Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla dagaSími 588 1200 MAÐUR, sem hefur rekið fasteigna- sölu á höfuðborgarsvæðinu, gaf sig fram við efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra í fyrradag og játaði að hafa dregið sér verulega fjármuni frá viðskiptavinum sínum. Sam- kvæmt upplýsingum frá ríkislög- reglustjóra var fasteignasalan nokk- uð umsvifamikil en rekstur hennar hefur nú verið stöðvaður og húsnæð- ið innsiglað. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra, staðfesti við Morgunblaðið í gær að um væri að ræða Holt fast- eignasölu í Kópavogi. Jón segir að maðurinn hafi gefið sig fram við lög- reglu að eigin frumkvæði en engar kærur höfðu þá borist frá viðskipta- vinum. Við yfirheyrslur hafi maður- inn játað að hafa á 1–2 ára tímabili dregið sér fé frá viðskiptavinum fasteignasölunnar en gefið sig fram þar sem hann treysti sér ekki til að halda brotunum áfram. Maðurinn hafi auk þess lagt fram ýmis gögn en af þeim megi ráða að fjárdrátturinn hafi numið um 80 milljónum króna. Talið er að brotin hafi beinst gegn 15 viðskiptavinum fasteignasölunnar en svik mannsins fólust í því að hann hélt eftir fjár- munum og verðbréfum sem voru greiðslur fyrir fasteignir sem hann hafði milligöngu um að selja. Að sögn Jóns er talið að féð hafi að mestu leyti verið notað í rekstur fasteignasölunnar. Þar sem atvik málsins liggi að mestu leyti fyrir, hafi ekki verið talin þörf á gæslu- varðhaldi og ekki leiki grunur á að maðurinn hafi haft vitorðsmenn. Jón segir að verið sé að kanna hvort eignir séu til fyrir væntanlegum kröfum viðskiptavina. Guðrún Árnadóttir, formaður Fé- lags fasteignasala, sagði í gær að fé- lagið hefði í mörg ár lagt til við dómsmálaráðuneytið að eftirlit væri með starfsemi fasteignasala, sér- staklega með meðferð þeirra með vörslufé. Ráðuneytið hefði ekki orðið við þessum óskum en Guðrún segir að slíkt eftirlit hefði tvímælalaust getað komið í veg fyrir brot af því tagi sem fasteignasalinn hjá Holti í Kópavogi hefur nú játað á sig. Í gær áttu fulltrúar Félags fasteignasala fund með fulltrúum dómsmála- ráðuneytisins og segir Guðrún að á næstu dögum muni félagið leggja fram margvíslegar tillögur til úr- bóta. Fasteignasalar verða að vera með tryggingar sem bæta tjón vegna gá- leysisbrota og minniháttar mistaka í starfi. Guðrún segir að tryggingarn- ar nái hins vegar ekki yfir ásetnings- brot af því tagi sem fasteignasalinn játaði. Hún ráðleggur því viðskipta- vinum fasteignasölunnar, sem telja að þeir hafa orðið fyrir tjóni, að fá sér lögmann. Félag fasteignasala hafi ekkert forræði yfir félagsmönn- um sínum sem dugi í þessu tilviki. SAMKEPPNISRÁÐ beinir í nýju áliti sínu þeim tilmælum til landbún- aðarráðherra með vísan til sam- keppnislaga, að hann beiti sér fyrir því að heildsöluverðlagning á búvöru verði gefin frjáls svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en um mitt ár 2004. Er það mat ráðsins að samningur um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu frá 1997, með viðauka frá 2001, gangi gegn markmiðum samkeppnislaga. Tilefni álitsins er erindi Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, til sam- keppnisráðs um það hvort framleng- ing verðlagningar verðlagsnefndar búvara á mjólkurvörum á heildsölu- stigi brjóti ekki í bága við samkeppn- islög. Í því kom m.a. fram að sam- kvæmt samningi frá 1997 var gert ráð fyrir að verðlagsnefnd hætti að verð- leggja mjólkurvörur á heildsölustigi og að frjáls verðlagning tæki gildi ár- ið 2001. Ákvæðið hefði þótt eðlilegt og í takt við viðskiptaþróun þegar það var sett. Hins vegar hefðu landbún- aðarráðherra og Bændasamtökin samið viðauka við samninginn í októ- ber í fyrra þar sem þessi verðlagning hefði verið framlengd til 30. júní árið 2004. Í áliti sínu vill samkeppnisráð að landbúnaðarráðuneytið beiti sér fyrir því að verðlagsnefnd búvara heimili ekki samninga um verðtilfærslu þeg- ar heildsöluálagning á mjólk verður frjáls. Að auki er óskað eftir því að ráðuneytið beiti heimildum sínum til að tryggja eftir föngum að samningar um verkaskiptingu samkvæmt ákvæðinu raski ekki samkeppni og vinni þar með gegn markmiðum þess að gefa heildsöluverðlagningu á mjólk frjálsa. Í því sambandi verði reynt að vinna gegn samráði afurðastöðva um framleiðslu og sölu og aðra lykilþætti í samkeppni. Er það mat samkeppn- isráðs að samningurinn frá 1997 um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu og viðauki við hann frá því í fyrra, gangi gegn markmiðum samkeppnislaga. Telur samkeppnisráð að talsverður tími hafi gefist til aðlögunar og verð- lagsnefnd búvöru hafi á undanförnum árum unnið að aðlögun heildsöluverðs að breyttu rekstrarumhverfi og við- skiptaháttum. Í álitinu segir að við það að heildsöluverðlagning er gefin frjáls er virkri samkeppni ætlað að vernda almannahagsmuni og stuðla að sanngjörnu verðlagi. „Að mati samkeppnisráðs stafar virkri sam- keppni veruleg hætta af því samráði afurðastöðva í mjólkuriðnaði sem felst í verðtilfærslu skv. 3. mgr. 13. gr. búvörulaga og samningum um verka- skiptingu afurðastöðva í mjólkuriðn- aði, sbr. 71. gr. laganna.“ Samkeppnisráð minnir á að sam- kvæmt 19. gr. samkeppnislaga skuli ráðið eða Samkeppnisstofnun í formi álits vekja athygli ráðherra á því ef talið er að ákvæði laga eða stjórn- valdsfyrirmæla stríði gegn markmiði laganna og torveldi frjálsa samkeppni í viðskiptum. Í frumvarpi með lögun- um komi fram að tilgangur þessa ákvæðis sé að vinna að því að frjáls samkeppni ríki á öllum sviðum at- vinnustarfsemi landsmanna þar sem meginstefna laganna eigi við. Samkeppnisráð beinir tilmælum til landbúnaðarráðherra í áliti sínu Heildsöluverðlagning á búvöru verði gefin frjáls ÞAÐ MÁTTI halda að Reykjavík- urtjörn væri böðuð tunglsljósi í gærdag er nokkur velklædd ung- menni brugðu þar á leik. Gullin birta flæddi um ísinn og í ljós komu langir skammdegisskuggar. Eftir frost undanfarinna daga er Tjörnin ísilögð og því líklega heldur tilefni til að draga fram skautana en reiðhjólin líkt og ungmennin gerðu í gær. Kannski hefur fararskjótinn ekki þótt skila tilætluðum árangri á ísnum því meira spennandi virtist vera að krafla í ísinn og renna sér fót- skriðu, með reiðhjólahjálm á höfði. Það má þó varast vakirnar sem eru á Tjörninni áður en ísinn hyl- ur hana með öllu. Vafasamur leikur á gullnum ís Morgunblaðið/Golli HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gær karlmann á fertugs- aldri í gæsluvarðhald til 8. nóvember en hann er grunaður um að hafa svik- ið verulegt fé, jafnvel tugmilljónir út úr fjármálastofnun í tengslum við inn- flutning á notuðum bílum og bílhræj- um frá Bandaríkjunum. Er hann tal- inn hafa notað bílana sem veð fyrir lánum sem voru mun hærri en sem nemur verðmæti bifreiðanna. Jón H. Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, vildi lítið tjá sig um rannsókn málsins í gær. Fleiri væru grunaðir um aðild að málinu og ætti eftir að yfirheyra nokkra vegna þess. Bílainn- flytjandi í gæslu- varðhald Fasteignasali játar mikinn fjárdrátt frá viðskiptavinum Talinn hafa dregið sér um 80 milljónir RÚMLEGA 415 tonn seldust af kjúklingum í septembermánuði og tæplega 563 tonn af svínakjöti. Þetta er mesta sala á svínakjöti og kjúklingum sem um getur í einum mánuði hér á landi. Í samanburði við september í fyrra er söluaukn- ingin á kjúklingum 43% og 33% á svínakjöti. Fyrri hluta þessa árs var skortur á kjúklingum á markaðinum vegna tímabundinna erfiðleika hjá fram- leiðendum sem einkum tengdust banni á innflutningi á eggjum til stofnræktar. Þessir erfiðleikar eru núna að baki og framboð á kjúk- lingum hefur aukist mikið á und- anförnum vikum. Salan hefur að sama skapi aukist mjög mikið. Offramboð hefur verið á svína- kjöti sem hefur leitt til verðlækk- unar. Þetta skýrir að einhverju leyti góða sölu á svínakjöti. Sala á svínakjöti á síðustu 12 mánuðum hefur aukist um 12% miðað við 12 mánuðina þar á undan. Sala á kjúk- lingum hefur aukist um 13,3% mið- að við sama tímabil. Metsala á kjúk- lingum og svínum ÞÓTT Samtök verslunar og þjón- ustu fagni álitinu þá segja þau einnig að það valdi vonbrigðum að þetta sé álit en ekki úrskurður sem skylt er að fara eftir. „Ástæðan er sú, að sér- ákvæði búvörulaga ganga framar samkeppnislögum. Það er því á valdi landbúnaðarráðherra að bregðast við þessu áliti eða að hundsa það og halda uppteknum hætti. Því verður vart trúað að ráðherra taki ekki mið af þessu opinbera áliti og stuðli að virkri samkeppni. Jafnframt hljóta fulltrúar launþega í Verðlagsnefnd búvara að endurskoða störf sín og þátttöku í nefndinni í ljósi álits Sam- keppnisstofnunar,“ segir í frétt sem samtökin sendu frá sér í gær. Hefðu viljað úrskurð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.