Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 1
255. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 31. OKTÓBER 2002 VIKTORÍA Kúrilenko kyssir lík sonar síns, Arsenís, sem var borinn til grafar í Moskvu í gær. Arsení var 13 ára og lék hlutverk í söng- leiknum Nord-Ost, sem verið var að sýna í leikhúsinu er tétsensku hryðjuverkamennirnir tóku alla sem þar voru í gíslingu. AP Hinsta kveðja TÉKKNESKUR bóndi blæs í flautu fyrir framan þinghúsið í miðborg Prag í gær, er hann gekk ásamt um tvö þúsund starfs- bræðrum sínum í gegnum borg- ina til þess að krefjast hækkunar á opinberum niðurgreiðslum og hvetja stjórnvöld til að semja um betri skilyrði fyrir tékkneska bændur er landið gengur í Evr- ópusambandið. Sögðu bændurnir að slæmt veður og flóðin sem urðu í landinu í ágúst hefðu leitt til þess að þeir hefðu tapað um rúmlega fimmtán milljörðum tékkneskra króna (rúmlega 13,5 milljörðum íslenskra króna). Krefjast þeir þess að ríkið greiði þeim að minnsta kosti fimm millj- arða króna í bætur. Þá vilja bændurnir ennfremur að ríkisstjórnin nái betri samn- ingum fyrir þeirra hönd er Tékk- land gengur, ásamt níu öðrum ríkjum, í Evrópusambandið 2004. Samkvæmt núverandi samningi um inngönguna fá bændur í nýju aðildarríkjunum til að byrja með styrki er nema 25% af því sem greitt er til bænda í núverandi aðildarríkjum. Afhentu tékkn- esku bændurnir landbúnaðar- ráðherranum, Jaroslav Palas, skriflega kröfugerð sína, undir- ritaða af rúmlega 100 þúsund bændum. Reuters Bændur í kröfugöngu TALA þeirra sem létust í áhlaupi rússneskra sérsveitarliða á leikhúsið í Moskvu aðfaranótt laugardagsins hélt áfram að hækka í gær, er til- kynnt var að tveir fyrrverandi gíslar tétsensku hryðjuverkamannanna hefðu látist á sjúkrahúsi. Var tala þeirra er létust þá komin í 119. Lang- flestir létust af völdum eituráhrifa af gasi sem dælt var inn í leikhúsið áður en áhlaupið var gert. Tétsensku hryðjuverkamennirnir tóku alls um 800 manns í gíslingu í leikhúsinu á fimmtudagskvöldið og kröfðust þess að rússnesk stjórnvöld hættu stríðsrekstri sínum í Tétsníu, héraði í Suður-Rússlandi þar sem að- skilnaðarsinnar hafa haldið uppi vopnaðri baráttu fyrir sjálfstæði í rúman áratug. Alls höfðu 510 fyrrverandi gíslar fengið að fara heim af sjúkrahúsum í gær, en 152, þ. á m. fjögur börn, dvelja þar enn, og eru átta í lífshættu, að því er rússneska fréttastofan Int- erfax hafði eftir embættismönnum í gær. Hefðu margir þeirra, sem búið var að útskrifa, leitað aftur til sjúkra- húsanna til frekari meðferðar. Júrí Sévténkó, heilbrigðismálaráð- herra Rússlands, greindi frá því í gær, að virka efnið í gasinu er dælt hafi verið inn í leikhúsið, hafi verið fentaníl. Það er náskylt morfíni en er margfalt sterkara og getur valdið öndunarfæralömun. Rússnesk yfir- völd höfðu þar til í gær ekki viljað greina frá því hvaða efni hefði verið notað til að yfirbuga hryðjuverka- mennina. Lagði ráðherrann áherslu á, að fentaníl, sem er mikið notað við lækn- isaðgerðir, sé „ekki í sjálfu sér ban- vænt“ og sagði að orsök þess að fjöldi gísla beið bana hefði verið slæmt ásig- komulag þeirra eftir að hafa verið í haldi í þrjá daga, og mætti þar sér- staklega nefna súrefnisskort. Sévténkó hafnaði þeirri gagnrýni, sem komið hefur fram víða, m.a. frá bandaríska sendiherranum í Rúss- landi, að læknar og hjúkrunarfólk er kallað hafi verið til til að sinna gísl- unum eftir áhlaupið hafi ekki fengið nægilega góðar upplýsingar. „Sér- fræðingarnir voru varaðir við, þ. á m. ég sjálfur, þótt taka hafi orðið tillit til öryggisþátta við aðgerðina,“ sagði ráðherrann. Áhrif fentaníls eru skammæ, og því hefur getum verið að því leitt að ann- að efni kunni einnig að hafa verið not- að. Hafa þýskir vísindamenn er með- höndluðu Þjóðverja, er voru meðal gíslanna, eftir áhlaupið sagst hafa fundið merki um efnið halothane. Það getur í sumum tilvikum, eða ef það er gefið í miklu magni, leitt til lifrar- skemmda og andnauðar. Hefur fréttastofan AFP eftir sérfræðingum að mikið magn af því í lokuðu rými, eins og leikhúsinu í Moskvu, geti ver- ið lífshættulegt. Rússnesk yfirvöld staðfesta að fentaníli hafi verið dælt inn í leikhúsið Tala látinna hækkar enn Moskvu, París. AFP.  Nokkrir/20 ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gærkvöldi að hann myndi sitja áfram í embætti, þrátt fyrir að ráðherrar Verkamanna- flokksins í stjórn hans hefðu sagt af sér fyrr um daginn. Þótt Verka- mannaflokkurinn hverfi úr stjórninni gæti Sharon enn haldið naumum meirihluta, en þarf þá að reiða sig á stuðning fámennra hægri öfgaflokks- brota. Fréttaskýrendur sögðu í gær, að róðurinn yrði Sharon þungur, og líklega myndi hann boða til kosninga. Verkamannaflokksráðherrarnir sögðu af sér vegna deilna um fjár- framlög til ísraelskra landnema, en atkvæðagreiðslu um fjárlagafrum- varp stjórnarinnar var frestað hvað eftir annað í gær á meðan fundahöld stóðu yfir þar sem reynt var að setja niður deilurnar. Krafðist Verka- mannaflokkurinn þess, að í fjárlögun- um yrði einnig gert ráð fyrir jafn miklum framlögum til fátæktarmála og ætluð væru til landnemanna, eða um 150 milljónum dollara. Sharon og leiðtogi Verkamanna- flokksins, Binjamin Ben Eliezer varn- armálaráðherra, funduðu í ráðstefnu- herbergi í þinghúsinu í þrjár klukku- stundir og mátti heyra hróp og köll út úr herberginu og þar kom, að Ben Eliezer rauk út í fússi en skömmu síð- ar fór hann aftur inn. Ekkert samkomulag náðist þó og ráðherrar Verkamannaflokksins sögðust myndu greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpinu og fella þannig ríkisstjórnina. Frumvarpið var þó samþykkt eftir fyrstu umræðu með 67 atkvæðum gegn 45. Sylvan Shalom, fjármálaráðherra, sem er í Likud-flokki Sharons, sakaði Ben Eliezer um að hafa eyðilagt sam- komulag sem búið hefði verið að ná og Shimon Peres, utanríkisráðherra og flokksbróðir Ben Eliezers, hefði verið búinn að samþykkja. Hefði Ben Eliez- er þar verið að hugsa um eigin póli- tíska frama, en hann á fyrir höndum baráttu fyrir formannssæti sínu í Verkamannaflokknum í leiðtogakjöri 19. nóvember. Verkamannaflokkurinn hættur í ísraelsku ríkisstjórninni Jerúsalem. AP, AFP. Sharon seg- ist munu sitja áfram DÓMSTÓLL í Kaupmannahöfn úr- skurðaði í gær Akhmed Zakajev, sendimann forseta Tétsníu, í þrettán daga gæsluvarðhald, eða þangað til tekin verður afstaða til þess hvort verða eigi við beiðni stjórnvalda í Moskvu um að hann verði framseld- ur til Rússlands. Um hundrað vopnaðir lögreglu- menn umkringdu dómhúsið í Kaup- mannahöfn þegar Zakajev kom þar fyrir dómara eftir að hafa verið handtekinn í Kaupmannahöfn að beiðni Rússa í fyrrinótt. „Zakajev er grunaður um nokkur hryðjuverk á tímabilinu 1996–99 og einnig um að hafa tekið þátt í skipulagningu gísla- tökunnar í Moskvu,“ sagði lögreglu- stjóri Kaupmannahafnar. Rússar lögðu fram formlega fram- salsbeiðni en Lene Espersen, dóms- málaráðherra Danmerkur, sagði að þeir þyrftu að leggja fram „sterkari sönnun“ fyrir ásökununum á hendur Zakajev. „Rússar þurfa einnig að lofa að Zakajev verði ekki dæmdur til dauða,“ sagði Espersen. Rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir 1996 að aftökum yrði hætt en hafa ekki afnumið dauðarefsingar form- lega. Rússneska fréttastofan Inter- fax sagði að rússnesk yfirvöld hefðu sent Dönum skriflegt loforð um að Zakajev yrði ekki tekinn af lífi. John Vestergård, lagaprófessor við Kaupmannahafnarháskóla, sagði að ef slíkt loforð yrði gefið væri ekk- ert því til fyrirstöðu að Zakajev yrði framseldur. Rússar og Danir hafa ekki gert framsalssamning sín á milli en danskir embættismenn sögðu að hægt yrði að framselja Zakajev sam- kvæmt evrópskum sáttmála um póli- tíska glæpi. Sendimaður Tétsníuforseta hand- tekinn í Danmörku Rússar óska eftir framsali Kaupmannahöfn. AFP, AP.  „Mjög góður leikari“/22 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.