Morgunblaðið - 31.10.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 31.10.2002, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 11 Vandaðir leðurskór í stærðum 20-26 Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Mikið úrval af ullarpeysum fyrir krakka frá 0-12 ára Jólafötin streyma inn STYRKTAR- og sjúkrasjóður versl- unarmanna í Reykjavík gaf Reykja- lundi í gær hjartagæslutæki með skjá og hjartalínuritssenditæki, sem nýtist hjarta- og lungnasjúklingum. Verðmæti búnaðarins er um 5,5 milljónir króna. Björn Ástmundsson, forstjóri Reykjalundar, segir að svona tæki hafi bráðvantað og það sé þegar komið í fulla notkun, en átta sjúk- lingar geti verið tengdir því í einu. Um 230 til 250 hjartasjúklingar og um 180 til 200 lungnasjúklingar njóta endurhæfingar á Reykjalundi á ári. Björn segir að tækið gjör- breyti möguleikum endurhæfing- arinnar. Í eldri tækjabúnaðihafi sjúklingarnir verið tengdir við tölv- una og því hafi einungis verið hægt að nota þrekhjól, en nú næðu sendar tækisins sambandi við móðurstöð frá stærstum hluta þjálfunarhússins. Því væri hægt að vera undir eftirliti í hjólasal, leikfimissal eða tækjasal. Tækið er mjög næmt og greinir óreglu og aðrar breytingar í línuriti. Hægt er að vista og prenta hjarta- línurit úr þjálfunartíma og lesa þau afturvirkt. Einnig er mögulegt að senda línurit til greiningar sem PDF-skjal til viðkomandi hjarta- læknis. Björn segir að Reykjalundur sem einkastofnun sé ekki með tækja- framlag frá ríkinu og fái því ekki ákveðna fjárhæð á ári til tækja- kaupa eins og önnur sjúkrahús. Því þurfi að treysta á gjafir og tilfellið sé að megnið af tækjabúnaði þjálf- unardeilda séu svona gjafir, en þær haldi starfseminni á floti og valdi því að afköstin hafi aukist jafnt og þétt. Landsambönd hjartasjúklinga hafi t.d. nýlega gefið Reykjalundi tæki upp á um 2,5 milljónir króna og sam- tök eins og Lionshreyfingin hafi ver- ið hjálpleg en þetta sé ein verðmæt- asta tækjabúnaðargjöf sem einstök félagasamtök hafi gefið stofnuninni. Styrktar- og sjúkrasjóður versl- unarmanna í Reykjavík er elsti starfandi félagsskapur kaupsýslu- og verslunarmanna á Íslandi, stofn- aður 24. nóvember 1867. Auk þess fjármagns, sem sjóðurinn sjálfur lagði af mörkum, söfnuðu nokkrir félagar sjóðsins, svonefnd Akademía 2002, fjármagni sem upp á vantaði til kaupanna á þessu 8 rása hjarta- gæslutæki. Akademíuna skipa Árni Þ. Árnason, Birgir Rafn Jónsson, Bjarni Ingvar Árnason, formaður, Bjarni Finnsson, Björgólfur Guð- mundsson, Einar Sæmundsson, Haukur Hjaltason, Jóhannes Jóns- son og Sigfús Sigurhjartarson, en formaður sjóðsins, Ólafur Jensson, hefur verið þeim til halds og trausts. Gjöfin er gefin í tilefni 135 ára af- mælis sjóðsins og er um leið þakk- lætisvottur fyrir hið mikla og fórn- fúsa starf sem fram fer á Reykja- lundi, en Einar Sæmundsson afhenti Birni Ástmundssyni gjafabréfið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einar Sæmundsson afhendir Birni Ástmundssyni gjöfina, en Ólafur Jensson, formaður sjóðsins, er á milli þeirra. Reykjalundi fært hjartagæslutæki að gjöf Styrktar- og sjúkrasjóður verslunarmanna í Reykjavík 135 ára Jakob Frímann Magnússon hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 9. nóvember nk. Jakob Frímann gefur kost á sér í 2.–3. sæti listans. Jakob Frímann leggur áherslu á nýjar leiðir við öflun verðmæta fyrir þjóðarbúið, frjálsræði í við- skiptum, um- hverfisvernd, opna lýðræðislega umræðu og síðast en ekki síst jöfnun lífskjara, að því er segir í frétta- tilkynningu. Hann er frjálslyndur jafnaðarmaður, hefur starfað með hreyfingu jafnaðarmanna í Alþýðu- flokknum frá árinu 1983 og verið varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík síðan 1999. Jakob Frímann hefur starfað að framgangi íslensks listafólks innan lands og utan og gegndi m.a. starfi menningarfulltrúa Íslands í London um nokkurra ára skeið. Hann hefur framleitt kvikmyndir og sjónvarps- þætti, auk þess sem hann hefur látið til sín taka í umhverfismálum, m.a. sem framkvæmdastjóri Græna hers- ins og Umhverfisvina. Jakob Frí- mann hefur um árabil staðið í fram- varðarsveit íslensks tónlistarlífs. Hann er framkvæmdastjóri Stuð- manna en auk þess á hann og rekur auglýsingastofuna Bankastræti, seg- ir í fréttatilkynningu. Helstu stefnumál, greinar og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu Jakobs. Slóðin er www.jakob- frimann.is. Kosningaskrifstofa Jak- obs Frímanns er að Laugavegi 26, 3. hæð, gengið inn Grettisgötumegin. Guðmundur Hallvarðsson alþing- ismaður gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík sem fram fer dagana 22. og 23. nóv- ember nk. Hann sækist eftir fimmta sætinu í prófkjörinu. Guðmundur er fæddur í Reykjavík 1942. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1966 og starfaði sem stýrimaður á vitaskipinu Ár- vakri 1965-1970. Hann var í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur 1972-1991, þar af formaður félagsins 1978-1994. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og samtök sjómanna, var m.a. varaformaður Sjómanna- sambandsins og í miðstjórn ASÍ. Þá hefur hann verið formaður Full- trúaráðs sjómannadagsins í Reykja- vík og Hafnarfirði frá 1984 og for- maður samtakanna frá 1993, jafnframt stjórnarformaður Hrafn- istuheimilanna. Guðmundur hefur setið á Alþingi frá 1991 og setið í sjávarútvegsnefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd, í sér- nefnd um stjórnarskrármál og er nú formaður samgöngunefndar. Stuðningsmenn Guðmundar hafa opnað skrifstofu að Ármúla 7. Þá hefur Guðmundur opnað heimasíðu á Netinu á slóðinni www.ghallvards.is. Í DAG STJÓRNMÁL FRAMSÓKNARMENN í Reykja- vík samþykktu uppstillingu í báðum kjördæmum Reykjavíkur á kjör- dæmisþingum framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður í gærkvöldi. Í suðurkjördæminu stóð fundur- inn í tæplega fjóra tíma og í at- kvæðagreiðslu greiddu 58 með upp- stillingu og 38 með prófkjöri. Fundurinn í norðurkjördæminu tók mun skemmri tíma, en þar voru 74 samþykkir uppstillingu, 19 vildu prófkjör og einn seðill var auður. Samkomulag náðist á fundi stjórn- ar Kjördæmissambands framsókn- armanna í Reykjavíkurkjördæmi suður í gærmorgun um að þing fram- sóknarmanna yrði haldið í gærkvöldi eins og boðað hafði verið. Laganefnd Framsóknarflokksins kvað upp þann úrskurð í fyrrakvöld að aðalfundur Félags ungra fram- sóknarmanna í kjördæminu hafi ver- ið ólögmætur. Sættir náðust svo í gærmorgun á milli fylkinga og kem- ur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Guðjóns Ólafs Jónssonar, formanns kjördæmissambands framsóknar- manna í Reykjavíkurkjördæmi suð- ur, og Hauks Loga Karlssonar, for- manns Félags ungra framsóknar- manna, að þeir hafi orðið ásáttir um að setja niður deilur sínar í fjölmiðl- um og vinna saman af heilum hug að góðum árangri Framsóknarflokks- ins í næstu kosningum. Samkomulag náðist um að fulltrú- ar Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður sem valdir voru til setu á kjördæmisþing árið 2001 yrðu boðaðir sérstaklega til þingsins í gærkvöldi. Stjórn FUF í Reykjavíkurkjör- dæmi suður lýsti því yfir í gær að með úrskurði laganefndar Fram- sóknarflokksins hafi fengist niður- staða sem stjórnin geti að fullu sætt sig við og muni í framhaldi þar af boða til nýs aðalfundar. Að sögn Guðjóns Ólafs er næsta skref að skipa uppstillinganefnd í hvoru kjördæmi og á það að gerast fyrir 15 nóvember nk. Fyrir 10. des- ember á hvor nefnd að gefa öllum flokksmönnum í viðkomandi kjör- dæmi kost á að tilnefna einn eða fleiri einstaklinga, sem viðkomandi vill sjá í framboði fyrir Framsókn- arflokkinn í kjördæminu. Síðan á hvor nefnd að leggja tillögur sínar til afgreiðslu fyrir kjördæmisþing, sem halda skal eigi síðar en 25. janúar á næsta ári. Framsóknarmenn völdu uppstillingu FÉLAG Vinstri hreyfingarinn- ar – græns framboðs í Reykja- vík ákvað á félagsfundi í fyrra- dag að stilla upp á framboðs- lista í báðum Reykjavíkurkjör- dæmunum. Steingrímur Ólafsson, for- maður félagsins, sagði ákvörð- unina einróma, en sjö manna uppstillingarnefnd var kosin á fundinum. Á hún að skila nið- urstöðu fyrir 10. janúar nk., en hennar er þó að vænta fyrr, að sögn Steingríms. VG stillir upp í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.