Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Enni- berg kemur og fer í dag. Mánafoss kemur í dag. Dettifoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss fór til Reykjavíkur í gær. Mannamót Eldri borgarar. Sameig- inlegur fundur með fé- lögum eldri borgara í Hafnarfirði, Bessa- staðahreppi, Garðabæ og Kópavogi verður í Kirkjuhvoli, Garðabæ, laugard. 2. nóv. kl. 14. Al- þingismönnum Reykja- neskjördæmis hefur ver- ið boðið á fundinn. Félögin hvetja eldri borgara til að mæta á fundinn. Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Lyfja verður með kynningu í kaffitím- anum og býður upp á kaffi og meðlæti. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa, kl. 10–16 pútt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 13 bókband, kl. 14–15 dans. Félagsvist á morg- un kl. 13.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánudaga og fimmtu- daga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æf- ing, kór eldri borgara í Damos. Laugard.: kl. 10– 12 bókband, línudans kl. 11. Námskeið í postulíns- málun byrjar 18. nóv. Skráning í s. 586 8014 e.h. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9– 12 íkonagerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13–16 spilað, kl. 9.30 dans- kennsla. Kl. 10.30 messa, umsjón sr. Kristín Páls- dóttir. Félagsstarfið Furugerði 1. Kl. 9, aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, leirmunagerð og handa- vinna, kl. 9.45 versl.ferð í Austurver, kl. 13.30 boccia, kl. 20 í kvöld verður Bandalag kvenna með skemmtun, allir vel- komnir. Söngur, grín og gaman, kaffiveitingar og dans. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, hárgreiðslustofan opin kl. 9–14, kl. 15.15 sam- kvæmisdansar, kl. 15.15 danskennsla. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fóta- aðgerðir, kl. 10 hársnyrt- ing, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Ferð í Borg- arleikhúsið 2. nóv. kl. 20 að sjá Kryddlegin hjörtu. Rúta frá Kirkjuhvoli kl. 19.30. Kynning frá Lyfju í Garðabergi mánud. 4. nóv. kl. 14. Veitingar, spilað og sungið. Opið hús í Holtsbúð 6. nóv. kl. 13.30, spilað o.fl. Brids- námskeið byrjar 6. nóv. í Garðabergi kl. 13 og verður í 5 miðvikud. fyrir jól og 5 miðvikud. eftir jól. Skráning hjá Hönnu s. 565 6838 eða Margréti s. 820 8571. Allir vel- komnir. Byrjendanám- skeið í spænsku byrjar 7. nóv. kl. 17. Skráning í spænsku og leikhúsferð hjá Margréti í s. 820 8571 eftir hádegi. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag púttað í Hraunseli kl. 10, bingó kl. 13.30, gler- skurður kl 13. Á morgun tréútskurður kl. 13, brids kl 13:30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Kaffistofan er lokuð vegna breytinga í Glæsibæ. Fimmtud.: Brids kl. 13. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Bridsnámskeið kl. 19.30. Almennur félagsfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður í Ásgarði í dag kl. 17. Fundarefni: Skatt- lagning ávöxtunarhluta lífeyrisgreiðslna – ís- lenska ríkinu stefnt. Önnur mál. Allt áhuga- fólk um málefni aldraðra velkomið. . Árshátíð FEB verður haldinn í Ásgarði föstud. 15. nóv. Veislustjóri sr. Hjálmar Jónsson. Hátíðaræðu flytur Ellert B. Schram. Þorvaldur Halldórsson syngur og stjórnar fjöldasöng, Jóhannes Kristjánsson með gam- anmál. Kórsöngur Söng- félags FEB. Hljóm- sveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Miðapant- anir á skrifstu FEB s. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn, kl. 13.15 „Kynslóðir saman í Breiðholti“ félagsvist í samstarfi við Seljaskóla, verðlaun, allir velkomnir. Á morgun dansleikur kl. 20–23.30 hljómsveit Hjördísar Geirs, húsið opnað kl. 19.30, léttar veitingar í Kaffi Bergi. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.55 leik- fimi, handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–15, kl. 9.30 keramik og leir- mótun, kl. 13 ramma- vefnaður, gler og postu- línsmálun, kl. 15 enska, kl. 17 myndlist, kl. 17.15 kínversk leikfimi, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og keramik, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl.13 handavinna, 13.30 fé- lagsvist. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmud.: Kl. 10, aðra hverja viku, púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13–16.45 leir, kl. 10–11 ganga, kl. 14–15 jóga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 alm. handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 13– 16 kóræfing og mósaík. Á morgun kl. 15 kemur Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir alþing- ismaður í heimsókn, á morgun kl. 13.30–14 veit- ir Landsbanki Íslands al- menna bankaþjónustu. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, körfugerð og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt og spil- að. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Háteigskirkja eldri borgarar. Kl. 14 í Setr- inu, samverustund, „vinafundur“ fólk hjálp- ast að við að vekja gaml- ar og góðar minningar, sr. Tómas og Þórdís þjónustufulltrúi sjá um stundina. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Biblíulestur kl. 17 í umsjá Skúla Svav- arssonar. Allar konur velkomnar. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánudaga og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Húsmæðrafélag Reykja- víkur heldur basar á Hallveigarstöðum sun- nud. 3. nóv kl. 14. Í dag er fimmtudagur 31. október, 304. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Af því þekkjum vér kærleikann, að Jesús lét lífið fyrir oss. Svo eigum vér og að láta lífið fyrir bræðurna. (I. Jóh. 3, 16.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 skipulagsleysis, 8 af- skekktan stað, 9 kven- dýrið, 10 hrós, 11 hluta, 13 kjaft, 15 baug, 18 af- drep, 21 bók, 22 dunda, 23 tréð, 24 afgjald. LÓÐRÉTT: 2 sálir, 3 dós, 4 helming- ur, 5 hljóðfæri, 6 heppni, 7 hægt, 12 málmur, 14 stormur, 15 skellur, 16 svelginn, 17 háski, 18 öfl- ug, 19 ísbreiðu, 20 geð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fælin, 4 varpa, 7 kóngs, 8 tekin, 9 inn, 11 auðn, 13 æður, 14 aftur, 15 vörm, 17 asks, 20 fat, 22 mögla, 23 órótt, 24 rengi, 25 feiti. Lóðrétt: 1 fækka, 2 línið, 3 nesi, 4 vatn, 5 rykið, 6 agnar, 10 nötra, 12 nam, 13 æra, 15 vomar, 16 ragan, 18 skóli, 19 sótti, 20 fali, 21 tólf. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI er alveg dasaðurþessa dagana. Hann var að komast að því að hann væri græn- metisæta. Þetta stendur í bókinni „Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk“ eftir dr. Peter J. D’Adamo með að- stoð Catherine Whitney. Þar stend- ur um A-blóðflokkinn: „A flokkur blómstrar á grænmetisfæði, arfi frá forfeðrunum sem voru bændur og vildu frekar halda kyrru fyrir en fara í stríð.“ Þetta á við um Víkverja sem er einmitt í A-flokki og móðurbróðir hans er bóndi í Skagafirði. Ekki þó vegna þess að hann vildi ekki fara í stríð. Þar á bæ var Víkverja reyndar kennt að meta mikilvægi mjólkur og kjöts – bannvöru fyrir fólk í A-flokki. Það er vandalaust að lesa bókina með opnum huga, þótt margt komi manni óþægilega á óvart eins og það hve appelsínur og bananar séu vond- ir fyrir fólk í A-flokki. Víkverji er al- veg til í borða eitthvað annað í stað- inn s.s. apríkósur og sítrónur sem eru betri fyrir hans blóðflokk. Tóm- ata ber einnig að forðast og Víkverji getur líka sætt sig við það og farið að borða spínat í staðinn eins og Stjáni blái. Spergilkál er það grænmeti sem fær háa einkunn hjá bókarhöf- undum og Víkverji varpaði öndinni léttar, enda mikil spergilkálsæta frá því í sumar. Gulrætur eru góðar líka og ekki síst hvítlaukur. Víkverji borðar hvort tveggja 6 sinnum í viku. Nýmjólk er líka bannvara og jafn- vel undanrenna! Nú fór að kárna gamanið. Og áfram las Víkverji að soyamjólk og geitamjólk væri betri kostur en þessi venjulega. Aldrei hefur Víkverji smakkað soyamjólk, hvað þá geitamjólk, en varð svo svakalega forvitinn og um leið reiður yfir því að vita ekki lengur hverju hann ætti að sulla yfir haframélið á morgnana, að hann fór beina leið í heilsubúð og keypti sér hálfan lítra af þessari soyamjólk. Reyndar er hún frábær á bragðið, það skal við- urkennast, og silkimjúkt bragðið endist í nokkra klukkutíma, nema maður bursti tennurnar strax að loknum morgunverði. Erfitt val það; bragðið eða burstinn. En verst með kjötið þó. Það er víst bara gott fyrir þá sem eru í O-flokki. x x x ÞAÐ ER nú svo með þessa nær-ingarfræði og heilsufræði al- mennt, að Víkverji tekur mark á þessu öllu af einskærum ótta við að sigla annars sofandi að feigðarósi. Hann vill alls ekki vinna gegn sjálf- um sér með því að borða vitlausar fæðutegundir. En Víkverji hefur samt alla tíð upplifað sig sem herskáa kjötætu, sem kann best við sig í átakamiklum íþróttum. Státar af sterku ónæmiskerfi, enda ekki fengið pest í mörg ár. En nú er þessi sjálfsmynd hrunin. Samkvæmt bók- inni er Víkverji grænmetisæta sem á að stunda rólegar æfingar eins og jóga eða golf. Og hugleiða til að ná tökum á álagi. Víkverji hefur fram til þessa bara farið í sund til að ná tök- um á álagi. En bannsettu O-flokks- fólkinu er í bókinni beinlínis skipað að borða kjöt og stunda kröftuga þolfimi. Einmitt það sem Víkverji hefur haft yndi og ánægju af alla sína tíð. Hann dauðöfundar O-flokkinn og er ljóst að hann hefur frá fæðingu hag- að sér eins og hann tilheyrði þeim flokki. Rétt eins og úlfabarn sem hafði ekki hugmynd um að það væri maður fyrr en það var tekið í fóstur af mannfólkinu – og bar aldrei sitt barr upp frá því. Atvinna umfram auðn ÉG vil koma því á framfæri að ég tel að hungurverkfall það sem Hildur Rúna var í hafi ekki þjónað neinum til- gangi. Hún veit sjálf að búið er að taka ákvörðun um þetta mál og það hefur ekkert að segja að ein manneskja sé að svelta sig. Hún er ein- göngu að gera sjálfri sér illt. Mér finnst hún ekki vera að hugsa um fólkið í land- inu með þessum aðgerðum, sérstaklega Austfirðinga, og alla þá atvinnu sem skapast við þessar fram- kvæmdir. Auk þess má gera ráð fyrir að fiskiþorp leggist niður ef ekki er önn- ur atvinna í boði. Hef ég grun um að flest af því fólki sem er á móti virkjunum hafi ekki komið á virkjun- arstað því þangað er ekki hægt að komast með auð- veldu móti. Það hafa verið sýndar myndir frá þessu svæði og virðist þar vera auðnin ein. Mér finnst það meira virði að landsbyggðarfólk hafi vinnu og þurfi ekki að flykkjast suður heldur en að vernda auðnir á hálend- inu. Það er nægur fólksflótti fyrir vegna atvinnuleysis. Valborg Böðvarsdóttir. Vinar leitað ÉG er að leita vina minna frá því ég var skiptinemi á Íslandi 1986. Þau eru Ang- ela Hobbs, frá Juno í Alaska; Skúli Skúlason, sem vann hjá Bakka hf. í Ólafsvík; Gísli Gíslason; Linda og Gunna Jóhanns- dætur og Sveinn Þórarins- son (Svenni), sem vann hjá Vífilfelli í Reykjavík. Þeir sem gætu gefið upp- lýsingar vinsamlega hafið samband á netfanginu: clovrboy41166@aol.co Leiðrétting á vísu HANS Arreboe Clausen hafði samband við Velvak- anda og vildi hann koma á framfæri leiðréttingu á vísu sem hann samdi en hefur frétt að farið sé rangt með. Vill hann leiðrétta rang- færsluna. Vísan er rétt svona: Falla tré sem guð oss gaf græt ég fagra hlyni nær væri höggva hausinn af Helga Sæmundssyni. Bronsaðir barnaskór ÁGÚSTA hafði samband við Velvakanda og hefur hún áhuga á að vita hvar hægt sé að fá barnaskó bronsaða eða gyllta. Tapað/fundið Gullúr týndist GULLÚR týndist sl. fimmtudagskvöld fyrir ut- an Austurver. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 553 4202. Treck-hjól týndist TRECK hjól, rautt og silf- urlitað, týndist sl. helgi frá Ægisgötu 26. Eigandi sem er 10 ára saknar hjólsins sárt. Þeir sem geta gefið upplýsingar hafi samband í síma 551 0204 og 860 1956. Bíllyklar í óskilum BÍLLYKLAR fundust á Ásvallagötu 10. okt. sl. Upplýsingar í síma 552 1601. Giftingarhringur í óskilum GIFTINGARHRINGUR fannst fyrir skömmu í miðbæ Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 823 4265. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is EFTIR lestur blaðsins á Netinu, um nokkuð lang- an tíma, sem gefur mér og sennilega mörgum „útlendingum“, gullið tækifæri að fylgjast með því sem er að gerast á blessuðu landinu, þá er mér ekki lengur í þögn- inni látið líða. Því datt mér rétt í hug, eftir að lesa um hvalveiðar og núna um hvalaskoð- unarmenn, sem finnst að sér höggvið ef aftur á að fara að veiða þessar blessaðar skepnur: Hvernig væri, að þessir menn kæmu sér saman um einn rekstur – þ.e.a.s. hvalveiðimenn eiga fullt af bátum, sem núna eru bundnir við bryggjur, síð- an á árinu 19́93 og verða þar sennilega til ársins 2́006, a.m.k. Þarna er gullið tækifæri fyrir hvalaskoðunarfólk, að nota þessa báta fyrir sína útgerð og þar með nýta báta, sem annars væru frekar til ama en annars. Myndi skoðunargestum ekki finnast þetta frá- bært, að sjá þessar mein- lausu skepnur á bátum sem seinna meir munu svo murka úr þeim lífið? Eins og Siggi flug sagði forðum: „Mér bara datt þetta svona í hug.“ Virðingarfyllst, Bj. B. Sveinsson. nú staddur í Texas. Hvalveiðar – hvalaskoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.