Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vessgú, næsti. ÁBENDING til lögreglu um að maður seldi og dreifði fíkniefnum frá heimili sínu í Hveragerði, varð til þess að lögreglan fylgdist náið með manninum í nokkra daga í ágúst í fyrra. Fylgst var með hon- um þegar hann skildi bifreið sína eftir mannlausa og ólæsta í iðn- aðarhverfi yfir helgi. Stuttu eftir að hann vitjaði bílsins á nýjan leik var hann handtekinn og fundust þá rúmlega 200 grömm af amfetamíni í varadekki í bifreið hans. Styrkleiki efnisins var slíkur að hægt hefði verið að þrefalda magn- ið með því að blanda það með ákveðnum efnum. Maðurinn neitaði sök en Héraðsdómur Suðurlands taldi frásögn hans ótrúverðuga og dæmdi hann í 15 mánaða fangelsi. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður ákærða um málsatvik hafi verið afar mótsagnarkenndur. Hann hafi í tvígang játað fyrir lög- reglu að hafa ætlað að selja efnið en sagðist þó ekki hafa búist við að svo miklu efni yrði komið fyrir í bifreiðinni. Fyrir dómi sagðist hann á hinn bóginn hafa búist við að fá afhent 10–20 grömmum af hassi. Í niðurstöðu dómsins segir að manninum hafi verið fullkunnugt um að sterkari fíkniefnum yrði komið fyrir í bílnum meðan hann stóð í iðnaðarhverfinu, leyndin sem hvíldi yfir viðskiptunum væri m.a. til marks um það. Mjólkursykur sem fannst í bifreið ákærða, og notaður er til að drýgja amfetamín, þótti einnig benda til þess að hann hefði búist við að fá amfetamín en ekki hass. Maðurinn neitaði að benda á hver hefði komið fíkninefnunum fyrir en sagði það vera aðila sem ekki gætu séð sjálfir um sölu fíkni- efnanna. Frá 1986 hefur maðurinn tólf sinnum hlotið refsingar, þar af fimm sinnum fyrir fíkniefnalaga- brot. Ólafur Börkur Þorvaldsson dóm- stjóri kvað upp dóminn. Hilmar Ingimundarson hrl. var skipaður verjandi mannsins en Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður sótti mál- ið f.h. ákæruvaldsins. 200 grömm af amfeta- míni falin í varadekki UM helgina var brotist inn í fjóra bíla sem var lagt í bílastæðin við Há- skólabíó. Í öllum tilvikum voru rúður brotnar og verðmæti hirt úr bílun- um. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hef- ur verið tilkynnt um tíu slík innbrot í bíla á þessu svæði það sem af er októbermánuði og 32 síðan í júní. Hann segir að miklu máli skipti að fólk, hvort sem það leggur bílum sín- um í þessi stæði eða önnur, skilji ekki sýnileg verðmæti eftir í bílun- um. Brotist inn í bíla við Háskólabíó ♦ ♦ ♦ Fagráðstefna fyrir stjórnendur leikskóla Streita og kuln- un í brennidepli FAGHÓPUR leik-skólastjóra gengstfyrir fagráðstefnu fyrir stjórnendur leikskóla í Súlnasal Hótel Sögu á morgun, 1. nóvember. Yf- irskriftin er „Lifðu í lukku en ekki í krukku – árangur í stjórnun – lífsgleði“. Alls munu 159 stjórnendur leik- skóla sitja ráðstefnuna. Í forsvari er Hrefna Sigurð- ardóttir skólastjóri á Sunnuborg. Hver er tilgangur ráð- stefnunnar, hvers vegna þessi málaflokkur? „Faghópur leikskóla- stjóra var stofnaður 1996 af framsýnum leikskólastjór- um sem fundu fyrir því að þá vantaði vettvang fyrir faglega umræðu og styrk- ingu meðal jafningja. Faghópur- inn starfar á landsvísu innan Fé- lags leikskólakennara. Faghópnum er ætlað að styrkja leikskólastjóra í starfi og þar með leikskólann í heild. Liður í starfi faghópsins er að standa fyrir fræðslu og umræðu meðal leik- skólastjóra um það sem hæst ber hverju sinni í faginu. Mikið hefur verið rætt um kuln- un og streitu í starfi stjórnenda og hefur okkar stétt ekki farið var- hluta af þeirri umræðu. Okkur finnst hins vegar að nóg sé búið að ræða um vandamálið og það hvernig laga beri umhverfið. Við viljum taka málin í okkar hendur og skoða hvað við getum gert í stöðunni. Hvernig við getum best mætt þeim kröfum sem til okkar eru gerðar og finna jafnframt leið til að vinna gegn streitu og kulnun í starfi.“ Hverjar verða helstu áherslurn- ar á umræddri fagráðstefnu? „Á ráðstefnunni verður farið í hvernig hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér og hvernig stjórnand- inn getur unnið gegn kulnun og streitu í starfi. Hvernig forðast má að lenda í hlutverki þolandans. Það verður einnig mikið rætt um nauð- syn þess að hafa húmorinn með í starfinu.“ Er hér um alvarlegt vandamál að ræða í greininni? „Starf leikskólastjóra er alltaf að verða umfangsmeira. Síðan 1994 er leikskólinn fyrsta skóla- stigið samkvæmt lögum með aðal- námskrá sem ber að starfa eftir. Nútímastjórnunarhættir hafa ver- ið innleiddir í leikskólann og flestir leikskólastjórar eru með fram- haldsmenntun í stjórnunarfræð- um. Í mörgum sveitarfélögum hef- ur hver leikskóli sjálfstæðan fjárhag sem leikskólastjóri ber ábyrgð á. Leikskólastjóri þarf um leið og hann sér til þess að unnið sé að vel- ferð barnanna, að hugsa um vel- ferð starfsmanna sinna. Hann þarf ýmist að vera styrkjandi, stýrandi eða leiðandi í hlutverki sínu allt eftir því sem við á. Allir starfs- menn leikskóla fá starfsviðtöl og leikskólastjóri á sam- kvæmt kjarasamning- um að gera árlega sí- menntunaráætlun fyrir sérhvern starfsmann. Stétt leikskólakenn- ara hefur verið ötul í gegnum tíð- ina við að koma á framfæri hvernig gott leikskólastarf á að vera. Sam- félagið gerir orðið meiri kröfur til faglegs leikskólastarfs. Rekstrar- aðilar krefjast gæðastarfs með lágmarkstilkostnaði og foreldrar eru sér meðvitandi um góða þjón- ustu. Algengasta stærð leikskóla á höfuðborgarsvæðinu er fjórar deildir þar sem dvelja 80 til 100 börn samtímis með um tuttugu starfsmönnum. Undanfarin ár hefur oft verið erfitt að manna leikskóla og skipta launin þar mestu. Síðastliðið ár hefur fólk verið stöðugra í starfi, enn vantar þó á að leikskólakenn- urum fjölgi verulega. Eitt af því sem mesta orka leik- skólastjórans fer í er að leysa for- föll starfsmanna, sem eru mikil og má segja að dagleg stjórnun yfir- gnæfi leiðtogahlutverkið. Miðað við umræðuna teljum við að hætt- an á kulnun sé fyrir hendi og vilj- um við grípa í taumana áður en í óefni er komið.“ Hvernig verður ráðstefnan byggð upp, hverjir tala og um hvað? „Fyrirlesari á ráðstefnunni verður bandaríska færðikonan og fyrirlesarinn Sue Baldwin og nefn- ir hún fyrirlesturinn „Managing for success and sanity“. Sue Baldwin er þekktur fyrirlesari í Bandaríkjunum og hefur gefið út nokkrar bækur um hvernig vinna megi gegn streitu og kulnun í starfi sem stjórnandi í skólum yngri barna. Ein af bókum hennar heitir Lifesavers, nokkurs konar handbók með spurningum til sjálf- skoðunar, ráðum og tillögum til úr- bóta. Hún verður bæði með fyr- irlestur og leggur fyrir okkur verkefni. Sue leggur mikið uppúr því að húmorinn sé með.“ Þekkir þú sjálf dæmi um kulnun í starfi á þín- um vinnustað? „Það eru til dæmi um það í stéttinni og ég þekki til þar sem stjórn- endur hafa verið við það að gefast upp. Sem betur fer eru leikskóla- stjórar meðvitaðir um hættuna og má segja að tilvist faghópsins vinni m.a. gegn þeirri hættu. Með því að fá Sue Baldwin til okkar teljum við okkur færast skref áfram í að vinna gegn hættunni og ætlum okkur að finna leið til að verða nú- tímalegar og faglegar Pollýönnur sem hafa gaman af starfi sínu.“ Hrefna Sigurðardóttir  Hrefna Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík 28. júní 1952. Lauk leikskólakennaraprófi frá Fóst- urskóla Íslands 1977 og eins árs námi í stjórnun frá sama skóla 1996. Hefur starfað sem leik- skólakennari og leikskólastjóri hjá Leikskólum Reykjavíkur í alls um 12 ár, sem leikskólakenn- ari í Svíþjóð í tvö ár og sem leik- skólastjóri á Kirkjubæjarklaustri í tíu ár. Síðustu fimm árin leik- skólastjóri á Sunnuborg í Reykjavík. Maki er Haukur Valdemarsson aðstoðarland- læknir og eiga þau verkfræðing- inn Fjalar, 23 ára. Nútímalegar og faglegar Pollýönnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.