Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 23 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 92 29 10 /2 00 2 ESTÉE lauder bylting í för›unartækni Ný Quadra-Color™ tækni endurskilgreinir farða og gæðir hann nýrri aðlögunarhæfni. Ljósnemar fínstilla hann – við hvaða birtuskilyrði sem er – þannig að áferðin helst alltaf eðlileg. So Ingenious lagar sig frábærlega vel að húð þinni, gerir hana fallegri og lætur henni líða vel um leið. Ný tveggja þrepa tækni: Fljótandi farði og laust púður. Vertu velkomin og láttu sérfræðinga ESTÉE LAUDER aðstoða þig við litaval. N‡tt: So Ingenious Multi-dimension Makeup www.esteelauder.com ÚLFALDAR á eyðimerkursvæði í norðurhluta Kúveits sem þarlend stjórnvöld hafa ákveðið að loka frá og með laugardeginum kemur vegna öryggisviðbúnaðar hersins og hugsanlegs stríðs í grannríkinu Írak. Öllum nema hermönnum verður þá bannað að fara inn á svæðið sem nær yfir um fjórðung landsins. Margar búðir úlfalda-, geita- og fjárhirða verða fluttir til annarra landshluta. AP Úlfaldar á bann- svæði í Kúveit BÆNDUM fækkar að meðaltali um 50% á hverju tíu ára tímabili í Iowa- ríki í Bandaríkjunum. Iowa er eitt af helstu landbúnaðarsvæðum Banda- ríkjanna og þannig er t.a.m. hvergi framleitt jafn mikið magn af soja- baunum eða svínakjöti. Þá standa bændur í Iowa framarlega hvað varð- ar eggjaframleiðslu og nauta- og kornrækt. Reksturinn er hins vegar víðast hvar í járnum og lítil bjartsýni ríkir um framtíðina. Thomas Hotz, nautabóndi í Lone Tree í Iowa, segir meðalaldur bænda í ríkinu nú hærri en 60 ár. Það sé eitt af stóru vandamálunum, að vekja áhuga ungs fólks á því að taka við býl- um foreldra sinna. Mikil vinna fylgi því að stunda landbúnað og hann gefi ekki alltaf mikið í aðra hönd. Ástæður þessa eru m.a. þær, að mati rekstrarráðgjafans Johns McNutts, að mikið sé um ódýran mat á markaðnum. Matvælakaup vegi t.a.m. ekki nema um 10% af heildar- útgjöldum einstaklinga í Bandaríkj- unum en McNutt segist þekkja af eig- in raun að sambærilegar tölur séu mun hærri í Evrópu. McNutt, sem sjálfur hefur stundað svínarækt í heimabæ sínum, West- branch, segir ljóst að ef niður- greiðslum vegna landbúnaðarfram- leiðslu yrði hætt þá myndi bændum fækka enn frekar. Hann segir gott ræktarland að finna í Iowa en vand- inn kristallist m.a. í þeirri staðreynd að landeigendur séu gjarnan konur yfir sjötugt. Framtíð landbúnaðar- framleiðslu sé harla ótrygg af þeim sökum og ýmsum öðrum. Samkeppn- in sé síðan svo mikil að lítið svigrúm sé fyrir menn að taka áhættu í rekstri búanna. Misstígi þeir sig blasi gjald- þrot við. „Við erum að lifa afar erfiða tíma einmitt núna. Bændur eru margir hverjir að segja börnum sínum að ekkert vit sé í því að leggja þessa at- vinnugrein fyrir sig. En vonandi verður breyting á fyrr en síðar,“ segir McNutt. Bændum fækkar hratt í Bandaríkjunum Iowa-borg. Morgunblaðið. PALESTÍNUMAÐUR skaut í fyrrakvöld til bana tvær stúlkur og konu í gyðingabyggð á Vesturbakk- anum. Féll hann síðan fyrir byssu- kúlum ísraelskra hermanna. Manninum tókst að komast undir girðingu umhverfis gyðingabyggð- ina Hermesh og skaut síðan tvær stúlkur á táningsaldri fyrir utan heimili þeirra. Kona, sem heyrði skothríðina, kom þá út með byssu og skaut að manninum en hann fór þá inn í annað hús þar sem hann skaut á hjón og varð konunni að bana. Var hann síðan felldur af ísraelskum her- mönnum. Um 300 manns hafa sest að í gyð- ingabyggðinni, sem er á milli borg- anna Jenins og Nablus. Al Aqsa-samtökin kváðust í gær bera ábyrgð á árásinni á gyð- ingabyggðina og sögðu, að árásar- maðurinn hefði verið Tareq Abu Safaka, 22 ára gamall maður frá bænum Tulkarem. Önnur árásin á tveimur sólarhringum Talsmaður ísraelska utanríkis- ráðuneytisins sagði, að öryggisráðu- neytið hefði komið saman til fundar vegna árásarinnar að ræða hugsan- legar hefndaraðgerðir en vildi ekk- ert segja um niðurstöðu fundarins. Þetta var önnur árásin á gyðinga- byggð á Vesturbakkanum á tveimur sólarhringum en í þeirri fyrri beið ísraelskur hermaður bana auk sprengjumannsins. Fimmtán Palestínumenn voru handteknir á Gaza í fyrrinótt, grun- aðir um að hafa skotið flugskeyti að bæ í Ísrael, og tuttugu menn voru handteknir á Vesturbakkanum. Að sögn palestínskra embættismanna voru sjö hús jöfnuð við jörðu. Árás á gyðinga á Vesturbakkanum Kona og tvær stúlkur skotnar Jerúsalem. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.