Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 33 JAFN örugglega og jörðin snýst kringum sólina vaknar umræðan um fjárhagsvanda Landspítalans ár hvert þegar degi fer að halla. Reynt er að bregðast við vandanum með lokun deilda og hraðara gegnum- streymi sjúklinga. Stjórnendur benda réttilega á að annaðhvort verði að draga úr starfseminni eða bæta við þá fjármuni sem fara til rekstrarins. Svo lengi sem elstu starfsmenn spítalans muna hefur verið reynt að spara og hagræða. Vafalítið hefur það skilað árangri. Það er við þessar aðstæður sem raddir heyrast um að allt of miklir peningar renni til heilbrigðismála miðað við efnahag þjóðarinnar og gjarnan vitnað til útgjalda annarra þjóða. Grein í vefriti fjármálaráðu- neytisins 29. ágúst sl. var innlegg í þessa umræðu, en fyrirsögn hennar var: Opinber framlög til heilbrigð- ismála hæst á Íslandi. Greininni fylgir tafla sem sýnir opinber út- gjöld 27 ríkja til heilbrigðismála ár- ið 2000, þar sem Ísland trónir í efsta sæti með 2.200 Bandaríkjadali í út- gjöld á hvern Íslending. Tölurnar koma frá OECD. Taflan gefur þó ekki rétta mynd af útgjöldum til málaflokksins því samanlögð útgjöld hins opinbera og einstaklinganna eru hærri í Bandaríkjunum, Sviss og Þýskalandi. Frétt sem þessi, birt þegar fjárlagagerð stendur sem hæst, á líklega að draga úr vilja þingmanna til að auka fjárframlög til heilbrigðismála. Þegar útgjöld til heilbrigðismála eru ákveðin er óhjákvæmilegt að reyna að gera sér grein fyrir því hvernig fjármagnið nýtist. Eflaust koma þá ýmsir mælikvarðar til greina. Hvað um lífaldur þjóðarinn- ar? Samkvæmt tölum OECD geta stúlkur fæddar 1999 átt von á því að verða 81,4 ára og drengir geta vænst þess að verða 77,5 ára. Ís- lenskir karlar verða allra karla elst- ir og konurnar eru sjöundu í röð- inni, þótt þar muni litlu á efstu sætunum. Sé tekið meðaltal af aldri kvenna og karla verða Svisslend- ingar og Svíar örlítið eldri en Ís- lendingar. Ef ungbarnadauði er mælikvarði á árangur er hlutur okkar góður. Samkvæmt nýjustu tölum OECD dóu 2,6 börn af hverjum 1.000 fædd- um hér á landi 1998. Þetta var meira en 25% minna en hjá nokk- urri annarri þjóð, en Svíar komu næstir með 3,5 dauðsföll á 1.000 fædd börn. Þetta er frábær árang- ur, sem ber vitni um mjög skilvirkt og öflugt heilbrigðiskerfi en hlýtur að kosta mikla peninga. Svo aftur sé vikið að vefriti fjár- málaráðuneytisins er ýmislegt við það að athuga að miða útgjöldin við Bandaríkjadali. Síðustu árin hafa orðið miklar sveiflur í verðgildi krónunnar og getur munað yfir 20% á þeirri upphæð, sem vefritið nefndi, eftir því hvort krónan var sterk eða veik á þeim tíma sem mið- að er við. Það getur að sínu leyti munað mörgum sætum í töflu OECD. Í staðinn er eðlilegt að miða við verga landsframleiðslu, sem á að endurspegla greiðslugetu þjóðar- innar. Ef það er gert er Ísland í sjötta sæti OECD-landa árið 2000 og ver 8,9% vergrar landsfram- leiðslu til heilbrigðismála. Ef við hins vegar værum í sjötta sæti hvað árangur snertir væri ungbarnadauði hér á landi 57% hærri en hann var 1998 og meðalaldur þjóðarinnar einu ári lægri. Þegar útgjöldin eru skoðuð í þessu ljósi sést að þau eru alls ekki óheyrilega mikil. Jafnvel þessi samanburður getur verið villandi eins og Ólafur Ólafs- son, fyrrverandi landlæknir, benti á í Morgunblaðinu 27. sept. sl. Ólafur nefndi 10 ára gömul dæmi um að ýmiss kostnaður var færður til heil- brigðismála hér á landi, sem færður var til félagsmála hjá öðrum þjóð- um. Miðað við það taldi hann nærri lagi að heildarútgjöldin til heilbrigð- ismála á Íslandi væru 8% af vergri landsframleiðslu en ekki 8,9%. Sé þetta rétt lenda Íslendingar í 11.– 13. sæti af 26 þjóðum, sem heimildir eru til um árið 2000. Nefna má mörg dæmi um það að útgjöld til félagsmála og kostnaður þjóðfélagsins vaxi þegar sparað er í útgjöldum til heilbrigðismála. Þetta á t.d. við þegar biðlistar í aðgerðir leiða til vanhæfni til vinnu og jafn- vel örorku. Því er eðlilegt að skoða útgjöldin til heilbrigðis-, trygginga- og félagsmála sameiginlega. Um þetta má finna gögn hjá OECD (mynd 1). Þar er Ísland í 19. sæti af 29 þjóðum á milli Tékklands og Portúgals og langt fyrir neðan hin Norðurlöndin. Þessi mynd er afar ólík þeirri sem vefrit fjármálaráðu- neytisins sýndi og hún vekur upp spurningu um hvort útgjöldin til velferðarmála á Íslandi séu í raun jafn mikil og oft er látið í veðri vaka. Þótt endalaust megi deila um ein- staka útgjaldaliði heilbrigðismála er þjóðin þó áreiðanlega einhuga um það markmið að hafa hér góða heil- brigðisþjónustu þar sem besta þekking og meðferðarúrræði eru viðhöfð. Krafa um forgangsröðun eftir ímynduðu mikilvægi sjúkdóma eða sjúklingahópa samrýmist ekki því markmiði. Jafn fráleitt er, þegar menn kveinka sér undan miklum lyfjakostnaði, að kenna um nýjunga- girni lækna. Í þessari umræðu hljóta menn að spyrja sig hvort þeir peningar sem lagðir eru í heilbrigð- isþjónustuna skili sér ekki aftur með vöxtum í þróttmeira og auð- ugra þjóðfélagi. Er heilbrigðisþjónustan á Íslandi óheyrilega dýr? Eftir Davíð Gíslason „Nefna má mörg dæmi um það að útgjöld til fé- lagsmála og kostnaður þjóðfélags- ins vaxi þegar sparað er í útgjöldum til heilbrigð- ismála.“ Höfundur er læknir og situr í stjórn SÍBS.                                           !" # $%&  '!" ( && )  !"   ! " *+ &  )  ,! " -.   ,!" /  &  !" ( )  !0" 1   0! "  )  !,"  !" #$ %&'() . )  !0"    !0" 2 )  !" 3&& )  !," 456$.  ! "  *+ #$ %&(,) -+ 7 )  !" 87  '!," 9&& )  '! " 14/-#  ! " 2.5   ! " :  )  !" /  &  ,!" 1 )  0!" ; 8   !," ) &  ! "  &  ! " 9<& )  ! " =6& ! " >: 0!'" ?   & 7  ? $ ) 4< ? 4%) $      ?&& ) 5 %) $  @  > .  $7 $ @       )  $  B B Um er að ræða efri sér- hæð og ris í einu falleg- asta húsi borgarinnar alls 130 fm ásamt 30 fm bíl- skúr. Tvennar suðursvalir með góðu útsýni. Íbúðin skiptist m.a. í þrjú rúm- góð svefnherbergi og tvær stofur. Húsið er í góðu ástandi, frábær staðsetning, næg bíla- stæði. Sjón er sögu rík- ari. Verð 18,7 millj. Áhv. 8 millj. húsbréf. KRINGLUNNI 4-12 - Sími 585 0600 OPIÐ HÚS Í DAG, FIMMTUDAG, FRÁ KL.16-19 SUÐURGATA 8A - Í HJARTA BORGARINNAR Starfsfólk Fasteignaþings tekur vel á móti þér Textaþing Ráðstefna um textun á íslensku efni í sjónvarpi og kvikmyndum laugardaginn 2. nóvember 2002 á Grand Hóteli Reykjavík kl. 13.00-17.00 Dagskrá: 13.00 Setning Textaþings. 13.05 Ávarp menntamálaráðherra. 13.15 Martin Davies, yfirmaður textavarps BBC. Erindi, fyrirspurnir. 13.55 Af hverju þarf ég textun? Stutt innlegg frá Landssambandi eldri borgara og Foreldrafélagi heyrnardaufra barna. 14.05 Lillian Vicanek, varaform. HLF Noregi og forseti Evrópusamtaka heyrnarskertra EFHOH. Erindi, fyrirspurnir. 14.45 Samsöngur radda og tákna. Hlé 15.10 Samsöngur radda og tákna. 15.20 Af hverju þarf ég textun? Stutt innlegg frá Félagi heyrnarlausra og fjölmenningarráði - erlendir borgarar. 15.30 Reynsla Íslendinga af textaþjónustu erlendis. 15.45 Ísland í dag! - Ísland morgundagsins. Fulltrúar frá sjónvarpsstöðvum og kvikmyndagerðarmönnum. Stutt innlegg frá hverjum aðila og fyrirspurnir. 16.25 Af hverju viljum við textun? Réttlætismál og sjálfsagt aðgengi? Félagið Heyrnarhjálp. 16.35 Almennar fyrirspurnir. 16.55 Samantekt. 17.00 Textaþingi slitið. Félagið Heyrnarhjálp, Landssamband eldri borgara, Félag heyrnarlausra, fjölmenningarráð og Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra barna. AÐGENGI FYRIR ALLA - TEXTUN, TÚLKUN OG TÓNMÖSKVI. AÐGANGUR ÓKEYPIS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.