Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 35 ✝ Jóna UnnurÁgústsdóttir fæddist í Mávahlíð í Fróðárhreppi á Snæ- fellsnesi 30. júní 1925. Hún lést á heimili sínu fimmtu- daginn 17. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Þuríður Þor- steinsdóttir, f. í Sjávargötu í Njarð- vík 10.7. 1899, d. 9.4. 1976, og Ágúst Óla- son, f. á Stakkhamri í Miklaholtshreppi 21.8. 1897, d. 13.9. 1975. Systkini Jónu eru Elínborg, f. 17.9. 1922, d. 6.3. 2002, Þorsteinn, f. 6.3. 1929, kvæntur Jónu Björg Olsen. Börn þeirra eru Selma og Róbert. c) María Björk f. 20.12. 1980. Árið 1951 giftist Jóna Rögnvaldi Ólafssyni frá Brimilsvöllum í Fróð- árhreppi, f. 18.7. 1917, d. 24.11. 1994. Foreldrar Rögnvaldar voru Kristólína Kristjánsdóttir, f. 4.8. 1885, d. 29.11. 1960, og Ólafur Bjarnason, f. 10.8. 1889, d. 3.8 1982. Saman eignuðust Jóna og Rögnvaldur soninn Ólaf, f. 4.9. 1954, hann er kvæntur Hildi Gunn- arsdóttur, f. 21.2. 1956. Þau eru búsett á Hellissandi. Synir þeirra eru Rögnvaldur, f. 8.7. 1975, Örv- ar, f. 26.11. 1981, og Jón Steinar, f. 15.5. 1988. Jóna var búsett á Hellissandi allt þar til Rögnvaldur maður hennar lést. Þá fluttist hún til Reykjavíkur og bjó á Boðagranda til síðasta dags. Útför Jónu var gerð frá Ingj- aldshólskirkju 26. október. Jarð- sett var á Brimilsvöllum. Ragnar, f. 16.3. 1931, Hólmfríður, f. 20.5. 1933, og Leifur Þór, f. 27.11. 1943. Árið 1946 giftist Jóna Gísla Johnsen frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau dótt- urina Þuríði, f. 28.8. 1946. Þau slitu sam- vistum. Þuríður er gift Jóni Magnússyni, f. 30.10. 1947. Þau eru búsett í Kópavogi. Börn þeirra eru: a) Arnar, f. 14.11. 1969, kvæntur Helgu Þór- dísi Gunnarsdóttur. Börn þeirra eru Brynjar Ísak og Arndís Björk. b) Rögnvaldur Örn, f. 30.9. 1971, Það er ekki auðvelt að sætta sig við þegar vinir kveðja þessa jarðvist, en minningarnar eigum við þó til að hugga okkur við. Það er margs að minnast á þeim 35 árum sem eru liðin frá því að ég hitti tengdamóður mína fyrst. Með okkur tókst strax góður vinskapur sem hélst alla tíð án þess að skugga bæri á, og við áttum margar góðar samverustundir sem ég mun alltaf geyma í minningunni. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Það segir meira um hana en mörg orð, hversu mjög börn sóttu í návist hennar, og hve hún naut þess að stjana við barnabörnin, helst vildi hún hafa fullt hús af börnum alla daga. Jóna mín, ég get aldrei þakkað þér nógsamlega fyrir samvistir okkar og hve ríkulega þú gafst af þér. Guð blessi þig Jón Magnússon. Okkur bræðurna langar að minn- ast elsku Jónu ömmu. Nú er komið að hinstu kveðju- stund. Góðu minningarnar hrannast upp hjá okkur bræðrunum. Þú varst nú skemmtileg amma og persónu- leika þínum munum við aldrei gleyma. Þú vildir alltaf hafa okkur bræðurna hjá þér þegar mamma og pabbi þurftu að fara eitthvað í burtu. Þá stjanaðir þú við okkur eins og þér var lagið. Síðustu árin barðist þú við erfiða sjúkdóma sem þú að lokum varðst að beygja þig fyrir. En þú skilaðir þínu með miklum sóma. Ljúfu minningarnar um þig munum við varðveita með okkur og rifja upp þegar við á. Við bræðurnir viljum þakka þér fyrir allar samverustundirnar, elsku amma, og biðjum guð að varðveita þig, með þessum erindum: Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Rögnvaldur, Örvar og Jón Steinar. Nú hef ég kvatt hana ömmu mína í síðasta sinn. Þótt ég hafi kvatt með sorg og miklum söknuði huggar það mig að vita að hún hefur lagt upp í sitt síðasta ferðalag. Nú ferðast hún, laus frá þjáningum, á vit afa og ann- arra ástvina. Amma hafði mikið dálæti á börn- um. Alltaf á ég eftir að muna hvað það var mér mikið tilhlökkunarefni að fara vestur til ömmu þegar ég var lítil. Hún hafði einstakt lag á að dekra við mann og láta manni líða vel. Amma tók veikindum sínum af stillingu og gleymdi aldrei að hafa gaman af lífinu. Hún var ótrúlega sterk og það sá maður best á spít- alaheimsóknum til hennar. Eftir erfiða uppskurði sat hún yf- irleitt ilmandi af ilmvatni með nagla- þjölina á lofti, reiðubúin að spjalla um daginn og veginn. Síðast þegar ég hitti hana var yngsta langömmu- barnið hér heima. Þrátt fyrir lítinn mátt bað hún um að fá að halda á honum og sat með hann lengi. Þann- ig lifði hún lífinu, það sem hún sjálf ætlaði sér, það gerði hún. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Guð geymi þig amma mín. María Björk. Er ég minnist Jónu vinkonu minn- ar í örfáum orðum koma heimsóknir til þeirra hjóna á Hellissand og utan- landsferðirnar fyrst upp í hugann. Ég kynntist þeim Jónu og Rögn- valdi fyrir tæpum tuttugu árum þeg- ar ég fór að venja komur mínar á Sand með Magnúsi manni mínum, sem er fæddur þar og uppalinn, og var þá gist hjá þeim hjónum, sem tóku okkur opnum örmum, Jóna bú- in að baka brauð, búa til kæfu og sjóða hangikjöt til að hafa með brauðinu, en það var það besta sem minn maður fékk. Yfirleitt var setið langt fram á nótt og talað um gömlu góðu dagana á Hellissandi. Ég varð að láta mig hafa það, þótt ég þekkti engan frá þessum dögum, en með tímanum var ég orðin engu minni Sandari, því annað var ekki hægt. Einnig voru landsmálin rædd og voru umræður oft fjörugar. Þegar Rögnvaldur féll frá, sem bar nokkuð snöggt að, var það mikið áfall fyrir Jónu mína og okkur vini þeirra því á ferðalögum erlendis var hann okkar klettur. Barnabörnin voru Jónu mikils virði og hún passaði þau oft þegar þau voru lítil. Ég man þegar strákarnir litlu, Örvar og síð- an Jón Steinar, voru að koma og fengu kakó og heimabakað brauð, fengu svo mjúkt faðmlag og koss á kinn. Ég mun sakna Jónu minnar en mun geyma minninguna. Far þú í friði. Þín vinkona Ragna. Elsku Jóna. Við systurnar komum hingað til Reykjavíkur í ágúst og fluttum í íbúðina fyrir neðan þig. Þegar við hittum þig fyrst vorum við frekari feimnar, en þú tókst á móti okkur eins og þú hefðir þekkt okkur alla ævi. Við þrjár urðum mjög góðar vinkonur og hittumst daglega. Við sátum stundum tímunum saman og spjölluðum um lífið og tilveruna, hlógum saman og höfðum það gott. Á þessum tveimur mánuðum sem við vorum saman, gerðum við mikið. Við fórum m.a. í verslunarferðir og bíltúra. Alltaf talaðir þú fallega til okkar og tókst alltaf á móti okkur með kossum og faðmlögum, og kvaddir okkur eins. Þó að kynni okkar hafi verið stutt hefðum við ekki viljað missa af þess- um tveimur mánuðum sem við áttum saman. Þú varst yndisleg kona, elsku Jóna og þín verður sárt saknað af okkur systrum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Erla og Helga. Fyrir rúmum aldarfjórðungi þeg- ar við hjónin ásamt börnum okkar fluttum vestur á Snæfellsnes voru þau hjón Rögnvaldur og Jóna í hópi þeirra sem við kynntumst fljótlega. Með okkur tókst fljótlega órofa vin- átta þó svo að aldursmunur væri mikill. Eftir að við fluttum á ný á Reykjavíkursvæðið fyrir rúmum fjórtán árum héldust tenglin áfram og þau hjón héldu áfram að sýna okkur og fjölskyldu okkar einstaka ræktarsemi. Eftir að Rögnvaldur féll frá fyrir allmörgum árum flutti Jóna suður og bjó vestur á Boðagranda. Jóna var sterkur persónuleiki, sem hafði skýrar og skarpar skoð- anir á mönnum og málefnum. Hún var ekki allra, en mikill vinur vina sinna, og þeirrar vináttu nutum við hjónin og börn okkar svo sannarlega. Heimili hennar fyrir vestan og síðar hér syðra stóð okkur ávallt opið. Þau Jóna og Rögnvaldur voru sannir höfðingar heim að sækja og viljum við að leiðarlokum þakka Jónu fyrir hinar fjölmörgu ánægju- og gleðistundir sem hún veitti okkur. Jóna var heilsteyptur persónuleiki og glæsileg kona. Við hjónin og börn okkar þökkum henni samfylgdina í gegnum árin og biðjum góðan Guð að blessa minningu hennar, sem við munum geyma í brjóstum okkar. Börnum hennar Ólafi og Þuríði og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Kristófer Þorleifsson og Sigríður Magnúsdóttir. JÓNA UNNUR ÁGÚSTSDÓTTIR ✝ Guðlaug Ög-mundsdóttir var fædd í Flatey á Breiðafirði 27. októ- ber 1924. Foreldrar hennar voru Ög- mundur Ólafsson, skipstjóri í Flatey og síðar í Reykjavík, f. 18. október 1895 í Flatey, d. 2. október 1979, og Guðný Hall- bjarnardóttir, f. 3. júlí 1891 í Flatey, d. 9. ágúst 1971. Systk- ini Guðlaugar voru Ólafur Geir, f. 6. nóv- ember 1919, d. 18. febrúar 1943, fórst með vélskipinu Þormóði; Birna, f. 27. september 1929, gift Birgi Magnússyni, búsett í Kópa- vogi. Þau eiga tvær dætur; Guð- munda, f. 11. janúar 1931, búsett í Reykjavík. Hún á þrjú börn. Guðlaug lauk burtfararprófi frá Samvinnuskólanum vorið 1943. Hún vann fyrst við skrifstofustörf hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, við langlínuafgreiðslu hjá Landssímanum og síðan skrifstofu- störf hjá Daníel Ólafssyni & co. Haustið 1952 fluttist hún til Bandaríkj- anna og bjó í New York á árunum 1953–1963. Þar vann hún við skrifstofu- störf hjá bandarísku fyrirtæki, þar til hún fluttist heim til Íslands. Eftir heimkomuna vann Guðlaug lengst af hjá Tryggingasjóði fiskiskipa á vegum sjávarútvegsráðuneytis- ins, uns hún varð að hætta störf- um vegna veikinda. Útför Guðlaugar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Okkur systur langar með fáeinum orðum að minnast móðursystur okk- ar hennar Laugu. Fyrstu minningar okkar um Laugu eru frá því er hún dvaldi í Ameríku þar sem hún starf- aði í nokkuð mörg ár. Það var mikill ævintýraljómi yfir því á þessum tíma að eiga frænku í útlöndum og ekki skemmdi fyrir að hún sendi reglulega gjafir, aðallega tjullkjóla og fleira fín- erí sem ekki fékkst á Íslandi. Eftir að Lauga fluttist heim festi afi okkar kaup á æskuheimili þeirra systkina í Flatey á Breiðafirði. Á þessum árum fór fjölskyldan reglu- lega öll saman í Bentshús og dvaldi í lengri eða skemmri tíma yfir sumar- ið. Í þessum ferðum var blandað sam- an bæði vinnu og skemmtun en standsetning hússins var Laugu mik- ið hjartans mál. Þessar stundir eru okkur ógleymanlegar vegna þess hve glatt var á hjalla og mikið sungið og spilað. Lauga fór á hverju sumri út í Flatey á meðan heilsa og kraftar leyfðu og eftir að hún varð heimilis- föst á Eir urðu fréttir úr Flatey henn- ar líf og yndi. Lauga var mjög sjálfstæð kona og fór gjarnan ein síns liðs í ferðalög og þar af eina heimsreisu. Hún hafði ákveðnar skoðanir á stjórnmálum og hafði einstaklega gaman af um- ræðum á því sviði. Systurnar Lauga, Birna og Dumma voru alltaf mjög samrýndar og því spilaði Lauga ætíð stóran þátt í okkar lífi og þökkum við fyrir margar ógleymanlegar stundir með henni. Síðustu æviár Laugu voru mjög erfið vegna Parkinsonsjúkdóms en systur hennar önnuðust hana af mikilli alúð og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir færum við bestu þakkir fyrir þeirra góðu umönnun. Nú kveðjum við Laugu og biðjum henni guðs blessunar. Að eigin ósk verður hennar hinsta hvíla í Flateyj- arkirkjugarði. Hvíl þú í friði. Þórunn og Guðlaug Halla. Það mun hafa verið árið 1962 sem Lauga frænka fluttist heim frá Am- eríku og settist að hjá afa og ömmu eftir áralanga útivist. Við höfðum notið góðs af því krakkarnir að eiga frænku í New York því á afmælisdög- um og um jól bárust pakkar í glæsi- legri umbúðum og með flottara inni- haldi en hægt var að fá hér á landi. Og nú sté hún á land af m/s Brúar- fossi og flutti með sér alla sína búslóð. Þar var ýmislegt fínerí sem maður hafði ekki séð áður en merkilegast fannst mér sjónvarpstæki og bifreið sem hún hafði með sér. Hún kunni reyndar ekki að keyra en dreif í því að læra á bíl til að geta brúkað grip- inn. Sjónvarpstækið kom aldeilis að góðum notum og í því fékk maður að kynnast þeirri menningu sem Lauga hafði yfirgefið til setjast að í Reykja- vík. Æskuárin í Flatey voru Laugu hugleikin og mjög fljótlega skildist manni að hvergi væri betra að vera. Það varð því almenn ánægja þegar afi keypti aftur bernskuheimilið í Flatey og öll fjölskyldan hófst handa við að gera upp húsið. Þar átti Lauga síðan sínar bestu stundir. Síðustu ár- in hafa verið Laugu erfið vegna veik- inda og nokkur ár eru síðan hún heimsótti eyjuna sína. Nú hefur Lauga kvatt og þeim fækkar um einn sem muna eyjuna fögru iðandi af mannlífi. Blessuð sé minning hennar. Ögmundur Gunnarsson og fjölskylda. GUÐLAUG ÖGMUNDSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.