Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 2
                     !"   #$                         % & ' ( ) * + , - %.                        / 0    STJÓRN Kers hf. hefur borist bréf Hesteyrar ehf. þar sem óskað er eftir að boðað verði til hluthafafundar í Keri hf. þar sem á dagskrá verði stjórnarkjör í félaginu. Þórólfur Gíslason stjórnarmaður í Hesteyri og Keri segir að óskin um hluthafafund komi til vegna kaupa Hesteyrar á tæplega fjórðungshlut í Keri í sumar og ekkert annað en það liggi á bakvið. „Hesteyri ehf. vill fá sinn fulltrúa inn í stjórn Kers í fram- haldi af þessu. Þannig að hugmyndir um annað eru bara misskilningur.“ Ólafur Ólafsson forstjóri Sam- skipa og stjórnarmaður í Keri vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið. Engin upplausn í S-hópnum Þórólfur neitar því að upplausn sé komin í S-hópinn svokallaða. „Það er ekki mín meining,“ sagði Þórólfur. Hann segir að ekkert annað liggi að baki óskinni um hluthafafundinn en sú krafa að fá mann í stjórn Kers. Þórólfur er sjálfur stjórnarmaður í Keri en kom þar ekki inn á sínum tíma sem fulltrúi Hesteyrar heldur sem varamaður Þórðar Más Jóhann- essonar framkvæmdastjóra Fjár- festingarfélagsins Straums. Aðspurður hvort hann teldi að Hesteyri gæti náð þeim 50% at- kvæða sem þyrfti á hluthafafundi til að ógilda umboð núverandi stjórnar svo fram geti farið nýtt stjórnarkjör, segir Þórólfur að það hafi ekkert ver- ið rætt í stjórn Hesteyrar. „Þetta er beiðni Hesteyrar um að fá hluthafa- fund til að fá fulltrúa inn í stjórnina og ekkert annað liggur til grundvall- ar og við förum að þeim leikreglum sem gilda í þeim efnum og vonum að það verði enginn ágreiningur um það. Þetta er bara einföld beiðni sem aðrir hluthafar munu taka afstöðu til. Við vitum ekkert hvernig þeir eru stemmdir í því máli,“ sagði Þórólfur í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið hafði samband við Ólaf Ólafsson forstjóra Samskipa og stjórnarmann í Keri vegna málsins og innti hann eftir því hvort ósk Hesteyrar um hluthafafund benti til þess að óeining væri komin upp inn- an S-hópsins. Ólafur vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið. Samþykkja ekki dagskrá Kristján Loftsson, stjórnarfor- maður Kers hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki sé hægt að óska eftir hluthafafundi um stjórn- arkjör þar sem stjórn sé nú þegar hjá félaginu. Fyrst verði núverandi stjórn að víkja. Hesteyri verði þann- ig að breyta ósk sinni um hluthafa- fund á þá leið að á dagskrá hans verði að óskað verði eftir að núverandi stjórn verði svipt umboði sínu. „Ef þeir vilja að það fari fram stjórnar- kjör þá verða þeir að óska eftir því í sama bréfinu að stjórnin sem nú sit- ur verði svipt umboði sínu og ef það verði samþykkt þá fari fram stjórn- arkjör,“ sagði Kristján. Hann sagðist reikna með að Hest- eyri sendi Keri nú annað bréf og óski eftir því að núverandi stjórn verði svipt umboði. Hann sagði að þá yrði boðað til hluthafafundar innan fjög- urra vikna eins og lög gera ráð fyrir. Eignarhaldsfélagið Hesteyri ehf. er í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Skinneyrar-Þinganess hf. Fé- lagið keypti 22,53% hlut í Keri hf. í ágúst síðastliðnum af Íslandsbanka. Bankinn hafði áður keypt 21,46% hlut í Keri af Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. en auk þess seldi Ís- landsbanki Hesteyri þá 1,07% hlut bankans í Keri. Hesteyri vill fá mann í stjórn Kers FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ísland tapaði gegn Þjóðverjum í Svíþjóð / B3 George Burley tekur við liði Stoke / B1 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í  Söluhæsti ársfjórðungur Össurar frá upphafi / C1  Horft á viðskiptin úr flugstjórnarklefanum / C4  Fjárfestingar lífeyrissjóða erlendis / C6  Ástand innfjarðarækju er ennþá slæmt / C9  Erfitt ástand í rækjuiðnaðinum / C12 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is MAÐURINN, sem lést af slys- förum í Borgarnesi á þriðjudag, hét Jón Eyjólfur Einarsson, 76 ára, til heimilis að Berugötu 18, Borgarnesi. Jón Eyjólfur var fæddur 9. febrúar 1926. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjóra upp- komna syni. Lést af slysförum í Borgarnesi ÞAÐ tekur hvorki meira né minna en fjóra daga að klæða Kringluna í jólabúninginn. Starfsmenn eru nú í óða önn að hengja upp jólaskraut á göngunum og einnig utandyra, en á morgun verður kveikt á herlegheit- unum, sem í eru milljón perur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kringlan í jólabúning LÖGÐ hefur verið fram kæra vegna heimasíðu á netinu, þar sem finna mátti leiðbeiningar um hvernig brjótast mætti inn í vef- umsjónarkerfi fyrirtækja. Gyða Guðjónsdóttir, framleiðslu- og gæðastjóri Ráðgjafar- og hugbún- aðarhússins Innn, sem framleiðir hugbúnaðinn LiSA, segir að um sé að ræða rógsherferð á hendur fyr- irtækinu, hjá tölvuþrjótum sem hafi verið að reyna að brjótast inn í kerfið. „Við teljum okkur vita hver standi bak við þetta og þetta mál er í meðferð hjá lögreglunni,“ segir hún. Eigandi vefsíðunnar fjarlægði hana í gær. Fjölmörg íslensk fyrirtæki og stofnanir nota hugbúnaðinn, þ.á m. Seðlabanki Íslands, Baugur, Bún- aðarbankinn, SPRON og Kaup- þing, svo fáein séu nefnd. Gyða segir að á sunnudag hafi fyrirtækinu borist fregnir um þessa heimasíðu með leiðbeining- um um það hvernig ætti að brjót- ast inn í kerfið. „Við brugðumst fljótt við og innan tveggja klukku- stunda vorum við búin að fullvissa okkur um að ekki hefði verið brot- ist inn á heimasíður viðskiptavina okkar. Til öryggis höfum við síðan yfirfarið sérstaklega öll okkar kerfi til að vera 100% örugg um að engin hætta sé til staðar,“ segir Gyða. Innbrotstilraunir algengar Gyða segir að það sé daglegt brauð að tölvuþrjótar reyni að brjótast inn í hugbúnaðarkerfi fyr- irtækja. „Þetta gerist alls staðar í heiminum og við stundum stöðugt eftirlit. Það er metnaðarmál hjá tölvuþrjótum að klekkja á fyrir- tækjum eins og okkur, sem eru leiðandi á markaðinum. Þeir vilja þá koma sér á framfæri með röng- um yfirlýsingum og innistæðulausu monti. Þarna er um hrein skemmd- arverk og rógsherferð að ræða,“ segir Gyða. Leiðbeiningar um innbrot í tölvu- kerfi á vefsíðu Talsmaður Innn kærir til lögreglu og segir leiðbeiningarnar rangar ÍSLENSKA karlaliðið sigraði Egypta með 2,5 vinningum gegn 1,5 og kvennaliðið vann norska liðið með 2,5 vinningi gegn hálfum í fimmtu umferð Ólympíuskákmótsins í Bled í Slóveníu í gær. Þetta er stærsti sigur kvennaliðsins til þessa. Í dag teflir karlaliðið gegn Indónesíu og stúlkurnar gegn Bangladesh. Sigrar á Ólympíumóti  Hannes/45 Ker hf. jók hlut sinn úr 2,37% í 2,81% þann þann 5.september sl. Átök innan S-hópsins ♦ ♦ ♦ FRAMSÓKNARMENN í Reykja- vík samþykktu uppstillingu í báðum kjördæmum Reykjavíkur á kjör- dæmisþingi framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður í gærkvöldi. Báðir fundirnir hófust á sama tíma, en voru mislangir. Fundurinn í suðurkjördæminu stóð í tæplega fjóra tíma, en í atkvæðagreiðslu greiddu 58 með uppstillingu og 38 með prófkjöri. Fundurinn í Reykjavíkurkjör- dæmi norður tók mun skemmri tíma og þar voru niðurstöður atkvæða- greiðslunnar afgerandi. 74 voru sam- þykkir uppstillingu, 19 vildu próf- kjör og einn seðill var auður. Uppstilling samþykkt  Framsóknarmenn/11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.