Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 49
KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance française mun standa reglulega fyr- ir kvikmyndasýningum í vetur í samstarfi við Film-undur. Í kvöld verður fyrsta mynd vetr- ardagskrár kvik- myndaklúbbsins franska sýnd en hún heitir La vie est un long fleuve tranquille eða Líf- ið er langur og lygn lækur eftir Etienne Chattillez. Myndin er frá 1988 og fjallar um tvær ólíkar franskar fjölskyldur sem rugla saman reitum á óvenju- legan hátt þegar tveimur börnum, sínu úr hvorri fjölskyldu, er ruglað saman við fæðingu. Upp frá því skarast líf fjölskyldnanna tveggja og flækist til muna þegar mistökin uppgötvast 12 árum síðar. Ekki bætir heldur úr skák að önnur fjöl- skyldan skuli vera vel stæð, ham- ingjusöm og fullkomin – á að líta, en hin fátæk, sundruð og óham- ingjusöm – á að líta. Myndin verður sýnd í Háskóla- bíói í kvöld kl. 22.30, á sunnudag kl. 18.15 og mánudag kl. 20.30. Myndin er með enskum texta. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga Alliance franç- aise en þeir þurfa að framvísa fé- lagsskírteinum. Alliance française Fátæka fjölskyldan eymdarleg við matarborðið í La vie est un long fleuve tranquille. og Film-undur Franskt fjöl- skyldulíf FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 49 Fundarherbergi ORRI Harðarson sendi frá sér tvær vandaðar sólóplötur snemma á tíunda áratugnum (Drög að heimkomu 1993 og Stóri draum- urinn 1995) sem fengu góða dóma, en það er fyrst núna sem nýtt efni kemur frá honum. Þurfti áskorun frá Dauf- blindrafélaginu til að hann sendi frá sér plötu núna, en allur ágóði rennur til samtakanna. Lögin á Tárum eru lágstemmd með gítarinn í forgrunni, ýmist lágværar kassagítarstemmur eða rafdrifnari tregi. Eins og titillinn ber með sér er lítið um grín og glens, hér er allt í moll og lögin bera titla eins og „Hljóðlaus tár“, „Sorg“, „Ást“, „Freisting“ – sung- ið um sígild mannleg efni, vonir og vonbrigði og stemmningin er nokkuð þunglyndisleg. Þetta dett- ur þó ekki út í sjálfsvorkunn, fremur að sá sem talar meti að verðleikum það sem var og sjái ekki eftir upplifun sinni. Það er því ekki helbert myrkur, fremur hálfrökkur sem ríkir. Orri er óhræddur við að leyfa laglínunni að njóta sín, röddin heldur sig eins og í bakgrunni, lág- vær og næstum hvíslandi sem á mjög vel við andann í lögunum. Það er farið mjög hófsamlega með allt „skraut“, mér finnst t.d. gott að melankólíunni er ekki drekkt í munnhörpuleik en það loðir oft við harmalög söngvaskálda sem eru „ein“ með gítarinn að munnharpan er notuð hvar sem henni er við komið (persónulega hef ég bara ekki smekk fyrir þeirri hefð- bundnu notkun á því hljóðfæri). Orri hefur líka gott eyra fyrir viðlögum sem hefja sig upp úr lág- værðinni og hleypa dramatík í efn- ið, t.d. lagið „Himinninn grætur þessa nótt“. Í fyrstu var dálítið til- gerðarlegur framburður söngkon- unnar eitthvað að trufla mig en það gleymist þegar dramatískur þunginn í viðlaginu tekur við: „Heldur áfram lífið/Heimskir sofa rótt/Himinninn grætur þessa nótt“. Fallegt er líka „Ást“ með einföldum en einlægum texta sem skilar tilfinningunni vel. „Róman- tík“ er einna „glaðværast“ ef hægt er að nota það orð, með skemmti- legum marimbanótum og það er vel gert hvernig það rennur síðan saman við algera andstæðu sína, lagið „Freistingu“ sem sýnir dekkri hliðina á myndinni. Þar er sungið um hinn „gamla förunaut sem freistar“ (það skín í gegn víða á disknum að áfengi er böl). Rödd- in er á djúpu nótunum, takturinn hægur en þungur og minnir á þung spor sem eru stigin, kannski í átt að freistingunni. Hér vinnur allt saman, yrkisefnið, áherslur í texta, taktur og uppbygging lags- ins og kórónast í sterku viðlagi þar sem þyngslin verða næstum því áþreifanleg: „Og ég veit/að sitt- hvað getur lagt mig/og ég forðast/ þennan gamla förunaut.“ Eitt besta lagið á plötunni. Mörg lög á Tárum eru heil- steypt á þennan hátt og tengjast síðan líka innbyrðis og styðja við hvert annað. Heildarsvipurinn er því sterkur og mjög persónulegt andrúmsloft næst fram. Síðustu lögin eru heldur veikari og virka of slétt og felld til að vekja áhuga en það breytir því ekki að þetta er vel gerð plata, eflaust full lágvær til að heyrast í dagsins ös, en býr yfir ósviknum heiðarleika og minnis- stæðum, tregafullum laglínum. Tónlist Tími fyrir tár Orri Harðarson Tár Eigin útgáfa Geislaplatan Tár með Orra Harðarsyni. Lög og textar eftir Orra Harðarson (nema „Lokalag“: Orri og Marcussen) og hann sér um stjórn upptöku og útsetningar, svo og hljóðblöndun. Orri leikur á flest hljóðfærin sjálfur; kassagítar, rafgítar, pí- anó, orgel, hljómborð, bassa, munnhörpu og sitthvað fleira en honum til aðstoðar er Birgir Baldursson á trommur í nokkr- um lögum og tvær söngkonur koma inn í örfáum lögum. Geislaplatan er gefin út til styrktar starfsemi Daufblindrafélags Ís- lands. Steinunn Haraldsdóttir Í umsögn um Tár, nýja plötu Orra Harðarsonar, segir að hann hafi gott eyra fyrir viðlögum sem hefja sig upp úr lágværðinni og hleypa dramatík í efnið. KNICKERBOX Laugavegi 62, sími 551 5444 KNICKERBOX Kringlunni, sími 533 4555 K N I C K E R B O X Við erum 7 ára 20% afsláttur dagana 31. okt.-3. nóv. af öllum nýjum vörum Fullar búðir af nýjum vörum Sendum í póstkröfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.