Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 27 HILDUR Rúna Hauksdóttir skrifaði mér opið bréf í Mbl. föstu- daginn 25. okt. sl. og spurði hvernig á því stæði að Reykjavíkurborg væri tilbúin til að taka þá áhættu sem er samfara fjárfestingu í Kára- hnjúkavirkjun „og spila þannig ábyrgðarlaust með almannafé“, eins og segir í bréfinu. Þá er spurt hvernig á því standi að Reykjavík- urborg geri ekki kröfu um arðsem- ismat vegna fórnarkostnaðar. Erindinu er beint til mín sem for- ystumanns í Reykjavíkurlistanum og forsvarsmanns sveitarfélags sem á 45% eignarhlut í Landsvirkj- un. Fyrst um Reykjavíkurlistann. Reykjavíkurlistinn er kosninga- bandalag þriggja flokka sem hafa ákveðið að standa saman að fram- boði til borgarstjórnar á grundvelli málefnasamnings og kosninga- stefnuskrár. Í samstarfinu í borg- arstjórn er ekki tekin afstaða til stefnumála sem eðli máls sam- kvæmt á að útkljá hjá öðru til þess kjörnu stjórnvaldi þ.e. Alþingi. Til slíkra mála geta flokkarnir þrír haft mismunandi afstöðu og þar með líka þeir einstaklingar sem starfa fyrir Reykjavíkurlistann í borgar- stjórn Reykjavíkur. Í orku- og stór- iðjumálum, og þar með í afstöðunni til Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði, eru skiptar skoðanir í borgarstjórn Reykjavíkur rétt eins og á Alþingi. Ég fer því ekki með málsvarshlutverk í þessu máli fyrir hönd þess fólks sem myndar Reykjavíkurlistann. En þá að Reykjavíkurborg. Mik- ilvægt er að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga sé sæmilega skýr og saman fari skyldur og ábyrgð hjá hvoru stjórnvaldi fyrir sig. Auð- veldar það öllum hlutaðeigandi að reka sín mál gagnvart stjórnvöldum og kalla eftir ábyrgð þeirra. Stefnu- mörkun ríkisins í virkjanamálum er ekki á verksviði borgarstjórnar og þá og því aðeins koma þau mál til okkar kasta að þau hafi bein áhrif á hagsmuni Reykjavíkurborgar. Sem stór eignaraðili að Landsvirkjun er Reykjavíkurborg í einfaldri ábyrgð fyrir öllum skuldbindingum fyrir- tækisins en um innbyrðis ábyrgð fer eftir eignarhlutföllum. Með ein- faldri ábyrgð er átt við að ekki verður gengið að ábyrgðaraðilanum fyrr en ljóst er um þrot félagsins. Ákveðin áhætta fylgir því að veita ábyrgð þó að aldrei hafi reynt á ábyrgðir eiganda Landsvirkjunar frá því fyrirtækið var stofnað. Nú liggur fyrir að Landsvirkjun hefur uppi stórfelld virkjunaráform og að þær framkvæmdir verði að mestu fjármagnaðar með lánsfé. Fyrir það fé sem verður tekið að láni verða til eignir sem er ætlað að standa undir afborgunum og vöxt- um af lánunum. Landsvirkjun er þegar mjög skuldsett fyrirtæki og áður en Reykjavíkurborg tekur ákvarðanir um frekari ábyrgðir verður að meta mjög vandlega þá áhættu sem er því samfara og yf- irfara arðsemisútreikninga fyrir- hugaðra framkvæmda. Fjárhagsleg áhætta Reykjavíkurborgar vegna Kárahnjúkavirkjunar er einkum sú að arðsemi virkjunarinnar verði ekki í samræmi við áætlanir og Landsvirkjun lendi í fjárhagslegum erfiðleikum þannig að ábyrgðir falli af þeim sökum á eigendur. Mikil- vægt er að fara yfir málið af kost- gæfni og hef ég skipað Sigurð Snævarr, borgarhagfræðing, full- trúa borgarinnar í starfshóp sem Akureyrarbær og iðnaðarráðuneyt- ið eiga einnig aðild að. Þegar starfs- hópurinn hefur lokið störfum er nauðsynlegt að borgarstjórn fari ít- arlega yfir niðurstöðu hans og meti ábyrgðarmörk sín gagnvart Lands- virkjun. Markmiðið hlýtur að vera að koma í veg fyrir að „spilað sé ábyrgðarlaust með almannafé“ eins og Hildur Rúna Hauksdóttir kemst að orði í bréfi sínu. Um Kárahnjúka- virkjun og Reykjavíkurborg Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Höfundur er borgarstjóri. „Aldrei hefur reynt á ábyrgðir eig- anda Lands- virkjunar frá því fyrirtækið var stofn- að.“ „EYÐILEGGING öræfanna“ er fögur grein og rétt eftir tónskáldið Hjálmar H. Ragnars. Álvershug- myndir iðnaðarráðherra og forstjóra Landsvirkjunar eru ekkert smáræði. Stækkun Norðuráls á stækkun ofan í samtals 240.000 tonn og afhending raforku til þeirrrar framleiðslu. Til þess að verða við þeim kröfum þykir ódýrast að taka friðlýst svæði, Þjórs- árverin, og valda óafturkræfum nátt- úruspjöllum. Um 90 athugasemdir bárust Skipulagsstofnun vegna Norð- lingaölduveitu sunnan Hofsjökuls. Í Mbl. 15. ágúst 2002 ritar Jónas Ragn- arsson greinina „Verndun Þjórsár- vera í rúma þrjá áratugi“ þar sem rakin er saga þeirra átaka og vitnað til ummæla ýmissa merkra manna um tvímælalaust verndargildi svæðisins. Þar koma m.a. til sögu Birgir Kjaran, dr. Finnur Guðmundsson og dr. Peter Scott. Vonandi er að núverandi ráða- menn vorir horfi til ráða þessara manna en láti ekki álverskröfu og ímyndaðan gróða blinda sig. Fyrst mink og skotmönnum hefur enn ekki tekist að útrýma heiðagæsinni, ættu ráðamenn vorir ekki að eyðileggja heimsins besta heiðagæsavarpland með uppistöðulóni. Fyrir löngu er búið að spilla vot- lendi vaðfugla, svo sem lóu, tjalds og spóa og annarra söngfugla vorsins, með skurðum úti um allar mýrar. Það sem eftir er af vatnsríku landi er því mjög dýrmætt ef menn unna landinu og fuglalífi þess. Ónefnt er enn eitt stærsta fyrir- tæki iðnaðarráðherrans og Friðriks Sófussonar, Kárahnjúkavirkjun og einnig á að stækka álverið í Straums- vík við Hafnarfjörð. „Erum ekki að fórna Þjórsárver- um,“ segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í Mbl. 17. ágúst 2002. Þar segir hún einnig að Landsvirkjun verði að reyna að verða við óskum Norðuráls um orku. Hún leggur því ekkert upp úr áliti þeirra dr. Finns og dr. Scotts né held- ur Ólafs Arnar Haraldssonar alþing- ismanns og flokksbróður. Iðnaðar- ráðherra og forstjóri Landsvirkjunar setja hagsmuni áframleiðenda í önd- vegi og styðjast þar við þá tvíræðu niðurstöðu Skipulagsstofnunar að Norðlingaölduveita muni ekki „rýra um of náttúruvernargildi Þjórsár- vera“. „Gæsin verði bara að flytja sig.“ Það á að græða upp land fyrir hana. Hvernig henni verður tilkynnt það, þegar hún kemur að miklu vatni á sín- um gömlu og góðu varpstöðvum, vita þau ein, ráðherrann og forstjórinn. Þökk sé þeim sem flögguðu í hálfa stöng fyrir Alcoa-samningnum. Við og ráðamenn vorir ættum að hafa að leiðarljósi þau sjónarmið sem Páll Steingrímsson kvikmyndagerð- armaður setur fram í stuttri grein í Mbl. 28. ágúst 2002. Hann segir: „Við erum nógu rík til þess að eiga Eyja- bakka og Þjórsárverin ósnert.“ Í lok greinar sinnar segir Páll: „Á tímum góðæris eigum við ekki að drýgja þann óvinafagnað að fórna landgæð- um fyrir umdeildan og mjög vafasam- an stundarhagnað.“ Fjölmargir ágæt- ir einstaklingar og fræðimenn hafa bent á þau hryðjuverk og vafasama hagnað sem af þessum virkjunar- áformum leiða. Þar kemur m.a. fram hjá formanni Þjórsárveranefndar að Landsvirkjun hefur í gerðum sínum á undanförnum árum stefnt að Norð- lingaölduveitu án þess að hafa til þess heimild eða nokkurt samráð við Nátt- úruverndarráð. Ég skora á Skeiðamenn, Gnúp- verja og aðra Sunnlendinga að standa þétt saman við að fá Þjórsárverin örugglega friðuð áfram. Sunnlending- ar! Sýnið festu og drengskap á móti óafturkræfum skaða á landi voru svo þið verðið ekki kallaðir „Undirgefnir aumingar“ svo vitnað sé í nafn á grein Kristjáns Hreinssonar skálds í Mbl. Þá vil ég vekja athygli á grein sem Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, ritaði í Mbl. 25. ágúst 2002 og heitir „Að virkja eða virkja ekki“. Hún hefur unnið að vistfræðirannsóknum í Þjórsárverum um 20 ára skeið og þekkir svæðið því flestum betur. Hennar niðurstaða er þessi: „Þjórs- árverin eru dýrmætasta hálendisvin Íslands.“ Margir íslenskir stjórnmálamenn, sem jafnvel fara nú með æðstu völd hjá þjóð vorri, hafa fyrrum lýst þeim viðhorfum að Þjósárver verði að vernda. Ég hlýt því að vona að þeir virði nú álit færustu vísindamanna okkar þar um. Ef ekki yrði það bitur reynsla að horfa á þá leidda eins og hunda í bandi erlendra áframleiðenda og íslenskra virkjunarsinna og verk- taka sem aðeins horfa til hugsanlegs hagnaðar dagsins í dag. Þar er fremstur í flokki forstjóri Landsvirkj- unar, sem kvartar undan ófræging- arherferð á hendur fallvötnum og virkjunarmönnum. Nafnið foss virð- ast hann og hans skoðanabræður hafa máð út úr orðaforða sínum. Náist áform Landvirkjunar fram þá segi ég: Grát ástkæra fósturmold. Fossarnir nefnast fallvötn því fossa má ekki nefna, þegar álhringir eignast land og alla fossana gefna. „Grát ástkæra fósturmold“ Eftir Rósu B. Blöndals „Vonandi láta núver- andi ráða- menn ekki álverskröfu og ímyndaðan gróða blinda sig.“ Höfundur er rithöfundur. NOKKUR skrif hafa átt sér stað í kjölfar ráðningar framkvæmda- stjóra Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja (HSS). Jórunn Tómasdóttir benti á að ráðherra væri að misnota jafnréttis- lög, þegar hann notaði þau til að rétt- læta ráðningu Sigríðar Snæbjörns- dóttur. Áður höfðu Sigríður og Skúli Thoroddsen verið metin hæfust um- sækjenda. Eftir að stjórn HSS hafði tekið viðtöl við þau mæltu fjórir stjórnarmenn með Skúla en fulltrúi ráðherra einn með Sigríði. Meirihluti stjórnar mat því Skúla hæfari. Kristinn H. Gunnarsson svarar Jórunni og bregður á það ráð að gera orðalag og stíl að aðalatriði, en gerir litla tilraun til að fjalla um efnisat- riði. Hann skýrir ekki hvers vegna ráðherra gengur gegn niðurstöðu meirihluta stjórnar, ráðherra hafði þó ekki tekið viðtöl við umsækjendur um þetta mál. Til að gera Jórunni tortryggilega bendir hann svo á að hún sé bara fúl af því að sambýlismaður hennar hafi ekki fengið stöðuna. Sjálfur kastar hann þar steini úr glerhúsi því eins og Jórunn bendir á í svargrein sinni er sambýliskona Kristins aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra. Hversvegna gagnrýni? Vissulega hefur HSS verið rekin með halla undanfarin ár. Viljandi hafa fjárveitingar til slíkra stofnana verið of litlar, ekki hefur verið gert ráð fyrir fyrirsjáanlegum hækkun- um, s.s. launa og lyfja. Afleiðingin er að þær eru reknar með halla. Hann er svo oft leiðréttur með fjáraukalög- um seinni hluta árs. Þetta er skolla- leikur ríkisstjórnar til að sýna „fal- legri“ fjárlög með meiri afgangi, þó vitað sé að stór hluti hans sé óraun- hæfur. Þessi aðferð skapar líka vald- höfum þá stöðu að þeir hafa sverð rekstrarhallans stöðugt hangandi yf- ir stjórnendum stofnana. Nýlega var gerður ótímabær starfslokasamningur við fyrrverandi framkvæmdastjóra HSS. Í kjölfar þess var staðan auglýst. Margir sóttu um. Meðal umsækjenda var lögfræðingur sem hefur mikla reynslu af stjórnun heilbrigðisstofn- ana. Því miður býr hann í Keflavík og er því í nánum tengslum við njótend- ur þjónustunnar, hefur taugar til þess samfélags sem stofnunin á að þjóna. Matsnefnd fjallaði um málið. Sig- ríður og Skúli hæfust. Stjórnin ræðir við þau og fjórir stjórnarmenn mæla með að Skúli verði ráðinn. Ein und- antekning. Fulltrúi ráðherra greiðir Sigríði atkvæði. Var það tilviljun eða var þegar búið að ákveða að Sigríður fengi starfið? Ráðherra tekur við málinu, veitir Sigríði starfið. Ég sem íbúi á starfssvæði stofn- unarinnar óttast að þetta hafi ekki verið gert með hagsmuni okkar í huga. Þetta hafi frekar verið gert til að auðvelda niðurskurð á þeirri þjón- ustu sem okkur er veitt. Að lokum, vegna þeirra fjölskyldu- tengsla sem nefnd hafa verið, þá velti ég því fyrir mér hvort sú staðreynd að Sigríður er gift landlækni geti haft einhver áhrif á úttekt landlækn- is á HSS þegar eiginkonan er þar framkvæmdastjóri. Ráðherra huns- ar heimamenn Eftir Jóhann Geirdal Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Reykjanesbæ. „Ég óttast að þetta hafi ekki verið gert með hagsmuni okkar í huga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.