Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 45 Kringlan 8-12, sími 568 6211 Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420 4 DAGA SPRENGITILBOÐ fimmtudag - föstudag - laugardag - sunnudag 20% af öllum dömuskóm ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR AF ELDRI TEGUNDUM afsláttur FIMMTUDAGSTILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Verð áður 4.995 og 5.495 Verð nú 2.995 Margar gerðir, margir litir Str. 19-26 og 27-39 BARNAKULDASKÓR FRÁ Prófkjör um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu alþingiskosningar fer fram 22. og 23. nóvember 2002. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag, fimmtudaginn 31. október í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Opið alla virka daga frá kl. 9 til 17. Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem þar eru búsettir og hafa náð 16 ára aldri síðari prófkjörsdaginn. Einnig þeir sem skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn prófkjörsdagana en þeir þurfa að hafa náð 18 ára aldri við alþingiskosningarnar 10. maí 2003. Eftirtaldir frambjóðendur eru í kjöri: Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. Vernharð Guðnason formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Ásta Möller alþingismaður. Birgir Ármannsson aðstoðarframkvæmdastjóri. Björn Bjarnason alþingismaður. Davíð Oddsson forsætisráðherra. Geir Hilmar Haarde fjármálaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi. Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður. Guðrún Inga Ingólfsdóttir hagfræðingur. Ingvi Hrafn Óskarsson formaður SUS. Katrín Fjeldsted alþingismaður. Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður. Pétur Blöndal alþingismaður. Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður. Soffía Kristín Þórðardóttir þjónustustjóri. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra. Kjósa skal 10 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustaf frá einum og upp í tíu fyrir framan nöfn frambjóðenda. Nánari upplýsingar um prófkjörið verða birtar þegar nær dregur prófkjörsdögunum 22. og 23. nóvember. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stefánsson vann eitt sitt besta afrek á skákferlinum þegar hann lagði fjórða stigahæsta skákmann heims, Michael Adams, í fjórðu um- ferð Ólympíumótsins í Bled í Slóven- íu. Þetta gerðist á fyrsta borði í við- ureign Íslendinga og Englendinga, sem eru með sjötta sterkasta liðið á Ólympíumótinu. Úrslitin urðu 2½–1½ Englendingum í vil, en jafnteflið gerði Helgi Ólafsson gegn Jonathan Speelman. Í kvennaflokki mættu Ís- lendingar Tyrkjum og töpuðu 1–2, en Harpa Ingólfsdóttir sigraði í sinni skák. Michael Adams (2.745) er stiga- hæsti skákmaður sem Hannes hefur sigrað á sínum skákferli. Stigahæsti skákmaðurinn sem Hannes hafði sigrað fyrir þessa skák var núverandi heimsmeistari FIDE, Ruslan Ponom- ariov, en Hannes mátaði hann með tveimur riddurum eins og frægt er orðið á Evrópumóti taflfélaga 2001. Þá var Ponomariov með 2.684 stig. Líklega hefur einungis einn Íslend- ingur sigrað stigahærri skákmann en Michael Adams. Það var þegar Mar- geir Pétursson lagði Alexander Mor- ozevich í Evrópukeppni taflfélaga 1999 í Hellisheimilinu. Þá var Mor- ozevich með 2.751 stig. Einu sinni hef- ur Íslendingur reyndar sigrað stiga- hæsta skákmann heims og ríkjandi heimsmeistara, en það var þegar Friðrik Ólafsson sigraði Anatoly Karpov í Buenos Aires 1980. Það verður að hafa í huga við svona sam- anburð, að ekki er víst að ákveðin stigatala standi fyrir sama styrkleika nú og hún gerði fyrir einhverjum ár- um eða áratugum. Úrslit á einstökum borðum í viðureign Englands og Ís- lands: Hannes – Adams (2.745) 1–0 Nigel Short (2.684) – Helgi Áss 1–0 Helgi Ólafss. – J. Speelman (2.583) ½–½ Luke McShane (2.546) – Þröstur Þórhallss. 1–0 Að sögn Braga Krist- jánssonar voru Íslendingarnir óheppnir, ef hægt er að tala um slíkt í skák. Í skák Hannesar Hlífars gegn Adams flækti Englendingurinn taflið, en Hannes sá við öllum brögðum hans og sigraði. Helgi Áss fékk góða stöðu í byrjun gegn Nigel Short og tefldi djarft. Hann eyddi þó of miklum tíma á fyrri hluta skákarinnar, sem bitnaði á úrvinnslunni og hann tapaði. Skák Helga Ólafssonar gegn Speelman var í jafnvægi allan tímann. Þröstur stóð örlítið lakar gegn McShane frá byrj- un, en í lokin þegar hann átti betri tíma en Englendingurinn og hafði jafnteflið í hendi sér lék hann skák- inni niður í tap. Stúlkurnar töpuðu 1–2 fyrir Tyrkj- um. Harpa Ingólfsdóttir vann örugg- lega á fyrsta borði, en Aldís Rún Lár- usdóttir og Anna Björg Þorgrímsdóttir töpuðu. Tyrkland-Ís- land: C. Yildiz Betul (2.117) – Harpa 0–1 Aldís – Asli Bayrak (1.869 ) 0–1 Nilufer Cinar (2.111) – Anna Björg 1–0 Nýju tímamörkin hafa reynst mörgum keppandanum erfið á mótinu og segja má, að liðin okkar séu enn að venjast þeim, eins og flestir aðrir keppendur. Þegar líður á skák- ina skiptir nánast öllu máli að eiga meiri tíma en andstæðingurinn. Sá sem lendir í erfiðleikum í byrjun er í tímapressu í marga klukkutíma. Það eru engin leikjamörk, sem keppendur geta náð og þar með létt á pressunni, a.m.k. í bili. Staða efstu liða í opnum flokki er þessi eftir fjórar umferðir: 1.–3. Rúss- land, Pólland, Armenía 13 v. 4. Bosnía og Herz. 12½ v. 5. Úkraína 12 v. Íslendingar deila 46. sæti með öðr- um þjóðum sem hafa 9 vinninga. Í kvennaflokki eru þessi lið efst: 1.–2. Kína, Bandaríkin 9½ 3.–5. Rússland, Pólland, Georgía 9 v. 6. Júgóslavía 8½ Íslensku stúlkurn- ar eru í 53. sæti ásamt öðrum með 5½ vinning. Ingvar í 3.–16. sæti Ingvar Ásmundsson sigraði þýska skákmanninn Eckart Wunderer (2.206) í sjöundu umferð Heimsmeist- aramóts öldunga sem fram fer í Neumburg í Þýskalandi. Ingvar hef- ur því fengið 5½ vinning og er í 3.–16. sæti ásamt ýmsum meisturum sem voru í hópi sterkustu skákmanna heims á sínum tíma. Þar má t.d. nefna stórmeistara eins og Mark Taiman- ow, Wolfgang Uhlmann og Wolfgang Unzicker. Í áttundu umferð sem mætir Ingvar þýska alþjóðlega meist- aranum Anatoli Donchenko (2.448). Íslandsmót drengja og stúlkna um helgina Íslandsmót drengja og stúlkna verður haldið dagana 2. og 3. nóvem- ber 2002. Tefldar verða 9 umferðir og hefst taflið kl. 13 báða dagana og stendur til kl. 18. Umhugsunartími verður 25 mínútur á hvorn keppanda. Verðlaun verða fyrir efstu 5 sæti hjá drengjum en 3 sæti hjá stúlkum. Auk þess verða aukaverðlaun fyrir efstu sæti fyrir 12 ára og yngri og svo auka- verðlaun sem dregin verða úr þátt- tökuspjöldum. Þátttökurétt hafa allir krakkar fæddir 1987 og síðar. Þátttökugjald er 800 krónur. Teflt verður í Garða- skóla í Garðabæ. Gott er að keppend- ur skrái sig með því að hringja í 861 9656 (Páll) eða með því að senda tölvupóst á tgchess@yahoo.com, því hugsanlega þarf að gera ráðstafanir varðandi töfl og fleira. Einnig er hægt að skrá sig hjá Skáksambandi Íslands í síma 568 9141. Hannes sigraði Michael Adams SKÁK Bled, Slóvenía 25. okt. til 10. nóv. 2002 35. ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ Daði Örn Jónsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.