Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 12
SIGRÍÐUR Hrönn Elíasdóttir varð Íslandsmeist-
ari í einmenningi í brids á dögunum og er þetta í
fyrsta sinn í sögu Bridssambandsins sem kona
sigrar á mótinu. „Það var eiginlega bara bónus að
fá bikarinn því mér fannst auðvitað skemmtileg-
ast að fella þetta karlavígi,“ tekur Sigríður fram.
Þetta er í annað sinn sem Sigríður tekur þátt í
Íslandsmótinu í einmenningi en hana skortir ekki
keppnisreynslu því hún hefur tekið þátt í mörg-
um Íslandsmótum. „Mér gekk ágætlega í fyrra
skiptið í einmenningnum þótt ég hafi ekki náð
toppsætinu þá. Í einmenningi spilar maður bara
þrjú spil við hvern spilara og allir spila sama
sagnakerfið, einfalt Standard, og það má ekki
breyta út frá því jafnvel þótt menn spili við eigin
makker þannig að það reynir vissulega á hvernig
menn spila úr spilunum.
Lykillinn að sigrinum?
„Ég veit það ekki alveg. Ég hugsa þó að það
hafi verið þetta stressleysi í mér sem hafi gert
gæfumuninn. Ég var svo afslöppuð og hélt ró
minni. Það þarf auðvitað að sækja það sem er í
spilunum en menn taka ekki raunhæfar ákvarð-
anir í sögnunum nema að vera í góðu jafnvægi,
annars er hætta á mistökum. Ég var í öðru sæti
fyrir þrjú síðustu spilin og ég spilaði þau bara
eðlilega en sá sem hafði verið í efsta sæti lenti í
slæmum málum þannig að ég vann með fimm
stiga mun,“ segir Sigríður.
Sigríður býr á Súðavík og heimferðin var ekki
eins slétt og felld og sigurinn á mótinu: „Jú, það
má kannski segja að ég hafi verið meira á taugum
við aksturinn en á mótinu.
Ég var á sumardekkjum og á fólksbíl og það
var einfaldlega gler frá Brú í Hrútafirði að
Hólmavík. Venjulega er ég svona fimm og hálfan
eða sex tíma á milli en nú var ég þrettán tíma. Ég
gerði tvær tilraunir til þess að fara upp Enn-
ishálsinn en fór niður eins skopparkringla í bæði
skiptin og endaði með að láta draga mig upp.“
Skemmtilegast að fella karlavígin
Heimferðin til Súðavíkur ekki eins slétt og felld
og sigurinn í Íslandsmótinu í einmenningi í brids
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÝMSAR skýringar eru á þeim sam-
drætti í útflutningi lífhrossa á sein-
ustu árum, sem greint hefur verið frá
í Morgunblaðinu. Jón Gíslason,
hrossabóndi á Hofi í Vatnsdal, segir
að við meiri samkeppni sé að eiga en
áður bæði innanlands og utan þar
sem framboð á hrossum hefur aukist.
Hann bendir einnig á að sumarex-
em í hrossum sé mikið vandamál,
sem hafi haft neikvæð áhrif á hrossa-
útflutninginn t.a.m. til Þýskalands.
,,Þýskir ræktendur voru með gríð-
arlega harðan áróður vegna sumar-
exems,“ segir hann.
,,Ég og konan mín seljum nokkur
hross á hverju ári til Hollands og
fleiri landa en það kemur oft upp að
fólk er hrætt við sumarexemið.“
Háir tollar í ESB-löndum
standa í veginum
,,Svo eru sjálfsagt allt of margir að
selja út hross sem eru ekki nógu góð
og kaupandinn verður óánægður. Við
höfum flutt of mikið út af ,,dóti“ á
undanförnum árum og það kemur
því miður í hausinn á okkur,“ segir
Jón. Að sögn hans skipta innflutn-
ingstollar í aðildarlöndum Evrópu-
sambandsins einnig miklu máli í
þessu sambandi. ,,Við búum við það
að okkar hross eru tolluð verulega
inn í Evrópusambandslöndin. Við
myndum selja talsvert meira ef tollar
væru ekki svona háir í löndum Evr-
ópusambandsins. Þegar EES-samn-
ingurinn var gerður var ekkert
minnst á útflutning lífhrossa frá Ís-
landi. Hefði það verið gert værum við
kannski að tala um allt aðra stöðu í
dag,“ segir hann.
Skv. upplýsingum Hagstofunnar
voru flutt alls 813 hross úr landi á
fyrstu átta mánuðum þessa árs. Þar
af voru flutt út 360 hreinræktuð
hross til undaneldis fyrir samtals
98,5 milljónir kr., 425 reiðhestar fyrir
78,6 millj. kr. og 28 trippi og folöld
fyrir 9,9 milljónir.
Meira flutt til Noregs vegna
samninga um lækkun tolla
Þrátt fyrir heildarsamdrátt í út-
flutningi hrossa hefur útflutningur
til nokkurra landa aukist upp á síð-
kastið m.a. til Noregs. Jón segir
þetta skýrt dæmi um árangur af
samningum sem gerðir voru á milli
Íslands og Noregs í tollamálum.
,,Það fékkst lækkun tolla þar inn á
ákveðnum fjölda hrossa gegn því að
við flytjum inn Maarud-kartöfluflög-
ur á lægri tollum. Noregur er því lýs-
andi dæmi um það hvað gerist ef nást
samningar við önnur lönd um lækk-
un tolla.“
Jón hefur selt hross til annarra
landa í gegnum Netið og hefur það
gefið ágæta raun. ,,Þetta er okkar
leið til að halda sjó,“ segir hann.
Jón segir útflutning hrossa þýð-
ingarmikinn atvinnuveg og bendir
einnig á að mikill fjöldi Íslendinga
hafi atvinnu sína af hrossarækt,
hestamennsku eða margskonar
þjónustu tengdum þessari atvinnu-
grein. Þá séu menn sem betur fer að
vakna til vitundar um þýðingu ís-
lenska hestsins í ferðaþjónustu og
bendir hann m.a. því til staðfestingar
á að á fjórða þúsund erlendir gestir
komu á landsmót hestamanna í sum-
ar.
Jón Gíslason, bóndi á Hofi í Vatnsdal, segir ýmsar skýringar á samdrætti í útflutningi hrossa
Aukið framboð og harðari samkeppni
GRÉTAR Már Sigurðsson, skrif-
stofustjóri viðskiptaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins, segir engan fót
fyrir frétt norska blaðsins Aften-
posten fyrr í vikunni um að Ísland
og Noregur hafi í fyrsta sinn léð
máls á því að falla frá banni við er-
lendum fjárfestingum í sjávarútvegi
gegn því að fá aukinn aðgang að
mörkuðum Evrópusambandsins.
Í samningaviðræðum um útvíkk-
un EES-samningsins vegna stækk-
unar Evrópusambandsins hyggst
ESB taka upp mál, sem það „taldi
standa út af“ við gerð EES-samn-
ingsins á sínum tíma, þ.e. land-
búnað, sjávarútveg og framlag
EFTA-ríkjanna í þróunarsjóðinn.
Evrópusambandið hefur þannig
sett fram, segir í Aftenposten, fjöl-
margar kröfur sem miða að því að
fella niður tollmúra og viðskipta-
hindarnir með landbúnaðarafurðir
frá sambandinu til EFTA-ríkjanna
þriggja sem eru aðilar að Evrópska
efnahagssvæðinu.
„Þessar kröfur hafa orðið til þess
að EFTA-löndin – með Noreg
fremst í fylkingu – hafa í fyrsta
sinn léð máls á því að ræða kröfur
ESB um erlenda eignaraðild að
sjávarútvegsfyrirtækjum bæði í
Noregi og á Íslandi,“ segir í frétt
blaðsins.
„Þetta er úr lausu lofti gripið,“
segir Grétar Már Sigurðsson. „Það
hefur engin umræða verið um það á
milli okkar og Norðmanna að leyfa
fjárfestingar í sjávarútvegi. Slíkar
viðræður hafa ekki átt sér stað og
aldrei verið léð máls á því af hálfu
Íslands að þær gætu átt sér stað.“
Engar yfirlýsingar um lækkun
tolla á unnar fiskafurðir
Heimildarmenn Aftenposten í
Brussel fullyrða að skriður sé kom-
inn á samningaviðræður um bókun
níu í EES-samningnum um sjáv-
arútvegsmál og viðskipti með fisk
vegna aukins samningsvilja af hálfu
EFTA-ríkjanna en að ekki hafi
komið fram viljayfirlýsingar af
hálfu ESB um að lækka tolla á unn-
ar fiskafurðir sem skipti norska
fiskvinnslu miklu máli. Samhliða
þessum umræðum sé einnig verið
að ræða um lægri tolla á landbún-
aðarafurðir frá ESB s.s. kjöt og
mjólkurafurðir og að dregið verði
úr innflutningshömlum á unnar
landbúnaðarafurðir frá ríkjum
ESB.
„Ef við ætlum okkar að halda
áfram að geta flutt sjávarafurðir út
tollfrjálst til Austur-Evrópuland-
anna verðum við að vera tilbúnir að
gera málamiðlanir,“ er haft eftir
heimildarmanni Aftenposten í
norska utanríkisráðuneytinu.
Fullyrt í Noregi að Ísland og Noregur vilji
ræða fjárfestingar á móti markaðsaðgangi
Ísland ekki léð
máls á neinum
viðræðum
Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra
Kemur ekki
niður á
börnum og
foreldrum
JÓN Kristjánsson heilbrigðis-
málaráðherra telur að það komi
ekki niður á börnum og foreldr-
um að dregið hafi verið úr þjón-
ustu á barnalæknavakt Barna-
læknaþjónustunnar ehf. í
Domus Medica vegna fjár-
skorts. Einingakvóti Barna-
læknaþjónustunnar, sem
greiðslur Tryggingastofnunar
miðast við, er uppurinn fyrir
þetta ár og hefur því einn lækn-
ir sinnt þjónustunni á hverju
kvöldi í stað tveggja til þriggja
sem áður var.
Jón segir að samningurinn sé
útrunninn og TR hafi ekki fé til
að endurnýja hann. Samningur
við barnalæknana hafi komið til
viðbótar við þá þjónustu sem
fyrir er í boði fyrir börn á
Læknavaktinni og heilsugæsl-
unni.
„Það er langt frá því að það
sé verið að leggja niður þjón-
ustu við börn, þótt þarna sé
einn læknir á vakt í staðinn fyr-
ir tvo og langt í frá að barnafólk
eigi ekki kost á öðrum úrræð-
um.“ Biðtíminn á Læknavakt-
inni í Smáranum sé aldrei meiri
en 20 mínútur, þar sé læknum
bætt við sé mikil aðsókn. Þá
sinni Heilsugæslan þessu al-
mennt þótt aðgengið að henni
sé þó ekki alveg sem skyldi.
Fé uppurið
Aðspurður hvort komið verði
til móts við kröfur læknanna
segir Jón ráðuneytið vera í
miklum vandræðum í þessu
máli. Það hafi verið gagnrýnt
fyrir að kostnaður vegna sér-
fræðiþjónustu hafi farið langt
fram úr áætlun og eininga-
kvóta.
„Þarna er samningur út-
runninn og það fjármagn upp-
urið sem var ætlað í þetta og við
höfum legið undir hörðum
ámælum fyrir að fara fram úr í
sérfræðikostnaðinum. Við er-
um með skýrslu frá Ríkisend-
urskoðun um það að við höfum
ekki getað haldið utan um þau
mál. [...] Ég er ekki þar með að
segja að það sé ekki verjandi að
þjónusta börn, það má ekki
skilja orð mín sem svo, en hins
vegar erum við í þeirri klemmu
að þessi þjónusta hefur farið
fram úr áætlunum,“ segir ráð-
herra.
Þegar samningurinn við
Barnalæknaþjónustuna ehf.
verði endurnýjaður verði áætl-
að hvaða einingafjöldi þyki
heppilegur til að halda þessari
þjónustu uppi.
FJÓRIR sunnlenskir nemendur
hafa nú hafið leikskólakenn-
aranám við Háskólann á Ak-
ureyri í fjarnámi en stunda námið
að hluta til á Hvolsvelli. Námið
fer fram með fjarfundarbúnaði
og í gegnum tölvur.
Fyrr á árinu var settur upp
fjarfundarbúnaður í Héraðs-
bókasafni Rangæinga á Hvolsvelli
og hefur hann nú verið tekinn í
notkun í þessu skyni í fyrsta
skipti. Nemendur koma einn dag
í viku á bókasafnið en munu
þreyta próf á Selfossi. Nemend-
urnir hófu námið í haust og
stunduðu það í fyrstu í Hafn-
arfirði en nú hafa tekist samn-
ingar um að kennslustundirnar
,,fari fram“ á Héraðsbókasafninu.
Það er mikið hagræði af því
fyrir nemendurna sem eru á
svæðinu frá Eyjafjöllum að Flúð-
um að þurfa ekki að ferðast alla
leið til Hafnarfjarðar til að sækja
tíma. Það er Fræðslunet Suður-
lands sem sér um að miðla há-
skólanámi á Suðurlandi.
Á myndinni eru nemendur í
leikskólakennaranámi við Háskól-
ann á Akureyri í kennslustund á
Héraðsbókasafni Rangæinga á
Hvolsvelli. Með þeim á myndinni
er Jón Hjartarson, umsjón-
armaður fjarkennslunáms á há-
skólastigi á Suðurlandi.
Hagræði í fjarnámi
á háskólastigi
Morgunblaðið/Steinunn Ósk
Hvolsvelli. Morgunblaðið.