Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SIF Tulinius er einleikari kvöldsins á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Hún leikur einleik í einu ást- sælasta verki tónbókmenntanna, Fiðlukonsert í e-moll opus 64, eftir Felix Mendelssohn. Önnur verk á efnisskránni eru Fúga í g-moll eftir Bach í hljómsveitarbúningi Stok- owskíjs og Sinfónía nr. 4, „Hið óslökkvandi“, eftir Carl Nielsen. Hljómsveitarstjóri er Eistinn Arvo Volmer. Þetta er í fyrsta skipti sem Sif Tul- inius spilar Mendelssohn konsertinn með hljómsveit og segir hún mjög gaman að fá tækifæri til þess. Þegar hún er spurð að því hvort hún muni eftir því þegar hún heyrði þetta þekkta verk fyrst, er svarið afdrátt- arlaust. „Já, ég geri það. Ég hlustaði oft á verkið þegar ég var lítil stelpa. Þetta var stundum sett á fóninn þegar ég var að fara að sofa, þannig að ég var mjög lítil þegar ég heyrði hann fyrst. Ég held þó að ég hafi aldrei náð því að heyra síðasta kaflann... Ég man nú ekki alveg hver spilaði; – það var ekki einn af frægu fiðluleikurunum, þetta var bara eitthvað sem var til heima.“ Það var Sif sjálf sem bað for- eldra sína að spila þetta fyrir sig á sín- um tíma, henni fannst þetta einfald- lega mjög falleg tónlist. „Ég var mjög hrifin af verkinu. Ég var aðeins byrj- uð að læra sjálf á fiðlu, en ég man þó ekki eftir því að ég hafi verið að hugsa um að mig langaði til að spila þetta sjálf. Mér fannst konsertinn bara æð- islegur.“ Fínt að spila með kollegunum Sif segir sérstaklega gaman að spila einleik með kollegum sínum í Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Ég finn fyrir miklum stuðningi og það er mjög gott að spila með þeim. Ég er mjög ánægð – þetta er bara draumur.“ Þótt Fiðlukonsert Mendelssohns sé ekki spilaður alveg jafnoft í dag og var fyr- ir nokkrum árum, hefur Sif Tulinius margoft heyrt verkið á tónleikum og í upptökum. „Ég veit þó ekki hvort ég geti nefnt neinn sérstakan fiðluleik- ara sem mitt uppáhald í þessu verki. Það hefur hver sinn stíl.“ Sif æfði og lærði konsertinn strax í námi og segist hafa gripið í hann af og til síðan. En síðustu tveir mánuðir hafa svo farið í að æfa stíft fyrir tón- leikana í kvöld. „Þegar maður er ekki að spila konserta með hljómsveit fimmtíu sinnum á ári, þá verður þetta meira átak í hvert sinn. Ef ég hefði verið að spila þetta fyrir fimm vikum annars staðar þá horfðu málin kannski öðru vísi við. En svona er þetta – þetta er allt spurning um þjálfun, en þetta er fínt eins og það er og þetta er ómetanlegt tækifæri fyrir mig.“ „Tekst á við þetta á minn hátt“ Sif segist ekki finna fyrir öðruvísi væntingum þótt hún sé að fara að spila svo þekkt verk, en það sé þó öðruvísi að spila minna þekkt verk en þau sem allir þekkja. „Ég er þó ekk- ert mikið að hugsa um það að fólk hafi sérstakar væntingar; þetta er bara eins og að syngja lag sem allir þekkja, ég tekst á við þetta á minn hátt og það er mjög gaman.“ Sif fær þó tækifæri til að spila verkið öðru sinni, á skóla- tónleikum hljómsveitarinnar á föstu- dagsmorgun. Hún segir samvinnuna við hljómsveitarstjórann hafa gengið ákaflega vel og að hann hafi gefið henni góðan tíma til æfinga með hljómsveitinni í æfingavikunni. Sif Tulinius lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur vorið 1991. Hún lauk BA-prófi frá tón- listarháskólanum í Oberlin í Ohio og meistaragráðu frá Stony Brook tón- listarháskólanum í New York. Sif hef- ur leikið einleik og tekið þátt í flutn- ingi kammertónlistar hér heima, í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan og ennfremur á ýmsum alþjóðlegum tón- listarhátíðum, m.a. í Tanglewood, Bandaríkjunum, og Prussia Cove, Englandi, þar sem hún tók virkan þátt í flutningi nútímatónlistar m.a. í samvinnu við tónskáldin George Crumb og Sofiu Gubaidulinu. Sif leik- ur með Kammerhópi Salarins, Caput og Kammersveit Reykjavíkur, auk þess að koma fram á helstu tónlist- arhátíðum landsins. Sif gegnir nú stöðu annars konsertmeistara við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljóm- sveitarstjórinn, Arvo Volmer, stund- aði nám í kór- og hljómsveitarstjórn við tónlistarháskólann í Tallinn og framhaldsnám í St. Pétursborg og lauk diplómaprófi í óperu- og hljóm- sveitarstjórn 1990. Hann hóf starfs- ferilinn í Eistnesku þjóðaróperunni í Tallinn árið 1985 og stjórnaði þar óp- erum, ballettum og óperettum næstu árin, auk þess að koma fram með Eistnesku sinfóníuhljómsveitinni. Hann var aðalhljómsveitarstjóri þeirrar sveitar á árunum 1993-2001. Hann hefur stjórnað flestöllum sin- fóníuhljómsveitum Norðurlanda, auk þess sem hann kemur reglulega fram með fjölmörgum evrópskum hljóm- sveitum. Sif Tulinius einleikari á Sinfóníutónleikum Morgunblaðið/Jim Smart Sif Tulinius á æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni í gær. Fór að sofa með Mend- elssohn í eyrunum FJÖLBREYTTUR hópur tónlistar- manna flytur ólíka efnisskrá í Saln- um, Tónlistarhúsi Kópavogs, í kom- andi nóvember- mánuði. Verða fyrstu tónleik- arnir á föstudag en það eru sóló- tónleikar Vovka Stefáns Ashken- azy. Einnig verð- ur Þorsteinn Gauti Sigurðsson með sólótónleika í mánuðinum. Þá verða Valgeir Guðjónsson, ásamt Diddú og Helga Björnssyni o.fl., og Gísli Helgason blokk- flautuleikari hvor með sína út- gáfutónleikana. KaSa- hópurinn, Kuran Swing og Camer- arctica halda kammertónleika. Minning- artónleikar verða um Ellý Vilhjálms þar sem fram koma Guðrún Gunn- arsdóttir, Stefán Hilmarsson og Borgardætur undir hljómsveit- arstjórn Eyþórs Gunnarssonar. Guðný Guðmundsdóttir heldur upp á 35 ára debút og 70 ára af- mæli FÍH með því að spila fiðlu- perlur. Vinir Indlands halda styrkt- artónleika þar sem fram koma m.a. Diddú, Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran, Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir, Bubbi Morthens, Herdís Þorvaldsdóttir, Jónas Ingimundarson o.fl. Ágúst Ólafsson baríton syngur í Tíbrá en Dietrich Fischer-Diskau bauð honum að sækja einkatíma hjá sér í núna í nóvember, ásamt finnskum tenór og margverðlaun- uðum rússneskum píanista, og loks verður Jólabarokkhópurinn með útgáfutónleika laugardaginn 30. nóvember. Margþættir tónleikar í Salnum Þorsteinn Gauti Sigurðsson Gísli Helgason Ellý Vilhjálms LEIRLISTAMAÐURINN Bjarni Sigurðsson, sem nú sýnir verk sín í Gallerí Fold, lauk námi frá listaakademíunni í Árósum árið 2000 og er þetta í fyrsta sinn sem hann sýnir verk sín í Reykjavík. Sýn- inguna nefnir hann „Kakklamyndir – Hughrif úr íslenskri náttúru“. Kakklar eru vegg- eða gólfflísar úr brenndum leir og eins og listamað- urinn greinir frá í stuttum en fræð- andi texta í sýningarskrá hefur mannfólkið skreytt híbýli sín í árþús- undir með veggflísum. Lítur Bjarni á verk sín sem nútímaútfærslu á æva- fornri hefð. Á flísarnar skapar hann áferð sem vísar til íslenskrar nátt- úru. Hefur listamaðurinn þróað gler- unga sem mynda liti og áferð sem líkjast ytra lagi ýmissa jarðefna, líkt og að flísarnar séu skornar beint úr kantinum á leirhver eða að lón hafi verið fryst í ferhyrnd form. Það er því ekki hægt að segja annað en að listamaðurinn hafi góð tök á hand- verki sínu þótt ungur sé í faginu. Flestar flísarnar eru ferhyrndar og hanga á vegg. Oftast mynda níu flís- ar, sem er raðað saman í ferning, eitt verk. Hvert verk nefnir hann svo eft- ir náttúrufyrirbærum eins og „Sand- ar“, „Aska“, ,,Mosi“ „Hver“ og „Lón“. Uppsetningin er heldur snauð og virkar sem sýnishorn af ólíkum veggflísum. Íslensk náttúra er aftur á móti yfirþyrmandi og hún hrífur mann vegna þess að hún er „ægifögur“ (sublime). Slíkan mikil- fengleika er ekki að finna í smáum og fáum flísunum sem settar eru fram á þennan hátt. Með aðferðinni sem listamaðurinn hefur þróað hefur hann þó alla möguleika til kalla fram mikilfenglega upplifun með listsköp- un sinni, en til þess þyrfti hann að hverfa frá hlutgerðinni og einbeita sér að hughrifunum eða áhrifunum, t.d. með íburðarmeiri framsetningu á flísunum og jafnvel rýmisinnsetn- ingu þar sem litaflæmið mundi njóta sín ásamt vel þróaðri tækninni. Í ljósafold sýnir Marisa Navarro Arason 10 svart-hvítar ljósmyndir undir yfirskriftinni „Quo vadis?“ (Hvert ert þú að fara?). Líkt og Bjarni leggur hún áherslu á áferð, en myndirnar, sem allar eru nærmynd- ir teknar útivið að vetrarlagi, sýna ummerki eftir bíldekk í snjó, vind- barið gras og snjóhulda spýtna- hrúgu. Ljósmyndirnar nefnir hún eftir kvikmyndum. Sú fyrsta nefnist „Á köldum klaka“, sem er sami titill og á kvikmynd eftir Friðrik Þór Friðriksson, næstu 8 myndir heita „Lost Highway“ eftir kvikmynd David Lynch og sú síðasta nefnist „Quo Vadis?“, sem er eftir sígildri Hollywood-mynd Mervyn Le Roy. Titillinn „Lost Highway“ á vel við ljósmyndirnar enda sýna þær þjóð- veg þakinn snjó. Veturinn styður einnig titilinn „Á köldum klaka“, „Quo vadis?“ er kvikmynd sem fellur í hóp biblíumynda sjötta áratugar- ins. Spurningin „Hvert ertu að fara?“ er í samhengi við vegamynd- irnar, en ljósmyndin sem ber þann titil er nærmynd af spýtnahrúgu. Dettur mér helst í hug að listakonan sé að tengja krossa sem myndast í hrúgunni við biblíulegt þema kvik- myndarinnar. Auk áferðar og tengingar við kvik- myndir er myndbygging mikilvæg í verkum Marisu. Minna ljósmyndirn- ar jafnvel á kröftug svart-hvít mál- verk Bandaríkjamannsins Franz Kline á sjötta áratug síðastliðinnar aldar. Það er því athyglisvert að bera myndir hennar saman við ljósmyndir Clay Ketter, sem um þessar mundir eru sýndar í Hafnarhúsinu á „Carn- egie Art Award“ sýningunni en líkt og Marisa þá myndar Clay Ketter vegi og er greinilega að fást við áferð sem/og myndbyggingu. MYNDLIST Gallerí Fold Galleríið er opið á virkum dögum frá kl. 10–18, laugardaga til kl. 17 og sunnu- daga frá kl. 14-17. Sýningunum lýkur 3. nóvember. BJARNI SIGURÐSSON OG MARISA NAV- ARRO ARASON KERAMIK OG LJÓS- MYNDIR Flísalögð jörð og fannhvítir vegir Jón B. K. Ransu „Hver II“ eftir Bjarna Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.