Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HLJÓMSVEITIN Í svörtum fötum hefur nú verið starfandi í um fimm ár, spilað af sér fötin nánast á því tímabili og átt væna útvarpssmelli reglulega. Og nú er það fyrsta „al- vöru“ breiðskífan, sem er samnefnd sveitinni. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir þessu,“ segir Hrafnkell. „Á plötunni sýnum við dálítið nýja hlið á okkur.“ Jón Jósep söngvari gerist heim- spekilegur. „Þetta eru í raun tveir hlutir; annars vegar eru listamenn sem finna hjá sér þörf til að gefa út plötu og svo eru það hins vegar listamaðurinn sem veit að hann verður að gefa út plötu til að vera sýnilegur. Við vorum pínulítið stressaðir fyrir þetta í byrjun en það hvarf mjög fljótlega og það varð alveg brjálæðislega gaman að gera þetta.“ Hrafnkell imprar á því að þeir séu í iðnaðarpoppinu. „Þegar við fórum af stað með plötuna var það svolítið að trufla okkur. En þegar við fórum loks í gang með plötuna hvarf sú hugsun; við duttum í einhvern gír og þetta varð alveg ný upplifun fyrir okkur. Allt í einu vorum við komnir á stöðugar æfingar, semjandi lög og hugmyndirnar fljúgandi fram og aftur. Í sumum lögum erum við meira að segja komnir mjög langt frá þessu stuðformi sem við erum hvað þekktastir fyrir. Við ákváðum hins vegar að skjóta ekki loku fyrir þá strauma og leyfa þeim bara að fljóta. Platan er líka nokkuð fjöl- breytt og það endurspeglar böllin hjá okkur þar sem við spilum „Chop Suey!“ með System of a Down og „Reyndu aftur“ eftir Magnús Ei- ríksson í bland!“ Fjölskyldurnar eiga heiður skilinn – Þar sem þið eruð svona hrein- skilnir með þetta, finnst ykkur þá sú pressa á ballbönd að gefa út plötur með frumsömdu efni óþægileg? „Ég held að það sé ekkert öðru- vísi með sveitaballasveitirnar en aðrar hljómsveitir,“ svarar Hrafn- kell. „Hljómsveitir verða að gefa eitthvað frá sér ef þær ætla að halda nafni sínu á lofti.“ – Eins og gengur og gerist standa gagnrýnendur og tónlistarmenn við og við í skærum. Hvað finnst ykkur um það? „Ja…þú til dæmis ert bara að vinna vinnuna þína þegar þú dæmir plötur,“ segir Hrafnkell og þeir fé- lagar sammælast um það að ef rýnt sé til gagns þá sé ekkert við því að segja. „En við erum líka búnir að byggja dálítið upp sem þú hefur aldrei skrifað um, það eru böllin og skemmtanirnar. Við erum búnir að spila fyrir fleiri þúsund manns sem hafa skemmt sér vel og það skiptir okkur alveg gríðarlegu máli. Þetta fólk upplifir ábyggilega eitthvað allt annað en þú sem ert bara að hlusta á þetta á plötu.“ – Nú gáfuð þið út plötu jólin 2000 sem ber nafnið Verkefni 1. Hug- myndafræðin í kringum hana var mjög skemmtileg þó að listræn út- koma hafi kannski ekki verið á sömu línu. „Ég er gríðarlega stoltur af þess- ari plötu,“ segir Jón Jósep. „Þótt hún sé hræðilega léleg, tókst okkur þetta (hlær). Það má segja að hún sé lítið annað en það hugarástand sem við vorum í á þeim tíma. Við er- um oft spurðir hvort við skömm- umst okkar fyrir hana og það finnst mér fáránlegt.“ Hrafnkell segir að þeir hafi verið á balli á Suðurlandi og krakkarnir hafi spurt þá af hverju þeir gæfu ekki út plötu. „Þetta var í byrjun desember og við sögðum bara „já en þið verðið þá að lofa að kaupa hana“. Við keypt- um okkur svo bara Pro Tools og það er alger steypa að þetta hafi tekist. Við vorum allir í vinnu, konurnar óléttar og ég veit ekki hvað og hvað.“ – Hvernig farið þið að því eig- inlega að halda þetta út. Eruð þið ekki báðir fjölskyldumenn? „Þetta er bara spurning um að skipuleggja tímann vel,“ segir Hrafnkell og glottir. „Maður finnur alltaf tíma þó að fjölskyldur okkar eigi heiður skilinn fyrir einstaka þolinmæði. En þegar maður er kom- inn upp á svið, hlaðast rafhlöðurnar upp á nýtt. Við höfum alveg ofsalega gaman af þessu og uppi á sviði ein- beitum við okkur algerlega að því sem við erum að gera. Það er ekkert verið að hugsa um hvað eigi að hafa í kvöldmatinn á morgun t.d.“ Næsta plata á teikniborðinu – Í svörtum fötum er sveit sem hefur unnið sig jafnt og þétt upp á toppinn með vinnu og meiri vinnu. Ekki satt? „Kannski er það af því að við höf- um lítið pælt í því,“ segir Jón. „Við stefndum ekki í neina sérstaka átt, við gerðum þetta bara af því að við höfðum gaman af þessu. Við spil- uðum sálartónlist á Kaffi Reykjavík í heilt ár áður en okkur datt í hug að fara gera eitthvað meira við þetta.“ – Er önnur plata í augsýn? „Við erum strax farnir að leggja drög að næstu plötu,“ segir Hrafn- kell og Jón segir að þeir hafi verið farnir að ræða vinnu við næstu plötu þegar þeir voru rétt hálfnaðir með þessa. Þeir segjast hafa lært mikið af vinnsluferlinu og nú iði þeir í skinninu eftir að fara að gera meira. Í svörtum fötum kynnir plötuna á tónleikum í kvöld í Austurbæjarbíói (gömlu Bíóborginni) kl. 20.30. Ekk- ert hefur verið til sparað svo að þeir verði sem glæsilegastir og hafa pilt- arnir m.a. fengið leikstjóra til liðs við sig. Þeir leggja áherslu á að þetta sé fullgild leik- og söngvasýn- ing en miðaverð er 1.200 kr. í for- sölu og er hægt að nálgast miða í verslunum Skífunnar. Verðið er hins vegar 1.500 kr. við dyrnar. Alveg brjálæð- islega gaman Í svörtum fötum er ein vinsælasta poppsveit landsins í dag. Í svörtum fötum hefur verið ein vinsælasta popp- sveit landsins um langt skeið. Arnar Eggert Thor- oddsen ræddi við svartstakkana Jón Jósep og Hrafnkel vegna nýrrar breiðskífu. arnart@mbl.is Í svörtum fötum heldur útgáfutónleika í kvöld FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER. Sýnd kl. 7. Síðasta sýn.Sýnd kl. 10.30. Enskur texti  Kvikmyndir.com  HK DV Sýnd kl. 4.50 og 8. Bi 12.  SV Mbl  SK RadíóX Sýnd kl. 10. B.i. 16. 1/2 Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.45. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl.8. Sýnd kl. 6. B.i. 12. Sýnd kl. 10.20. B.i. 14. Frumsýnd kl. 6, 8 og 10. Yfir 40.000 áhorfendur  HJ Mbl 1/2 HK DV  SFS Kvikmyndir.is LOKSINS - LOKSINS  Mbl Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is  SV. MBLDV Það verður skorað af krafti. Besta breska gamanmyndin síðan „Bridget Jones’s Diary.“ Gamanmynd sem sólar þig upp úr skónum. Sat tvær vikur í fyrsta sæti í Bretlandi. Sýnd kl. 4 og 6. Vit 441. E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd kl. 10.10. Bi. 16. Vit 453 S Ý N D Í S A L 1 Kl. 3.45, 5.50 og 10.10. Vit 460  SK RadíóX Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 448 Forsýnd kl. 8. Vit 461
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.