Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 47 DAGBÓK VINUR Zia Mahmood dregur upp dollaraseðil og leggur á borðið: „Viltu veðja hvort númerið á seðlinum endar á jafnri tölu eða sléttri?“ er spurt. „Þetta er 50–50,“ svarar Zia og hefur ekki mikinn áhuga. „Ertu viss – kannski er þetta fyrsti seðillinn í umferð.“ Norður ♠ D76 ♥ Á975 ♦ Á108 ♣ÁG7 Suður ♠ ÁG ♥ KD62 ♦ D32 ♣KD109 Zia skellir saman skolt- um og hugsar sinn gang. Og kemst að eftirfarandi niðurstöðu: „Vissulega er það ólíklegt, en því ekki að taka þann möguleika með í reikninginn. Ég veðja á oddatölu.“ Þetta er dæmisaga sem gildir um alla prósentuspil- ara, hvort sem er í hinu daglega lífi eða við spila- borðið. Lærdómurinn er þessi: Ef það kostar ekk- ert að gera ráð fyrir ólík- um möguleika, því ekki að gera það? Hér spilar suður sex hjörtu og fær út lauf. Trompið liggur 3–2. Hvernig á að spila? Zia var með spil suðurs og sá fljótt að slemman snerist um spaðakónginn. „Fyrsta hugsunin var að taka trompin og svína spaðagosa og snúa mér síðan að næsta spili,“ sagði Zia. „En þá mundi ég eftir orðum vinar míns – að gera ráð fyrir hinu ólík- lega ef það kostar ekkert.“ Norður ♠ D76 ♥ Á975 ♦ Á108 ♣ÁG7 Vestur Austur ♠ K1085 ♠ 9432 ♥ G83 ♥ 104 ♦ K7 ♦ G9654 ♣8654 ♣32 Suður ♠ ÁG ♥ KD62 ♦ D32 ♣KD109 Zia tók trompin, síðan laufin og henti tígli úr borði. Spilaði síðan tígulás og tígli og lét lítið heima. Og viti menn, vestur var með fyrsta dollaraseðilinn – Kx í tígli. Tíguldrottn- ingin var góð og vestur varð að spila spaða upp í gaffalinn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert sjálfsöruggur en hleypir fólki ekki að þér fyrr en þú getur treyst því full- komlega. Þú færð mjög oft rétta tilfinningu fyrir hlut- unum og því er óhætt að treysta á þig í þeim efnum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur nú loksins komið auga á það sem aðrir hafa verið að benda þér á í lang- an tíma. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu óttann ekki hindra þig í að ná takmarki þínu. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ef þú heldur rétt á spilun- um mun þér ganga allt í haginn jafnt á vinnustað sem heima fyrir. Hóf er best á öllu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú átt inni að geta leitað til vina þinna um hjálp í tilfinn- ingalegu vandamáli. Þessu fylgja skemmtileg kynni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vertu stórhuga því nú er rétti tíminn til að hefja eitt- hvað nýtt. Einbeittu þér að því sem þú átt að gera. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú mátt eiga von á harðri gagnrýni ef þú hefur ekki stjórn á skapi þínu. Vertu því sanngjarn og réttsýnn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú verður þú að láta heilsu þína ganga fyrir öllu öðru. Gefðu þér tíma og sæktu orku í umhverfi þitt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ættingi þinn réttir þér hjálparhönd í minniháttar vandamáli. Skoðaðu frekar málið í heild og frá öllum hliðum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert með of mörg járn í eldinum og tekst þess vegna ekki að ljúka við neitt. Það gæti læðst að þér sú hugsun að þú værir kominn í eitt- hvert öngstræti. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það gengur náttúrlega ekki að ræða ekki málin við þá sem þú þarft að eiga sam- starf við. Vertu óhræddur við breytingar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er eitt og annað sem þú átt ógert. Dagurinn hentar vel til nákvæmrar skipu- lagningar og verkefna sem krefjast vandvirkni og þol- inmæði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu ekki ummæli annarra í þinn garð skemma fyrir þér daginn. Nú reynir á skipulagshæfileika þína og sjálfsaga. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT STÖKUR Vorið dregur eitthvað út undan frosnum bakka, hefur geymt þar grænan kút. Gef mér nú að smakka. Þegar hlákan þíðir ís, það mun verða fleirum, dalurinn allur rjóður rís, roðnar fram að eyrum. Jón Þorsteinsson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Rbd7 5. cxd5 exd5 6. Bg5 Be7 7. Dc2 c6 8. e3 O-O 9. Bd3 He8 10. h3 Rf8 11. O-O-O Be6 12. Re5 R6d7 13. Bxe7 Dxe7 14. f4 f6 15. Rf3 Hac8 16. Hhe1 Dd6 17. Kb1 a6 18. g4 b5 19. g5 c5 20. dxc5 Rxc5 21. Bf5 Ra4 22. gxf6 gxf6 23. Bxe6+ Dxe6 24. Dg2+ Kh8 25. Rxd5 De4+ 26. Ka1 Hc2 27. He2 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts Skákfélaga sem fór fram í húsa- SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. kynnum B&L. Þorsteinn Þorsteinsson (2295) hafði svart gegn Halldóri Grétari Einarssyni (2280). 27...Dxd5! 28. Hg1 Hc7 29. e4 Df7 30. e5 Hec8 31. Hee1 Rg6 32. Dg4 Dc4 og hvítur gafst upp. Árnað heilla 60ÁRA afmæli. Á morg-un, föstudaginn 1. nóvember, er sextug Unnur Anna Halldórsdóttir, leik- skólakennari og djákni, Háaleitisbraut 147, Reykja- vík. Hún og eiginmaður hennar, Tómas Sveinsson, bjóða vini og vandamenn velkomna í Safnaðarheimili Háteigskirkju í dag milli kl. 17 og 19. DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 31. október, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Aðalbjörg Magnúsdótt- ir og Þorsteinn Sigurðsson, Frostafold 24, Reykjavík. Í til- efni þess taka þau á móti ættingjum og vinum í Loftsalnum, Hólshrauni 3 (efri hæð), Hafnarfirði, sunnudaginn 3. nóv- ember kl. 16. Gjafir vinsamlega afbeðnar en þeim sem vildu gleðja þau er bent á jólasöfnun líknarfélagsins Alfa. DEMANTSBRÚÐ- KAUP. Í dag, fimmtudaginn 31. október, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Soffía Er- lingsdóttir og Ingvi E. Valdimarsson, Álfaheiði 8, Kópa- vogi. Þau eru að heiman í dag. MACIEJ óskar eftir ís- lenskum pennavini sem safnar frímerkjum. Maciej Cichosz, ul. Hoza 54/6, 25-618 Kielce, Poland. TARJA óskar eftir ís- lenskum pennavini sem safnar frímerkjum. Tarja Ihala, Jämijärventie 29 B. 12, 38800 Jämijärvi, Finland. SERGE, sem er 42 ára franskur maður, leitar að ís- lenskum pennavini. Ýmis áhugamál, t.d. lestur, bíó, ferðalög, íþróttir og bréfa- skriftir. Safna frímerkjum, símakortum, peningaseðlum og mynt. Serge Romagnan, Boite Postale 3200, 06204 Nice Cedex 3, France. JOSEPH óskar eftir ís- lenskum pennavini sem safnar frímerkjum, síma- kortum, mynt og seðlum. Joseph Bourke, Ross, Killala, co. Mayo, Ireland. Pennavinir Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema Laugavegi 54, sími 552 5201 Nýtt í Flash Gallabuxur í stærðum 38-48 20% kynningarafsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.