Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bakhjarl Skráning stofnfélagastendur yfir í síma575 1550 -landssamtök gegn einelti ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational efndi til kyrrðarstundar fyrir framan sendiráð rússneska sambandsríkisins seinni partinn í gær. Tendruð voru kerti og þannig minnst fórnarlamba mannréttinda- brota og fórnarlamba gíslatök- unnar í leikhúsinu í Moskvu. Kyrrð- arstundin markaði upphaf alþjóð- legrar herferðar Amnesty Inter- national vegna mannréttindabrota í Rússlandi. Morgunblaðið/Golli Frá kyrrðarstundinni. Rússneski sendiherrann á Íslandi, Alexander Rannikh, lengst t.v. Kyrrðar- stund Amn- esty Inter- national RITAÐ er um niðurstöður rann- sókna Hjartaverndar í ritstjórn- argrein í nóvemberhefti tímarits Evrópsku hjartalæknasamtak- anna, European Heart Journal. Í sama tölublaði er einnig birt grein um rannsóknirnar sem læknarnir Margrét Andrésdóttir, Gunnar Sigurðsson, og Vilmundur Guðna- son skrifa ásamt Helga Sigvalda- syni verkfræðingi. Fjallar hún um þátt erfða í kransæðastíflu. Gunnar Sigurðsson formaður Hjartaverndar og einn greinarhöf- unda segir efni greinarinnar hafa vakið athygli hjá ritstjórn tíma- ritsins því aðeins væri fjallað í rit- stjórnargreinum um það sem rit- stjórnin teldi áhugavert hverju sinni. Í ritstjórnargreininni er undirstrikað mikilvægi þess að taka mark á ættarsögu um krans- æðasjúkdóm í nánum ættingja. Mikilvægt sé að þeir einstaklingar láti fylgjast vel með sér með tilliti til blóðþrýstings og blóðfitu og taki mið af því í lifnaðarháttum sínum með því að reykja alls ekki. Í greininni um Hjartavernd- arrannsóknina, sem 19 þúsund karlar og konur tóku þátt í og fylgt var eftir í 18 ár, er sýnt fram á að ættarsaga um kransæða- sjúkdóm tvöfaldi næstum því áhættu náinna ættingja á krans- æðastíflu samanborið við þá sem enga ættarsögu hafa um slíkt. Erfðir þekktra áhættuþátta skýra lítinn hluta Þetta segir Gunnar hafa verið þekkt frá fyrri rannsóknum. „En það sem var hins vegar nýtt í þessari íslensku rannsókn er að þar er til viðbótar reiknað út hversu mikið af erfðaáhrifum tengdist blóðþrýstingi, blóðfitu og sykursýki sem allt eru þekktir áhættuþættir fyrir kransæða- sjúkdóm og eru að hluta háðir erfðum,“ segir Gunnar. „Niðurstöðurnar sýna að erfðir á þessum þekktu áhættuþáttum skýra einungis lítinn hluta af heildarvægi erfðanna. Þau skýrast ekki síður af einhverjum öðrum óþekktum þáttum, einum eða fleiri, sem erfast eða liggja í þess- um fjölskyldum. Þannig höfum við reiknað út að eitt af hverjum sjö tilfellum af kransæðastíflu á Ís- landi tengist óþekktum erfðaþátt- um. Því er vissulega mjög mik- ilvægt að finna með frekari rannsóknum hverjir þessir óþekktu erfðaþættir eru svo unnt verði að greina einstaklinga í tíma og hugsanlega veita þeim ráð,“ segir Gunnar enn fremur. Sagt frá rannsókn Hjartaverndar um erfðir og kransæðastíflu í evrópsku læknatímariti Mikilvægi óþekktra erfðaþátta vekur athygli HÆSTIRÉTTUR Íslands hefur beint tíu spurningum til læknaráðs vegna álitsgerða erlendra sérfræð- inga sem lagðar voru fyrir réttinn í máli manns, sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að valda af gáleysi dauða níu mánaða gamals drengs, með því að hrista hann harkalega. Barnið lést af völd- um áverka sem höfðu einkenni þess sem nefnt hefur verið „shaken baby syndrome“. Dómnum var áfrýjað til Hæsta- réttar og lagði verjandi mannsins, Sveinn Andri Sveinsson hrl., fjölda greina og álitsgerða erlendra fræði- manna fyrir Hæstarétt en hann heldur því fram í greinargerð að ekki sé unnt að slá neinu föstu um dánarorsök drengsins þar sem aðr- ir möguleikar en „shaken baby syndrome“ hafi ekki verið útilok- aðir. Verjandi telur núverandi læknaráðsmenn vanhæfa Ríkissaksóknari fór þess á leit við Hæstarétt að rétturinn aflaði álits læknaráðs á því hvort lækn- isfræðileg skrif hinna erlendu manna breyttu í einhverju niður- stöðum læknaráðs frá því í nóv- ember 2001 við spurningum sem ríkissaksóknari lagði fyrir lækna- ráð. Hefur ríkissaksóknari jafnframt óskað eftir að meinafræðingur svari því hvort skrif hinna erlendu manna breyti í einhverju þeim nið- urstöðum sem fram komu í krufn- ingarskýrslunni. Verjandi mannsins fer fram á að þeir læknaráðsmenn sem veittu umsögn við spurningum ríkissak- sóknara á seinasta ári víki vegna vanhæfni en hann bendir á að með því að óska eftir umsögn læknaráðs um álitsgerðir erlendu sérfræðing- anna sé í raun verið að fara fram á að ráðið veiti umsögn um sína eigin niðurstöðu. Jafnframt fer verjandi fram á að verði meinafræðingurinn kallaður fyrir til að gefa skýrslu fyrir rétt- inum fái verjandi að kalla til ein- hvern hinna erlendu sérfræðinga, sem hafa látið í ljós álit á krufn- ingsskýrslu ákæruvaldsins. Óskað eftir rökstuddri umsögn um tíu atriði Hæstiréttur leggur fyrir lækna- ráð að láta í té rökstudda umsögn um alls tíu atriði áður en málflutn- ingur hefst fyrir réttinum. Meðal spurninga sem lagðar eru fyrir læknaráð er hvort það telji koma til greina, að bráður ungbarnaskyr- bjúgur hafi getað verið til staðar hjá barninu og valdið blæðingum undir heilahimnu og í sjónhimnu þess. Einnig er spurt hvort læknaráð telji koma til greina, að barnið hafi verið með ofnæmisheilabólgu og hún hafi leitt það til dauða, og hvort læknaráð telji koma til greina, að þær blæðingar, sem fundust hjá barninu undir heila- himnum og í sjónhimnum, megi rekja til blæðingasjúkdóms eða krónískrar heilablæðingar. Spurt er hvort til greina komi að rekja megi dauða barnsins og einkenni til bólu- setningar og hvort til greina komi að mati læknaráðs að dánarorsök verði rakin til meltingarfærasýk- ingar, sem hafi haft í för með sér blóðeitrun. Þá er læknaráð spurt álits á hvort gerðar hafi verið allar til- tækar rannsóknir til að útiloka aðra dánarorsök en fram kemur í krufn- ingarskýrslu réttarmeinafræðings. Áfrýjunarmál manns sem dæmdur var í héraði vegna dauðsfalls barns Hæstiréttur leitar álits læknaráðs MENGUN frá álveri Norðuráls á Grundartanga er mun minni en reiknað var með í frummatsskýrslu sem gerð var árið 1995 áður en álver- ið var reist. Styrkur brennistein- stvíoxíðs og flúors í lofti er vel innan viðmiðunarmarka fyrir loftgæði. Álverið hóf starfsemi á miðju ári 1998, en áður höfðu hafist umfangs- miklar rannsóknir á umhverfi ál- versins sem stóðu í tvö ár. Frá þeim tíma hefur verið fylgst ítarlega með mengun frá álverinu. Unnið er eftir sérstakri vöktunaráætlun sem sam- þykkt var af Hollustuvernd ríkisins. Nær hún til rannsókna á loftgæðum, gróðri, ferskvatni, sjó og búfénaði á Hvalfjarðarsvæðinu. Áætluð mörk flúors í frummats- skýrslunni voru 0,6 (kg/t Al). Mæl- ingar á árunum 1999–2001 hafa hins vegar sýnt flúor hefur verið á bilinu 0,33–0,39 (kg/t Al). Áætluð mörk ryks voru í skýrslunni 1 (kg/t Al), en þessi tala hefur á síðustu þremur ár- um verið 0,77–0,89 (kg/t Al). Þá var í frummatsskýrslu áætlað að brenni- steinstvíoxíð yrði 21 (kg/t Al), en það hefur á síðustu þremur árum mælst á bilinu 8,3–9,2 (kg/t Al). Aðaluppspretta brennisteinstvíox- íðs hefur til þessa verið frá járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga, en aðaluppspretta flúors hefur verið álver Norðuráls. Rann- sóknir hafa hins vegar sýnt að meg- inuppspretta svifryks á Hvalfjarðar- svæðinu er utan iðnaðarsvæðisins. Mest mengun á fyrstu starfsmánuðunum Á fyrstu starfsmánuðum Norður- áls var mun meiri losun flúors en á árunum þar á eftir. Ástæðu þess má rekja til þess að nokkurn tíma tók að ná jafnvægi í rekstri keranna. Í fyrrasumar varð aftur vart við nokkra aukningu en þá var verið að stækka álverið úr 60 þúsund tonna stærð í 90 þúsund tonn. Þessi aukn- ing í upphafi og í fyrrasumar end- urspeglaðist í magni flúors í gróðri. Ekki hefur orðið vart við breyt- ingar á efnasamsetningu ferskvatns á svæðinu og árið 2000 sýndu rann- sóknir á kræklingi utan við iðnaðar- svæðið að rekstur Norðuráls hefur ekki leitt til breytinga á efnainni- haldi hans. Fylgst er sérstaklega með loftgæðum í nánasta umhverfi álversins. Niðurstaðan mælinga sýn- ir að styrkur brennisteins í lofti er aðeins brot af þeim viðmiðunar- mörkum sem sett voru 1995. Sama er að segja um svifryk. Það hefur verið langt innan við loftgæðamörk. Styrkur flúors í lofti hefur einnig verið innan við sett mörk. Minni mengun frá Norðuráli en reiknað var með RÍKISSTJÓRNIR EFTA-ríkjanna hafa skipað Þorgeir Örlygsson dóm- ara við EFTA-dómstólinn. Hann gegnir nú stöðu ráðuneytisstjóra iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Þorgeir, sem er fæddur 1952, var um árabil prófessor við lagadeild HÍ og borgardómari. Þorgeir mun taka við stöðu dóm- ara EFTA-dómstólsins 1. janúar nk., þegar Þór Vilhjálmsson lætur af störfum. Þór hefur starfað sem dóm- ari við dómstólinn frá stofnun hans 1. janúar 1994 og sem forseti dómstóls- ins frá ársbyrjun 2000, segir frétt frá utanríkisráðuneytinu. Dómari við EFTA-dómstólinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.