Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 53 MICHAEL Bruce gerði garðinn frægan hér á árum áður með hljóm- sveitinni Alice Cooper en undanfar- in ár hefur hann ferðast um allan heim með eigin sveit, þar sem þekktir slagarar með Alice Cooper hafa verið á efnisskránni. Undanfar- in fjögur ár hafa þeir Geirdalsbræð- ur og Stripshow-menn, Ingó og Silli, spilað með Bruce og komu þeir með honum hingað síðasta vor og héldu tónleika á Gauki á Stöng þar sem var húsfyllir. Tónleikarnir tókust svo vel að nú er búið að gefa þá út á hljómdiski sem Halo of Ice (sem er útúrsnúningur úr Cooper laginu „Halo of Flies“). Platan er komin út í Evrópu og Bandaríkjunum en það er Smekkleysa sem mun dreifa hér- lendis. Platan hefur fengið lofsam- lega dóma; þykir rokka stíft og ósvikinn „Bruce“ hljómurinn geri þetta að skyldueign fyrir alla aðdá- endur Alice Cooper svo og aðra rokkhunda. Einn gagnrýnandi tók meira að segja svo stórt upp í sig að segja þetta bestu tónleikaplötu sem út hefur komið með Alice Cooper – þó að Cooper sjálfur hafi ekki verið á staðnum. Rokk með stóru R-i „Alice er í Evrópu núna,“ segir Bruce af hógværð. „Ég held að Ís- lendingar hefðu ábyggilega gaman af tónleikum hans, en hann er með heljarmikla sýningu og hún er dýr í rekstri. Þannig að Íslendingar fá „spari-Michael“ í stað „dýra-Alice“ (hlær).“ – Hvernig stendur á því að þú ert að leika með íslenskum rokkurum? „Ja ... Ingó og Silli eru einfaldlega heitustu aðdáendur sem ég hef kynnst. Einnig gefa þeir sig 110% í þetta. Ætli þetta sé ekki bara í vatn- inu hérna.“ – Nú eruð þið búnir að starfa saman lengi. Er frumsamið efni far- ið að láta á sér kræla? „Jú, reyndar. Við opnuðum t.d. tónleikana í fyrra með nýju lagi og síðast í nótt vorum við að dufla við nýmeti.“ – Tónleikadiskurinn hefur fengið frábæra dóma... „Já, maður er hálfhlessa yfir þessu öllu saman. Þetta kemur svo- lítið seint finnst manni!“ – En það eru allir á því að platan rokki með stóru R-i. „Já, ætli Ingó og Silli hafi ekki gef- ið mér smáinnspýtingu. Maður er áhugasamur sem aldrei fyrr.“ Bruce og félagar kynna plötuna nýju á Gauknum í kvöld. Auk Geir- dals-sona leikur Bjarki Magnússon á trommur en á plötunni er það Egill Rafnsson sem lemur húðir. Að vanda verða flutt sígild lög Alice Coopers en einnig lög sem aldrei hafa verið tekin á tónleikum áður. Þá munu þeir bregða á leik með eitt þekktasta lagið, „I’m Eighteen“ og kallast það nú „Eighteen Blues“. Einnig flytja þeir lög af sólóferli Michaels Bruce. Michael Bruce og félagar kynna nýja plötu á Gauknum Ljósmynd/Christopher Lund Michael Bruce lætur gítarinn væla á Gauknum í fyrra. Rokk, rokk, rokk Gítarleikarinn Michael Bruce segir Arnari Eggert Thoroddsen frá tilurð tónleikaplöt- unnar Halo of Ice. arnart@mbl.is www.sambioin.is Álfabakki kl. 4 og 6. Vit 441. Kringlunni kl. 4. Vit 441. Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12. Vit 427 GH Kvikmyndir.com  SG. DV HL. MBL  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4 og 6. B.i. 12. Vit 433 Leyndarmálið er afhjúpað Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Vit 448 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 HK. DV  Kvikmyndir.com  Ó.H.T. Rás2 1/2 SV. MBL  HJ Mbl 1/2 HK DV 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Vit 455 1/2 Kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Í SAL 1. B.i. 12. Vit 444 Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 14. Vit 427 E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd í lúxussal kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 16. Vit 458 Sýnd kl. 6. B.i. 12. Vit 433 Sýnd kl. 8. FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER. anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES harvey KEITEL Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Vit 457 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 HK. DV 1/2 SV. MBL Sýnd kl. 10. Bi. 12. Vit 444 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  HK DV  SK RadíóX  SV Mbl S Ý N D Í S A L 1 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit 451 Sýnd kl. 8 og 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.