Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
GUÐNI Jónsson greindistmeð ristilkrabba ummitt ár 2000. „Það vareitthvað að hjá mér sem
ég áttaði mig ekkert á hvað var. Það
voru engir verkir eða neitt heldur
kom öðru hverju blóð í hægðum.“
Hann fór í ferðalag til Pýrenea-
fjallanna um vorið og segir að þá
hafi hann orðið var við að verulegt
magn af blóði fylgdi hægðum.
„Þá áttaði ég mig á að ég yrði að
gera eitthvað í málinu.“ Guðni hafði
þá fundið fyrir sömu einkennum af
og til í nokkurn tíma, hugsanlega
hálft ár eða lengur, án þess að hann
gerði sér í raun fulla grein fyrir því
hversu lengi þegar hann hugsar til
baka.
Í júlí fékk hann tíma hjá Ásgeiri
Theodórs, sérfræðingi í melting-
arsjúkdómum, og í kjölfarið var
hann sendur í ristilspeglun þar sem
í ljós kom að hann var með illkynja
æxli í ristli.
„Ásgeir sagði í raun strax við mig
þegar ég kom til hans og var búinn
að lýsa einkennunum fyrir honum:
„Af hverju komstu ekki fyrr?“
Ég sagði við hann að þegar eitt-
hvað er að á þessum stað þá dregur
maður það eins lengi og hægt er
sem er auðvitað mannlegt,“ segir
Guðni.
Hann fór í aðgerð í ágúst þar sem
hluti ristilsins var fjarlægður og
gekk aðgerðin mjög vel, að hans
sögn. Guðni var vel á sig kominn
líkamlega sem hann segir að hafi
hjálpað sér að jafna sig eftir að-
gerðina. Engu að síður hafi hún
tekið mjög á og hann var slappur í
þónokkurn tíma á eftir. Hann segist
aðspurður aldrei hafa íhugað að
hann ætti hugsanlega eftir að fá
krabbamein og það hafi í sjálfu sér
verið áfall fyrir hann að vissu leyti
þegar hann greindist með rist-
ilkrabba.
„Þetta var auðvitað ákveðið áfall
að fá þessar fréttir en samt eitthvað
sem maður stillir sig inn á og
ákveður að taka eitt skref í einu.
Maður á í raun ekki annarra kosta
völ.“
Eftir aðgerðina fór hann í skoðun
með nokkurra mánaða millibili án
þess að nokkrar frekari breytingar
hafi gert vart við sig í ristli.
Greindist aftur
með krabbamein
Í janúar 2002 kom hins vegar í
ljós við skoðun að meinvarp hafði
myndast í lungum. Skömmu fyrir
páska var hann skorinn upp þar
sem fjarlægð voru tvö meinvörp.
Þau reyndust vera illkynja og stafa
frá ristilkrabbameini sem hann
fékk árið 2000.
Eftir uppskurðinn fór han
lyfjameðferð sem lauk fyrir
mánuði. Hann segir að lyfja
meðferðin hafi gengið vel þr
hliðarverkanir sem af henni
„Maður var auðvitað veru
mikið frá vinnu og meðferði
verulega á. Í dag líður mér h
vegar alveg þokkalega og ég
hafa verið tiltölulega fljótur
koma til,“ segir Guðni.
Hann er nú undir reglubu
eftirliti hjá Ásgeiri Theodór
Friðbirni Sigurðssyni krabb
meinslækni. Hann segist ha
ið þau svör að ómögulegt sé
segja til um hvort eða hvenæ
krabbameinið geti tekið sig
nýju.
„Þetta er í raun eitthvað s
maður getur átt von á að ko
aftur hvenær sem er og í rau
þetta ákveðið óvissuástand
maður býr við, a.m.k. fyrst u
sinn.“
Guðni segir að markmiðið
að reyna að lifa sem eðlilegu
Hann er við þokkalega heils
Guðni Jónsson
Hjálpaði að vera
líkamlega vel
á sig kominn
Guðni greindist með ristilk
Árlega greinast
á milli 110 og
120 manns með
ristilkrabbamein
hér á landi og þar af deyja 40–50 af völdum
þess. Hrint hefur verið af stað átaksverk-
efni í heilbrigðismálum, vitundarvakningu
um ristilkrabbamein, sem ætlað er að efla
mælendur Mor
tekist á við sjúk
um, greina hér
meðferð og bata
Vitundarvakning
ristilkrabbamei
DAGNÝ Pálsdóttir greindist með rist-ilsepa fyrrihluta árs 1989 en fram aðþeim tíma hafði hún ekki haft neingreinanleg forstigseinkenni sem
bentu til breytinga í ristli.
„Þetta var í raun algjör tilviljun því ég hafði
ekki haft nein einkenni. Ég hafði fengið vonda
kvefpest og var slæm í maganum og fór til læknis.
Það var tekin hægðaprufa og þá kom í ljós að það
var blóð í hægðunum.“
Í framhaldinu var Dagný send í ristilspeglun
og kom þá í ljós að hún var með góðkynja æxli í
ristli, sk. ristilsepa. Hægt er að fjarlægja þá við
hefðbundna ristilspeglun og var það gert í tveim-
ur áföngum, fyrri og síðari hluta árs 1989, og var
hún undir eftirliti lækna á eftir.
Dagný er búsett á Egilsstöðum og hefur farið
suður í læknisskoðun með reglulegu millibili.
Tveimur árum seinna kom í ljós að ristilseparnir
höfðu vaxið að nýju og voru þeir aftur fjalægðir
við ristilspeglun.
Árið 1994 kom í ljós við hefðbundna skoðun að
hún var með forstigseinkenni krabbameins í
ristli. Dagný var skorin upp og um 20 cm af ristl-
inum fjarlægðir. Hún fór ekki í lyfjameðferð enda
ljóst að krabbamein hafði ekki myndast.
„Þeir sögðu við mig að þetta væru forstigs-
einkenni, að þetta væri ekki krabbamein. Það
voru samt komnar fram ákveðnar breytingar sem
bentu mjög sterklega til krabbameins.“
Missti föður sinn eftir að hann
greindist með ristilkrabba
Frá því hún var fyrst greind með ristilsepa í
byrjun árs 1989 hefur hún verið í umsjá Ásgeirs
Theodórs, sérfræðings í meltingarsjúkdómum.
Hún fór síðast í skoðun í byrjun þessa árs og þarf
ekki að mæta aftur til skoðunar fyrr en að þrem-
ur til fimm árum liðnum. Dagný segir að eftir að-
gerðina 1994 hafi mjög náið verið fylgst með
henni og að engin merki hafi komið í ljós um frek-
ari breytingar í ristli.
Hún segist hafa jafnað sig fljótt eftir aðgerðina
sem var gerð um vorið. Hún dvaldi í mánuð fyrir
sunnan og til marks um hversu fljótt hún náði
heilsu fór hún í gönguferð um Lónsöræfi síðar
þetta sama sumar. Hún gerði sér hins vegar grein
fyrir því og fékk raunar staðfest hversu lánsöm
hún var að breytingar í ristli greindust jafn fljótt
og raun bar vitni. „Ásgeir sagði við mig seinna að
ef þetta hefði ekki verið fjarlægt þá hefði getað
farið illa,“ segir hún.
Vitað er að hættan á að fá ristilkrabba eykst ef
aðrir í sömu fjölskyldu hafa fengið krabbamein í
ristil. Krabbamein er algengt í föðurætt Dagnýj-
ar, þ.m.t. ristilkrabbamein. Faðir hennar dó árið
1
m
g
h
u
a
r
a
a
h
h
H
k
y
a
k
s
s
a
s
s
r
þ
t
þ
k
f
v
þ
e
f
Dagný Pálsdóttir
Lánsöm að mei
skyldi greinast f
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Dagný Pálsdóttir greindist fyrst
með ristilsepa árið 1989.
VAL SJÚKLINGA
Morgunblaðið hefur um árabilhvatt til þess að í heilbrigð-iskerfinu yrði komið á fót
einkareknum valkosti. Blaðið hefur
sett fram hugmyndir um að stytta
mætti biðlista og létta álagi af hinu
opinbera heilbrigðiskerfi með því að
fólk, sem hefði efni á því, mætti nota
peningana sína til að greiða fyrir
læknisaðgerðir, aðrar en bráðaað-
gerðir, hjá til þess bærum einkaað-
ilum. Þeir, sem ekki hefðu efni á
slíku, væru með því ekki verr settir
heldur þvert á móti; þeir þyrftu þá
ekki að bíða eins lengi og fengju
betri þjónustu í opinbera kerfinu.
Yfirvöld heilbrigðismála hafa tek-
ið dræmt í þessar hugmyndir og þau
rök hafa verið færð gegn þeim að
ekki ætti að búa til „fyrstu og aðra
deild“ í heilbrigðiskerfinu. Hins veg-
ar hefur ekkert bólað á ráðum, sem
duga gegn biðlistunum.
Nú kemur hins vegar á daginn að
vísir að því kerfi, sem Morgunblaðið
hefur lagt til, er orðinn til. Í blaðinu í
gær kemur fram að vegna þess að
fjárveiting („kvóti“) frá Trygginga-
stofnun sé að verða uppurinn, verði
bæklunarlæknar á læknastöðinni í
Álftamýri að draga verulega úr
þjónustu og setja menn á biðlista –
eða þá að afgreiða „utan kvóta“ þá
sjúklinga, sem ekki vilja bíða og eru
reiðubúnir að greiða sjálfir fyrir
þjónustuna.
Það virðist almennt viðurkennt að
biðlistarnir í heilbrigðiskerfinu eru
ekki til komnir vegna þess að það
skorti sérhæfða lækna eða aðstöðu
til að framkvæma aðgerðirnar, held-
ur vantar peninga. Lengi vel hafa
sjúklingar orðið að una því að vera
bara settir á biðlista og ekki átt aðra
kosti, en nú eiga viðskiptavinir
læknanna í Álftamýri þann mögu-
leika að fá aðgerðina strax, gegn því
að borga sjálfir, losna þannig við
sársauka og hugarangur og komast
hugsanlega út á vinnumarkaðinn
fyrr en ella.
Fólk hefur val vegna þess að að-
gerðirnar eru gerðar á einkastofu en
ekki á sjúkrahúsi í eigu hins opin-
bera. Þeir, sem þurfa á aðgerð að
halda sem gerð er á sjúkrahúsi, eiga
hins vegar eftir sem áður ekki val-
kost og spyrja má hvaða réttlæti sé í
því fólgið. Skurðstofur standa víða
ónotaðar þegar líður á árið vegna
þess að „kvótinn“ er búinn; það eru
ekki til peningar fyrir fleiri aðgerð-
um. Þeir, sem vildu borga til að kom-
ast í aðgerð, fá það ekki.
Það er jákvætt að nú skuli vera
kominn vísir að vali sjúklinga, en
umhugsunarvert að það skuli gerast
án þess að heilbrigðisyfirvöld hafi
tekið um það meðvitaða ákvörðun,
að því er bezt verður séð. Flest
bendir til að það sé orðið tímabært
að hugsa þessi mál upp á nýtt.
VERKSVIÐ STJÓRNA
FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA
Á fjármálamörkuðum um heimallan hafa menn upplifað tím-
ana tvenna undanfarin misseri. Það
á við hér á landi jafnt sem annars
staðar og eftir sitja margir með sárt
ennið. Reynslan af þeim áföllum,
sem dunið hafa yfir, sýnir mikilvægi
þess að öll umgjörð fjármálamark-
aða sé í lagi eigi þeir ekki að glata
trausti.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, fór yfir stöðu
fjármálafyrirtækja og -markaða og
meginverkefni í ávarpi sínu á árs-
fundi eftirlitsins á mánudag. Páll
Gunnar var ómyrkur í máli þegar
hann fjallaði um það hvort draga
mætti einhvern lærdóm af þeim
verkefnum, sem Fjármálaeftirlitið
hefði fengist við síðustu misseri, en
það væri einmitt mikilvægt nú því að
við niðursveiflu á fjármálamörkuð-
um kæmu í ljós mistökin, sem gerð
væru í góðæri: „Ef Fjármálaeftirlit-
ið væri spurt, hvaða eitt atriði það
gæti dregið fram nú, sem ætti við um
allan fjármálamarkaðinn og laga
þyrfti, væri svarið: Stjórnir fjár-
málafyrirtækja,“ sagði hann. „Nú
má ekki skilja orð mín svo að Fjár-
málaeftirlitið telji stjórnir fjármála-
fyrirtækja almennt ómögulegar. Það
er hinsvegar ótvírætt niðurstaða
Fjármálaeftirlitsins að unnt hefði
verið að komast hjá flestum erfið-
leikum og misbrestum í starfsemi
fjármálafyrirtækja, sem upp hafa
komið á undanförnum misserum, ef
stjórnir fyrirtækjanna hefðu sinnt
hlutverki sínu sem skyldi.“
Nefndi hann sérstaklega tvo
þætti. Algengt væri að stjórnir fjár-
málafyrirtækja fylgdu ekki eftir
þróun, sem yrði í starfsemi fyrirtæk-
is. Yfirsýn stjórnar og tök hennar á
áhættustýringu og innra eftirliti
væri því oft bundin við rótgrónar
áhættur í starfsemi fyrirtækisins, en
yfirsýn yfir nýjar áhættur lítil.
Reynsla Fjármálaeftirlitsins væri sú
að áhættustýringu og innra eftirliti
væri mest ábótavant á nýjum sviðum
þjónustu þar sem vöxtur væri mikill,
en betur gengi þar sem starfsemi
væri rótgróin. Í öðru lagi væri al-
gengt að stjórnir fjármálafyrirtækja
gerðu sér ekki grein fyrir tilgangi
innra eftirlits og þeim möguleikum,
sem gott innra eftirlit gæfi þeim til
að hafa yfirsýn yfir stöðu fyrirtæk-
isins og áhættur.
Þetta er athyglisverð gagnrýni,
ekki sízt þar sem hún kemur frá for-
stjóra Fjármálaeftirlitsins. Í ræðu
sinni boðaði hann kynningarfundi,
sem haldnir yrðu með stjórnar-
mönnum fjármálafyrirtækja á
hverju sviði fjármálamarkaðar, til að
fara yfir hlutverk stjórna og hvernig
þær gætu sinnt hlutverki sínu.
Gera má ráð fyrir að þessar
ábendingar varðandi stjórnir fjár-
málafyrirtækja verði til þess að
vekja upp umræður innan stjórna
fyrirtækja almennt um hlutverk
stjórnarmanna, skyldur og ábyrgð.