo. KFOR lýtur, sem kunnugt er, yfirstjórn NATO. Nú er það svo að Íslendingar hafa engan her. Þeir eru hins veg- ar aðilar að hernaðarbandalaginu NATO. Það liggur í augum uppi að slík aðild hefur skyldur í för með sér og Íslendingar verða vita- skuld að hafa eitthvað fram að færa – einkum og sér í lagi nú þegar kalda stríðinu er lokið og aðild Íslands að NATO er ekki lengur svo mikilvæg hinum aðild- arþjóðunum, sér í lagi Bandaríkj- unum (sökum hernaðarlega mik- ilvægrar staðsetningar landsins) að menn komist upp með að vera stikkfrí (meiningin er þó ekki að fullyrða að það hafi átt við um Ís- lendinga). Það þarf enginn að efast um að Bandaríkjamenn hafa sett þrýst- ing á íslensk stjórnvöld að leggja meira af mörkum, rétt eins og þeir hafa þrýst mjög á hinar Evr- ópuþjóðirnar að auka framlög sín til varnarmála. Framkvæmda- stjóri NATO hefur síðan tekið undir kröfur stjórnvalda í Wash- ington. Hann mun til að mynda hafa sent aðildarþjóðunum harð- ort bréf í vor eða sumar þar sem farið var fram á að þau yrðu fyrir lok ágústmánaðar að vera búin að gera grein fyrir því með hvaða hætti þau hygðust auka framlög sín til bandalagsins. Embættismenn í Washington segja mér að fyrst og fremst hafi verið horft til fjögurra þátta í þessu sambandi; fjarskiptamála (e. communications), aðfanga (logistics), aukins hreyfanleika (mobility & transport) og yf- irstjórnar (command & control). Viðbrögð við bréfi Robertsons kváðu hins vegar hafa látið á sér standa og því voru þessi atriði rædd sérstaklega á varn- armálaráðherrafundi NATO í Varsjá fyrir skömmu. Sennilega má tengja þessar þreifingar þeirri ákvörðun bæði Frakka og Breta, sem tilkynnt var um nýverið, að auka framlög sín til varnarmála. Íslensk stjórn- völd virðast líka hafa brugðist hratt við, að minnsta kosti ef mað- ur leyfir sér að setja beina teng- ingu milli framangreindra bréfa- skrifta framkvæmdastjóra NATO og ákvörðunarinnar um að senda alla þessa flugumferðarstjóra til Kosovo í einu. Myndi það falla vel undir þá skilgreiningu bandarískra hern- aðarsérfræðinga að mikilvægt sé að greina hvar hvert aðildarríki stendur vel að vígi varðandi kunn- áttu, tækni og tækjaeign. Það liggur auðvitað í augum uppi að Íslendingar munu ekki leggja til hermenn eða stríðstól af neinni tegund en því ekki flugumferðar- stjóra? Aðrar þjóðir – Ítalir í þessu tilfelli – geta þá í staðinn sent fleiri hermenn eða þá einhver tæki og tól. Verkaskipting er semsé mál málanna, tilhneigingin er sú að vilja stuðla að því að framlag hverrar aðildarþjóðar komi í sem bestar þarfir. Þar get- ur Ísland alveg lagt sitt af mörk- um, þó að landið sé lítið, og ráða mátti af samtölum sem undirrit- aður átti við embættismenn í Washington í síðustu viku að þeir hafi ekki látið hjá líðast að sýna ís- lenskum stjórnvöldum fram á þetta. Raunar er það svo að þessi mál verða ofarlega á baugi á NATO- fundinum sem haldinn verður í Prag í Tékklandi eftir þrjár vikur. Bandaríkjamenn munu mæta þar til fundar og gera bandamönnum sínum ljóst að við svo búið megi ekki standa. Ef NATO eigi að hafa hlutverki að gegna á næstu árum, og þá er einkum vísað til baráttunnar gegn hryðjuverkum, þurfi Evrópubúar að hysja upp um sig brækurnar. Á fundinum í Prag mun kastljós fjölmiðlanna að vísu ekki beinast að þessum þáttum, heldur mun vafalaust vekja meiri athygli til- kynningin um að ákveðið hafi ver- ið að bjóða sjö þjóðum til viðbótar aðild að bandalaginu. Bandaríkja- stjórn tekur fyrir sitt leyti end- anlega ákvörðun um það í þessari eða næstu viku hvaða þjóðir þetta eru. Verulega myndi þó koma á óvart ef Eystrasaltsþjóðunum þremur yrði ekki boðin aðild, auk Slóveníu, Slóvakíu, Rúmeníu og Búlgaríu. Albanía og Makedónía verða úti í kuldanum. Athyglisvert er að heyra hversu tregir bandarískir embættismenn eru til að skrifa upp á þá kenningu að NATO hafi nú umbreyst í póli- tískan kjaftaklúbb. Þvert á móti svara þeir öllum spurningum, sem hníga að slíkri túlkun, með full- yrðingum um að NATO hafi sann- arlega miklu hlutverki að gegna í baráttunni gegn hryðjuverkum. Á síðasta degi heimsóknar undirrit- aðs til Washington fannst þó loks- ins einn aðili, sem var tilbúinn til að segja upphátt að NATO sem hernaðarbandalag væri búið að vera; að réttast væri að draga smám saman úr starfsemi þess, þar til leggja mætti samtökin nið- ur. Hér var um að ræða Ivan nokkurn Eland, sérfræðing hjá Cato-stofnuninni, samtökum í Washington sem kenna sig við frjálslyndi, ef ekki frjálshyggju. Ísland og NATO Það liggur auðvitað í augum uppi að Íslendingar munu ekki leggja til hermenn eða stríðstól af neinni tegund en því ekki flugumferðarstjóra? VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is VEÐURÞJÓNUSTA snýst um að lýsa ástandi veðurs á líðandi stund og spá fyrir um þróun þess fram í tímann. Á síðustu árum hef- ur vísindaþekkingu, tölvutækni og fjarskiptum fleygt fram. Unnt er að bregðast við sífellt aukunum kröfum notenda veðurupplýsinga um innihald, áreiðanleika og að- gengi. Sóknarfæri um bætta veð- urþjónustu eru mörg en almenn- ingur á jafnan kröfu á því að leitað sé hagkvæmustu og bestu leiða. Nú er svo komið að færni, þekk- ing á þessu sviði er ekki lengur bundin við opinberar stofnanir og fjarskiptatæknin býður upp á að þjónustan sé löguð að þörfum og kröfum hvers og eins. Auk þess má með tölvubúnaði draga úr hættu á að mannleg mistök leiði til rangrar upplýsingagjafar sem get- ur haft afdrifaríkar afleiðingar. Með tilkomu Internetsins opn- aðist nýr heimur fyrir miðlun veð- urspáupplýsinga. Fjöldi og fjöl- breytileiki vefsetra sem helga sig viðfangsefninu með einum eða öðr- um hætti sýnir nú þegar og svo að ekki verður um villst hvað Int- ernet-tæknin býður uppá. Ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Almennur tölvubúnaður notenda býður upp á að hægt er að ná í upplýsingar af staðnum, svo sem um staðsetningu notenda, tungu- málaval eða í hvaða einingum [vindstigum, metrum á sekúndu eða kílómetrum á klukkustund] notandi kýs að lesa. Til þess að þróun og stöðugar umbætur á veðurþjónustu verði markvissar er nauðsynlegt að not- endum sjálfum verði gert kleift að velja og hafna, að öðrum kosti er hætta á að notendur sitji uppi með úreltar aðferðir eða úr sér gengna tækni. Eina virka leiðin til umbóta er að opna fyrir samkeppni um úr- vinnslu og fjölmiðlun veðurupplýs- inga. Þetta er ekki einungis skoð- un margra heldur hefur Alþjóðaveðurfræðistofnunin sett í samþykktir sínar verklag og við- mið sem tryggi að þetta geti orðið. Grundvallaratriði í viðmiðum Al- þjóðaveðurfræðistofnunarinnar er að tryggt sé óheft aðgengi allra að grunnupplýsingum hvar sem er í heiminum án þess að gerður sé greinarmunur á eðli þeirrar starf- semi sem hagnýtir sér upplýsing- arnar. Upplýsingum verður aldrei spillt við notkun, notkunin eykur vermæti upplýsinganna. Almenn- ingur sem kostar öflun þeirra fær meira fyrir sinn snúð sem end- anlegir neytendur. Til þess að láta reyna á fram- kvæmd þessa hefur á Íslandi þurft að vísa til alþjóðlegra skilgreininga og skuldbindinga íslenskra stjórn- valda gagnvart Alþjóðaveðurfræði- stofnuninni um óheft aðgengi allra af tilteknum veðurupplýsingum. Þetta dugði ekki til og kæra til ís- lenskra samkeppnisyfirvalda hefur heldur ekki breytt neinu þótt úr- skurður hafi gengið kæranda í vil. Einstaklingar og fyrirtæki sem ís- lenskir lögaðilar og skattgreiðend- ur eiga að sitja hér við sama borð og opinberir aðilar. Húseigandi að meta færi á máln- ingarvinnu, trillusjómaður að auka allt öryggi sitt, fréttamaður að gera grein fyrir staðreyndum eða náttúrufræðingur að vinna upplýs- ingaafurðir. Allir eiga þessir not- endur að eiga færi á að bæta við nýrri þekkingu eða færa sér hana í nyt þar sem vanþekking var fyrir, í því felst virðisauki upplýsinganna hverju nafni sem hann nefnist. Haldið hefur verið fram að sam- keppni á veðurþjónustu geti haft neikvæð áhrif á þjónustuna. Þetta getur aldrei staðist, nema þar sem menn telja það neikvætt að það komi fram aðilar sem standa sig illa í samanburði við samkeppn- isaðila. Því verða slík sjónarmið ekki skilin öðruvísi en að menn treysti ekki opinberum aðilum til að taka þátt í samkeppni um bætta þjónustu við almenning. Þar sem valið er háttarlag hafta og einok- unar getur aldrei orðið samkeppni. Það má vera ljóst að farið er fram í blóra við íslensk samkeppn- islög, alþjóðasamþykktir og hags- muni neytenda og hagsmunum þeirra fórnað. Ekki má gleyma að neytendurnir eru bæði aðnjótend- ur þjónustunnar sem og kostunar- aðilar Veðurstofu Íslands. Hverjir eru þeir meiri hagsmunir sem rétt- læta því að nýsköpun á þessu sviði sé fórnað fyrir persónulega hags- muni opinberra embættismanna? Þessar aðstæður vekja mann til umhugsunar um það þegar ís- lenskir sjómenn voru kvaddir til blóðfórna í baráttunni gegn óvin- veittum her á stríðsárunum með því að banna að útvarpa veður- fréttum frá Íslandi. Þannig var þeim jafnt sem óvininum gert ókleift að bæta við þekkingu sína á veðuraðstæðum, auka öryggi sitt og bjargræði. Samlíkingin er skelfilega nærtæk. En erum við í stríði og þá við hvern – okkur sjálf? Má bæta veður- þjónustu á Íslandi? Eftir Björn Erlingsson „Þar sem valið er hátt- arlag hafta og einok- unar getur aldrei orðið sam- keppni.“ Höfundur er hafeðlisfræðingur. TEXTAÞING er nafn á ráð- stefnu sem haldin verður nk. laug- ardag, en þar verður fjallað um textun á íslensku sjónvarpsefni og íslenskum kvikmyndum. Hvers vegna er þörf á slíkri ráðstefnu? kann einhver að spyrja. Það er vegna þess að stór hópur lands- manna nær alls ekki að nýta sér talað mál í sjónvarpi. Sama gildir um íslenskar kvikmyndir og út- varp. Hópurinn er býsna stór, vel yfir 10% landsmanna, að talið er. Þeir sem fylla þennan hóp eru heyrnarskertir-/lausir á öllum aldri, stór hluti eldri borgara og erlent fólk, búsett á Íslandi. Náðst hefur breið samstaða milli félaga, sem starfa að málefnum ofangreindra hópa, og er Texta- þingið m.a. árangur þeirrar sam- vinnu. Í upplýsingasamfélagi nútímans skiptir miklu máli fyrir almenning að geta fylgst með þjóðfélagsum- ræðu og menningarlegum atburð- um. Eins og fram kom í könnun Gallup nýlega telja 75% Íslendinga RÚV mikilvægasta fjölmiðil lands- ins. RÚV hefur, sem ríkisrekinn miðill, skyldur gagnvart öllum og því ber þeim að auka textun á ís- lensku efni. Ráðamönnum í stjórn- sýslu ber einnig að sjá til þess, að það sé gert mögulegt, með því að gera ráð fyrir ákveðnu fjármagni til tækja og framkvæmda. Heyrn- arhjálp fagnar þeim árangri, sem náðst hefur, en við stöndum langt að baki nágrannaþjóðum í þessari þjónustu. Það er því löngu orðið tímabært að stofna til samstarfs við sjónvarpsstöðvar og kvik- myndagerðarmenn á Íslandi um þetta mikilvæga mál. Textaþingið er leið til úrbóta í þessum efnum. Við lítum fyrst og fremst á Textaþingið sem fræðslu- ráðstefnu og væntum frjórra og upplýsandi umræðna. Við höfum fengið til liðs við okkur kunnáttu- fólk innlent og erlent til framsögu og skoðanaskipta. Menntamála- ráðherra mun ávarpa ráðstefnuna og aðalfyrirlesarar hennar verða Martin Davies frá BBC, Englandi og Lillian Vicanek, sem er forseti Evrópusamtaka heyrnarskertra og varaformaður HLF í Noregi. Ís- lenskum sjónvarpsstöðvum hefur verið boðin þátttaka í ráðstefn- unni, svo og fulltrúum kvik- myndasjóðs og kvikmyndagerðar- manna. Við lítum einnig á Textaþingið sem merkilegan menningarlegan viðburð á Íslandi. Þarna verður aðgengi kynnt með nýjum hætti og eiga því allir að geta notið þess sem fram fer. Erlendu fyrirles- ararnir verða raddtúlkaðir yfir á íslensku, rittúlkur færir alla fyr- irlestra og umræður í texta, sem birtist á tjaldi, táknmálstúlkur færir allt efni ráðstefnunnar yfir á táknmál heyrnarlausra og auk þess verður lagður tónmöskvi um salinn til að heyrnartækjanotend- ur, sem eru með T-spólu í tækjum sínum, fái bestu hlustunarskilyrði. Auk þess er hótelið valið með tilliti til ferlimála. Síðast en ekki síst bendum við á tónlistaratriði ráðstefnunnar, en það verður samsöngur radda og tákna. Slíkan samsöng þekkja fáir, en þeir sem reynsluna hafa geta borið vitni um fegurð og áhrif þessa listforms. Markmið ráðstefnunnar er að umræða aukist í þjóðfélaginu um þetta mikla réttlætismál, og að verulegur árangur náist í textun á íslensku efni í sjónvarpi og í kvik- myndum. Textaþing…Hvað…og hvers vegna? Eftir Málfríði Gunnarsdóttur „Það er því löngu orðið tímabært að stofna til samstarfs við sjónvarpsstöðvar og kvikmyndagerðarmenn á Íslandi.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.