Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur orðið að sterku samstöðu- og sam- vinnuafli í Evrópu. Það er í dag mik- ilvægasti samningavettvangur Evr- ópuríkja. Sá andi samvinnu og vilja til sameiginlegra lausna sem það hefur skapað er ómissandi fyrir já- kvæða þróun í Evrópu, og hefur haft mikil áhrif á þróun mannréttinda og lýðræðis í þeim ríkjum sem nú eiga í samningum um aðild. Starfsemi ESB er tilraun til þess að styrkja það í evrópsku menningarlífi og fé- lagskerfi sem telst einkennandi fyrir álfuna. Styrkur Evrópu liggur í fjöl- breytninni. Evrópuskuldbindingar Íslendingar hafa ræktað efna- hagsleg, menningarleg og pólitísk tengsl við Evrópu. Við lítum á okkur sem Evrópuþjóð. Við höfum átt aðild að samtökum eins og Evrópuráðinu frá 1951 og Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) frá 1970. Við njót- um fjórfrelsisins á innri markaði Evrópusambandsins með þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu (EES) frá 1992 og eigum landamærasam- vinnu innan Schengen-samkomu- lagsins frá árinu 2000. Með ákvörð- unum um þessi tengsl höfum við lýst yfir vilja okkar til þess að teljast hluti af Evrópu. Jafnframt hefur Ís- land tekið fullan þátt í mennta- og menningaráætlunum Evrópusam- bandsins síðan árið 1992, og skuld- bundið sig með þeim hætti til þess að skapa evrópska samkennd og sam- stöðu. Svarið við vaxandi alþjóðavæð- ingu felst í skuldbindandi samstarfi milli ríkja, stjórnvalda, þjóðþinga og frjálsra félagasamtaka, þar sem þau stækka sinn pólitíska starfsvettvang út yfir landamærin. Íslenska lýð- veldið hefur margfalda reynslu af því að hagsmunum þess er best borgið þegar það hefur getað fylgt fram stefnu sinni samtímis á mörg- um stigum alþjóðlegs samstarfs. Sigur í landhelgismálinu vannst m.a. fyrir ötult starf á vettvangi Samein- uðu þjóðanna, innan Norðurlanda- ráðs og meðal bandalagsþjóða í NATO. Norrænt samstarf í ESB Sterk tilhneiging er til þess að ríki innan hverrar álfu hafi með sér náið pólitískt og efnahagslegt samstarf, en það auðveldar starf og árangur á þessu sviði í heimssamtökum eins og Sameinuðu þjóðunum, Heimsvið- skiptastofnuninni og Alþjóða vinnu- málastofnuninni svo dæmi sé tekið. Samstarfið innan Evrópusam- bandsins er að mínum dómi stækkun á starfi þjóðþings Íslendinga á þeim alþjóðlega vettvangi sem er okkur nærtækastur. Það eykur mögu- leikana til þess að ná fram mikilvæg- um pólitískum markmiðum. Framhald íslenskra stjórnmála Eftir Einar Karl Haraldsson Einar Karl Haraldsson er þátttakandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavíkur- kjördæmum 9. nóvember nk. „Sigur í landhelg- ismálinu vannst m.a. fyrir ötult starf á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna, innan Norðurlandaráðs og meðal bandalagsþjóða í NATO. “ Í LIÐINNI viku sátu þingmenn Reykjaneskjördæmis fundi með bæjarstjórnum kjördæmisins. Á fundunum var farið yfir stöðu sveit- arfélaganna, samskipti þeirra við ríkið og hvaðeina sem brennur á bæjarfulltrúum á svæðinu. Hvar sem við komum bar löggæslumál á góma. Eins og kunnugt er hefur staða löggæslunnar í nágranna- sveitarfélögum höfuðborgarinnar verið nokkuð til umræðu undanfar- in misseri. Íbúar og bæjaryfirvöld hafa víða lýst áhyggjum sínum vegna minnkandi grenndarlöggæslu og þar af leiðandi minnkandi þjón- ustu við hinn almenna borgara. Staðan í Kópavogi Upplýsingar um þróun fjölda lög- reglumanna í Kópavogi eru sláandi. Þar hefur ekki verið bætt einum einasta lögregluþjóni á vakt í rúma þrjá áratugi, eða frá 1970. Íbúar Kópavogs voru rúmlega 10 þúsund um 1970 en eru í dag um 25 þús- und. Það segir sig sjálft að sami fjöldi lögregluþjóna getur ekki veitt 25 þúsund íbúum þá þjónustu sem veitt var 10 þúsund manns. Ekkert bendir til þess að ríkisvaldið hugsi sér að bæta þjónustu við Kópavogs- búa á næstunni. Einu sýnilegu við- brögð dómsmálaráðuneytisins við þessari stöðu mála er að færa um- ferðardeild ríkislögreglustjóra frá Reykjavík til Kópavogs, þar sem er laus skrifstofa sem áður var ætluð forvarnafulltrúa. En sem kunnugt er starfar umferðardeildin sjálf- stætt og mun ekki sjá um grennd- argæslu í Kópavogsbæ. Staða lög- gæslumála í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi á Íslandi, er óviðun- andi bæði fyrir þá sem í því lög- regluliði starfa og að sjálfsögðu fyr- ir bæjarbúa. Ófaglærðar löggur Hlutfall ófaglærðra lögreglu- manna hefur einnig aukist gífur- lega. Á síðasta ári var það á bilinu 40–50% lögregluliðsins í Kópavogi. Þannig að ekki er nóg með að fjöldi lögreglumanna hafi ekki haldist í hendur við þróun íbúafjölda á svæð- inu heldur reynist erfitt að fá menntaða lögreglumenn til starfa. Í Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarn- arnesi hefur lengi verið kvartað undan því að löggæslan sé ekki sýnileg og virki því ekki sem sú for- vörn sem sýnileg löggæsla á að vera. Í stuttu máli þá virðist vilji ríkisvaldsins til þess að bæta grenndargæslu á höfuðborgarsvæð- inu vera næsta lítill. Forvarnargildi grenndarlöggæslu hefur fyrir löngu sannað sig. Hún er hluti af þeirri nærþjónustu sem er bæði sjálfsögð og nauðsynleg í borgarsamfélagi nútímans. Löggæslan þarf að færast nær fólkinu Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur Höfundur er alþingiskona fyrir Samfylkinguna. „Í Kópavogi hefur ekki fjölgað á lögreglu- vaktinni frá 1970.“ Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar frambjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum próf- kjör á forsíðu mbl.is. NÚ LÍÐUR að því að við sjálf- stæðismenn veljum okkar fulltrúa fyrir Alþingiskosn- ingarnar í vor. Um leið og ég vil hvetja alla flokksbundna Reykvíkinga til að kjósa í komandi prófkjöri langar mig til að beina athygli ykkar að einum frambjóðendanna. Birgir Ármannsson er nýliði í þess- um kosningum, en hann er fráleitt ókunnur þeim sem eitthvað hafa fylgst með pólitík síðastliðinn ára- tug eða tvo. Þrátt fyrir ungan aldur á Birgir að baki langt og farsælt starf innan Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur verið einn helsti leið- togi ungra sjálfstæðismanna um árabil en einnig notið trausts flokksmanna allra, sem sést best á því að hann hefur valist til fjöl- margra trúnaðarstarfa. Í mínum huga stendur Birgir fyrir allt það besta sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa: stöðugleika, stefnufestu og einlæga virðingu fyrir frelsi og réttindum ein- staklingsins. Birgir er hug- sjónamaður með eldmóð hins unga manns mótaðan af áralangri reynslu í stjórnmálum. Það að hann skuli nú hafa svarað kalli stuðn- ingsmanna sinna um að leyfa okkur að njóta hæfileika hans á nýjum vettvangi er happ sem við megum ekki láta úr hendi sleppa. Birgir Ármannsson er verðugur fulltrúi á Alþingi, ekki bara sjálf- stæðismanna eða Reykvíkinga heldur landsins alls. Birgi Ármannsson á þing Elsa B. Valsdóttir, sem er læknir í sér- námi, skrifar: EF dómgreind ykkar Samfylking- arfólks er ennþá í lagi. Annars kynni Jóhanna að falla út af þingi. Og er það vilji Samfylking- arfólks í Reykjavík? Ég held ekki. Við Jó- hanna vorum sam- þingmenn frá 1979– 1995, og engan þing- mann veit ég ötulli baráttumann fyrir almannahagsmunum en hana. Er þvargið um þátttöku í óræðri fram- tíð Evrópubandalagsins kannski far- sælla? Varla, enda hafa Reykvíkingar stutt Jóhönnu í öllum prófkjörum. En nú er sérkennileg aðför hafin. Ráðin eru tekin af fólkinu í borginni og takmörkuð við flokkinn, en Jó- hanna hefur sótt fylgi langt út fyrir hann. Stuðningsmenn Bryndísar Hlöðversdóttur í 2. sætið þora auð- vitað ekki að segja upphátt að engu skipti hvar á listanum Jóhanna lendi og vera má að einhverjir láti blekkj- ast og haldi að hún sé ekki í neinni hættu. Það er einfaldlega rangt. Samfylkingin er ekki minn stjórn- málaflokkur, en réttlætiskennd mín er ennþá óflokksbundin. Ég þekki þess utan allvel hverjir vinna vinn- una sína á Alþingi og hverjir ekki. Og ég þekki sannarlega störf Jó- hönnu, því að ósjaldan áttum við samleið. Og ekki síst þekki ég fingraför þeirra sem vinna eftir formúlunni: Ef þú styður mig, styð ég þig. Og ég veit líka að óheilindi og baktjaldamakk er ekki sterkasta hlið Jóhönnu. Ég skora á alla Samfylking- armenn að flykkja sér um Jóhönnu og veita henni stuðning til áfram- haldandi þingstarfa. Verðskuldi það einhver er það hún. Ef störfin á þingi eru ennþá annað en orðin tóm. Styðjið Jóhönnu Sigurðardóttur í 2. sæti Guðrún Helgadóttir, fyrrv. alþ.m., skrifar: Á UMLIÐNUM mánuðum og misserum hafa komið fram upplýs- ingar, m.a. frá ýmsum hjálparstofn- unum, stéttarfélögum og félagsþjón- ustu sveitarfélaga, sem benda til verulegrar aukningar á fátækt á Ís- landi. Stjórnvöld verða að grípa til að- gerða því öryggisnet velferðarkerfis- ins er greinilega brostið. Á Alþingi hef ég lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um könnun á umfangi fátæktar. Markmið hennar er að fram fari út- tekt á umfangi, orsökum og afleiðing- um fátæktar – bæði félagslegum og fjárhagslegum – og lagðar fram til- lögur til úrbóta sem treysta örygg- isnet velferðarkerfisins. Í tillögunni er lagt til að skilgreindur verði lág- marksframfærslukostnaður eftir fjöl- skyldugerð og miðað við að enginn hafi sér til framfærslu tekjur undir skilgreindum framfærslumörkum. Úttektina á að gera í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, heildarsamtök launafólks, lífeyris- þega og einstæða foreldra. Afleiðingar fátæktar Fullvinnandi fólk þarf í vaxandi mæli að sækja matargjafir til líknar- samtaka og leita fjárhagsaðstoðar til þess að eiga fyrir brýnustu nauð- þurftum eins og einstæðir foreldrar og tekjulágar barnafjölskyldur. Í þessum hópi er líka fjöldi öryrkja, aldraðra og atvinnulausra. Einnig hefur komið fram að þeim fjölgar stöðugt sem ekki hafa efni á að leita til læknis eða leysa út lyfin sín. Ég hef persónulega hitt fjölda aldraðra og öryrkja sem sökum þröngs fjárhags geta aðeins leyst út hluta af lyfjunum sínum og verða að sleppa öðrum. Af- leiðingar fátæktar hafa líka margvís- leg áhrif á uppvöxt barna sem koma frá mjög efnalitlum heimilum. Þau hafa ekki sömu möguleika til þrosk- andi félagslegrar þátttöku og tóm- stundaiðju og önnur börn. Ljóst hlýt- ur að vera að það hefur mjög neikvæð áhrif á börn að skynja að þau hafi ekki sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra. Rannsóknir hafa líka sýnt að andleg og líkamleg heilsa barna frá fátækum heimilum er mun verri en annarra barna. Það hlýtur að vera forgangs- verkefni í þjóðfélaginu að treysta á nýjan leik öryggisnet velferðarkerf- isins og losa fólk úr fjötrum þeirrar fátæktar sem verður sífellt sýnilegri í þjóðfélaginu. Aðgerðir gegn fátækt Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Höfundur er alþingismaður og tekur þátt í flokksvali Samfylkingar í Reykjavík. „Kanna verður um- fang og af- leiðingar fá- tæktar og leggja fram tillögur til úrbóta.“ ENGAR reglur eru til um há- marksbiðtíma eftir læknisaðgerð hér á landi. Það er óviðunandi. Ég hef lagt til á Alþingi þrívegis að lögfestar verði reglur um 3–6 mánaða há- marksbið. Langur biðtími eftir að- gerð hefur í för með sér mikil óþæg- indi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Á Norðurlöndum hafa verið settar slíkar reglur. Í Svíþjóð og Nor- egi hefur verið lögfestur þriggja mán- aða hámarksbiðtími. Í Danmörku er biðtíminn tveir mánuðir. Þar eiga sjúklingar rétt á að fara annað til að fá læknisaðgerð líti út fyrir að biðin verði lengri og greiðir hið opinbera þá fyrir aðgerðina sömu upphæð og upp- runalega sjúkrahúsið hefði fengið. Biðlistar dýrir og óhagkvæmir Vanlíðan, streita, kvíði og óvissa eru algeng hjá þeim sjúklingum sem þurfa að bíða lengi eftir aðgerð. Þá upplifir fólk langa bið sem virðingar- leysi við líf sitt og heilsu ef það á ann- að borð stendur í þeirri trú að aðgerð geti læknað mein þess og linað þján- ingar. Langur biðtími hefur ekki ein- ungis slæm áhrif á tilfinningalegt og líkamlegt ástand sjúklings. Viðurkennt er að biðin er kostnað- arsöm bæði fyrir sjúklingana sjálfa og þjóðfélagið í heild. Sjúklingar eru oft frá vinnu vegna veikinda sinna. Biðin hefur þau áhrif að vinnutap verður meira en ella sem oft hefur alvarleg áhrif á fjárhag sjúklinga og fjöl- skyldna þeirra. Vinnutapið leiðir síð- an til minni skatttekna ríkissjóðs og kostnaður Tryggingastofnunar eykst í hlutfalli við lengd veikindanna. Einnig má nefna aukinn kostnað ríkis og sveitarfélaga vegna heimaþjón- ustu, heimahjúkrunar, annarra lækn- ismeðferða og vistunarplássa. Líklegt er að aðgerð verði erfiðari og þar með kostnaðarsamari eftir því sem hún dregst lengur. Aukið álag og fjölgun innlagna á bráðadeildir sjúkrahús- anna má einnig að hluta til rekja til biðlistanna. Langur biðtími er því bæði þjóð- hagslega og heilsuhagfræðilega óhag- kvæmur. Ekki er unnt að setja ein- hlítar reglur sem gilda skuli við allar aðstæður. Ýmsar ástæður geta valdið löngum biðtíma, svo sem skortur á læknum, nauðsynlegum áhöldum og tækjum. Við slíkar aðstæður getur langur biðtími reynst óhjákvæmileg- ur. Ein ástæða sem ekki getur rétt- lætt langan biðtíma er fjárskortur, þar sem ljóst er að biðlistar spara enga peninga heldur er einungis verið að kasta peningum á glæ með mynd- un þeirra. Viðmiðunarreglu um hámarksbið ber að lögfesta hérlendis í samræmi við réttindi sjúklinga annars staðar á Norðurlöndum þótt ekki sé gengið eins langt í tillögu minni og þar. Styttum bið sjúklinga Eftir Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur Höfundur er alþingismaður og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. „Hámarks- bið ber að lögfesta hér- lendis í sam- ræmi við réttindi sjúklinga ann- ars staðar á Norð- urlöndum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.