Morgunblaðið - 31.10.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.10.2002, Qupperneq 2
                     !"   #$                         % & ' ( ) * + , - %.                        / 0    STJÓRN Kers hf. hefur borist bréf Hesteyrar ehf. þar sem óskað er eftir að boðað verði til hluthafafundar í Keri hf. þar sem á dagskrá verði stjórnarkjör í félaginu. Þórólfur Gíslason stjórnarmaður í Hesteyri og Keri segir að óskin um hluthafafund komi til vegna kaupa Hesteyrar á tæplega fjórðungshlut í Keri í sumar og ekkert annað en það liggi á bakvið. „Hesteyri ehf. vill fá sinn fulltrúa inn í stjórn Kers í fram- haldi af þessu. Þannig að hugmyndir um annað eru bara misskilningur.“ Ólafur Ólafsson forstjóri Sam- skipa og stjórnarmaður í Keri vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið. Engin upplausn í S-hópnum Þórólfur neitar því að upplausn sé komin í S-hópinn svokallaða. „Það er ekki mín meining,“ sagði Þórólfur. Hann segir að ekkert annað liggi að baki óskinni um hluthafafundinn en sú krafa að fá mann í stjórn Kers. Þórólfur er sjálfur stjórnarmaður í Keri en kom þar ekki inn á sínum tíma sem fulltrúi Hesteyrar heldur sem varamaður Þórðar Más Jóhann- essonar framkvæmdastjóra Fjár- festingarfélagsins Straums. Aðspurður hvort hann teldi að Hesteyri gæti náð þeim 50% at- kvæða sem þyrfti á hluthafafundi til að ógilda umboð núverandi stjórnar svo fram geti farið nýtt stjórnarkjör, segir Þórólfur að það hafi ekkert ver- ið rætt í stjórn Hesteyrar. „Þetta er beiðni Hesteyrar um að fá hluthafa- fund til að fá fulltrúa inn í stjórnina og ekkert annað liggur til grundvall- ar og við förum að þeim leikreglum sem gilda í þeim efnum og vonum að það verði enginn ágreiningur um það. Þetta er bara einföld beiðni sem aðrir hluthafar munu taka afstöðu til. Við vitum ekkert hvernig þeir eru stemmdir í því máli,“ sagði Þórólfur í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið hafði samband við Ólaf Ólafsson forstjóra Samskipa og stjórnarmann í Keri vegna málsins og innti hann eftir því hvort ósk Hesteyrar um hluthafafund benti til þess að óeining væri komin upp inn- an S-hópsins. Ólafur vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið. Samþykkja ekki dagskrá Kristján Loftsson, stjórnarfor- maður Kers hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki sé hægt að óska eftir hluthafafundi um stjórn- arkjör þar sem stjórn sé nú þegar hjá félaginu. Fyrst verði núverandi stjórn að víkja. Hesteyri verði þann- ig að breyta ósk sinni um hluthafa- fund á þá leið að á dagskrá hans verði að óskað verði eftir að núverandi stjórn verði svipt umboði sínu. „Ef þeir vilja að það fari fram stjórnar- kjör þá verða þeir að óska eftir því í sama bréfinu að stjórnin sem nú sit- ur verði svipt umboði sínu og ef það verði samþykkt þá fari fram stjórn- arkjör,“ sagði Kristján. Hann sagðist reikna með að Hest- eyri sendi Keri nú annað bréf og óski eftir því að núverandi stjórn verði svipt umboði. Hann sagði að þá yrði boðað til hluthafafundar innan fjög- urra vikna eins og lög gera ráð fyrir. Eignarhaldsfélagið Hesteyri ehf. er í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Skinneyrar-Þinganess hf. Fé- lagið keypti 22,53% hlut í Keri hf. í ágúst síðastliðnum af Íslandsbanka. Bankinn hafði áður keypt 21,46% hlut í Keri af Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. en auk þess seldi Ís- landsbanki Hesteyri þá 1,07% hlut bankans í Keri. Hesteyri vill fá mann í stjórn Kers FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ísland tapaði gegn Þjóðverjum í Svíþjóð / B3 George Burley tekur við liði Stoke / B1 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í  Söluhæsti ársfjórðungur Össurar frá upphafi / C1  Horft á viðskiptin úr flugstjórnarklefanum / C4  Fjárfestingar lífeyrissjóða erlendis / C6  Ástand innfjarðarækju er ennþá slæmt / C9  Erfitt ástand í rækjuiðnaðinum / C12 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is MAÐURINN, sem lést af slys- förum í Borgarnesi á þriðjudag, hét Jón Eyjólfur Einarsson, 76 ára, til heimilis að Berugötu 18, Borgarnesi. Jón Eyjólfur var fæddur 9. febrúar 1926. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjóra upp- komna syni. Lést af slysförum í Borgarnesi ÞAÐ tekur hvorki meira né minna en fjóra daga að klæða Kringluna í jólabúninginn. Starfsmenn eru nú í óða önn að hengja upp jólaskraut á göngunum og einnig utandyra, en á morgun verður kveikt á herlegheit- unum, sem í eru milljón perur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kringlan í jólabúning LÖGÐ hefur verið fram kæra vegna heimasíðu á netinu, þar sem finna mátti leiðbeiningar um hvernig brjótast mætti inn í vef- umsjónarkerfi fyrirtækja. Gyða Guðjónsdóttir, framleiðslu- og gæðastjóri Ráðgjafar- og hugbún- aðarhússins Innn, sem framleiðir hugbúnaðinn LiSA, segir að um sé að ræða rógsherferð á hendur fyr- irtækinu, hjá tölvuþrjótum sem hafi verið að reyna að brjótast inn í kerfið. „Við teljum okkur vita hver standi bak við þetta og þetta mál er í meðferð hjá lögreglunni,“ segir hún. Eigandi vefsíðunnar fjarlægði hana í gær. Fjölmörg íslensk fyrirtæki og stofnanir nota hugbúnaðinn, þ.á m. Seðlabanki Íslands, Baugur, Bún- aðarbankinn, SPRON og Kaup- þing, svo fáein séu nefnd. Gyða segir að á sunnudag hafi fyrirtækinu borist fregnir um þessa heimasíðu með leiðbeining- um um það hvernig ætti að brjót- ast inn í kerfið. „Við brugðumst fljótt við og innan tveggja klukku- stunda vorum við búin að fullvissa okkur um að ekki hefði verið brot- ist inn á heimasíður viðskiptavina okkar. Til öryggis höfum við síðan yfirfarið sérstaklega öll okkar kerfi til að vera 100% örugg um að engin hætta sé til staðar,“ segir Gyða. Innbrotstilraunir algengar Gyða segir að það sé daglegt brauð að tölvuþrjótar reyni að brjótast inn í hugbúnaðarkerfi fyr- irtækja. „Þetta gerist alls staðar í heiminum og við stundum stöðugt eftirlit. Það er metnaðarmál hjá tölvuþrjótum að klekkja á fyrir- tækjum eins og okkur, sem eru leiðandi á markaðinum. Þeir vilja þá koma sér á framfæri með röng- um yfirlýsingum og innistæðulausu monti. Þarna er um hrein skemmd- arverk og rógsherferð að ræða,“ segir Gyða. Leiðbeiningar um innbrot í tölvu- kerfi á vefsíðu Talsmaður Innn kærir til lögreglu og segir leiðbeiningarnar rangar ÍSLENSKA karlaliðið sigraði Egypta með 2,5 vinningum gegn 1,5 og kvennaliðið vann norska liðið með 2,5 vinningi gegn hálfum í fimmtu umferð Ólympíuskákmótsins í Bled í Slóveníu í gær. Þetta er stærsti sigur kvennaliðsins til þessa. Í dag teflir karlaliðið gegn Indónesíu og stúlkurnar gegn Bangladesh. Sigrar á Ólympíumóti  Hannes/45 Ker hf. jók hlut sinn úr 2,37% í 2,81% þann þann 5.september sl. Átök innan S-hópsins ♦ ♦ ♦ FRAMSÓKNARMENN í Reykja- vík samþykktu uppstillingu í báðum kjördæmum Reykjavíkur á kjör- dæmisþingi framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður í gærkvöldi. Báðir fundirnir hófust á sama tíma, en voru mislangir. Fundurinn í suðurkjördæminu stóð í tæplega fjóra tíma, en í atkvæðagreiðslu greiddu 58 með uppstillingu og 38 með prófkjöri. Fundurinn í Reykjavíkurkjör- dæmi norður tók mun skemmri tíma og þar voru niðurstöður atkvæða- greiðslunnar afgerandi. 74 voru sam- þykkir uppstillingu, 19 vildu próf- kjör og einn seðill var auður. Uppstilling samþykkt  Framsóknarmenn/11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.