Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 15 Fundur um stöðu íþrótta fatlaðra á Akureyri verður haldinn í kaffiteríu Íþróttahallarinnar í dag, 31. októ- ber, kl. 17.30. Allir áhugasamir eru velkomnir á fundinn, enda er hér um að ræða mál sem alla varðar. Markmið fundarins er að vekja at- hygli bæjaryfirvalda og lykilaðila á sviði íþrótta og málefna fatlaðra á mikilvægi aukins samstarf Íþrótta- félags fatlaðra, ÍF, og íþróttahreyf- ingarinnar almennt, segir í frétta- tilkynningu frá ÍF. Einnig að hvetja til aukinnar samvinnu aðildarfélaga ÍF og íþróttafélaga og deilda á svæðinu. Fötluðu fólki á landsbyggðinni er yf- irleitt beint í íþóttafélög fatlaðra eins og eðlilegt er. Það má þó ekki gleymast að þessi félög urðu til fyrst og fremst vegna þess að þessi hópur gat ekki nýtt sér af einhverjum ástæðum tilboð sem í boði voru hjá almennum félögum. Ef fatlaður ein- staklingur hefur áhuga á að stunda aðrar greinar en í boði eru innan slíks félags þarf að reyna að koma til móts við hann og það er helst gert ef góð samvinna ríkir á milli aðila á hverjum stað og ekki síst ef stuðn- ingur forsvarsfólks íþróttastarfsins fæst staðfestur. Í DAG Forgjafarmót verður haldið hjá Skákfélagi Akureyrar í kvöld, fimmtudagskvöldið 31. október, kl. 20. Þar fá minni spámenn meiri tíma til umhugsunar en þeir stigahærri. Á sunnudag, 3. nóvember, kl. 14 stendur félagið fyrir atmóti þar sem tefldar verða bæði at- og hraðskákir. Þór Valtýsson vann fyrsta 15 mín- útna mót skákfélagsins í liðinni viku, fékk 6 vinninga af 7, Halldór Brynj- ar fékk 5,5 og Karl Steingrímsson varð þriðji með 5 vinninga. Karlakór Dalvíkur heldur tvenna tónleika nú um mánaðamótin. Fyrri tónleikarnir verða í Dalvíkurkirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, 31. október kl. 20.30 og þeir síðari í Skjólbrekku, Mývatnssveit sunnudaginn 3. nóv- ember kl. 16. Á efnisskrá, sem er fjölbreytt, verða ýmis innlend og er- lend vinsæl kórlög þar má nefna: Svarfaðardalur, Rauðar rósir, Man- söngur, Víkingar og Stúdentasyrpa í útsetningu Jóns Þórarinsson. Stjórnandi er Guð- mundur Óli Gunnarsson, en hann er aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Undirleikari verður Daníel Þorsteinsson píanóleikari. Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir Arnaldur Indriðason Eftir Grafarþögn hljómar Röddin Jólahátíðin er að ganga í garð þegar starfsmaður á stóru hóteli í Reykjavík finnst myrtur í kjallara þess. Í fyrstu er allt á huldu um manninn en upplýsingar um æskuár hans koma lögreglunni á sporið. Grípandi og áhrifamikil saga um undarleg örlög. Arnald Indriðason Ný bók eftir ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 92 23 10 /2 00 2 Kemur í verslanir í dag! Arnaldur á Súfistanum í kvöld! Í kvöld kl. 20 verður dagskrá á Súfistanum tileinkuð Arnaldi Indriðasyni í tilefni af útkomu Raddarinnar. Reynir Lyngdal fjallar þar um myndsýn sína á metsölubók Arnaldar, Mýrina, en Baltasar Kormákur undirbýr nú gerð kvikmyndar eftir sögunni. Kristín Árnadóttir, íslenskufræðingur, ræðir um verk Arnaldar og loks les hann sjálfur úr nýju bókinni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Tónleikar í Ketilhúsinu, Akureyri Söngbók Gunnars Þórðarsonar Söngvarar: Hjördís Elín Lárusdóttir, Kristján Gíslason, Guðrún Árný Karlsdóttir. Hljóðfæraleikarar: Gunnar Þórðarson, gítar, Þórir Úlfarsson, píanó, Jón Rafnsson, bassi, Sigfús Óttarsson, trommur, Jon Kjell Seljeseth, hljómborð. Föstudagskvöld 1. nóv. Kl. 21.00 og 23.30 forsala aðgöngumiða hjá Pennanum/bókval á Glerártorgi Miðaverð kr. 2.400 alltaf á föstudögumDAGLEGT LÍF Verið er að koma fyrir nýju og glæsilegu orgeli í kirkjunni á Möðru- völlum í Hörgárdal. Af því tilefni heldur kirkjukórinn fjáröfl- unarbingó í Hlíðarbæ laugardaginn 2. nóvember klukkan 14. Einnig verða þarna seld ný jólakort til fjár- öflunar og vöfflukaffi í hléinu. Góðir vinningar eru í boði í bingóinu. Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.