Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 11 Vandaðir leðurskór í stærðum 20-26 Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Mikið úrval af ullarpeysum fyrir krakka frá 0-12 ára Jólafötin streyma inn STYRKTAR- og sjúkrasjóður versl- unarmanna í Reykjavík gaf Reykja- lundi í gær hjartagæslutæki með skjá og hjartalínuritssenditæki, sem nýtist hjarta- og lungnasjúklingum. Verðmæti búnaðarins er um 5,5 milljónir króna. Björn Ástmundsson, forstjóri Reykjalundar, segir að svona tæki hafi bráðvantað og það sé þegar komið í fulla notkun, en átta sjúk- lingar geti verið tengdir því í einu. Um 230 til 250 hjartasjúklingar og um 180 til 200 lungnasjúklingar njóta endurhæfingar á Reykjalundi á ári. Björn segir að tækið gjör- breyti möguleikum endurhæfing- arinnar. Í eldri tækjabúnaðihafi sjúklingarnir verið tengdir við tölv- una og því hafi einungis verið hægt að nota þrekhjól, en nú næðu sendar tækisins sambandi við móðurstöð frá stærstum hluta þjálfunarhússins. Því væri hægt að vera undir eftirliti í hjólasal, leikfimissal eða tækjasal. Tækið er mjög næmt og greinir óreglu og aðrar breytingar í línuriti. Hægt er að vista og prenta hjarta- línurit úr þjálfunartíma og lesa þau afturvirkt. Einnig er mögulegt að senda línurit til greiningar sem PDF-skjal til viðkomandi hjarta- læknis. Björn segir að Reykjalundur sem einkastofnun sé ekki með tækja- framlag frá ríkinu og fái því ekki ákveðna fjárhæð á ári til tækja- kaupa eins og önnur sjúkrahús. Því þurfi að treysta á gjafir og tilfellið sé að megnið af tækjabúnaði þjálf- unardeilda séu svona gjafir, en þær haldi starfseminni á floti og valdi því að afköstin hafi aukist jafnt og þétt. Landsambönd hjartasjúklinga hafi t.d. nýlega gefið Reykjalundi tæki upp á um 2,5 milljónir króna og sam- tök eins og Lionshreyfingin hafi ver- ið hjálpleg en þetta sé ein verðmæt- asta tækjabúnaðargjöf sem einstök félagasamtök hafi gefið stofnuninni. Styrktar- og sjúkrasjóður versl- unarmanna í Reykjavík er elsti starfandi félagsskapur kaupsýslu- og verslunarmanna á Íslandi, stofn- aður 24. nóvember 1867. Auk þess fjármagns, sem sjóðurinn sjálfur lagði af mörkum, söfnuðu nokkrir félagar sjóðsins, svonefnd Akademía 2002, fjármagni sem upp á vantaði til kaupanna á þessu 8 rása hjarta- gæslutæki. Akademíuna skipa Árni Þ. Árnason, Birgir Rafn Jónsson, Bjarni Ingvar Árnason, formaður, Bjarni Finnsson, Björgólfur Guð- mundsson, Einar Sæmundsson, Haukur Hjaltason, Jóhannes Jóns- son og Sigfús Sigurhjartarson, en formaður sjóðsins, Ólafur Jensson, hefur verið þeim til halds og trausts. Gjöfin er gefin í tilefni 135 ára af- mælis sjóðsins og er um leið þakk- lætisvottur fyrir hið mikla og fórn- fúsa starf sem fram fer á Reykja- lundi, en Einar Sæmundsson afhenti Birni Ástmundssyni gjafabréfið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einar Sæmundsson afhendir Birni Ástmundssyni gjöfina, en Ólafur Jensson, formaður sjóðsins, er á milli þeirra. Reykjalundi fært hjartagæslutæki að gjöf Styrktar- og sjúkrasjóður verslunarmanna í Reykjavík 135 ára Jakob Frímann Magnússon hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 9. nóvember nk. Jakob Frímann gefur kost á sér í 2.–3. sæti listans. Jakob Frímann leggur áherslu á nýjar leiðir við öflun verðmæta fyrir þjóðarbúið, frjálsræði í við- skiptum, um- hverfisvernd, opna lýðræðislega umræðu og síðast en ekki síst jöfnun lífskjara, að því er segir í frétta- tilkynningu. Hann er frjálslyndur jafnaðarmaður, hefur starfað með hreyfingu jafnaðarmanna í Alþýðu- flokknum frá árinu 1983 og verið varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík síðan 1999. Jakob Frímann hefur starfað að framgangi íslensks listafólks innan lands og utan og gegndi m.a. starfi menningarfulltrúa Íslands í London um nokkurra ára skeið. Hann hefur framleitt kvikmyndir og sjónvarps- þætti, auk þess sem hann hefur látið til sín taka í umhverfismálum, m.a. sem framkvæmdastjóri Græna hers- ins og Umhverfisvina. Jakob Frí- mann hefur um árabil staðið í fram- varðarsveit íslensks tónlistarlífs. Hann er framkvæmdastjóri Stuð- manna en auk þess á hann og rekur auglýsingastofuna Bankastræti, seg- ir í fréttatilkynningu. Helstu stefnumál, greinar og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu Jakobs. Slóðin er www.jakob- frimann.is. Kosningaskrifstofa Jak- obs Frímanns er að Laugavegi 26, 3. hæð, gengið inn Grettisgötumegin. Guðmundur Hallvarðsson alþing- ismaður gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík sem fram fer dagana 22. og 23. nóv- ember nk. Hann sækist eftir fimmta sætinu í prófkjörinu. Guðmundur er fæddur í Reykjavík 1942. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1966 og starfaði sem stýrimaður á vitaskipinu Ár- vakri 1965-1970. Hann var í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur 1972-1991, þar af formaður félagsins 1978-1994. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og samtök sjómanna, var m.a. varaformaður Sjómanna- sambandsins og í miðstjórn ASÍ. Þá hefur hann verið formaður Full- trúaráðs sjómannadagsins í Reykja- vík og Hafnarfirði frá 1984 og for- maður samtakanna frá 1993, jafnframt stjórnarformaður Hrafn- istuheimilanna. Guðmundur hefur setið á Alþingi frá 1991 og setið í sjávarútvegsnefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd, í sér- nefnd um stjórnarskrármál og er nú formaður samgöngunefndar. Stuðningsmenn Guðmundar hafa opnað skrifstofu að Ármúla 7. Þá hefur Guðmundur opnað heimasíðu á Netinu á slóðinni www.ghallvards.is. Í DAG STJÓRNMÁL FRAMSÓKNARMENN í Reykja- vík samþykktu uppstillingu í báðum kjördæmum Reykjavíkur á kjör- dæmisþingum framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður í gærkvöldi. Í suðurkjördæminu stóð fundur- inn í tæplega fjóra tíma og í at- kvæðagreiðslu greiddu 58 með upp- stillingu og 38 með prófkjöri. Fundurinn í norðurkjördæminu tók mun skemmri tíma, en þar voru 74 samþykkir uppstillingu, 19 vildu prófkjör og einn seðill var auður. Samkomulag náðist á fundi stjórn- ar Kjördæmissambands framsókn- armanna í Reykjavíkurkjördæmi suður í gærmorgun um að þing fram- sóknarmanna yrði haldið í gærkvöldi eins og boðað hafði verið. Laganefnd Framsóknarflokksins kvað upp þann úrskurð í fyrrakvöld að aðalfundur Félags ungra fram- sóknarmanna í kjördæminu hafi ver- ið ólögmætur. Sættir náðust svo í gærmorgun á milli fylkinga og kem- ur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Guðjóns Ólafs Jónssonar, formanns kjördæmissambands framsóknar- manna í Reykjavíkurkjördæmi suð- ur, og Hauks Loga Karlssonar, for- manns Félags ungra framsóknar- manna, að þeir hafi orðið ásáttir um að setja niður deilur sínar í fjölmiðl- um og vinna saman af heilum hug að góðum árangri Framsóknarflokks- ins í næstu kosningum. Samkomulag náðist um að fulltrú- ar Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður sem valdir voru til setu á kjördæmisþing árið 2001 yrðu boðaðir sérstaklega til þingsins í gærkvöldi. Stjórn FUF í Reykjavíkurkjör- dæmi suður lýsti því yfir í gær að með úrskurði laganefndar Fram- sóknarflokksins hafi fengist niður- staða sem stjórnin geti að fullu sætt sig við og muni í framhaldi þar af boða til nýs aðalfundar. Að sögn Guðjóns Ólafs er næsta skref að skipa uppstillinganefnd í hvoru kjördæmi og á það að gerast fyrir 15 nóvember nk. Fyrir 10. des- ember á hvor nefnd að gefa öllum flokksmönnum í viðkomandi kjör- dæmi kost á að tilnefna einn eða fleiri einstaklinga, sem viðkomandi vill sjá í framboði fyrir Framsókn- arflokkinn í kjördæminu. Síðan á hvor nefnd að leggja tillögur sínar til afgreiðslu fyrir kjördæmisþing, sem halda skal eigi síðar en 25. janúar á næsta ári. Framsóknarmenn völdu uppstillingu FÉLAG Vinstri hreyfingarinn- ar – græns framboðs í Reykja- vík ákvað á félagsfundi í fyrra- dag að stilla upp á framboðs- lista í báðum Reykjavíkurkjör- dæmunum. Steingrímur Ólafsson, for- maður félagsins, sagði ákvörð- unina einróma, en sjö manna uppstillingarnefnd var kosin á fundinum. Á hún að skila nið- urstöðu fyrir 10. janúar nk., en hennar er þó að vænta fyrr, að sögn Steingríms. VG stillir upp í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.