Morgunblaðið - 22.11.2002, Page 67

Morgunblaðið - 22.11.2002, Page 67
JÓLAKORT Kvenfélags Langholts- sóknar er komið út. Myndin á kort- inu er af steindum glugga á austur- stafni kirkj- unnar. Gluggann hannaði Sigríður Ásgeirs- dóttir glerlista- kona. Kortin fást bæði með og án áletr- unar. Þau eru fjögur saman í pakka á kr. 500 en einnig er hægt að kaupa stök kort. Kortin eru til sölu hjá kirkjuverði. Allur ágóði af söl- unni rennur í gluggasjóð. Jólakort Kvenfélags Langholtssóknar FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 67 Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyr- ir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og bibl- íufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laugardögum kl. 12.30. Garðaprestakall. Harmonikkuball á föstudagssamveru í Kirkjuhvoli, Garða- bæ, í dag kl. 14–17. Rúta fer frá Hlein- um kl. 13.40. Eldri borgarar hvattir til að mæta. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Ung- lingasamkoma í kvöld kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Erling Snorrason. Sigrún Jónsdóttir leikur á fiðlu og Kór Aðvent- kirkjunnar syngur. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Jóhann Grétarsson. Biblíurannsókn og bænastund á fimmtudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Brynjar Ólafsson. Biblíurannsókn og bænastund á föstu- dögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Halldór Ólafsson. Biblíurannsókn og bænastund að Breiðabólstað í Ölfusi á miðvikudögum kl. 20. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.30. Hátíðarguðsþjónusta kl. 17. Ræðu- maður Eric Guðmundsson og Erling Snorrason. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF FYRIR nákvæmlega 80 árum hóf O.J. Olsen að prédika aðventboð- skapinn í Vestmannaeyjum. Í kjölfar þess hófst mikil vakning meðal bæjarbúa og 60 fullorðnir einstaklingar tóku á móti aðvent- boðskapnum á árunum 1922–24 og söfnuður var stofnaður. Þessara merkisviðburða verður minnst með sérstakri hátíð- arsamkomu í Aðventkirkjunni í Vestmannaeyjum á morgun, laug- ardaginn 23. nóvember, kl. 17. Eft- ir samkomuna verður gestum boð- ið til málsverðar. Allir eru hjartanlega velkomnir að heiðra söfnuðinn með nærveru sinni á þessum merku tímamótum. Vestmannaeyjasöfnuður. Föstudagssamvera með harmonikkuballi ANNAÐ harmonikkuball vetrarins fyrir eldriborgara í Garða- prestakalli verður haldið í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli föstu- daginn 22. nóvember kl. 14–17. Það eru Garða- og Bessa- staðasókn sem standa að þessari skemmtun í samvinnu við félög eldri borgara í Garðabæ og á Álftanesi, en fyrri skemmtunin var fjölsótt og þótti takast með ágæt- um. Fimm harmonikkuleikarar munu leika fyrir dansi og stjórna söng, Garðakórinn, kór eldri borg- ara í Garðabæ, kemur í heimsókn og syngur, farið verður með gam- anmál og boðið verður upp á vöfflukaffi. Aðgangseyrir er 500 kr. Rúta fer frá Hleinum kl. 13.40 og heim að lokinni skemmtun. Allir eldri borgarar og velunn- arar heilbrigðra dansmennta og hollrar skemmtunar eru velkomn- ir. Sóknarnefndirnar. Ensk messa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 24. nóvember nk. kl. 14 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Jón Bjarnason. Guðrún Finnbjarnardóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Barna- og unglingakór Graf- arvogskirkju syngur við athöfnina undir stjórn Oddnýjar J. Þorsteins- dóttur. Messukaffi að athöfn lok- inni. Á þessu ári hefur verið boðið upp á enska messu í Hallgríms- kirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja). Sunday 24th of November at 2 pm. Holy Communion. Christ the King. The Sunday next before Advent. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist: Jón Bjarnason. Leading Singer: Guðrún Finnbjarnardóttir. The Children’s Choir from Grafarvogs- kirkja will sing. Conductor: Oddný J. Thorsteinsdóttir. Refreshments after the service. Hátíðarsam- koma Aðvent- kirkjunnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja LANDSVIRKJUN hefur látið gera kort af ferðaleiðum sunnan Hofsjökuls sem verður á almenn- um markaði. Kortið er gefið út bæði á íslensku og ensku og er það Hið íslenska bókmenntafélag, Síðumúla 21, sem annast dreifingu þess. Kortið verður til sölu í bóka- búðum og á ferðamannastöðum sunnanlands. Kortið kostar kr. 1.000. „Ferðakortið er liður í þeirri stefnu Landsvirkjunar að efla ferðamennsku og útivist á virkj- unarsvæðum og stuðla að því með sveitarstjórnum, stjórnvöldum og ferðaþjónustunni að byggja upp innviði ferðamennsku á starfs- svæðum fyrirtækisins,“ segir í fréttatilkynningu. „Fjölmargir aðilar hafa komið að gerð kortsins og veitt þær upp- lýsingar sem þar koma fram. Má þar nefna Áskel Heiðar Ásgeirs- son kortagerðarmann, Árna Þórð Jónsson og Benedikt Karl Valde- marsson textasmiði, Ásborgu Arn- þórsdóttur ferðamálafulltrúa, Ei- rík Haraldsson fyrrv. menntaskólakennara, Engilbert Olgeirsson og Harald Eiríksson, rekstraraðila Landmannahellis, Hauk Jóhannesson, Ferðafélagi Íslands, Kjartan Magnússon veiði- vatnanefnd, Pál Gíslason, rekstr- araðila Kerlingafjöllum, Svein Tyrfingsson, rekstraraðila í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum, Svein Sæland, oddvita í Bláskóga- byggð og félaga úr Ferðaklúbbn- um 4x4 o.fl.“ Kort af leiðum sunnan Hofsjökuls LÝST er eftir vitnum að umferð- aróhappi sem varð á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjar- bakka miðvikudaginn 20. nóvem- ber sl. klukkan 7:35. Þar skullu saman hvít Volkswa- gen Polo-fólksbifreið og grænn Land Rover Discovery-jeppi. Öku- menn eru ekki sammála um stöðu umferðarljósa á gatnamótunum þegar óhappið varð. Þeir sem upp- lýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykja- vík. Lýst eftir vitnum LEIÐRÉTT Bóksala í nóvember Farið var mánaðavillt í bóksölu- lista sem birtur var í blaðinu í gær. Bóksalan var vitaskuld mæld dag- ana 1.–18. nóvember, eins og raun- ar kom fram í tilvísunarfrétt á bak- síðu. Beðist er velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.