Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ragnhildur Sig-urðardóttir fæddist á Seyðisfirði 17. janúar 1929. Hún andaðist á líknar- deild Landspítala – Landakoti 23. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorbjörg P. Ingi- mundardóttir hús- freyja, f. 15. maí 1899 í Reykjavík, uppalin á Seyðis- firði, d. 18. febrúar 1986, og Sigurður Þ. Guðmundsson prent- ari, f. 6. febrúar 1899 í Glaumbæ í Staðarsveit, d. 10. október 1958. Sonur Ragnhildar er Sig- urður Þór Garðarsson, f. 1965. Maki 1) Linda Björk Reinhardsdóttir, börn þeirra eru Hannes Þór, Hildur Rún og Sunna Lind. Maki 2) Marín Björk Jónasdóttir, börn hennar eru Sandra Hlín, Tanja Kristín og Ottó Valur. Ragnhildur ól upp bróðurdóttur sína, Birnu Elínu Þórðar- dóttur, f. 1952, maki Úlfar G. Ásmunds- son. Börn þeirra Ró- bert Arnar, Ragna Þorbjörg og Þórður Grétar. Útför Ragnhildar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag kveðjum við góðan sam- starfsmann til margra ára og eftir- minnilegan persónuleika. Ragnhildur var starfsmaður Landsbanka Íslands frá árinu 1963, fyrst í aðalbankanum, Austurstræti 11, en lengst af eða frá árinu 1966 og til starfsloka 1997, í Austurbæjar- útibúi, fyrst sem gjaldkeri, síðan í sparisjóðsdeild. Hún var vandvirk og samvisku- söm í öllum sínum störfum og fljót- lega varð hún okkar færasti sérfræð- ingur í öllu sem laut að spari- sjóðsdeild. „Spyrðu hana Ragnhildi, hún veit þetta örugglega,“ var við- kvæðið ef flókin vandamál komu upp. Og það var ekki bara að hún Ragnhildur hefði lausnina á reiðum höndum heldur var hún gædd ótrú- legri þolinmæði og vilja til að upp- fræða þá sem voru að feta sín fyrstu spor í bankastörfum. Víst er að hún hefur lagt mikið af mörkum til að gera okkur að betri bankamönnum. Þá var það einnig eftirminnilegt við Ragnhildi hve umhyggjusöm hún var gagnvart viðskiptavinum og hve mikið hún lagði á sig til að veita sem besta þjónustu. Þetta kom best í ljós gagnvart þeim sem áttu erfitt um vik vegna fötlunar eða ellihrumleika og mátti segja að margir þeirra væru hennar „eign“ í þeim skilningi að þeir leituðu ávallt til hennar með sín viðskipti. Í daglegri umgengni var Ragn- hildur ljúf og hæglát, þó bjó ríkt skap undir niðri, sem helst lét á sér kræla ef henni þótti vinnubrögð óvönduð og hagsmuna viðskiptavina ekki nógu vel gætt. Þá voru hálffer- tugir „krakkar“ teknir í karphúsið, svo rækilega að menn gættu sín vel á að gera betur næst. Eftir að hún lét af störfum hélt Ragnhildur góðu sambandi við okk- ur með heimsóknum og símtölum og var alltaf ánægjulegt að rifja upp með henni ýmis skondin atvik sem upp komu í áranna rás. Brá þá oft fyrir gamalkunnum glettnisglampa í augum hennar. Heldur fækkaði heimsóknum upp á síðkastið þegar heilsan tók að bila en í símtölum bar hún sig alltaf vel og gerði þá gjarnan lítið úr veikindum sínum. Að lokum viljum við votta syni hennar, Sigurði Þór Garðarssyni, og fjölskyldu hans og Birnu Elínu Þórð- ardóttur og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ragnhildar Sigurðardóttur. Vinir og samstarfsmenn í Landsbanka Íslands, Laugavegi. Bregða ljóma á lífsins strönd ljóssins gjafir beztar. Sömu blómum sama hönd sáir á grafir flestar. (K.N.) Svona fer þeim öllum, sólunum mínum björtu, kvað Sigurður Nor- dal. Við Ragnhildur vorum vinkonur og bar aldrei skugga á vináttu okkar. Eru nú liðin sextíu og sex ár síðan við kynntumst þá sjö ára gamlar. Í Litla skóla en svo var skólinn okkar kallaður, en hann stóð andspænis Laugarnesi þá, sem nú er Listahá- skóli Íslands og síðan í Laugarnes- skóla. Ef lýsa á Ragnhildi var hún traust, áreiðanleg, heiðarleg, glað- lind og hláturmild og vinur vina sinna. Börnin og ömmubörnin voru henni allt. Yfir flúðir auðnu og meins elfur lífsins streymir, sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir. (Sigurður Nordal.) Hún lauk námi við Húsmæðra- skóla Hallormsstaða, enda óvenju myndarleg og flink í höndum, saum- aði allt sjálf á yngri árum. Hún unni góðum listum, kvæðum, bókum og tónlist þegar hún var ein heima gerði hún eins og ég, stillti hátt og naut tónlistarinnar út í ystu æsar. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. (Bryndís Jónsdóttir.) Nafna mín Bryndís Halldóra Jónsdóttir orti þetta til vinkonu sem dó úr því sama og Ragnhildur. Kæri Sigurður Þór, Birna Elín, ömmubörnin og fjölskyldurnar allar, vinir og vandamenn innilegar sam- úðarkveðjur. Bryndís frá Tómasarhaga. RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR ✝ Jónas MagnúsGuðmundsson fæddist í Keflavík 31. desember 1944. Hann lést 20. október síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Guðmundur Jónasson, f. 21.9. 1915, og Kristín Magnúsdóttir, f. 7.1. 1920, d. 18.7. 2001. Jónas kvæntist Heiðrúnu Guðleifs- dóttur, f. 18.12. 1948, þau skildu. Synir þeirra eru: Guð- mundur, f. 22.8. 1968, Jónas Birgir, f. 2.5. 1970, d. 10.4. 1972, og Jónas Magnús, f. 24.3. 1974. Jónas var í sambýli með Grétu Eiríksdóttur, f. 13.4. 1950. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Anna Margrét, f. 25.5. 1980, og Birgir Ingi, f. 30.6. 1982. Eiginkona Jónas- ar er Supan Lamai, f. 21.9. 1965. Sonur þeirra er Einar Freyr, f. 15.4. 1994. Jónas vann um árabil hjá varnarlið- inu á Keflavíkurflug- velli og starfaði þar sem skrifstofustjóri hjá fjármáladeild en síðan var hann skrif- stofustjóri hjá Nestis verslununum. Hann starfaði mikið að fé- lagsmálum, var for- seti og stofnfélagi Kiwanisklúbbsins Keilis og gegndi ýmsum störfum fyrir Kiw- anishreyfinguna. Jónas gegndi einnig ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir jafnaðarmannahreyfinguna. Útför Jónasar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Okkur setti hljóða þegar það fréttist að félagi okkar til margra ára væri látinn, langt um aldur fram. Jónas var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Keilis í Keflavík fyrir 32 árum og hefur reynst dug- mikill félagi æ síðan og hann gegndi fjölmörgum trúnaðar- og ábyrgðar- störfum, var m.a. einn af fyrstu for- setum Keilis. Við kveðjum góðan félaga og vin með söknuði. Blessuð sé minning Jónasar M. Guðmundssonar. Kiwanisklúbburinn Keilir, Keflavík. JÓNAS M. GUÐMUNDSSON Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkur, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, JÓNU UNNAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Boðagranda 1, Reykjavík, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 17. októ- ber sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þuríður Gísladóttir, Jón Magnússon, Ólafur Rögnvaldsson, Hildur Gunnarsdóttir, barnabörn og barnbarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HUGBORG BENEDIKTSDÓTTIR, Lækjartúni, Ölfusi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 2. nóvember kl. 13.30. Ólafur Jónsson, Jón Ólafsson, Sigurborg Valdimarsdóttir, Benedikt Ólafsson, Ásta Hallsdóttir, Kjartan Ólafsson, Arna Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vinarhug og stuðning við andlát og útför ARNDÍSAR PÉTURSDÓTTUR, Háaleitisbraut 49, Reykjavík, sem jarðsungin var frá Grensáskirkju mánu- daginn 21. október síðastliðinn. Kristrún Ólafsdóttir, Árni Hróbjartsson, Lilja Ólafsdóttir, Þorkell Jónsson, Pétur Ólafsson, Valgerður Jónsdóttir, Ólafur Ólafsson, Matthildur Laustsen, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR LOFTUR TÓMASSON, Hverabakka, Hrunamannahreppi, verður jarðsunginn frá Hrunakirkju laugar- daginn 2. nóvember kl. 14.00. Svava Sveinbjarnardóttir, Anna Sigurðardóttir, Jakob Marinósson, Þóra Sigurðardóttir, Sjöfn Sigurðardóttir, Þorleifur Jóhannesson, barnabörn og langafabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SALBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Eir, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju á morgun, föstudaginn 1. nóvember, kl. 13.30. Sigríður M. Markúsdóttir, Hjörtur Gunnarsson, Jón Markússon, Sigurbjörg Pétursdóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR, frá Njálsstöðum, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugar- daginn 2. nóvember kl. 14.00. Guðrún Hafsteinsdóttir, Páll Aðalsteinsson, Jósefína Hafsteinsdóttir, Jóhannes Albertsson, Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, Runólfur Aðalbjörnsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. AFMÆLIS- og minningar- greinum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrit- uðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða send- anda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minn- ingargreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.