Morgunblaðið - 31.10.2002, Page 53

Morgunblaðið - 31.10.2002, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 53 MICHAEL Bruce gerði garðinn frægan hér á árum áður með hljóm- sveitinni Alice Cooper en undanfar- in ár hefur hann ferðast um allan heim með eigin sveit, þar sem þekktir slagarar með Alice Cooper hafa verið á efnisskránni. Undanfar- in fjögur ár hafa þeir Geirdalsbræð- ur og Stripshow-menn, Ingó og Silli, spilað með Bruce og komu þeir með honum hingað síðasta vor og héldu tónleika á Gauki á Stöng þar sem var húsfyllir. Tónleikarnir tókust svo vel að nú er búið að gefa þá út á hljómdiski sem Halo of Ice (sem er útúrsnúningur úr Cooper laginu „Halo of Flies“). Platan er komin út í Evrópu og Bandaríkjunum en það er Smekkleysa sem mun dreifa hér- lendis. Platan hefur fengið lofsam- lega dóma; þykir rokka stíft og ósvikinn „Bruce“ hljómurinn geri þetta að skyldueign fyrir alla aðdá- endur Alice Cooper svo og aðra rokkhunda. Einn gagnrýnandi tók meira að segja svo stórt upp í sig að segja þetta bestu tónleikaplötu sem út hefur komið með Alice Cooper – þó að Cooper sjálfur hafi ekki verið á staðnum. Rokk með stóru R-i „Alice er í Evrópu núna,“ segir Bruce af hógværð. „Ég held að Ís- lendingar hefðu ábyggilega gaman af tónleikum hans, en hann er með heljarmikla sýningu og hún er dýr í rekstri. Þannig að Íslendingar fá „spari-Michael“ í stað „dýra-Alice“ (hlær).“ – Hvernig stendur á því að þú ert að leika með íslenskum rokkurum? „Ja ... Ingó og Silli eru einfaldlega heitustu aðdáendur sem ég hef kynnst. Einnig gefa þeir sig 110% í þetta. Ætli þetta sé ekki bara í vatn- inu hérna.“ – Nú eruð þið búnir að starfa saman lengi. Er frumsamið efni far- ið að láta á sér kræla? „Jú, reyndar. Við opnuðum t.d. tónleikana í fyrra með nýju lagi og síðast í nótt vorum við að dufla við nýmeti.“ – Tónleikadiskurinn hefur fengið frábæra dóma... „Já, maður er hálfhlessa yfir þessu öllu saman. Þetta kemur svo- lítið seint finnst manni!“ – En það eru allir á því að platan rokki með stóru R-i. „Já, ætli Ingó og Silli hafi ekki gef- ið mér smáinnspýtingu. Maður er áhugasamur sem aldrei fyrr.“ Bruce og félagar kynna plötuna nýju á Gauknum í kvöld. Auk Geir- dals-sona leikur Bjarki Magnússon á trommur en á plötunni er það Egill Rafnsson sem lemur húðir. Að vanda verða flutt sígild lög Alice Coopers en einnig lög sem aldrei hafa verið tekin á tónleikum áður. Þá munu þeir bregða á leik með eitt þekktasta lagið, „I’m Eighteen“ og kallast það nú „Eighteen Blues“. Einnig flytja þeir lög af sólóferli Michaels Bruce. Michael Bruce og félagar kynna nýja plötu á Gauknum Ljósmynd/Christopher Lund Michael Bruce lætur gítarinn væla á Gauknum í fyrra. Rokk, rokk, rokk Gítarleikarinn Michael Bruce segir Arnari Eggert Thoroddsen frá tilurð tónleikaplöt- unnar Halo of Ice. arnart@mbl.is www.sambioin.is Álfabakki kl. 4 og 6. Vit 441. Kringlunni kl. 4. Vit 441. Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12. Vit 427 GH Kvikmyndir.com  SG. DV HL. MBL  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4 og 6. B.i. 12. Vit 433 Leyndarmálið er afhjúpað Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Vit 448 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 HK. DV  Kvikmyndir.com  Ó.H.T. Rás2 1/2 SV. MBL  HJ Mbl 1/2 HK DV 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Vit 455 1/2 Kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Í SAL 1. B.i. 12. Vit 444 Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 14. Vit 427 E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd í lúxussal kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 16. Vit 458 Sýnd kl. 6. B.i. 12. Vit 433 Sýnd kl. 8. FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER. anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES harvey KEITEL Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Vit 457 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 HK. DV 1/2 SV. MBL Sýnd kl. 10. Bi. 12. Vit 444 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  HK DV  SK RadíóX  SV Mbl S Ý N D Í S A L 1 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit 451 Sýnd kl. 8 og 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.