Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Magnús Thor-valdsson fæddist
í Reykjavík 22. júní
1926. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 24. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru: Marín Magn-
úsdóttir, f. 25.7.
1896 í Akurhúsum í
Grindavík, og Thor-
vald Gregersen, f.
1.7. 1894 í Noregi.
Þau skildu 1932.
Bræður Magnúsar
eru: Brynjúlfur, f.
3.6. 1925, Ragnar, f. 2.8. 1927, d.
16.9. 1988, og Helgi, f. 2.8. 1929.
Hinn 29. júlí 1950 kvæntist
Magnús Önnu Gestsdóttur ljós-
móður, f. 24.6. 1928. Foreldrar
hennar voru: Gestur Oddleifsson,
f. 6.9. 1896, d. 18.10. 1984, og
Marín Guðmundsdóttir, f. 3.8.
1902, d. 23.7. 1974. Börn Magn-
úsar og Önnu eru: 1) Marín, f.
7.12. 1950, var gift Ólafi M.
Schram. Börn þeirra eru: a)
Arasyni. Elín og Jóhann skildu.
Núverandi maður Elínar er Pálmi
Guðmundsson og eiga þau Guð-
mund Birki, Hlyn og Ingibjörgu
Lilju. 4) Trausti, f. 4.6. 1964,
kvæntur Guðnýju Önnu Vilhelms-
dóttur. Barn þeirra er Særún
Anna. Fyrir átti Trausti dæturnar
Kristjönu Björk og Dagmar Guð-
nýju. Anna átti dótturina Ingu
Rán.
Magnús lauk námi í blikksmíði
frá Iðnskólanum 1947. Hann fékk
sveinspróf 1948 og meistarabréf
28.10. 1952. Magnús vann í Nýju
Blikksmiðjunni til ársins 1955.
Hann stofnaði eigið fyrirtæki, Al-
uminium og Blikksmiðjuna hf., og
rak það frá 1956 til 1967. Hann
rak Blikksmiðju Magnúsar Thor-
valdssonar í Borgarnesi frá 1967–
1987, fluttist til Reykjavíkur og
vann hjá Iðntæknistofnun í eitt ár
og síðan hjá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins frá 1988–
1996.
Magnús var virkur í félagsmál-
um, gekk ungur í sunddeild KR og
var í sundknattleik bæði sem leik-
maður og þjálfari. Hann var einn
af stofnendum Golfklúbbs Borg-
arness og var í aganefnd GSÍ.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Magnús Orri, kvænt-
ur Herdísi Hallmars-
dóttur. Barn þeirra er
Hallmar Orri. Fyrir á
Herdís dótturina Sig-
ríði Maríu. b) Ellert
Kristófer, í sambúð
með Hönnu Ólafsdótt-
ur. Börn þeirra eru:
Kristófer Bjarmi og
Tindur Snær. Fyrir á
Hanna Óla Nathan. c)
Anna Marín, f. 14.7.
1980. Sambýlismaður
Kristoffer Archetti
Stolen. Ólafur og
Marín skildu. Núver-
andi maður Marínar er Knud
Degn Karstensen og á hann þrjú
börn frá fyrra hjónabandi. 2) Þor-
björg, f. 23.1. 1952, gift Kristjáni
Jónatanssyni. Þeirra börn eru
Trausti Salvar og Halla Katrín. 3)
Elín, f. 23.4. 1956, var gift Jó-
hanni Skarphéðinssyni. Börn
þeirra eru: a) Bjarki Már, í sam-
búð með Erlu Dögg Ásgeirsdótt-
ur. Sonur þeirra er Arnór Orri. b)
Íris Heiður, í sambúð með Óskari
Þrír sex til sjö ára gamlir guttar
standa í röð á túnbletti. Afi í Borgó
er búinn að stilla þeim upp hlið við
hlið og hver þeirra er með Blikk-
smiðju Magnúsar Thorvaldssonar-
derhúfu. ,,Svona strákar, beinir í
baki og út með kassann. Allir með
hönd á enni og svo heilsa með…
honours.“ Það var sveifla í því hvern-
ig hann sagði honours, því við áttum
að vera stoltir ungir menn.
Afi var töffari. Hann sem synti í
sjónum og henti vondum köllum yfir
Volkswagen. Þegar vel lá á honum
fengum við svo að kýla í bumbuna
eins og boxpúða. Mikið rosalega var
afi flottur kall.
Magnús Thorvaldsson fæddist í
Reykjavík árið 1926 og var næstelst-
ur fjögurra bræðra sem fæddust all-
ir á árunum 1925 til 1929. Móðir
þeirra var Marín Magnúsdóttir en
faðir Torvald Gregesen, norskur
járnsmiður sem flutti til Noregs þeg-
ar afi var á sjötta ári. Miðbær
Reykjavíkur var vettvangur þeirra
bræðra, oft var farið niður á höfn og
veitt í soðið eða hlaupið á eftir kola-
trukknum til að grípa það sem af
honum féll.
Oft var hart í ári en afi minntist
þessa tíma engu að síður alltaf með
hlýjum huga og margar sagði hann
sögurnar. Til dæmis voru heimilis-
tekjurnar drýgðar með blaðasölu. Ef
launin urðu einn eyrir, gat móðir
hans keypt efnisbút og saumað
svuntu sem hægt var að selja á tíu
aura, og með útsjónarsemi af þess-
um toga tókst þeim að ná endum
saman.
Sem lítill gutti var afi með bein-
kröm en honum var ráðlagt að fara í
sund til að brjóstkassinn gæti jafnað
sig. Upp frá því var sundið hans
helsta dægrastytting og skemmtun.
Hann synti til að mynda mikið í sjón-
um; úr Vesturbænum yfir á Álftanes,
yfir í Viðey og síðar synti hann yfir
Borgarfjörðinn frá Borgarnesi.
Nokkuð ströng leið, enda straumar
sterkir. Afi hafði hins vegar gleymt
að gera ráðstafanir til að láta sækja
sig hinum megin og synti þá til baka
aftur.
Afi og amma hófu sinn búskap í
herbergi á Njarðargötunni en fluttu
síðar í Langagerði þegar Smáíbúða-
hverfið er að byggjast upp. Afi hóf
sinn sjálfstæða rekstur í skúr í
Langagerðinu og var með eigin
rekstur í Reykjavík til 1967 þegar
þau flytja í Borgarnes ásamt tveimur
yngstu börnunum. Tvær eldri dæt-
urnar verða eftir í Reykjavík.
Í Borgarnesi bjuggu þau í tuttugu
ár í reisulegu timburhúsi efst á
Búðakletti, elsta íbúðarhúsnæði í
bænum, en í húsinu bjó Thor Jensen
þegar verslun var að hefjast í Borg-
arnesi. Nálægt stóðu svo verslunar-
húsin, en þar rak „Mangi blikk“ sína
blikksmiðju.
Á þessum tíma fékk afi golfdelluna
og varð hann meðal stofnenda Golf-
klúbbsins í Borgarnesi. Uppbygging
aðstöðunnar að Hamri var hans hug-
arfóstur og lagði hann gríðarlega
hart að sér við endurbyggingu
klúbbhússins og fegrun vallarins.
Skilaði hann óeigingjörnu starfi fyrir
golfáhugamenn í Borgarnesi og var
að Hamri löngum stundum að dytta
að, mála, snyrta eða gróðursetja.
Afi Magnús var oft úti í smiðju „að
finna upp á einhverju nýju“ og var
hann í raun óþrjótandi uppspretta
hugmynda. Magnhúsið í Borgarnesi
er einbýlishús sem byggt var eftir
hugmyndum afa, en húsið er ekki
með neinn einasta nagla. Það er ein-
ingahús sem reyrt er saman með
skrúfum og járnteinum sem þykir
einstaklega hagkvæmt í rekstri
vegna lágs kyndingarkostnaðar.
Magnskrúfan var einnig hugðar-
efni afa, en það er tvígeng skrúfa til
samsetningar á trégrindum í burð-
arvirkjum og eykur styrk þeirra til
muna. Fleira mætti nefna: Fyrir
nokkrum árum var ljósabúnaður bíla
mun ófullkomnari en í dag og oft
þurfti afi að mæta eineygðum bílum í
Hvalfirðinum með tilheyrandi
hættu. Hann bjó til stórt endurskins-
merki sem festa mætti framan á bil-
aða lugt, svo að eineygðir bílar
myndu ekki valda slysahættu er þeir
mættu öðrum bílum. Þá sýndi hann
mér einu sinni frumgerð að farang-
ursgeymslu, boxi sem eru uppi á bíl-
um. Svo mátti með einföldum hætti
breyta farangursgeymslunni í bát
þegar á áfangastað væri komið.
Fyrir tuttugu árum þegar Trausti
sonur hans var að hefja einkaflug-
mannsnám sagði afi í heyranda
hljóði við nokkra af kennurum
Trausta að sniðugt væri nú fyrir
þessar litlu flugvélar að hafa fallhlíf
sem nota mætti þegar vélarnar
misstu afl, svo þær gætu svifið ró-
lega til jarðar. Flugmennirnir hlógu
nú við og þótti þetta einkennileg at-
hugasemd frá fullorðnum mannin-
um. Fyrir nokkrum dögum var
Trausti staddur í Asíu þegar pabbi
hans veikist og eftir krókaleiðum
fékk hann pláss í fraktvél frá Belgíu
á leið til Íslands. Í vélinni rekur
Trausti augun í erlent tímarit flug-
virkja en forsíðugreinin fjallaði um
þá byltingarkenndu nýjung að litlar
einkaflugvélar væru nú framleiddar
með fallhlífum sem nota mætti þegar
vélarbilun kæmi upp.
Ég held að við munum aldrei átta
okkur á því hvað afi var sniðugur. Sú
guðsgjöf sífelldrar þekkingarleitar
var aldrei nýtt til fullnustu af okkur
samferðamönnum hans og ég held að
alltof oft hafi hann mætt tortryggni
og íhaldssemi þegar við áttum í raun
að hvetja hann til frekari leitar.
Það var alltaf hægt að leita til hans
með aðstoð. Hann lagði til dæmis
flísar inni á baði hjá mér og fyrir
nokkrum árum pússaði hann parket-
ið á ganginum. Þá gleymdi hann
reyndar að loka hurðunum inn í her-
bergin og það tók mig nokkra daga
að þrífa. En svona var hann og mað-
ur fyrirgaf allt saman. Þegar Trausti
fæddist fannst afa rétt að mála and-
dyrið áður en amma kæmi heim af
fæðingardeildinni. Hann gleymdi
hins vegar að taka skóna úr gang-
inum og þeir urðu allir rauðflekkótt-
ir.
Barnalán afa hefur verið einstakt
og á síðustu árunum veitti það hon-
um gríðarlega mikið að fylgjast með
sínu fólki um allan heim. Hvort sem
menn væru að fljúga júmbóþotum í
Asíu eða ljúka prófi í skóla, þá vissi
maður að afi myndi svífa á loft upp úr
brúna leðurstólnum þegar honum
voru færðar fréttirnar.
Hans bestu stundir voru þegar
hann dvaldi með fjölskyldunni sinni.
Þegar við krakkarnir komum á
Kapló mætti manni stórt faðmlag,
„sæll vinurinn“ sagði hann alltaf og
meinti það. Svo hvarf höndin í þenn-
an stóra lófa, andlitið í hálsakotið og
skrokkurinn allur inn í faðmlagið. Þá
leið manni vel. Þessi skilyrðislausa
ást reyndist okkur frábært veganesti
og hjálpaði okkur mikið á síðustu
stundunum okkar saman.
Hafðu þökk fyrir allt saman, afi
Magnús. Faðmlagið og sú hlýja sem
því fylgdi ætla ég að varðveita og
koma áfram til okkar fólks. Svo skal
ég líka kenna þeim að heilsa með
honours.
Magnús Orri Schram.
Það varð allt svo miklu skemmti-
legra eftir að Maggi mágur kom inn í
fjölskylduna okkar. Þegar Magnús
Thorvaldsson og Anna systir giftu
sig fluttu þau inn í litla risíbúð á
Njarðargötu þar sem við bjuggum.
Þá vorum við ennþá 5 systkini heima.
Maggi lék sér með okkur yngri
systkinunum í boltaleikjum og eldri
systurnar fengu að fara á skíði með
honum upp í Jósefsdal þar sem hann
og félagar hans höfðu byggt sér
skíðaskála. Á þessum árum spiluðum
við oft á spil á kvöldin og þar var
Maggi hrókur alls fagnaðar. Hann
var mikill sundkappi. Einu sinni var
hann með okkur í Nauthólsvík. Þá
var vatnið svo kalt að við hin rétt gát-
um dýft tánum í sjóinn en hann gerði
sér lítið fyrir og synti yfir voginn og
til baka við mikinn fögnuð vistaddra.
Hann hafði einstaka frásagnargáfu
og virtist alltaf lenda í ævintýrum,
það var sama hvort hann fór á putt-
anum upp á Akranes eða sigldi niður
Grand Canyon í Ameríku. Úr þess-
um ferðum spunnust frábærlega
skemmtilegar og ótrúlegar sögur.
Hann og Anna byggðu sér hús í
Langagerði þangað sem þau fluttu
með dæturnar Marínu og Þorbjörgu,
þar bættust Elín og Trausti í hópinn,
síðan fluttu þau í Borgarnes og aftur
til Reykjavíkur á Kaplaskjólsveg.
Alltaf var gaman að koma til Önnu
og Magga, hlusta á sögurnar hans og
njóta kræsinga Önnu. Heilsu Magn-
úsar tók að hraka fyrir nokkrum ár-
um en alltaf hélt hann sinni frásagn-
argleði. Hann lýsti svo vel uppvexti
sínum á kreppuárunum, faðirinn var
útlendingur og atvinnulaus og seinna
stóð móðir hans ein uppi með fjóra
fyrirferðarmikla stráka. Hann sagði
líka frá lífinu í sveitinni á Smiðjuhóli
og alls konar uppákomum á stríðs-
árunum svo að við sáum þetta allt
ljóslifandi fyrir okkur. Í tengslum við
starf sitt fann hann upp ýmsar nýj-
ungar í sambandi við byggingar.
Ekki þykir mér ólíklegt að margar
hugmyndir hans eigi eftir að verða
að veruleika í framtíðinni. Á kveðju-
stund minnumst við systkinin
margra ánægjulegra samveru-
stunda. Blessuð sé minning Magn-
úsar Thorvaldssonar.
Auður Gestsdóttir.
Nú er Magnús Thorvaldsson
genginn. Ættarhöfðinginn er fallinn
frá. Það var ekki að sjá né heyra á
Magnúsi að endirinn væri nærri,
hress og glaður, mátulega forvitinn
og með líðan sinna nánustu í fyrir-
rúmi.
Ég kynntist Magnúsi þegar við
Marín fórum að daga okkur saman.
Hann tók mér sem syni, vini og fé-
laga og bauð mig velkominn í litlu
fjölskylduna sína. Á Borgarnesárun-
um þegar fara þurfti bæði um Hval-
fjörð og Borgarfjörð á milli heimila
leið ekki helgi að ekki væri um gagn-
kvæmar heimsóknir að ræða. Hann
var í rauninni þessi ekta afi eins og
skrifað er um í bókum. Magnús var
heljarmenni að burðum, afbragðs
íþróttamaður, þó mest hefði hann dá-
læti á sundi, fyrst sem keppnismaður
og síðar forystumaður í KR. Sem
blikksmiður var Magnús óþreytandi
við smíðar og viðgerðir. Í verklagni
og nýsmíði átti Magnús sér ekki líka.
Þau eru ófá tækin og tólin sem hann
hannaði og má þar nefna byltingar-
kennda smíði einingarhúsa, sorp-
geymslna, farangurskassa á bíla,
fellihýsi, loðdýrabúr, slysavarnir á
hurðir og skúffur, milliveggi úr
blikki, svo eithvað sé nefnt.
Heima var hann hinn settlegi
heimilisfaðir, gestrisinn og rausnar-
legur, einmitt sá eiginleiki sem auð-
kennir börnin hans. Dýrðarstundir á
heimili þeirra Önnu, yfir sunnudags-
steikinni og ís á eftir eða súkklaði-
drykk með rjómakökum brenndi sig
inn í vitund barnanna og er þeirra
ímynd af öfum og ömmum.
Magnúsi var ekkert óviðkomandi
og hafði hann sínar skoðanir á mönn-
um og málefnum eins og gengur og
var ófeiminn að úttala sig væri hann
inntur eftir áliti sínu.
En eitt var hafið yfir alla gagn-
rýni, sérstaklega eftir að þeir fóru að
nota röndóttu búningana aftur og
hafa hampað Íslandsmeistaratitlin-
um þrisvar síðan, það var gamla góða
KR. Magnús var KR-ingur og það
segir sitt um þennan öðling sem nú
er til hvílu borinn.
Ólafur B. Schram.
MAGNÚS
THORVALDSSON
Fleiri minningargreinar
um MagnúsThorvaldsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR,
frá Norðfirði,
síðast til heimilis á
Lindargötu 57,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti laugar-
daginn 19. október.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sigríður G. Kærnested,
Erna Grétarsdóttir, Gunnar Á. Þorkelsson,
Sigurjón Grétarsson, Eygló Ebba Hreinsdóttir,
Ágústa Sigurjónsdóttir, Guðmundur H. Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUÐMUNDUR Þ. SIGURÐSSON
fyrrv. hafnarvörður,
Hjöllum 15,
Patreksfirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar þriðju-
daginn 29. október.
Hrönn Vagnsdóttir,
Anna Guðmundsdóttir, Skúli Berg,
Sigurður Pétur Guðmundsson, María Petrína Berg,
Margrét Guðmundsdóttir, Vignir Bjarni Guðmundsson,
Þorbjörn Guðmundsson
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR JÓNASSON
forstjóri,
hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
áður Langagerði 9,
Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 29. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jón Gunnarsson, Nína Soffía Hannesdóttir,
Guðleif Gunnarsdóttir, Jón Andrés Jónsson,
Anna Lilja Gunnarsdóttir, Þórhallur Dan Johansen,
Björn Gunnarsson, Dagmar Þóra Bergmann,
barnabörn og barnabarnabörn.