Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 29 nn í r um a- rátt fyrir i hlutust. ulega in tók hins g virðist r að undnu rs og ba- afa feng- é að ær upp að sem mi upp un er sem um ð nú sé ustu lífi. su og reynir jafnframt að stunda reglu- bundna hreyfingu. Ristilkrabbamein hefur ekki greinst hjá öðrum í fjölskyldu hans svo að vitað sé og því í raun ekki hægt að geta sér til um tildrög sjúk- dómsins í hans tilviki. Engu að síður hafa nokkrir í fjölskyldunni farið í skoðun eftir að hann greindist með krabbamein. Hann segir fagna því að upplýst umræða sé farin í gang um rist- ilkrabbamein og forvarnir gegn sjúkdómnum hér á landi. „Ég held að það hljóti að vera af hinu góða að fólk viti hvernig þetta verður til og hvað ber að varast,“ segir Guðni. Hann segir að hvað sig snerti sé hann ánægður með hversu snögg viðbrögð voru viðhöfð þegar hann greindist með krabbamein og að mjög vel hafi verið að öllu staðið í bæði skiptin. „Ég verð að segja að sú þjónusta sem ég hef fengið hjá heilbrigð- iskerfinu hefur verið mjög góð,“ segir hann að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg krabba um mitt ár 2000. forvarnir gegn sjúkdómum í meltingarfær- um. Tveir við- rgunblaðsins, sem báðir hafa kdóminn á mismunandi stig- frá reynslu sinni; greiningu, ahorfum. g um in 1981 úr ristilkrabba sem greindist ekki fyrr en á mjög háu stigi. Þá hefur eitt systkina hennar greinst með ristilsepa sem voru fjarlægðir og hafa ekki vaxið aftur. Hún segist af þessum sök- um vera mjög meðvituð um hversu lánsöm hún er að hún greindist með ristilsepa á sínum tíma og í raun fyrir algjöra tilviljun. Dagný viðurkennir að það hafi stundum hvarfl- að að henni áður að hún ætti hugsanlega á hættu að fá krabbamein í ristli, bæði vegna þess að faðir hennar lést af völdum sjúkdómsins og vegna þess hversu algengt krabbamein er í fjölskyldunni. Hún segir að þetta hafi sumpartinn verið dulinn kvíði án þess þó að hún hafi stöðugt velt vöngum yfir því að þetta gæti komið fyrir hana líka. Hún telur það mjög af hinu góða að vitund- arvakning sé nú að verða í þjóðfélaginu um ristil- krabbamein og forvarnir gegn sjúkdómnum og segir mikilvægt að fólk hugsi sinn gang, sér- staklega þeir sem séu í sérstökum áhættuhópi á að fá krabbamein í ristli. „Auðvitað getur krabbamein heimsótt hvern sem er, það veit maður. En erfðaþátturinn virðist spila þarna mikið inn í, allavega ef marka má þær rannsóknir sem gerðar hafa verið,“ segir hún. Hún á tvö uppkomin börn og segist hafa hvatt þau til að fara í skoðun. „En hins vegar á fólk kannski erfitt með að taka sig allt í einu upp og fara í svona skoðun, að því er virðist að ástæðulausu. Fólki finnst kannski einhvern veginn eins og það geti ekki farið nema það hafi gilda ástæðu til þess. Og þess vegna fer kannski oft sem fer.“ Dagný bendir á að mikilvægt sé að breyta þessu hugarfari fólks og að það leiti sér aðstoðar ef minnsti grunur leiki á um að ekki sé allt með felldu. inið fljótt ANNAR dagur Norðurlandaráðsþingsins íHelsinki hófst í gær með því að forsætis-ráðherrar Norðurlandanna fluttu grein-argerðir sínar. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sagði þörfina á norrænu samstarfi enn vera jafnmikla og fyrir fimmtíu árum þegar Norð- urlandaráð var stofnað. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á að áfram yrði unnið að því að fjarlægja hindranir í vegi Norðurlandabúa sem flytjast milli landanna. Davíð sagði að þing Norðurlandaráðs endurspegl- uðu stjórnmál og samfélög hvers tíma, en enn væru sum þeirra mála sem voru sett á dagskrá á árdögum ráðsins enn óleyst. Eitt þeirra væru réttindi Norð- urlandabúa sem flytjast búferlum innan Norður- landanna. „Margvíslegar ástæður eru fyrir því að slík mál eru óleyst þrátt fyrir þá sátt sem ríkir um að fólk eigi að geta flutt greiðlega milli norrænu landanna. Ég legg áherslu á mikilvægi þess að hald- ið verði áfram að ryðja úr vegi landamærahindr- unum á Norðurlöndum,“ er haft eftir forsætisráð- herra á vef Norðurlandaráðs. Davíð fjallaði einnig um sögulegt mikilvægi stækkunar Evrópusambandsins og Atlantshafs- bandalagsins í austurátt og sagði að það hefði verið ljóst frá því fljótlega eftir lok kalda stríðsins að að- ild Austur-Evrópuríkjanna að ESB væri forsenda velmegunar og friðar í þessum heimshluta. Einnig minnti forsætisráðherra á mikilvægi samstarfs Norðurlanda í vesturátt við Skotland, skosku eyj- arnar og hluta Kanada, en sagði að slíkt samstarf yrði að vera undir öðrum formerkjum en samstarfið við Eystrasaltsríkin og Norðvestur-Rússland. Minnti Davíð á að Íslendingar hefðu tekið við for- mennsku í Norðurskautsráðinu fyrir mánuði og sagði að áhersla yrði lögð á gott samstarf milli þess og Norrænu ráðherranefndarinnar. Þá gerði hann alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi að umfjöllunarefni, en sagði jafnframt að mikilvægt væri að koma í veg fyrir að einræðisherrar og harðstjórar kæmust yfir gereyðingarvopn. Áhersla á samruna Göran Persson, forsætisráðherra Svía, kynnti meginstefnumál Svía í formennskutíð þeirra í nor- rænu ráðherranefndinni sem hefst 1. janúar næst- komandi þegar Svíar taka við formennskunni af Norðmönnum. Persson sagði að áhersla yrði lögð á samruna og aðlögun í víðum skilningi. Svíar myndu leggja áherslu á samþættingu á fjórum sviðum; inn- an Norðurlandanna, milli þeirra, milli Norður- landanna og nágrannaríkjanna og samstarf í sam- skiptum við ESB. „Norræn samfélög nútímans bera merki menning- arlegs fjölbreytileika sem hefur skapað nýja mögu- leika fyrir kraftmikið samstarf,“ segir í starfsáætlun Svíanna. Áhersla er lögð á að virðing sé borin fyrir mismunandi menningarheimum, svo lengi sem slíkt brjóti ekki í bága við lýðræðisleg gildi á Norð- urlöndum. „Umræðan um þessi mikilvægu mál verð- ur að vera skipulagðari og við verðum að deila reynslu okkar – bæði árangri og mistökum,“ segir ennfremur. Samstarfið við Eystrasaltslöndin aukið Þá leggja Svíar áherslu á að mismunun á vinnu- markaði verði upprætt og benda á aðstæður að- fluttra kvenna og barna sem koma frá löndum þar sem feðraveldið ræður ríkjum. Þær aðferðir sem Norðurlöndin hafi beitt til þessa hvað varðar aðlög- un aðfluttra kvenna að samfélaginu dugi ekki. Grípa þurfi til nýrra samþættra aðferða og dýpka sam- starfið, t.d. með löggjöf. Í formennskutíð Svía verði einnig lögð áhersla á að afnema ýmsar hindranir milli landanna, eins og t.d. að ökuskírteini og náms- gráður sem gild eru í einu landinu gildi jafnt á öllum Norðurlöndunum. Samstarfi við Eystrasaltslöndin og Norðvestur- Rússland verður framhaldið á næsta ári. Svíar munu leggja til að kannað verði hvernig Norðurlöndin geti stuðlað að fljótri aðlögun Eystrasaltslandanna að innri markaði ESB, en löndin eiga nú í aðild- arviðræðum við sambandið. Þá var baráttan gegn fíkniefnum og gegn mansali barna og kvenna nefnd sem dæmi um hvar löndin gætu unnið nánar saman í framtíðinni. Fram kom á fundinum að hin norrænu ríkin styðja Svía í þessum málum. Paavo Lipponen, for- sætisráðherra Finnlands, og Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, sögðu báðir að markmið Svía væru markverð framtíðarsýn. Annar dagur 50. afmælisþings Norðurlandaráðs Svíar leggja áherslu á aukinn samruna í formennskutíð sinni Í formennskutíð sinni í norrænu ráðherranefndinni, sem hefst um áramót, munu Svíar leggja áherslu á samrunaþróun í víðum skilningi. Samruna innan og á milli Norðurlandanna, samstarf við nágrannana í austri og í samskiptum við Evrópusambandið. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að enn sé mikil þörf á norrænu samstarfi og leggur áherslu á að landamæra- hindrunum á Norðurlöndum verði rutt úr vegi. Davíð Oddsson í hópi þingfulltrúa. Hann sagði í ræðu sinni að sum mál sem verið hafa á dagskrá Norðurlanda- ráðs frá upphafi væru óleyst. Eitt þeirra væri réttindi borgara sem flytjast búferlum innan Norðurlanda. Ljósmynd/Matti Hurme, Norðurlandaráð, norræna ráðherranefndin 2002 Á ÞINGI Norðurlandaráðs í gær þakkaði Árni Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra Norðurlönd- unum fyrir stuðning í atkvæða- greiðslu um aðild Íslands að Alþjóðahvalveiðiráðinu sem fram fór á dögunum. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs. Svíar greiddu, eins og kunnugt er, atkvæði með aðild Íslands að Alþjóðahvalveiðiráðinu fyrir skömmu, en sænsk stjórnvöld hafa sagt að það hafi verið fyrir mistök. Umhverfisráðherra Svíþjóðar, Lena Sommestad, vill að komið verði í veg fyrir að Íslendingar hefji hvalveiðar að nýju en í fyr- irvara við umsókn sína skuld- binda Íslendingar sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en í fyrsta lagi árið 2006. Svíar hafa sagt að þeir muni þrýsta á um að greidd verði at- kvæði um fyrirvarann á næsta fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þakkaði stuðn- ing í Alþjóða- hvalveiðiráðinu SIV Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra ætlar að heimsækja kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafield næstkomandi þriðjudag og ræða við yfirmenn hennar. Þetta kom fram í svari Sivjar við fyrirspurn Rannveigar Guð- mundsdóttur, þingmanns Sam- fylkingarinnar, á Norðurlanda- ráðsþingi í Helsinki í dag. Rannveig spurði hvort sam- starfsráðherrar Norðurlanda hygðust beita sér í málinu og hvað hægt væri að gera til þess að beita bresk stjórnvöld þrýstingi. Á vef Norðurlandaráðs kemur fram að Siv svaraði að umhverfisráðherrar Norðurlanda hefðu í sameiningu reynt að beita breska ráðherra þrýstingi og að því yrði haldið áfram. Samstarfsráðherrar Norð- urlanda fylgdust jafnframt vel með málinu. Siv til Sellafield KJELL Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, vísaði á bug hugmyndum um aðra þjóð- aratkvæðagreiðslu í Noregi um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í umræðum á afmæl- isþingi Norðurlandaráðs í Helsinki í gær. Bondevik sagði að þeir samningar sem Norðmenn hefðu gert við ESB nægðu þeim full- komlega. Áður en efnt verði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu verði Norðmenn að hafa skýrari mynd af því hvernig sambandið muni þróast, en miklar breytingar eru nú í deiglunni hjá ESB bæði vegna sáttmálans og fyrirhugaðrar stækkunar til austurs. „Ekki er hægt að útiloka aðild Norðmanna að ESB, en það mun líða nokkur tími áður en hún verður aftur á dagskrá í norskum stjórnmálum,“ sagði Bondevik. ESB-aðild ekki á dagskrá HØGNI Hoydal, varalögmaður Færeyja og formaður Þjóðveld- isflokksins, vill að staða norrænu sjálfstjórnarsvæðanna, Færeyja, Grænlands og Álandseyja, verði styrkt, þannig að þau standi jafn- fætis norrænu ríkjunum fimm í ráðinu. Í ræðu sem Hoydal hélt á þingi Norðurlandaráðs í gær- morgun, og sagt er frá á heima- síðu Norðurlandaráðs, sagðist hann einnig vilja að óskir Sama um að fá fullgilda aðild að ráðinu yrðu uppfylltar. Þá lagði Hoydal áherslu á að Norðurlöndin ykju samstarf sitt í utanríkis-, varnar- og efnahagsmálum, í stað þess að láta Evrópusambandið ráða sífellt meiru. Færeyjar fái sjálfstæða aðild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.