Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 23
debenhams
S M Á R A L I N D
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
1
92
29
10
/2
00
2
ESTÉE lauder
bylting í för›unartækni
Ný Quadra-Color™ tækni endurskilgreinir farða og gæðir
hann nýrri aðlögunarhæfni. Ljósnemar fínstilla hann – við
hvaða birtuskilyrði sem er – þannig að áferðin helst alltaf
eðlileg. So Ingenious lagar sig frábærlega vel að húð þinni,
gerir hana fallegri og lætur henni líða vel um leið.
Ný tveggja þrepa tækni: Fljótandi farði og laust púður.
Vertu velkomin og láttu sérfræðinga ESTÉE LAUDER aðstoða þig við litaval.
N‡tt:
So Ingenious
Multi-dimension Makeup
www.esteelauder.com
ÚLFALDAR á eyðimerkursvæði í
norðurhluta Kúveits sem þarlend
stjórnvöld hafa ákveðið að loka frá
og með laugardeginum kemur
vegna öryggisviðbúnaðar hersins
og hugsanlegs stríðs í grannríkinu
Írak. Öllum nema hermönnum
verður þá bannað að fara inn á
svæðið sem nær yfir um fjórðung
landsins. Margar búðir úlfalda-,
geita- og fjárhirða verða fluttir til
annarra landshluta.
AP
Úlfaldar á bann-
svæði í Kúveit
BÆNDUM fækkar að meðaltali um
50% á hverju tíu ára tímabili í Iowa-
ríki í Bandaríkjunum. Iowa er eitt af
helstu landbúnaðarsvæðum Banda-
ríkjanna og þannig er t.a.m. hvergi
framleitt jafn mikið magn af soja-
baunum eða svínakjöti. Þá standa
bændur í Iowa framarlega hvað varð-
ar eggjaframleiðslu og nauta- og
kornrækt. Reksturinn er hins vegar
víðast hvar í járnum og lítil bjartsýni
ríkir um framtíðina.
Thomas Hotz, nautabóndi í Lone
Tree í Iowa, segir meðalaldur bænda
í ríkinu nú hærri en 60 ár. Það sé eitt
af stóru vandamálunum, að vekja
áhuga ungs fólks á því að taka við býl-
um foreldra sinna. Mikil vinna fylgi
því að stunda landbúnað og hann gefi
ekki alltaf mikið í aðra hönd.
Ástæður þessa eru m.a. þær, að
mati rekstrarráðgjafans Johns
McNutts, að mikið sé um ódýran mat
á markaðnum. Matvælakaup vegi
t.a.m. ekki nema um 10% af heildar-
útgjöldum einstaklinga í Bandaríkj-
unum en McNutt segist þekkja af eig-
in raun að sambærilegar tölur séu
mun hærri í Evrópu.
McNutt, sem sjálfur hefur stundað
svínarækt í heimabæ sínum, West-
branch, segir ljóst að ef niður-
greiðslum vegna landbúnaðarfram-
leiðslu yrði hætt þá myndi bændum
fækka enn frekar. Hann segir gott
ræktarland að finna í Iowa en vand-
inn kristallist m.a. í þeirri staðreynd
að landeigendur séu gjarnan konur
yfir sjötugt. Framtíð landbúnaðar-
framleiðslu sé harla ótrygg af þeim
sökum og ýmsum öðrum. Samkeppn-
in sé síðan svo mikil að lítið svigrúm
sé fyrir menn að taka áhættu í rekstri
búanna. Misstígi þeir sig blasi gjald-
þrot við.
„Við erum að lifa afar erfiða tíma
einmitt núna. Bændur eru margir
hverjir að segja börnum sínum að
ekkert vit sé í því að leggja þessa at-
vinnugrein fyrir sig. En vonandi
verður breyting á fyrr en síðar,“ segir
McNutt.
Bændum
fækkar hratt í
Bandaríkjunum
Iowa-borg. Morgunblaðið.
PALESTÍNUMAÐUR skaut í
fyrrakvöld til bana tvær stúlkur og
konu í gyðingabyggð á Vesturbakk-
anum. Féll hann síðan fyrir byssu-
kúlum ísraelskra hermanna.
Manninum tókst að komast undir
girðingu umhverfis gyðingabyggð-
ina Hermesh og skaut síðan tvær
stúlkur á táningsaldri fyrir utan
heimili þeirra. Kona, sem heyrði
skothríðina, kom þá út með byssu og
skaut að manninum en hann fór þá
inn í annað hús þar sem hann skaut á
hjón og varð konunni að bana. Var
hann síðan felldur af ísraelskum her-
mönnum.
Um 300 manns hafa sest að í gyð-
ingabyggðinni, sem er á milli borg-
anna Jenins og Nablus.
Al Aqsa-samtökin kváðust í gær
bera ábyrgð á árásinni á gyð-
ingabyggðina og sögðu, að árásar-
maðurinn hefði verið Tareq Abu
Safaka, 22 ára gamall maður frá
bænum Tulkarem.
Önnur árásin á
tveimur sólarhringum
Talsmaður ísraelska utanríkis-
ráðuneytisins sagði, að öryggisráðu-
neytið hefði komið saman til fundar
vegna árásarinnar að ræða hugsan-
legar hefndaraðgerðir en vildi ekk-
ert segja um niðurstöðu fundarins.
Þetta var önnur árásin á gyðinga-
byggð á Vesturbakkanum á tveimur
sólarhringum en í þeirri fyrri beið
ísraelskur hermaður bana auk
sprengjumannsins.
Fimmtán Palestínumenn voru
handteknir á Gaza í fyrrinótt, grun-
aðir um að hafa skotið flugskeyti að
bæ í Ísrael, og tuttugu menn voru
handteknir á Vesturbakkanum. Að
sögn palestínskra embættismanna
voru sjö hús jöfnuð við jörðu.
Árás á gyðinga á Vesturbakkanum
Kona og tvær
stúlkur skotnar
Jerúsalem. AP, AFP.