Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 17 INNAN skamms verður sett á stofn sjálfseignarstofnunin Eiðastóll um starfrækslu alþjóðlegrar mennta- og menningarmiðstöðvar á Eiðum, sem einstaklingum, fyrirtækjum og opin- berum aðilum verði boðin aðild að. Þetta kom fram á fundi í gær þar sem eigendur Eiða, þeir Sigurjón Sighvatsson og Sigurður Gísli Pálmason, kynntu áform sín varð- andi framtíðarnýtingu á húseignum og landi Eiða á Austur-Héraði. Þeir keyptu í nafni einkahluta- félagsins Eiða ehf. eignir Alþýðu- skólans að Eiðum og jarðirnar Eiða og Gröf hinn 31. júlí 2001. Í fyrra- haust var sett á fót nefnd sem hefur verið eigendum til ráðuneytis um framtíðarstefnumörkun. Upp úr starfi nefndarinnar var skrifuð skýrsla og henni skilað til eigenda Eiða sl. vor. Þeir hafa nú sett fram hugmyndir sínar um nýtingu stað- arins með hliðsjón af þessari skýrslu. Sigurjón Sighvatsson sagði í upp- hafi kynningarfundarins að ræddar hefðu verið og skoðaðar fjölmargar hugmyndir um hvað hentaði best fyrir Eiða. „Við höfum framan af árinu verið að kanna málið og athuga hvað gæti gengið upp gagnvart staðnum og einnig fjárhagslega. Nú liggur fyrir hvað okkur er í huga. Ég trúi því og treysti að út úr þessari vinnu muni koma niðurstaða sem all- ir geti vel við unað og er nokkuð viss um að Eiðar munu í framtíðinni, ef vel tekst til með samvinnu, verða einn af fjölsóttustu stöðum á landinu. Eiðar eiga gríðarmikla möguleika,“ sagði Sigurjón. Alþjóðleg mennta- og menningarmiðstöð Fyrir liggur að innan skamms verður sett á stofn sjálfseignar- stofnunin Eiðastóll, um starfrækslu alþjóðlegrar mennta- og menningar- miðstöðvar á Eiðum, sem einstak- lingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum verði boðin aðild að, eins og segir í kynningarskýrslu um verk- efnið. Eiðastóll á að verða vettvang- ur fyrir menningarsköpun og vera gátt þar sem straumar mætast og heimslistin og heimalistin eru hlið við hlið. Þá er markmiðið að stað- urinn verði vettvangur fræðslu og framfara. Sú starfsemi sem þeir Sigurjón og Sigurður Gísli vilja sjá á Eiðum er, svo dæmi sé tekið, alþjóðlegur um- hverfislistagarður, alþjóðlegt sköp- unar- og fræðasetur með áherslu á þverfaglega og listræna samvinnu, frumherjahugsun og nýsköpun, al- þjóðleg miðstöð lykilverkefna í um- hverfismálum og að á svæðinu sé að- setur fyrir áhugaverða menningu og náttúru. Gert er ráð fyrir að undir hatti Eiðastóls rúmist sömuleiðis margþætt verkefni. Undirliggjandi markmið er að hvert verkefni styrki annað og að þannig myndist traust- ari grunnur undir öfluga starfsemi Eiðastóls til lengri tíma litið. Eigendur tala um að fyrstu verk- efnin, til dæmis alþjóðleg högg- myndastefna í umhverfislistagarðin- um, geti hafið göngu sína næsta sumar. Þó kom fram að mörg ár taki fyrir slíkan stað að þroskast og taka á sig skarpar útlínur. Hreyfanlegt setur með gífurlega möguleika „Framundan er uppbygging á Austfjörðum sem tengist virkjunum og álveri og talað er um að muni valda margfeldisáhrifum,“ sagði Sig- urjón í lok kynningarinnar. „Ég tel að starfsemin á Eiðum muni einnig valda margfeldisáhrifum. Það er bú- ið að leggja mikla peninga í þennan undirbúning af okkar hálfu, líklega eitthvað á annan tug milljóna, fyrir utan allt það starf sem lagt hefur verið í verkefnið launalaust. Mér finnst að það sé mikið atriði bæði fyr- ir okkur og heimamenn að skilja, að það er auðvelt að sóa peningum, eng- inn vandi að byggja steinkassa, en það er miklu vandasamara að halda í þeim lífi, en það er markmiðið hér. Við sjáum Eiðastól alls ekki sem stofnun. Ef okkar áætlanir ná fram að ganga, verður þetta mjög hreyf- anlegt setur, með gífurlega mögu- leika,“ sagði Sigurjón að lokum. Bæjarstjórn Austur-Héraðs á eft- ir að taka afstöðu til tillagna Sigur- jóns og Sigurðar Gísla, en samþykki hennar á framkomnum áformum verður að liggja fyrir til að kaupin á eignunum teljist fullgild. Alþjóðlegt mennta- og menningarsetur á Eiðum Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Eiðar virðast liggja í dvala í vetrarfrostinu sem kælt hefur Héraðsbúa undanfarið. Eigendur Eiða hafa uppi mikil áform um menningar- og menntastarf þar í framtíðinni í nafni sjálfseignarstofnunarinnar Eiðastóls. Eigendur kynna áform um framtíðarnýtingu + 333 kr. (flugvallarskattur og tryggingagjald) aðra leiðina Nú getur fjölskyldan flogið saman í frí fyrir ódýrara fargjald á manninn en nokkru sinni fyrr. Tilvalið til að heimsækja vini og ættingja um allt land eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Þetta einstaka tilboðsfargjald • gildir á leiðum Flugfélags Íslands innanlands • er fyrir börn að 12 ára aldri í fylgd með fullorðnum • gildir í nóvember • býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is Króna fyrir börnin í nóvember ! Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N E H F . / S I A . I S - F L U 1 7 6 0 3 1 0 / 2 0 0 2 AÐFARANÓTT mánudagsins sl. var brotist inn hjá Mareind ehf. í Grundarfirði og þaðan stolið tveim- ur fartölvum sem þar voru til sölu. Þá var brotist inn í Fákasel, félags- heimili hestamanna, en engu var stolið þar. Svo virðist sem styggð hafi komið að þjófunum er þeir voru við iðju sína inni hjá Mareind því skilin voru eftir verkfæri og vasa- ljós. Gluggi hafði verið spenntur upp í báðum tilvikum með kúbeini. Starfsmaður Vaktþjónustu Grundarfjarðar hitti um nóttina á ferð sinni ungt par og aðstoðaði þau við að taka bensín úr sjálfsala þar eð þau sögðust ekki hafa neitt kort, einungis seðla. Tók hann niður bíl- númer þeirra um leið og þau óku brott og kom það lögreglu á sporið en þau munu hafa verið handtekin í Reykjavík daginn eftir. Grunur leikur á því að þau hafi verið á stolnum bíl. Þjófar á ferð í skjóli nætur Grundarfjörður NÝLEGA barst heilsu- gæslustöðinni á Kirkju- bæjarklaustri góð gjöf. Samband vestur- skaftfellskra kvenna færði stöðinni fóst- urhlustara sem ætlaður er til að hlusta hjart- slátt fósturs í móð- urkviði. Það var formaður SVSK, Eva Björk Harð- ardóttir, sem afhenti tækið. Svo skemmtilega vill til að hún vígði einnig tækið á heilsugæslunni. Með Evu á myndinni eru Dagný Zoega hjúkrunarforstjóri og ljós- móðir heilsugæslustöðvarinnar og Theodór Ásgeirsson yfirlæknir. Gjöf til heilsugæslu- stöðvarinnar Kirkjubæjarklaustur Morgunblaðið/Eiður Björn Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.