Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 40
KIRKJUSTARF 40 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gættu að því sem þú átt og fáðu til baka það sem hefur tapast Vita-A-kombi vinnur á byltingarkenndan hátt á öldrunareinkennum húðarinnar. Öflug endurbygging. KYNNING í Hagkaup Smáralind fimmtudag, föstudag og laugardag. Kaupauki. ...fegurð og vellíðan...www.forval.is Áskirkja. Opið hús er á fimmtudögum milli kl. 14–17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar fyrir unga sem aldna. Í tengslum við opna húsið hefur myndast sönghópur sem syng- ur létt lög sér til skemmtunar og ánægju en organisti Áskirkju, Kári Þormar, leið- beinir og stýrir hópnum. Eftir sönginn er boðið upp á kaffi og með því. Allir eru hjart- anlega velkomnir, laglausir sem lagvísir, til að eiga samveru og hafa gaman af. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Tólf sporin - andlegt ferðalag. Kynningarfundur í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn kl. 10–12. Umsjón hefur Ágústa Jóns- dóttir. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Kaffisopi í boði kirkjunnar. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund og alt- arisgöngu lokinni er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt og inni- haldsríkt. Samvera eldri borgara kl. 14. Þorsteinn Haukur Þorsteinsson, tollvörð- ur, kemur í heimsókn ásamt hundinum Bassa og segir frá starfsreynslu tollvarð- arins. Kaffiveitingar. Umsjón hefur þjón- ustuhópur safnaðarins, kirkjuvörður og sóknarprestur. Alfa-námskeið kl. 19–22. Yfirumsjón hefur Nína Dór Pétursdóttir. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Félagsstarf eldri borgara í Nes- kirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 14. Farið verður um fáfarnar slóðir á höfuð- borgarsvæðinu. Kaffiveitingar í safnaðar- heimilinu. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10–13 til föstudags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Nedó – unglingaklúbbur kl. 19.30. Svenni og Hans. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar kl. 20–22 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Fjallað verður um valda texta Biblíunnar þar sem guðsmynd manneskjunnar, ábyrgð og frelsi eru í brennidepli. Textarnir verða skoðaðir m.a. í tengslum við túlkun guðfræðinga á dæmisögu Jesú um mis- kunnsama Samverjann. Mömmumorgunn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digra- neskirkju kl. 17–19. Alfa 2 kl. 19. Kennari sr. Magnús B. Björnsson. Unglingastarf KFUM&K kl. 20–21.45. (Sjá nánar www.digraneskirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyr- ir 8–10 stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börn- in. Kirkjukrakkar fyrir börn, 7–9 ára, í Húsaskóla og Grafarvogskirkju kl. 17.30– 18.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20–22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknar- prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Alfa-námskeið kl. 19. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhuggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi for- eldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Dagskrá í tali og tónum í kvöld kl. 20. Þorvaldur Halldórsson syng- ur. Kaffisala í safnaðarheimilinu á eftir. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 16.30–18. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi kl. 16–16.45. MK í Heiðar- skóla og 8. KÓ í Heiðarskóla. Samvera með foreldrum fermingarbarna í Kirkju- lundi kl. 20.30–22. Gylfi Jón Gylfason, sál- fræðingur, fjallar um samskiptamál við unglinga og einelti í skólum. Foreldrar fermingarbarna eru sérstaklega boðaðir á fundinn. Hveragerðiskirkja. Kl. 19.30–21 æsku- lýðsfundur í kirkjunni með fermingarbörn- um. Það verður farið í leiki, helgistund og fleira. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. El- ías Baldvinsson, slökkviliðsstjóri, kemur í heimsókn og ræðir um slysahættur á heimilum. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 16 æfing hjá Litlum lærisveinum, I. hóp, kl. 17.30 æfing hjá Litlum lærisveinum. II. hóp. Kórstjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Aðaldeild KFUM. Fundur kl. 20. Biblíulest- ur í umsjón Kjartans Jónssonar. Upphafs- orð: Jón Magnús Kjartansson. Allir karl- menn velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Safnaðarstarf KEFLAVÍKURKIRKJA efnir til samverustundar með foreldrum fermingarbarna í Kirkjulundi kl. 20.30 fimmtudaginn 31. okt. Gylfi Jón Gylfason, sálfræð- ingur, mun fjalla um samskipti við unglinga. Ýmsir hafa af því áhyggjur að unglingamenningin virðist lúta eigin lögmálum burt- séð frá því hvað heimili, skóli og kirkja eru að reyna að gera. Við höfum ekki séð fyrir end- ann á kynlífsbyltingunni sem oft tengist fíkniefnaneyslu og ofbeldi. Það er ástæða til að varpa fram þeirri spurningu hvernig það sam- félag sé sem bíður ferming- arbarnanna á leið þeirra út í lífið. Stoð og styrking í Ytri-Njarðvík- urkirkju STOÐ og styrking, fundur fimmtudaginn 31. okt. kl. 13. Sæ- mundur Stefánsson, upplýsinga- fulltrúi frá Tryggingastofnun, verður með fyrirlestur m.a. um skerðingu tekjutryggingar vegna umframtekna. (Hvar liggja mörk- in?) Fyrirspurnir og umræður og önnur mál. Helgistund í lok fundar. Allir velkomnir. Baldur Rafn Sigurðsson. Fræðslukvöld um 1. Korintubréf BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur fræðslukvöld fyrir almenn- ing um eitt af ritum Nýja testa- mentisins, fyrra bréf Páls postula til Korintumanna, fimmtudaginn 31. október kl. 20–22 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, gegnt Langholtsskóla. Bréfið er um margt athyglisvert þar sem það endurspeglar ýmis vandamál innan frumkirkjunnar. Frægasti kafli þess er sá þrettándi með kærleiksóðinum. Fyrirlesari verður Guðlaugur Gunnarsson, guðfræðingur og kerfisfræðingur. Fræðslan er öllum opin og að- gangur ókeypis en kvöldið er lið- ur í þriggja ára áætlun skólans undir heitinu „Þekktu Biblíuna betur“. Samvera með foreldrum fermingarbarna Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Keflavíkurkirkja Kvennahátíð Samfylkingarinnar Samfylkingarkonur efna til hátíða, kaffifunda, súpufunda og göngu- ferða víða um land dagana 1. – 3. nóvember. Með þessu vilja konur í Samfylkingunni vekja athygli á áhrifum og krafti kvenna í stjórn- málum sem og á öðrum sviðum sam- félagsins. Allar konur velkomnar. Föstudaginn 1. nóvember verður kvennahátíð á Kaffi Reykjavík, efri hæð, kl. 18 – 22, í Félagsheimili hestamanna í Þorlákshöfn kl. 20 og í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað, Ísafirði kl. 20.30. Laugardag 2. nóvember verður kvennakaffi á veitingahúsinu Lanternu, efri hæð, í Vest- mannaeyjum kl. 10.30. Kvenna- ganga verður á Akureyri um Odd- eyrina kl. 11.30, mæting kl. 11.30 við Gránufélagshúsin (Við Pollinn). Kvennaganga í Reykjavík með leið- sögn um söguslóðir kvenna í Kvos- inni kl. 15, mæting í andyri Ráðhúss- ins. Kvennakaffi á Reyðarfirði, í Verkalýðshúsinu kl. 15.–17. Sunnudagur 3. nóvember verður kvennahátíð á Akranesi, í Maríukaffi í Byggðasafninu Görðum, kl. 11. Nánari upplýsingar á heimasíðu Samfylkingarinnar: www.samfylk- ing.is. Ný stjórn VG í Kópavogi Á FÉLAGSFUNDI Vinstrihreyf- ingarinnar – Græns framboðs í Kópavogi, sem haldin var nýlega, var kosin ný stjórn. Stjórnina skipa: Hafsteinn Hjartarson formaður, Þorleifur Friðriksson varaformaður, Einar Ólafsson ritari, Sigmar Þor- mar gjaldkeri, Brynjúlfur Hall- dórsson meðstjórnandi. Varastjórn skipa: Sigurrós Sigurjónsdóttir og Kolbrún Valvesdóttir. Í DAG STJÓRNMÁL Viltu grennast? Í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði býðst fólki nú að grenna sig í hópi með því skilyrði, að meginmarkmið dvalarinnar sé að létta sig og að líkamþyngdarstuðull (BMI) sé yfir 30. Í fyrstu meðferðinni er dvölin fjórar vikur. Hópnum er síðan boðið að koma aftur í aðhald með reglulegu millibili, eina viku í senn. Markmið meðferðarinnar er ekki að léttast sem mest, heldur að læra hvernig hægt er að bæta lifn- aðarhætti og þannig stuðla að því að léttast, styrkjast og að líða almennt betur, segir í fréttatilkynningu. Aðstoð er veitt við að undirbúa breyt- ingar á lífsstíl hvers og eins til að ná varanlegum árangri. Læknir, hjúkrunarfræðingur, nær- ingarfræðingur, sjúkraþjálfari, sál- fræðingur og íþróttakennari sjá um meðferð og fræðslu. Sjúkraþjálfarar og íþróttakennarar annast alla þjálf- un, ásamt fræðslu og eftirliti með því hver árangurinn er. Innritun er hafin á næsta námskeið sem hefst 8. janúar nk. Gert er ráð fyrir 10 manns í hópi. Hyundai-jeppaferð á Kaldadal Í tilefni af 10 ára afmæli Hyundai á Ís- landi, býður B&L til fyrstu 4X4 fjöl- skylduferðar Hyundai, laugardaginn kemur, 2. nóvember. Ferðinni er heitið í Húsafell um Kaldadal en fyrst verður haldið í Haukadal og ekið norður á línuveg- inn austan Skjaldbreiðar. Á áfanga- stað verður grillað og brugðið á fjör- uga leiki, áður en haldið verður heim á leið. Safnast verður saman við B&L- húsið, Grjóthálsi 1, klukkan 8:30 laugardagsmorgun, þar sem upplýs- ingum verður dreift um ferða- tilhögun, auk þess sem þátttakendur fá afhent smávegis ferðanesti. Lagt verður í ‘ann á slaginu 9 og eru allar veitingar í boði B&L. Nánari upplýsingar er að finna á www.bl.is. Á NÆSTUNNI Veggspjaldasýning í raunvís- indadeild Stjórn Raunvísindastofn- unar Háskólans býður starfsfólki og gestum þess til móttöku við opnun veggspjaldakynningar stofnunar- innar við upphaf Vísindadaga, föstu- dag 1. nóvember kl. 15–19, í Dun- haga 3. Eftir opnunarathöfn með léttum veitingum verða veggspjöldin skoðuð. Sýningin verður opin al- menningi laugardaginn 2. nóvember kl. 10–18 í Tæknigarði. Jafnframt verða á laugardaginn fimm hálftíma fyrirlestrar fyrir áhugafólk um raunvísindi í sal 3 í Háskólabíói: Kl. 13 Sveinn Ólafsson og Hannes Jóns- son: Geymsla á vetni í málmum. Kl. 13.50 Sigurður Reynir Gíslason: Eldgos og efnaveðrun. Kl. 14.30 Lárus Thorlacius: Hvað er bak við innstu sjónarrönd? Kl. 15.40 Snorri Þór Sigurðsson: Gen og ýmis fyr- irbæri úr ævintýraheimi kjarnsýra. Kl. 16.20 Gunnar Stefánsson: Þróun aðferða við mat á stærð og ráðgjöf um nýtingu fiskistofna. Læknað með húmor Húmoristar og læknar munu kenna á námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um tengsl húmors og heilsu, föstu- daginn 1. nóvember kl. 9–17. Lækn- ingahúmor fjallar m.a. um jákvæð áhrif skopskynsins á heilsu og bata sjúklinga. Á námskeiðinu er m.a. fjallað um áhrif húmors á samskipti sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks, áhrif húmors á streitu og hvernig nota má húmor í daglegu starfi heil- brigðisstétta o.fl. Umsjón hefur Bjarni Jónasson læknir. Fyrirlesarar ásamt Bjarna eru Pétur Ingvi Pétursson læknir, Stein Tyrdal, dr. med., bækl- unarlæknir frá Noregi og forseti Nordisk Selskap for Medisinsk Humor (NSMH), Karl Ágúst Úlfs- son leikari og rithöfundur. Skráning fer fram á vefslóðinni www.endurmenntun.is Haustráðstefna FENÚR Fagráð um endurnýtingu og úrgang, FEN- ÚR, stendur fyrir ráðstefnunni „Hvað kostar ruslið?“ í Sesseljuhúsi, Sólheimum í Grímsnesi, föstudaginn 1. nóvember kl. 12.30. Rúta fer frá Reykjavíkurflugvelli kl. 10.15 og frá Kjarvalsstöðum kl. 11.30. Á ráðstefnunni verða flutt erindi og má þar meðal annars nefna: Nið- urstöður vistferilsverkefnis FEN- ÚR kynntar. Fjallað verður um aukna nýtingu á sjávarfangi og um- hverfisstofnun Háskóla ísland verð- ur kynnt. Greint verður frá aðal- fundi og ráðstefnu ISWA í Istanbúl í sumar og ferð tæknimanna sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu og SORPU bs. til Danmerkur og Sví- þjóðar í nóvember 2001 þar sem skoðaðar voru nýjungar á sviði sorp- hirðu. Fyrirlestur um Sólheima og gönguferð um staðinn og að lokum verður erindi um mismunandi kostn- að og gjöld sveitarfélaga við mála- flokkinn. Dagskrá ráðstefnunnar má finna á heimasíðu FENÚR www.fenur.is. Ráðstefnugjöld eru sem hér segir: FENÚR félagar kr. 5.000, náms- menn kr. 2.000 og aðrir kr. 7.500. Innifalið í ráðstefnugjaldi er rútu- ferð, hádegisverður, kaffi og skoð- unarferð. Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 12, fimmtudaginn 30. október, netfang: bjorn@sorpa.is, eða halla- @sorpa.is Ráðstefna leikskólastjóra Fag- hópur leikskólastjóra efnir til ráð- stefnu föstudaginn 1. nóvember á Hótel Sögu sem ber yfirskriftina „Lifðu í lukku en ekki í krukku“ Ár- angur í stjórnun – lífsgleði. Fyrirlesari á ráðstefnunni verður bandaríska fræðikonan og fyrirles- arinn Sue Baldwin sem er kunn í heimalandi sínu fyrir fyrirlestra sína um vinnuverndarmál og ráðgjafar- þjónustu sem beinist m.a. að því að koma í veg fyrir streitu og auka vel- líðan í starfi, segir í fréttatilkynn- ingu. Á MORGUN Merkjasala Björgunarsveit- arinnar Ársæls Árleg merkjasala Björgunarsveitarinnar Ársæls í Reykjavík og á Seltjarnarnesi fer fram dagana 30. október til 3. nóv- ember. Þá munu sölubörn ganga í hús og bjóða merki björgunarsveit- arinnar til sölu. Auk þess verða sölu- börn við stærri verslanir. Merkjasalan er ein af helstu fjáröfl- unum björgunarsveitarinnar. Allt starf björgunarsveitarinnar er unnið í sjálfboðavinnu. Í DAG FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.